top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Tindfjallajökull Ýmir og Ýma glæsilegir jökultindar

Stórbrotið landslag... áhrifamikið útsýni... frábært færi... magnaður dagur enn og aftur... laugardaginn 8. maí 2021.

ree

Á Ými hæsta tindi Tindfjallajökuls 1.482 m með Ýmu í baksýn sem við komumst ekki alveg alla leið upp á vegna klakafæris... mergjaður dagur í mjög góðu, hörðu snjófæri, sól og kyngimögnuðu útsýni yfir Fjallabak, Heklu, Vestmannaeyjar, Eyjafjallajökul, Fimmvörðuháls, Þórsmörk og Mýrdalsjökul og ótal fjallstinda allan hringinn...


Gátum ekki fengið betri göngudag, svalt í lofti en samt sól og logn svo snjóbráð var engin og funheitt á köflum en einkennilega svalt þess á milli... dísætur sigur í tignarlegum og stórkostlegum fjallakransi Tindfjallajökuls... fullkominn dagur á einum af okkar uppáhalds fjallstindum...


Alls um 18,5 km á 8:10 - 8:30 klst með alls 998 m hækkun... Hvannadalshnúkur næstu helgi hjá nokkrum leiðangursmönnum... þessi dagur innsiglaði vel formið og undirbúninginn fyrir hann... takk öll fyrir ljúfan og glimrandi glaðan félagsskap og frábæra frammistöðu þriðju helgina í röð...


ree

Þriðja ferðin okkar á Tindfjallajökulinn sjálfan var laugardaginn 8. maí... viku eftir magnaða göngu á Vestari Hnapp í Öræfajökli þar sem við vorum ljónheppin með veður... .. og það sama gerðist líka þennan laugardag... við fengum heiðskírt veður og frábært skyggni... í brakandi sólarblíðu... en ískulda um leið og eitthvað hreyfði vind... sama öfgakennda hitastigið og á Hnappnum...


ree

Kuldinn einkennilega mikill þennan maí-mánuð... og snjóföl yfir öllu niður á láglendi um morguninn... en við lögðum af stað úr bænum kl. 6:00... og höfðum því vel tímann fyrir okkur... og þessi föl var farin þegar leið á daginn í sólinni... sjá Hornklofa og Búra hér í fjarska...


ree

Við fengum leyfi til að keyra upp jeppaslóðann hjá Önnu, bónda í Fljótsdal en áður hafði komið tilkynning um að vegurinn yrði lokaður fram á sumarið eins og almennt á við um slóða uppi á hálendinu... en svo kom kuldatíð með frosti og þurru veðri vikum saman... og þá var ráð að spá í að keyra upp eftir... sérstaklega af því vel gekk að keyra upp Hnappavallaleið á Öræfajökli vikuna áður í sama veðrinu... en þjálfarar höfðu farið könnunarleiðangur inn Merkurleið í viðleitni til að ganga frá veginum til norðurs upp að Tindfjallajöklinum sem hefði verið tilraunakennd leið sem þjálfarar hafa látið sig dreyma um lengi... og við skulum svo sannarlega fara einn daginn ! ... en úr því varð ekki að sinni enda mjög löng leið og mikil hækkun... það var of freistandi að keyra upp eftir eins og áður úr því aðstæður í veðri og færð leyfðu það...


ree

Leiðin enda fín alla leið og tveir staðir sem þurfti aðeins að brölta yfir skorninga en af því allt var frosið þá var þetta vel fært...


ree

Við náðum að keyra upp að Neðsta skála... skála Útivistar í 693 m hæð...


ree

... eftir að hafa heilsað upp á fólkið sem gisti í skálanum... fjallaskíðafólk á vegum FÍ, Brynhildar og Róberts sem ætluðu þvert yfir Tindfjallajökul og niður í Hungurfit, gista þar eina nótt og skíða til baka... við sáum þau síðar um daginn taka beinustu leið undir Saxa og niður eftir án þess að koma við á Ými og þá vorum við á leið til baka svo þau hafa ekki farið nærri því eins snemma af stað eins og við... lögð af stað kl. 8:48...


