top of page

Sauðleysur í landslagi og útsýni á heimsmælikvarða

Tindferð nr. 315 sunnudaginn 15. september 2024.


Eftir að hafa aflýst göngu á Sauðleysur einu sinni vegna dræmrar mætingar... líklega árið 2022... ákváðu þjálfarar að drífa sig upp eftir á sunnudegi þegar ekki var hægt að fara á Torfatinda og félaga kringum Álftavatn vegna jeppaleysis og veðurspán laugardeginu á undan... þetta var stutt ganga og myndi sleppa þó Bára væri að fara á næturvakt um kvöldið þar sem þjálfarar voru staddir í sveitinni sinni við rætur Fjallabaks...


Veðurspáin var mjög góð... og þó það virtist kuldalegt á svæðinu með hvíta tinda um allt... þá fengum við glimrandi dag sem var með ólíkindum fagur hvað varðaði landslag og útsýni...


Brottför úr bænum kl. 07 og komin að Helliskvísl við Landmannahelli kl. rúmlega tíu ða sunnudagsmorgni... grátlega fáir mættir... því þetta endaði í einni fallegustu göngu ársins...


Fyrsti tindur Sauðleysa... kannski af því þetta virka ekki sem flottir tindar séð frá bílveginum... og nafnið er ekki beint "Hellismannatindar" eða álíka... þá var áhuginn ekki meiri á þessum fallegu fjallstindum... en þeir voru hvers skrefs virði...


Reiðleiðirnar búnar að grafa sig vel ofan í jarðveginn hér...


Nornabaugar...


Við lögðum af stað kl. 10:23...og tókum stefnuna í skarðið milli syðstu tindana...


Magnað skarð... og tindurinn þarna handan við vatnið var þriðji tindurinn á leiðinni... en hann virtist frá þessum sjónarhóli vera ókleifur... þjálfari hélt fyrst að þetta væri herbjarnarfell... en svo sáum við þegar ofar dró og við sáum samhengi landslagsins að svo var ekki... þetta var einn af okkar tindum... skyldi hann vera fær... ?


Rauðufossar blöstu við í upphafi dagsins... sem og Rauðufossafjöll og Krakatindur var þarna líka og átti eftir að skreyta leiðina allan daginn...


Sauðleysuvatn að birtast eftir því sem ofar dró... tindur þrjú við vatnið og fjær eru Hrafnabjörg...


Snjór á fjöllunum og flestir ekki með keðjubrodda þar sem okkur leist þannig á færið... en það mátti ekkin muna miklu að við þyrftum þá í efstu hlíðum hér... en svo ekkert meira alla gönguna því allt varð mjúkt og sumarlegt þegar leið á daginn...


Herbjarnarfell og Löðmundur... hvílík dýrðarinnar fjallasýn...


Sauðleysuvatn...


Rauðufossafjöll...


Hryggurinn á fyrsta tindinum...


Mögnuð leið...


Þessi efsti kafli var í lagi en margir dagar í viðbót í frosti og snjókomu og hann er aðeins flóknari uppgöngu...


Þessir fjallstindar komu á óvart...


Þarna handan við var hins vegar sumar...


Smá klettur hér sem fékk smá leik...


Hann var ókleifur yfir...


Við reyndum...


Skil milli sumar og vetrar... innar á Fjallabaki var allt hvítt... og smalað var í snjó degi áður á svæðinu... hvílík óheppni...


Fegurðin var með ólíkindum þennan dag...


Síðasti tindur dagsins... ekki hvítur af snjó...


En jarðvegurinn var mjúkur eftir sumarið... veturinn ekki búinn að læsa klónum sínum ennþá í hann... okkar reynsla er sú að fyrsti snjórinn er alltaf saklaus og einfaldur ofan á mjúkum jarðveginum...


Löðmundur í allri sinni dýrð... sjá snjóinn innar...


Herbjarnarfell... og vatnið... tökum öll þessi vatnafjöll næstu árin... búin með Löðmund, Sauðleysur og eigum eftir Herbjarnarfell, Hrafnabjörg, Dómadalsvatn, Lifrarfjöll ofl...


Sauðleysuvatn í allri sinni dýrð eins og gimsteinn... sjá grynningarnar við fjöruborðið og svo blámann þegar vatnið dýpkar...


Víðlinsa...


Reynt að fanga þetta með hópmynd...


Maggi, Örn, Sighvatur, Sjöfn Kr., Aníta, Siggi og Soffía Helga... en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn...


