top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Tignarlegir Hróarstindar í Hafnardal með smölum og fé.

Tindferð 230 sunnudaginn 10. október 2021


Enn eina helgina í röð viðrar ekki fyrir Súlárdalinn né Illusúlu... og því var farin sárabótarferð númer tvö á eftir Sveifluhálsinu... sunnudaginn 10. október... á tindana sem rísa í Hafnardalnum... og heita Hróarstindar... en fáir ganga á þá enda ekki mikið um þá að lesa í bókum né annars staðar... en þegar þjálfarar buðu fyrst upp á þá í fjallgönguklúbbnum var ekkert um þá að lesa á veraldarvefnum nema á vefsíðu Toppfara... en síðan þá hafa ýmsir fjallgöngumenn gengið á þá og notið þeirrar dýrðar sem þeir bjóða upp á í landslagi á leiðinni upp á þá... en ekki síst í útsýninu sem af þeim gefst...


Dásamlegt veður þennan sunnudag... haustlitirnir í fullum skrúða... sólin á lofti og algert logn...


Hafnarfjallsöxl syðri mjög falleg þennan dag... sjá gljúfur Hafnardalsárinnar sem rennur úr Hafnardal og er eina leiðin inn og út úr dalnum að vestan...


Mögnuð leið frá byrjun...


Náttúran aldrei eins falleg á þessum kafla og þennan dag... haustlitirnir sannarlega að skreyta daginn...


Eljusamt fólk á ferð... sem hefur mætt vel síðustu vikur og mánuði... og jafnvel ár...


Hróarstindarnir komnir í ljós inni í dalnum... magnaðir að sjá og sérlega tignarlegir...


Þeir sjást frá þjóðvegi 1 þegar ekið er framhjá Blákolli... og maður fær alltaf smá fyrir hjartað við að horfa á þá... eru þeir göngufærir upp, ha ? Jú... uppgönguleiðin er þarna hægra megin upp eitt gilið millin klettanna... bratt jú... en fært...


Giljatunguhnúkur er þarna í minna umfangi en Hróarstindarnir... einnig glæsilegur tindur sem við höfum farið á þriðjudagskveldi... en er ansi stór biti sem kvöldganga... og þarf eiginlega að fara að komast að sem léttur dagsferðartindur á sunnudegi þegar menn vilja vera komnir í bæinn ekki seinna en um kaffileytið...


Leiðin að Hróarstindum eða Hróunum liggur inn Hafnardal og yfir tvö gil... þar sem þvera þarf lækjarsprænur með smá lagni...


Fyrra gilið heitir Illagil skv. korti sem við höfum af Skarðsheiðarsvæðinu í heild...


Dásamlegt fólk á ferð... Ása, Sigurbjörg, Linda, Ragnheiður, Siggi, Þórkatla, Gerður Jens. og Jóhanna D.


Hafnarfjallsöxl syðri hér í baksýn í sólinni... þarna uppi eigum við minningar um versta veðrið í sögu klúbbsins á þriðjudagskveldi... þegar mikill vindur skall á okkur og skafrenningurinn og kuldinn var skelfilegur í myrkrinu... þá reyndi mest á að halda hópinn og vera skjótur niður aftur... og það tókst með einurð og samheldni... en þessu kvöldi gleymum við aldrei...




Skaragil... Giljatunguhnúkur og Gildalshnúkur enn ofar...


Hróarstindarnir með snjóföl efst...


Komin nær hér...


Blákollur bak hópsins...


Nesti hér í sól og blíðu... þetta veður lofaði góðu... ef við bara vissum að það átti eftir að muna hársbreidd að ná tindinum áður en þokuslæðingur læddist þar um síðar um daginn...


Við vorum alveg grunlaus um að þessi blái himinn var ekki sjálfgefinn allan þennan dag...


Giljatunga í allri sinni dýrð... og Giljatunguhnúkur efstur... magnaður tindur með heilmiklu brölti en fær hópnum...


Frábær hópur á ferð...


Sigurjón, Svandís, Jóhanna D., Vilhjálmur, Batman, Jaana, Ragnheiður, Linda, Ásam , Sigurbjörg, Þórkatla, Silla, Siggi, Gunnar Már, Helga Rún og Gerður Jens en Örn tók mynd og hundurinn Myrra var einnig með...


Og þá hófst hækkunin sem var þétt alla leiðina upp á tind...


Hróarstindarnir líta illkleifanlegir eða jafnvel ókleifanlegir út í fjarska... en eru vel kleifir þegar nær er komið og farið er upp þennan litla rima hér... en brattinn er meiri en myndirnar sýna og taka ágætlega á...


Í sumarfæri er þetta hins vegar vel fært... öllu flóknara að vetrarlagi eins og forðum daga þegar við fórum handboltalandsleiksferðina frægu og sungum á tindinum fyrir landsliðið...


Myndband af fjallsbrúnunum frá árinu 2010: Hróarstindar 300110 - YouTube


Frábært myndband af göngunni frá Gylfa: Hróarstindar 30. apríl 2010 - YouTube


Brattinn sést vel hér...


Komin upp versta brattann... frábært veður... sól og logn...


Haustið er komið...


Sjá Blákoll þarna handan dalsins... og Hafnarána skerast út úr dalnum í bröttu og hyldjúpu gljúfri vestast... þar sem smalað var svo seinna um daginn á meðan hópurinn beið í rúman hálftíma...


