top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Stóra Reykjafell í snjóbyl, klöngri og tungsljósi... Áfram Ísland !

Þriðjudagsæfing 18. janúar 2022. Æfing nr. 688.


Eftir fleiri en eina tilraun til að ganga á Stóra Reykjafell um hávegur í myrkri bæði í byrjun árs 2021 og svo nú 2022 ákváðum við að láta slag standa og leggja í hann þennan næst síðasta janúarþriðjudag þrátt fyrir rok í spánni...


Mjög vel mætt þrátt fyrir að íslenska handboltalandsliðið væri að keppa þetta kvöld... við ætluðum öll beint heim að horfa eftir gönguna... og leikurinn sá reyndist sögulegur sigur á Frakklandi... en alls mættu 25 manns... og sáu ekki eftir því þegar á hólminn var komið... fannhvítar brekkur og meira skjól í dalnum en við áttum von á... en það var allt annað veður uppi...


Örn ákvað að fara "öfugan" hring miðað við oftast áður og byrja á dalnum og öllu klöngrinu norðvestan megin...


Þetta leit vel út í byrjun... skjól og friðsælt og mjög fallegt í snjónum með heiðan himininn ofan okkar...


Heilmikið klöngur upp þessa hnúka hér... alls í raun fjórir hnúkar á þessari leið...


Brátt tók að skyggja verulega og skyggnið hvarf smám saman til fjarskans...


Sjá hér Suðurlandsveg og umferðina þar um... magnaður staður að ganga á í algeru tímaleysi með æðandi umferðina fyrir neðan okkur...


Ofar blés hressilega og snjórinn fór beint í andlitið frá efri göngumönnum... skíðagleraurun komu sér vel og eins lambhúshettan og hettan á jakkanum... fínt að ganga í erfiðum veðrum til að læra betur á búnaðinn sinn og hvernig best er að athafna sig...


Ofar tók hnúkur tvö við... fínasta færi og nánast allir í keðjubroddunum frá byrjun... þá þurfti ekkert að stressast með hvar maður stigi niður fæti...


Heilmikið klöngur en alltaf greiðfært og hvergi tæpistigur...


Snjóbylur efst og alvöru veður... þessi janúarmánuður ætlar að reynst erfiður veðurfarslega séð...


Í skarðinu á milli vestari hnúkanna og þess hæsta var heilmikið rok en svo lygnara uppi á hnúkunum sjálfum...


Síðasti tindurinn / hnúkurinn... hér var skárra veður og skjól af hæsta tindi...


En það blés á kafla heilmikið í miðju skarðinu... og þá var skafrenningurinn fljótur að byrgja sýn...


Á efsta tindi blasti tunglið skyndilega við... og birtan var ótrúlega mikil... höfuðljósin okkar eru einnig farin að lýsa langar vegalengdir eins og sjá mátti þegar menn lýstu niður í dalina... það er af sem áður var þegar ljósin voru einhverjar týrur...


Mögnuð birta !


Á leið upp á hæsta tind... sem mældist 578 m hár...


Tunglið lýsti svo upp skýin ef það komst ekki að á milli þeirra... mjög hvasst á köflum hér en ægifagurt og við börðumst við að taka myndir án þess að fjúka niður...


Farið var rösklega niður með austurbrúnunum og endað við jarðhitasvæðið...


Þar er búið að reisa flotta göngupalla og fræðsluskilti sem við lásum sum á miklu þakklætir... mjög vel gert...


Hugsa sér hvernig landið okkar er... allt á fullu undir okkur...


Mjög gaman að lesa af skiltunum... vonandi í lagi að hafa þetta hér til fróðleiks... annars tek ég þetta strax niður !


Takk Hellisheiðarvirkjun fyrir flottan frágang og fróðleik !


Við skíðaskálann voru brýr yfir tjörnina áður en komið var aftur á bílastæðið...


Heitu pottarnir komnir í endurnýjun lífdaga... vonandi nýtist þetta þegar ferðamannastraumurinn fer aftur af stað...


Alls 3,5 km á 1:24 klst. upp í 518 m hæð með alls 274 m hækkun úr 320 m upphafshæð... stutt kvöldganga en alveg nóg í þessu erfiða veðri sem er alltaf jafn frískandi að reyna sig við að maður tali nú ekki um að þjálfa sig fyrir...

42 views0 comments

Comments


bottom of page