Önnur hópmynd en ekki tókst að ná landslaginu nægilega vel heldur hér...


Hleðslurnar neðan við fjallið...


Fyrsti tindurinn mældist 878 m hár...


Hér hékk þyrla yfir okkur og við vorum eins og sýningargripir... ferðamennskan er að trufla göngurnar okkar reglulega núna með svona þyrluferðum ein uppi á hálendi... skrítin breyting en líklega óhjákvæmileg...

Bratt upp og bratt niður... þannig var þessi ferð... það vantaði marga sem elska brattann...


Hvílík formfegurð... litir, birta, áferð, andstæður...


Fljótlega komin úr snjónum neðar...


Vatnið svo djúpblátt...


Hópurinn þéttur hér...


Snjór í ekki mikilli hæð...


Litið til baka...


Það er auðvelt að elta næsta mann... allt annað að vera fremstur og þurfa stöðugt að taka ákvörðun um hvar á að fara... ef ekki er slóð... og ekki gps-ferill til að fara eftir... ekkert mál að ganga alltaf sömu leiðirnar... á göngustígum... með stikur til að varða leiðina... óvissarn og tilraunakenndin er krefjandi en okkur þykir hún skemmtilegust... og viljum halda okkur við í þessu eins lengi og við getum...


Meðan hópurinn ar þéttur gerðu gárungar hópsins snjókarl... sem skreytti þennan hluta leiðarinnar...


Við vorum stödd í töfralandi... engan verðmiða er hægt að setja á svona daga...


Búin með fyrsta tindinn af fjórum... næstur var þessi lági eða þessir tveir lágu norðaustan megin...


Héldum okkur við fjörur vatnsins ef það var hægt...


Ákváðum að fá okkur nesti hér í sól og skjóli...


Góður staður...


Löðmundur blasti við úr nestistímanum milli fjallstindana... hann tapaði snjónum til helminga í sólinni þennan dag...


Áfram höldum við tilraunum með alls kyns nesti...


Nú var það mexíkóskur ostur, kex og vínber... dásamlegt.. vantaði bara freyðivínið...


Svo tók sólin að skína og þá var allt svo gott...


Þarna uppi vorum við stuttu áður...


Jæja... áfram næsta tind...


Hann var léttur...


... og greiðfær...


Ekki hægt að ganga fjörur vatnsins hér nema jú, með smá varkárni... minnti á suma kafla við Langasjó í fyrra...


Síðasti tindur dagsins nú handan við vatnið... sunnan megin...


Fyrsti tindurinn...


Sátur og höfðar til austurs...


Mjög skemmtilegt landslag á þessari leið allan tímann...


Langasáta og félagar...


Brugðum reglulega á leik...


Birtan þennan dag... hún var með allra besta móti... allt svo skært og litríkt...


Fylling í öllu og allt svo formfagurt...


Tindur tvö af fjórum... hann mældist 675 m hár...


Smá hópmynd...


Sjá gilið eða skorninginn hér... sérstakt landslag...


Hópmynd þrjú...


Alveg ný og gullfalleg sýn á þetta sérstaka svæði...


Þriðji tindur dagsins... við vorum handviss um að komast upp á þennan hinum megin... þjálfari var búin að liggja yfir kortum og sjá út leið... en ekkert var til aflestrar á veraldarvefnum um göngur á þessi fjöll... og eini sem við vissum um að hafi gengið hér var Þorvaldur hátindahöfðingi sem fór í kjölfarið á því að við aflýstum okkar ferð árið 2023...


Birtan breyttist stöðugt...


Ekki hægt að velja úr myndunum... allt svo fallegt...


Hjólför að vatninu... veiðimenn... kvenþjálfari hefur veitt hér með föður sínum í eldgamla daga... þá var gist í Landmannahelli... í skála þar sem kojurnar voru 4ra hæða ef ég man rétt... eða veiddum við í Löðmundarvatni ? ... man það ekki, man að vatnið var bak við fjöllin...


Þá hófst klöngrið upp brattasta tindinn af öllum fjórum... þessi ferð var alger veisla...


Fyrsti tindurinn úr rótum þess þriðja...


Bergið og klappirnar magnaðar á þessum tindi...


Herbjarnarfell...


Aftur komin í snjóinn... norðan megin í fjallinu...


Fínasta leið til að byrja með...


Jú... Herbjarnarfellið... við sáum góða leið... förum árið 2025...


