top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Sjö tindar til Hafnarfjarðar í vetrarsól

Tindferð nr. 290 laugardaginn 2. desember 2023.


Sjöundi helgina í röð viðrari vel til fjalla og Örn bauð upp á upprifjun á sjö tinda leiðinni sem við fórum á covid-tímum árið 2020 um Búrfellsgjá, Húsfell, Valahnúka, Helgafell í Hafnarfirðir og gegnum hraunið við Kaldársel á Stórhöfða, Vatnshlíð og loks Ásfjall þar sem endað var við Ásvallalaug.


Veðrið var upp á sitt besta og færið einnig, léttur snjór yfir öllu sem gefur dýrmæta birtu og lág vetrarsólin reis undir hádegi og settist um kaffileytið en á þessum árstíma er einstakt að fá bæði sólarupprás og sólsetur í einni og sömu göngunni.


Tíu manns mættu en við vorum einnig svona fá í göngunni árið 2020 sem þýðir að við þurfum að fara aftur svo fleiri upplifi þessa fallegu leið... löng en greiðfær og gefur lúmska hækkun og tengir mjög skemmtilega saman öll þessi fjöll.


Myrkur var til að byrja með en þó ótrúlega mikil birta af væntanlegri dagrenningu og snjónum á jörðinni og í lok göngu skreytti sólarlagið síðasta kaflann með roðasleginn himininn frá Ásfjalli til byggða. Kyngimögnuð fegurð !


Menn (já, við erum öll menn) skemmtu sér konunglega í þessari göngu, mikið hlegið og fíflast og þá er einstakt að lifa og þakklátt með meiru að eiga svona göngufélaga að.


Alls 23,9 km á 7:59 klst. upp í 346 m hæð með alls 1.074 m hækkun úr 108 m upphafshæð.


Ljósmyndir úr göngunni hér fyrir neðan og nafnalisti við hópmyndina.


Takk öll fyrir magnaðan dag enn og aftur í vetur... og svei mér þá... það viðrar eins næstu helgi... froststillur og vetrarsól... við þiggjum þetta meðan það gefst... því okkar bíður án efa rysjótta veðrið síðar í vetur vikum saman...



































Mættir voru 10 manns:


Brynjar, Agnar, Sighvatur, Aníta, Inga Guðrún, Þorleifur, Sjöfn Kr., Björg og Kolbeinn en Örn tók mynd og Batman var eini hundurinn.



































































































Sýnin frá bílastæðinu við Búrfellsgjá þar sem bílar voru sóttir í lokin.

16 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page