ree

Dásamlegt veður... frábært færi... glimrandi góð stemning í hópnum... við vissum að við vorum heppin með stað og stund... nokkrir Toppfarar á Eyjafjallajökli sama dag í sama góða veðrinu... en þeir sem voru á Öræfajökli sneru við án þess að komast á Hnúkinn... og þessi ferð á Tindfjallajökul átti eftir að vera góð sárabót við þá sem reyndu við Hnúkinn, Sveinstind eða Hrútsfjallstinda síðar í maí þetta árið... því enginn af þeim leiðöngrum komst alla leið... nema einn í byrjun júní... en þau komust við illan leik upp eftir 14 klst. göngu og voru alls 18 klst.... en engir Toppfara voru samt í þeirri ferð... allir höfðu hætt við þar sem veðurspáin var mjög tvísýn þá helgi... en Hnúkurinn fer ekkert... hann verður bara sigraður á næsta ári !


ree

Geggjaður hópur ! Frábærir nýliðar og magnaðir reynsluboltar sem gefa ekkert eftir... ! ... og einn gestur, hann Halldór sem mjög gaman var að kynnast í þessari ferð og er hann ávalt hjartanlega velkomin með okkur í göngu :-)


ree

Loksins smá snjór... skrítið að ganga um skálasvæðið með allt grjótið upp úr snjónum... við höfum aldrei verið á þessum árstíma með svona lítinn snjó á svæðinu...


ree

Fullkominn dagur... við nutum hverrar sekúndu af þessari rjómablíðu sem gafst hér...


ree

Efsti skálinn... í Miðdal... við skoðuðum hann á niðurleið þar sem við fórum utan í Haka til baka og þræddum okkur niður skálana... en nú var sneitt stystu leið upp eftir framhjá þeim...


ree

Fækkað fötum... það var steikjandi hiti á þessum stað og geislunin af snjónum mikil...


ree

Uppi á brúninni blöstu tindarnir við í Tindfjallajökulsdal... Báru þjálfara minnti að við ættum eftir að ganga lengra inn eftir áður en að Saxa kæmi... en þjálfarar voru hér í sjötta sinn og áttu að muna þetta utan að... en náðu ekki vegna annríkis að skoða fyrri ferðasögur og rifja upp landslagið svo hún var aðeins í bullinu þarna til að byrja með :-)


Búri hér, Hornklofi, Tindur og Gráfell framundan.


ree

Sjá þvælinginn á hundinum Batman hægra megin... við erum alltaf á leiðinni að setja gps-tæki á hann og mæla hvort hann fari helmingi lengra en við eða þvisvar sinnum lengra en við...


ree

Jóhanna Diðriks og Vilhjálmur komu í klúbbinn í fyrra og eru ein af mörgum nýliðum sem mæta mjög vel og hafa tekið mörg af mest krefjandi verkefnum klúbbsins...


ree

Hér var rjómablíða... og við ákváðum að fá okkur fyrsta nestið í þessu góða veðri...


ree

En það var svo skrítið að það dró aðeins fyrir sólu og þá varð ískalt... vindurinn var ískaldur og lofthitinn var mjög lágur... svo um leið og ekki naut sólar... og golan kom... þá fengum við nasasjón af því sem menn tókust á við á Öræfajökli þennan dag... erfitt vetrarveður... en við sluppum... þetta voru bara sýnishorn sem við fengum... í báðum fyrstu nestispásunum... eftir bongóblíðu á göngu fram að því... mjög sérstakt veður... og það sama og var á Vestari Hnapp... bongóblíða en ískuldi um leið og golan kom og sólin hvarf...


ree

Saxi hér á vinstri hönd og Búraskarð... þetta gekk mjög vel og við vorum á góðu róli...


ree

Haki hér ofan okkar... þarna uppi þveruðum við brekkuna á leið til baka...


ree

Hornklofi og Gráfell í baksýn hér...


ree

Á leið upp Búraskarð... þetta er magnaður staður... og mjög merkilegur að hausti þar sem allt er grátt hér og rautt bergið svo yfir sem kemur úr Búra (rauður gígur)... snjórinn enn undir berginu og lækir rennandi um allt... við þurfum að endurtaka göngu hér að hausti... þá er hægt að leggja bílunum við Efsta skála og ganga á Haka, Saxa, Búra, Hornklofa, Gráfell og Bláfell magnaðan fjallahring... eins og við gerðum árið x ... ath tengil !


