top of page

Sex tindar Esju; Arnarhamar, Smáþúfur, Kambshorn, Kerhólakambur, Laugargnípa, Níphóll #EsjanÖll2022

Esjutindar 4,5,6,7,8,9 af 55 á árinu í þröngum en fallegum veðurglugga. Sunnudaginn 9. janúar 2022. Tindferð nr. 236.


Veðurspáin var erfið aðra helgina í janúar... eins og áramótin voru fyrstu helgi nýs árs... dæmigerður janúar... en við sáum smá glætu að morgni sunnudagsins 9. janúar... og létum slag standa... af því flestir skráðir í ferðina vildu endilega fara og njóta roksins í góðum félagsskap... frekar en að þvælast einir í barningnum... og það var og... lagt í hann úr bænum kl. 8:00... gengið í tæpa 6 tíma og komið í bæinn rúmlega þrjú... alsæl með flottan dag sem var framar vonum...


Lagt var af stað frá bílastæðinu við Blikdalsmynni norðan megin... og gengin sama leið og við förum alltaf á þriðjudögum upp á Arnarhamarinn og Smáþúfurnar... í myrkri fyrsta klukkutímann... og þess vegna vildi Örn frekar fara þessa leið en öfugt... því Kerhólakambsmegin er brattara og meira landslag sem var þess virði að njóta í dagsbirtu... þó þetta þýddi að suðaustanáttin myndi hugsanlega koma meira í andlitið en ella... en svo reyndist ekki vera þegar á hólminn var komið... algert logn lengi vel upp eftir... á meðan þar var gola þegar hópurinn skildi heilming bíla eftir við endastað... við vorum greinilega á betri staðnum þennan morguninn...


Að ganga í myrkri inn í daginn er kyngimagnað... sjá smám saman borgarljósin þynnast út með aukinni birtu á himni... sjá svartan himininn breytast í fjólubláan... bleikan... rauðan... gulan... bláan... magnað alveg !


Alls 26 manns og þar af 19 manns sem höfðu mætt í fyrstu Esjugöngu ársins...


Það er ekki hægt að lýsa þeirri upplifun að leggja af stað í myrkri á fjall með svartan himininn hvolfandi yfir öllu... og upplifa fyrstu glætu dagsins birtast smám saman í austri... himininn smám saman taka á sig ljósbláan, bleikan og svo gulan lit...


Dýjadalshnúkur og Tindstaðafjall hér handan Blikdals... þeir "tindar" eru verkefnið í febrúar... ásamt Melahnúk og Hnefa í Lokufjalli... Þar sem við förum upp Kerlingargilið í Miðdal og upp brattar brekkurnar á þessa tvo svipmestu tinda Blikdalsins... og svo niður á Melahnúk og Hnefa... sem verður skemmtileg og allt öðruvísi nálgun á þriðjudagsæfingatindana okkar...


Undir Arnarhamri var farið í keðjubrodda... allt frosið í kuldanum og klaki eða glerharður snjór...


Brekkan upp á Arnarhamar er ágætlega brött... hér höfum við farið ansi oft á þriðjudagskveldi í myrkri... og oftar en ekki í erfiðu veðri... hér snerum við við í fyrra... mjög gaman að vera hér í birtu og sjá Blikdalinn opnast... Lokufjall með Hnefa efstan og svo melahnúkur og loks Dýjadalshnúkur að hluta út af mynd hægra megin...


Arnarhamarinn framundan... fyrsti tindur dagsins...


Hafið meðfram þjóðvegi 1 sem rennur þarna niðri norður um Vesturlandið...


Smáþúfurnar svo ofar tvær saman... og kambshornið á Kerhólakambi efst...


Akrafjallið hér snjólaust í hlíðum en hvítt efst ofan á tindum og í dalnum... fannhvítir tindar Skarðsheiðarinnar í fjarska... Hnefi og Melahnúkur nær handar Blikdals...


Nú varð allt roðaslegið í sólarupprásinni... töfrandi stund sem fangaði athyglina þegar gengið var á fyrsta tind dagsins...


