top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Sátuhnúkur í Sátu og Svínafell frá Oddastaðavatni tvisvar yfir Arná og Sátudalsá #Snæfellsnesfjöllin

Tindferð nr. 329 laugardaginn 12. apríl 2025


Loksins komum við því í verk að ganga á gostappann sem við höfðum mænt á árum saman ofan á fjallinu Sátu sem liggur flöt og lágstemmd innan um glæsilega fjallstindana kringum Ljósufjöll og í Kolbeinsstaðafjalli… og komumst að því að gangan er vel þess virði þar sem tindurinn Sátuhnúkur var magnaður viðkomu.

 

Gengið var frá Oddastaðavatni og þurftum við að vaða bæði Arná og Sátudalsá til að komast að rótum Sátu en leiðin er aflíðandi og greiðfær ef greiðfær skyldi kalla í þýfðu landslagi með nýfallinn snjó yfir öllu saman.

 

Frábær stemning í þessari ferð og veðrið lék við okkur… heiðskírt og lygnt en vindurinn átti eftir að aukast þegar leið á daginn en við fundum einhvern veginn lítið fyrir því og nutum þess bara að þvælast þarna um og taka tindinn á Svínafelli í bakaleiðinni sem kom einnig á óvart því útsýnið var stórkostklegt.

 

Breiðafjörðurinn blasti við okkur ofan af báðum fjöllum dagsins og tignarlegir fjallstindarnir á Snæfellsnesi til austurs og vesturs kölluðust á og skreyttu daginn svo um munaði… allt tindar sem við höfum gengið á áður fyrir utan jú Geirhnúk sem kallaðist skemmtilega á við Sátuhnúk í ámóta lögun… og jú, fyrir utan fleiri tindar innst ofan Hítardals sem við eigum eftir en það var magnað að sjá Ljósufjöllin, Þrífjöllin, Hest og Botnaskyrtunnu blasa við í návígi í þessari ferð sem og að sjá alla fjallstindana í Kolbeinssstaðafjalli og fjalllendinu innar / norðar á því svæði..

 

Frábær ganga upp á 17,6 km á 7:37 klst. Upp í 546 m hæð á Sátuhnúki og 380 m á Svínafelli með alls 950 m hækkun úr 84 m upphafshæð.

 

Ljósmyndir úr göngunni hér og nafnalisti undir hópmyndinni á tindi Sátuhnúks:















Arná...




























Sátudalsá...















Fanney, Birgir, Linda, Siggi, Örn, Aníta, Smári, Steinar R., og Sjöfn Kr. en Bára tók mynd og Baltasar og Batman voru með í för...


Sátuhnúkur...














Mjög bratt og lausgrýtt... mun betri leið norða megin þar sem við fórum niður... en þetta var skemmtileg og styrkjandi áskorun...






































Sátudalsá...





























Tindurinn á Svínafelli...
























Arná...











Innilegar þakkir fyrir frábæran dag á fjöllum... enn einn könnunarleiðangurinn...




Myndband Anítu hér:


Myndband Smára frá drónanum hér: Toppfarar - Sátuhnúkur 2025




Yorumlar


bottom of page