ree

Búri hér með Búraskarði.


ree

Litið til baka úr Búraskarði... Bláfell vinstra megin og Haki fyrir miðju...


ree

Búraskarð og Búri... svo fallegt...


ree

Skyndilega sást til Ýmis... hæsta tindsins í Tindfjallajökli... þann sem við ætluðum að ganga á þennan dag... smá skýjaslæða í kringum hann sem jók bara á fegurðina...


ree

Við fengum aukaorku við að sjá markmið dagsins og héldum vel áfram hér...


ree

Ýmir í öllu sínu veldi ! Magnaður tindur... sjá Ýmu kíkja aðeins á bak við...


ree

Tindur... að kíkja líka upp af snjóbreiðunni... með Búra hægra megin...


ree

Litið til baka... Búri, Haki og Saxi...


ree

Tindfjallajökulsfarar með Ými í baksýn... það var ekki annað hægt en mynda þennan stað !


Efri: Rakel, Marta Rut, Elísa, Ragnheiður, Halldór gestur, Haukur, Linda, Jaana, Bjarni, Gylfi, Styrmir, Arna Hrund.


Neðri: Fanney, Silla, Kolbeinn, Gréta, Örn og Batman, Jóhanna D., Vilhjálmur, Helga Rún, Inga Guðrún, Neval og Bára tók mynd. Batman var eini hundur ferðarinnar.


ree

Með Mýrdalsjökul, Fimmvörðuháls og Eyjafjallajökul í baksýn... og sjálfan Tind... sem Tindfjallajökulssvæðið er kennt við á hægri hönd...


ree

Ýmir... hér komum við... þú fallegi fjallstindur...


ree

Skýjafarið var með okkur þennan dag... voru þau nokkuð að taka tindinn af okkur... neibb... sólin var með okkur líka... allan daginn... nema þegar við hættum við að fara á Ýmu... þá kólnaði skyndilega og allt varð dimmt í sólarleysinu... en svo lagaðist það um leið...


ree

Gleðin var við völd og við vorum í sólskinsskapi... Gylfi, Silla og Fanney með Tind, Hornklofa og Búra í baksýn...


ree

Saxi í baksýn hér...


ree

Silla á son sem heitir Ýmir... þegar við gengum á Grænufjöll í ágúst í fyrra þá gnæfðu Ýmir og Ýma yfir okkur í fallegu veðri og voru svo freistandi... Silla hafði á orði að hún þyrfti að ganga á Ými þar sem hún ætti son með því nafni... þjálfarar tóku hana á orðinu og settu systkinin Ými og Ýmu á dagskrá árið 2021... og það tókst... við gengum á Ými rúmu hálfu ári síðar...


ree

Nú tók brekkan við neðan við tindinn... hér var varasöm snjóhengja síðast... en þetta var saklaust færi núna...


ree

Smám saman birtist kyngimagnað útsýnið upp á Fjallabak ofan af hryggnum að Ými... Neval hér með Rauðufossafjöll , Laufafell, Hrafntinnusker og Háskerðing fjær og Ásgrindur nær vinstra megin...


ree

Örn fór á undan til að kanna með færið... reynslan búin að kenna þjálfurum að það er ekki sjálfgefið að komast auðveldlega hér upp... og til vara var að sneiða undir tindinn norðan megin og fara upp mun léttari leið austan megin (þar sem við fórum svo niður)... en við nenntum ekki að bíða eftir því að Örn kannaði þetta og ákváðum að fara bara á eftir honum til að nýta tímann...


ree

Og auðvitað gekk þetta vel hjá honum... hann var fljótur upp og við héldum ótrauð á eftir honum...


ree

Litið til baka... útsýnið niður á Suðurlandið að birtast...


ree

Jú, þetta gekk mjög vel upp...


ree

Nógu mikið hald til þess að fara í spori undanfaranna... og ekki þörf á að fara í broddana...



ree

Við vorum fegin... það tekur talsverðan tíma að fara í jöklabroddana og það er alltaf aukin slysahætta við það eins og Botna-skyrtunna var gott dæmi um... ökklabrot nánast alltaf afleiðingin af því að renna af stað í jöklabroddunum... þessi nýi snjór var alveg að bjarga okkur...