Talsverð hækkun eftir þegar komið er upp úr skriðunni...


Betra sjónarhorn hér....


Hróarstindar eru nokkrir skarpir tindar sem rísa upp úr bröttum stapa... við höfum alltaf gengið eftir þeim vestan megin og upp á hæsta... en aldrei skoðað þessa sem eru austan megin... þeir eru skorskornari og brattari og virðast illkleifir... það væri gaman að skoða þá betur næst...


Hér blasir Hafnarfjallið við þegar upp er komið...


Leiðin framundan inn eftir Hróarstindum... sjá þá raðast í hring hægra megin...


Mergjað veður...


Þennan síðasta kafla dimmdi yfir... og þokuslæðingur lagðist yfir efsta hluta fjallsins... þetta gerðist hratt og óvænt... þannig að eingöngu fremstu menn upplifðu tindana skýlausa og útsýnið eftir því... þeir sem seinna voru inn eftir og á efsta tind fengu því miður ekki útsýni...


Mergjuð leið inn eftir tindunum...


Hæsti tindur í 782 m hæð... ofan af honum blasir Katlaþúfa í Hafnarfjalli við í seilingarfjarlægð... magnað að fá þetta sjónarhorn á tinda Hafnarfjalls...

Klettariminn á milli Hróarstinda og Hafnarfjalls er brattur og illkleifur... en hefur samt verið genginn af afreksmönnum eins og Inga Skagamanni... sjá tjörnina þarna niðri... hún heitir Katlatjörn... þangað niðri er eflaust magnað að ganga um... milli fjallanna...


Skessuhornið í fjarska og tindanir milli Hafnarfjalls og Skarðsheiðarinnar nær... sem við gengum á árið 2012... við þurfum að endurtaka þá leið... ekki spurning...


Klausturstunguhóll og Þverhnúkur... Gildalshnúkur svo út af mynd vinstra megin...


Hópurinn að koma inn á tindinn... grátlegt hvernig þokan lagðist yfir á sama tíma eftir alla sólina á uppleið... ef hún bara hefði beðið í hálftíma...


En gleðin og sigurinn er ósvikinn...


Logn... hlýtt... og útsýnið kom og fór... þetta var magnað !


Mjög flott leið... hingað verðum við að koma reglulega...


Aftur opnaðist fyrir útsýnið... sjá hér betur niður af tindinum...


Nesti hér á tindinum... í þeirri von að útsýnið kæmi aftur...


Tvær nýjar riddarapeysur... Linda með riddarpeysu númer tvö... og Helga Rún búin að prjóna sína...


Magnaður nestisstaður eins og svo oft áður...


Yndisfólk með meiru...


Gunnar Már, Helga Rún, Sigurjón, Svandís, Linda, Ása, Silla, Ragnheiður, Jaana, Vilhjálmur. Siggi, Þórkatla, Gerður Jens., Sigurbjörg, Jóhanna D. og Batman sést þarna en Örn tók mynd.


Útsýnið kom og fór í þokuslæðingnum... kominn tími á niðurleið....


Bakaleiðin gekk vel á röskum hraða í sama logninu og hlýjindunum... engin úrkoma... bara þokuslæðingur...


Bakaleiðirnar eru yndis... þá er spjallað sem aldrei fyrr...


Örn fór aðra leið niður... sömu og um árið... ekki niður rennuna heldur norðar niður hlíðarnar sem eru jú brattar en greiðfærar í góðri skriðu og fastheldnum mosa...


Myrra og Batman nutu sín vel í þessari ferð...


Með rennuna í baksýn... töffarar !


Hér var hópurinn beðinn um að bíða meðan smalarnir renndu fénu niður dalinn og út úr honum... svona gönguhópur getur spillt smölunina og tafið menn um marga klukkutíma... ekkert mál... við bíðum bara... í um 40 mín...


Sjá smalana hér fyrir neðan...


Svo voru það gilin tvö... sama leið hér til baka... komin á stíg og eftirleikurinn auðveldur...


Magnað ! Ekki skrítið að menn elski smölun á hverju hausti... þá fá menn svona útiveru með kindunum og hundunum og fjölskyldu og félögum... yndislegt...


Stórskorin leið... á stórskorna fjallstinda...


Fénu smalað yfir ána á brúnni... áður fóru þeir beint fram úr dalnum þar til sumarhúsaeigendur lokuðu svæðinu...


Töfrandi fallegt... hundarnir í bandi og fengu ekki að hjálpa til... Batman sýnu rólegri en Myrra... þar spilar aldurinn eflaust inn í...


Fullkominn dagur á fjöllum...


Alls 12,5 km á 6:28 klst. upp í 782 m hæð með 1.030 m hækkun úr 60 m upphafshæð.


Erfiðari ganga en við lögðum upp með en vel þessi virði fyrir alla sem mættu... grátlegt að fleiri skyldu ekki komast eins og í fleiri aukaferðir sem Örn býður upp á þetta haustið, sérstaklega þar sem akstur og göngutími er styttri en oftast... þá er nefnilega ráð að grípa svona ferðir... þær eru komnar til að vera þar sem Bára er nú komin í vaktavinnu og kemst ekki allar helgar á fjall... en uss, verum ekki að væla... þetta var geggjað...


Magnaður dagur og frábær félagsskapur með meiru !

147 views0 comments

Comments


bottom of page