Arnarhamar mældist 505 m hár... af honum sést til borgarinnar að hluta og yfir á fjöll Reykjanessins...


Það liggur við að maður sakni gosstrókanna sem sífellt liðu upp úr Geldingadölum... en samt ekki... blendnar tilfinningar með það... þar sem mengunin var stundum truflandi...


Skarðsheiðin fjærst vinstra megin... svo Dýjadalshnúkur nær og áfram til hægri tekur svo Tindstaðafjall við...


Smáþúfurnar framundan ofar og Kambshornið...


Eftir roðaslegna gæðastund á Arnarhamri var haldið á tvíburatindana tvo...


Saman tvær þessar mosaslegnu þúfur sem sjást vel frá borginni og gefa mikinn svip á vesturhluta Esjunnar...


Hafrún, Kolbeinn og Siggi... mikið erum við lánsöm með klúbbfélaga... öðlingar öll sem eitt...


Birtan komin... höfuðljósin slökkt... bleikur, blár og hvítur allsráðandi litir morgunskímunnar.... flestir í rúminu eða að fá sér kaffibolla í rólegheitunum við eldhúsljós heima... og missa af þessari einstöku dagrenningu sem gefst eingöngu ef maður mætir snemma á fjall og leggur í hann í mesta skammdegi ársins...


Gleði og samvera... spjall og stuðningur... best í heimi...


Ekta keðjubroddafæri í þessu hjarni og hvergi þörf á jöklabroddum...


Smáþúfurnar mældust 595 m háar... þar kom gjólan og menn héldu bara áfram upp brekkurnar... þetta var framar vonum og stífi strekkingurinn sem var í veðurspánni var ekki mættur ennþá... enda átti fyrst að versna um hádegið... og þá ætluðum við að vera komin upp á Kerhólakamb...


Kambshornið og Kerhólakambur framundan... tiltölulega aflíðandi leið alla leið nema rétt á Kambshornið sjálft efst...


Litið til baka... sjá aflíðunina á leiðinni...


Sýnin til sjávar... heilmikið landslag á þessum kafla með giljum og kömbum...


Bára var að vinna þessa helgi og Örn hélt utan um hópinn með því að þétta oft og halda góðum hraða sem hentaði öllum... menn héldu vel hópinn enda hjálpsamt fólk sem vant er að halda utan um hópa á fjöllum eins og Björgólfur o.fl...


Dýjadalshnúkur brátt að hverfa sýnum og Tindstaðafjall orðið meira áberandi...


Heilmikið vegalengd á heiðinni upp að kambshorni... Örn fór viljandi nokkuð vestarlega ef Kambshornið skyldi dæmast til að vera brúnin þeim megin upp á efsta kaflann... en við vorum ekki viss hvar það er og ákváðum að hafa vesturbrúnirnar með til öryggis... en eftir á að hyggja höllumst við að því að Kambshornið sé hornið áður en komið er upp á Kerhólakambinn... þar sem varðan er og við áttum eftir að uppgötva á leið stuttu síðar...


Komin áleiðis upp hér... Smáþúfurnar þarna niðri...


Brúnin til vesturs sem gæti hugsanlega átt að vera Kambshornið... ef menn vilja meina að það sé þá "vesturhornið"... en... nei, líklega ekki...


Borgin að birtast öll... orðið háskýjaðra og sólin horfin bak við skýin... veðurspáin rættist algerlega...


Kambshornið framundan... litið til baka...


Sjá hlíðarnar innst í Blikdalnum... þegar þjálfarar fóru hér könnunarleiðangur í nóvember eða desember 2009 lentu þeir í slæmu veðri... og enduðu á að flýja niður í Blikdal hér innst... niður mjög brattar brekkurnar... og ganga svo 7 km leið út Blikdalinn... það var mikil svaðilför sem lék okkur nokkuð grátt þar sem við vorum brennd eftir slysið á Skessuhorni í mars 2009... en maður lærir mikið á erfiðum ferðum... og í mars 2010 gengu svo 53 Toppfarar hringinn í kringum Blikdalinn eftir gps-punktum þjálfara úr þessum könnunarleiðangri... það var mögnuð ferð ! - sjá hér: http://www.toppfarar.is/tindur34_blikdalsfjallahringur_200310.htm


Sagan af slysinu á Skessuhorni: ttp://www.toppfarar.is/tindur21_skessuhorn_280309.htm


Ennþá var færið í stakasta lagi fyrir keðjubroddana... upp Kambshornið...