ree

Brúnin við ísaða klettinn á Ými er áhrifamikill staður að koma upp á...


ree

Brattinn á leið upp... Hekla þarna í fjarska... kyngimagnað !


ree

Menn tóku myndir af sér á klettinum góða... einstakur staður að koma á og minnti óneitanlega á blómkálshausinn á Snæfellsjökli... en Tindfjallajökull er þeirra fegurstur af litlu jöklunum þremur sem menn fara árlega á til æfinga fyrir Öræfajökul.... Snæfellsjökull í öðru sæti og Eyjafjallajökull í því þriðja... Tindfjallajökull af því landslagið og fjallasalurinn í kringum hann er svo flottur... Snæfellsjökull af því útsýnið er svo mikið niður að sjó á þrjá vegu og svo til austurs eftir öllu nesinu... Eyjafjallajökull þeirra sístur af því hann er svo aflíðandi og hvorki mikið landslag í kringum hann né útsýnið eins magnað þó það sé auðvitað mikið því það er svo langt í burtu... af Tindfjallajökli er Fjallabakið allt í áþreifanlegri fjarlægð en af Eyjafjallajökli er það svo langt í burtu... en misjafn er smekkurinn og eflaust ekki nærri allir sammála okkur...


ree

Af brúninni mátti sjá glitta í Ýmu... sem er ennþá formfegurri en Ýmir... og gefur einar fegurstu myndirnar í sögu klúbbsins...


ree

Strákarnir í ferðinni... Gylfi, Styrmir, Haukur, Bjarni, Halldór, Vilhjálmur, Kolbeinn og Örn með Batman fremstan :-)


ree

Afstaðan utan í fjallinu... Arna Hrund og Neval...


ree

Stelpurnar í ferðinni... Bára, Rakel, Neval, Fanney, Elísa, Jóhanna D., Marta, Jaana, Helga Rún, Gréta, Inga Guðrún, Ragnheiður, Linda, Arna Hrund og Silla.


ree

Síðasti spölurinn upp á hæsta tindinn... Ými í Tindfjallajökli... brekkan og snjóhengjan þarna var í fínu lagi sem var langt í frá sjálfgefið... þessi tindur verður snjólaus þegar líður á sumarið og opinberar ljóst líparít eins og á Móskarðahnúkum... mjög fallegt...


ree

Magnaður tindur í 1.482 m hæð mældri þennan dag... hér til Mýrdalsjökuls (Kötlu), Fimmvöruhálss og Eyjafjallajökuls...


ree

Tindur og Hornklofi... leiðin upp ef við hefðum komið hér frá Emstruleið...


ree

Sýnin til Ýmu og gönguleiðarinnar um Laugaveg með Mýrdalsjökul hægra megin...


ree

Ásgrindur, Hekla og Rauðufossafjöll...



ree

Fjallabakið alla leið upp í Hrafntinnuskere með Álftavatn og nágrenni nær... Laugavegsgönguleiðin útbreidd...


ree

Hornklofi, Búri, Bláfell, Haki og Saxi... hinir tindar Tindfjallajökuls að hluta...


ree

Það var ísköld gola uppi... ekki bongóblíða eins og árið 2014 þegar við vorum hér síðast í enn betra veðri í raun enda náðum við þá að toppa Ýmu allur hópurinn þá... og því stöldruðum við ekki lengi hér uppi heldur ákváðum að fara niður og borða nesti á milli systkinanna...


ree

Ýma er sannarlega stórkoslegur tindur... einn sá fegursti sem við höfum gengið á... þvílíkt útsýni... þvílíkt landslag !


ree

Það dimmdi aðeins yfir með þunnri skýjaslæðu eða snjókomu að Fjallabakinu og við fengum ávæninginn af þessu yfir á Ýmu þegar Örn fór svo könnunarleiðangur þar upp stuttu síðar...


ree

En þetta slapp ennþá og hvarf jafn hratt... en kom svo aftur eins og fyrr segir... og hvarf svo aftur... við vorum greinilega á jaðrinum á þessu á hálendinu...


ree

Fallegasta mynd ferðarinnar... fegurðin og gleðin á sömu myndinni... Silla átti sannarlega þennan dag og þennan tind með rentu ! Gleðigjafinn og engillinn okkar :-)


ree

Nesti hér... og það var dásamlegt veður til að byrja með...