Ofar jókst brattinn...


Hrafnabjörg og Hrafnabjargarvatn...


Herbjarnarfell og Löðmundur...


Landmannahellir... langasáta...


Mosinn gaf gott grip...


Komin upp á þriðja og næst síðasta tindinn... hann mældist 787 m hár...


Útsýnið allt öðruvísi en af honum handan vatnsins...


Sauðleysuvatn... kyngimagnað að sjá !


Hér blasti Hekla við...


Við vorum heppin að vera hér á sunnudegi þessum... hvar voru allir... afhverju vorum við svona fá... óskiljanlegt...


Síðasti tindurinn blasti nú við í seilingarfjarlægð...


Næsta fjall eftir ár...


Þá var að finna leið niður... það var ekki sjálffundið...


Getur þetta verið Hnúðalda þarna handan við allt vinstra megin við miðju ? Já, líklega...


Krakatindur og Hekla í fjarskanum...


Hópmynd fjögur...


Niðurleið sunnan megin leit ekki mjög spennandi út...


Útfallið úr Sauðleysuvatni... og síðasti tindurinn...


Örn fann þessa fínu leið niður... í grýttri og lausri skriðu... en jarðvegurinn var mjúkur og votur svo þetta var í stakasta lagi...


Hrafnabjörg þarna handan við...


Heilmiklir skaflar hér...


Sumarið var niðri...


Komin í mjúkt grasið og mosann...


Hekla að verða skýlaus...


Sauðleysukvísl... þetta var alger vin í eyðimörkinni... klárlega vinalegasti staðurinn á hringleiðinni og nestisstaður næst þegar við förum hér ef af verður...


Töfrar...


Fegurðin í kvíslinni var með ólíkindum...


Reyndum að fanga þetta á ljósmyndum...


Vá... hvílíkur staður... og við máttum bara vera þarna eins og ekkert væri... ef maður bara nennti að keyra og ganga af stað...


Ef menn vantar innblástur... þá er ráð að fara af malbikinu... og út í óbyggðirnar... innblásturinn er ekki í miðbæ Reykjavíkur...


Náttúran skákar manninum margfalt...


Margfalt...


Svo lygilegt að þessar myndir fá allar að vera... það fegursta í þessari ferð var þessi lækur... og svo fjallasýnin allt í kring... þessi ganga var með þeim fallegustu...


Það var hægt að gleyma sér lengi hér...


Litið til baka... á næst síðasta tindinn í norðri...


Fyrsti...


Og við lögðum af stað á þann fjórða og síðasta...


Þriðji...


Hrafnabjörg...


Þessi síðasti tók ágætlega í... það var áreynsla að fara svona upp og niður fjóra tinda... þessi ganga var ekki létt... hún var flóknari og meira mál en við áttum von á... sem er náttúrulega mikill fengur...


Hekla að verða skýlaus...


Þriðji Sauðleysutindurinn... Herbjarnarfell... Löðmundur að verða snjólaus... fyrir framan okkur...


Hrafnabjörg... og vatnið þeirra... árið 2026... þá göngum við hringinn... eða 2025 og Herbjarnarfellið verður 2026... sjáum til...


Nafnlausir tindar og Lambaskarð þarna á milli hægra megin... Hellismannaleið fer hér um...


Hekla og Valahnúkar og Helliskvíslin og Hellismannaleið...


Stutt á tindinn...


Krefjandi... en best að anda að sér orkunni frá fjöllunum...


Krakatindur og Hekla og Hestalda... við eigum Hestöldu eftir... hún er komin á listann...


Hellismannakvísl og Valahnúkar...


Falleg útsýnisbrún hér...


Afstaðan í landslaginu...


Niður að vatninu...


Hópmynd hvað... sex ?


Sauðleysuvatn frá síðasta tindinum... þeim fjórða...


Hvílíkur staður...


Við vorum mjög lánsöm að ná þessari göngu fyrir veturinn... sérstaklega af því það vantaði gönguna um fjöllin sem varða Laugavegsgönguleiðina...


Þetta var mikil sárabót...


Síðasti tindur dagsins og sá fjórði var hæstur og mældist 941 m hár...


Sighvatur, Maggi, Siggi, Sjöfn Kr., Aníta, örn, Soffía helga og Batman... hvílíkir snillingar... Bára tók mynd... og syrgði það hversu fá við vorum...


Botnlaust þakklæti fyrir að búa á Íslandi... og geta farið í svona dagsferðir... í september...