Fínasta leið...


Afstaðan miðað við Smáþúfurnar og Akrafjallið...


Snjórinn mjúkur í sköflunum...


Stuð og stemning á kambshorni í 824 m hæð... Hafrún, Inga Guðrún og Gréta... ofar eru Siggi og Gulla...


Og stuttu síðar var Kerhólakambur sigraður í fínasta skyggni og ágætis gjólu en ekki hávaðaroki sem við höfðum haft áhyggjur af að lenda í... hann mældist 878 m hár þennan dag... mjög skemmtilegt myndband var tekið af komunni á þennan tind þar sem útsýnið allan 360 gráðu hringinn fangaðist vel..


Síðustu menn að koma inn...


Sigrún Bjarna á hæsta tindi dagsins !


Málaður blár steinn var efst á vörðunni... mjög flottur... skemmtilegt... ef einhver þekkir söguna af honum má endilega senda mér hana til að bæta hér við...


Útsýnið til borgarinnar...


Útsýnið niður í botn Blikdals...


Frábær mæting ! Enginn hætti við og það bættust fleiri í gönguna fram að ferð, magnað alveg !


Efri: Ólafur Vignir, Steinar A., Hafrún, Siggi, Sigrún Eðvalds., Lilja Sesselja, Kolbeinn, Björgólfur, Guðný Ester, Jaana, Silla, Haukur, Gulla, Oddný T., Fanney, Davíð.


Neðri: Þórkatla, Inga Guðrún, Sigurbjörg, Gréta, Bjarni, Linda, Hjördís, Sigrún Bjarna og Agnar en Örn tók mynd og Batman var eini hundurinn í ferðinni...


Þetta var tíunda skiptið sem Toppfara ganga á þennan tind... Kerhólakamb... sjá hér fjallasafnið á nýju vefsíðunni... öll fjöll sem byrja á stafnum K- https://www.fjallgongur.is/k-%C3%B6ll-fj%C3%B6ll-sem-byrja-%C3%A1-k

Niður af Kerhólakambi var farið um Kambshornið... í ísilögðum klettunum...


Ennþá best að vera í keðjubroddunum... hér hefðu jöklabroddarnir þýtt aukin slysahætta...


Ægifagurt landslag í frostinu... nú var vindurinn mættur... hér dundu á miklir sviptivindar... og það var gott að vera á niðurleið...


Vegna veðurs... var lítið um myndatökur á tignarlegasta tindi dagsins.... Laugargnípu... sem fær kannski aðra heimsókn á árinu... ef við skyldum þurfa að eltast við tindinn "Nagg" sem virðist vera á lægsta hamrinum... það verður þá bara gaman að sjá þessar brúnir í sól og sumaryl...


Örn þrjóskaðist hér niður og við mældum Laugargnípuna í efri hamri 660 m háa...

Sjá Níphól þarna hinum megin við gildragið... hann var síðasti tindur dagsins... og skyldi tekinn með þverun yfir gilið í hliðarhalla...


Hér var vindurinn mjög mikill og engan veginn hægt að skoða eða njóta fegurðar Laugargnípu... varasamt að fara fram á brúnirnar og ráð að halda bara áfram yfir á Níphól og láta þar við sitja þar sem veðrið átti bara eftir að versna...


Sjá hópinn að tínast inn á Laugargnípu...


Kyngimagnaðir klettar hennar... annað hvort er þetta Naggur.. eða hamarinn enn neðar ?


Ekki nándar nærri eins fagurt og að sumri til hér samt... mosavaxið hamrabeltið er stórkostlegt að sjá hér að sumarlagi...