top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Syðsta súla í þoku og Súlnagil í sól en Miðsúlu sleppt vegna skyggnis.

Updated: Apr 26, 2023

Tindferð nr. 264 fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta 20. apríl 2023.


Á sumardaginn fyrsta var spáð sól og blíðu á nánast öllu landinu... það átti helst að vera skýjað og gæti rignt á Reykjanesinu... svo Örn blés til aukagöngu þann dag á Syðstu súlu og Miðsúlu en síðarnefnda súlan hafði mesta aðdráttaraflið enda sjaldförnust af Botnssúlunum öllum og sú illkleifasta...


Það var hins vegar lágskýjað og þoka fyrri hluta þennan dag... og ekkert skyggni fljótlega þegar lagt var af stað kl. 8:57 frá Þingvöllum...


Allir glaðir engu að síður og fengu dýrmæta æfingu í þoli, brekkum, jöklabroddum og vegalengd þennan dag... enda englar á ferð sem höfðu vit á að hafa gaman... Sigga Lár og fleiri mættir sem lítið hafa komið í vetur og því sérlega dýrmæt ganga... en Sigga var í sinni annarri göngu á jöklabroddum frá því hún ökklabrotnaði á Botna-Skyrtunnu í hitteðfyrra...


Þykkir snjóskaflar á efri hluta leiðarinnar en annars autt færi...


Svalt í þokunni og grátlegt að hafa ekkert skyggni...


Þegar ofar dró var færið hart í sköflunum og allir fóru á jöklabroddana... sem var frábært enda lítið notaðir í vetur í raun... Agnar hjálparhella aðstoðaði Anítu við að stilla broddana betur á sig á uppleið sem var dýrmæt hjálp því í svona ferð með ekkert skyggni reynir meira á að vera eingöngu einn fararstjóri þar sem Bára var að vinna...


Komin á efsta tind Syðstu súlu í 1.106 m mældri hæð... alls 12 manns... mikill vindur var í skarðinu milli Botnssúlnanna og efri hlutann upp en ekki mjög kalt í raun...


Agnar, Steinar R., Jaana, Dina, Sturla gestur, Johan, Sjöfn Kr., Fanney, Sigga Lár., Tinna og Gulla.... en Örn tók mynd... og Batman var ekki með þar sem hann var að jafna sig eftir fjarlægingu á æxlinu í neðri kjálka... það var mjög skrítið að hafa hann ekki með og hans var sárt saknað...


Á niðurleið var farið um brúnirnar sömu leið niður í skarðið... og Örn tók þá ákvörðun að sleppa Miðsúlu úr því ekkert skyggni var því sú leið er varasöm í engu skyggni þar sem landslagið ræður þar för en ekki gps-slóðir fyrri göngu þar sem snjóalög geta verið önnur en í síðustu ferð og ekki sama leiðin fær eins og síðast...


Og svo niður í dalinn... ennþá ekkert skyggni... en það tók á þessum tíma að létta til í borginni um tvöleytið...


Og sama góða veðrið tók við á Þingvöllum... en áfram var skýjað í fjöllunum samt...


Súlnagilið er hrikalegt... og leynir vel á sér... Örn bauð hópnum að fara niður að því og skoða það og það var vel þegið úr því Miðsúla fór forgörðum í þetta skiptið...


Við renndum okkur niður að gililnu...


Litríkt... varasamt... stórbrotið...


Hópmynd með gljúfrinu í sólinni...


Erfitt að mynda þetta gljúfur þar sem aðkoman er ekki góð...


En þó hægt að finna stöku klettasyllur og nasir sem gefa betri sýn niður í það...


Brot í bergið og alls kyns ummyndanir... þetta minnti á landslagið neðan við Tindfjallajökul sunnan megin...


Lækjarsprænur rennandi niður í gljúfrið beggja vegna...


Nokkur andlit í berginu...


Ármannsfellið ofar í austri ?...


Hér sást meira niður í gljúfrið... og það dýpkaði eftir því sem neðar dró...


Hrikalegt... minnti á Glymsgljúfur...


Heilmiklir skaflar ennþá þar sem sólin nær ekki til...


Farið fram á brúnirnar á nokkrum stöðum...


Þess virði til að sjá niður...


Sjá göngumenn efst á brúnunum...


Hér er gljúfrið farið að grynnast aftur niður á láglendið...


Syðsta súla ennþá í skýjunum... hún varð aldrei auð meðan við vorum á svæðinu þó sólin skini á neðri fjöll...


Snjórinn undir moldinni síðasta kaflann... minnti á gönguna um Leggjabrjót fram og til baka árið 2020...


Litið til baka með Botnssúlurnar í skýjunum efst...


Afstaðan með Súlnagilinu...


Komin að ánni þar sem bílunum var lagt...


Alls 15,1 km á 7:03 klst. upp í 1.106 m hæð með alls 1.097 m hækkun úr 178 m upphafshæð... sólin skein í heiði... sumarblíða... á sumardaginn fyrsta... dagana á eftir kólnaði eins og dæmigert er í maí... eftir 17 stiga hita á Akureyri snjóaði daginn eftir... já, við fáum ekki sumarið nema í nokkrum bitum til að byrja með...


Flottur dagur þrátt fyrir allt og í fyrsta sinn sem við fáum ekki skyggni á Syðstu súlu í sögu klúbbsins... í áttunda ferðinni þangað upp... Miðsúla verður gengin síðar og þá með Háusúlu að sögn Arnar fararstjóra... já, engin spurning... komin tími á að endurtaka þá tvennu...


Sjá allar Botnssúluferðirnar frá upphafi hér:

59 views0 comments

Comments


bottom of page