ree

... og við nutum lífsins... Örn sleppti nesti og lagði strax af stað á Ýmu til að kanna færið á henni eftir að hann var búinn að setja á sig jöklabroddana...


ree

Sól og blíða en það læddist fljótlega að kuldi með golunni sem var ótrúlega svöl...


ree

... og við fylgdumst með Erni fara upp á Ýmu á góðum hraða...


ree

En fljótlega dimmdi yfir þar sem Örn nálgaðist tindinn og sólin hvarf... og þá réð kuldinn sannarlega ríkjum strax og það varð óhugnanlega kalt um leið...


ree

Þessar fjallsbungur hér... við höfum spáð mikið í hvort þær séu færar upp frá Emstruleið líka... og þá myndi maður byrja á Ýmu og fara svo á Ými og niður dalinn milli Ýmis og Tinds... væri gaman að prófa þetta einhvern tíma...


ree

Rakel og Gréta komnar í jöklabroddana sína og tilbúnar fyrir Ýmu... en svo heyrði Bára í Erni þegar hann var á niðurleið... hann sagðist ekki vilja taka hópinn þarna upp... það væri alveg frosið færið efst og frosnar snjóhengjur sem ekki væri sniðugt að hópur færi um... frjálst fall og langar brattar brekkur neðan við tindinn allan hringinn og ekki þyrfti að spyrja að leikslokum ef einhver rynni þarna af stað...


ree

Flestir í hópnum voru fegnir og þeim var létt... hafði ekkert litist á að ganga upp á Ýmu í þessum kulda og golu sem var komin og varla að leggja í að setja á sig jöklabroddana... en þó voru nokkrir sem vildu ólmir fara á Ýmu...


ree

... og því drifum við okkur af stað þeir sem vildu með Báru í áttina að Ýmu...


ree

Fínt færi til að byrja með og veðrið skánaði með hverju skrefinu...


ree

Litið til baka upp eftir Ými...


ree

Nokkrir voru ákveðnir í að reyna ekkert við Ýmu... voru mjög sáttir við hæsta tindinn og biðu efst...


ree

Flestir komnir úr jöklabroddunum eða fóru aldrei í þá og lentu fljótlega í vandræðum með að fóta sig ofar og komust ekki lengra...

ree

Sjá sporin okkar ofar og svo sporin eftir Örn einan efst...


ree

Afstaðan gagnvart umhverfinu næst ekki vel á mynd hér... en brattinn niður hægra megin var orðinn mikill hér...


ree

Elísa að koma hér upp...


ree

Komin ofar... við fórum upp í 1.446 m hæð og áttum ca 20 m eftir í efsta tind...


ree

Kolbeinn, Elísa og Inga Guðrún en Bára tók mynd...


ree

Snúin við en Bjarni og Helga Rún drifu sig líka svona langt upp...


ree

Hópurinn beið á meðan neðan við Ými...


ree

Litið til baka á Ýmu... efst eru Helga Rún og Bjarni en fleiri reyndu eitthvað áleiðis en sneru svo við...


ree

Við vorum himinlifandi með Ými... hann var nægur sigur þennan dag og við máttum vera ánægð með þetta veður, þetta færi og þetta útsýni... það var ekki sjálfgefið að komast upp á Ými og Ými skipti litlu í því samhengi... við tökum hana bara næst !


ree

Farin var önnur leið til baka... undir Ými eins og síðast þegar við náðum tindinum á Ýmu líka í ógleymanlegri ferð árið 2014...


ree

Ýmir hér yfir okkur...


ree

Ýma svo falleg og reisuleg... hún er hreint út sagt mögnuð !


ree

Mjög falleg leið til baka...


ree

En við gátum ekki slitið augun af Ýmu...


ree

Ísaði kletturinn sem við stóðum upp á fyrr um daginn á uppleið...


ree

Enn litum við til Ýmu agndofa af aðdáun...


ree

Glæsileg leið...


ree

Ýma að hverfa...


ree

Tindur Ýmis og ísaðin kletturinn...


ree

Fjallabakið... brekkan undir Ými og Ýma... stórkoslegur staður að ganga um...


ree

Tignarlegt landslag með meiru...


ree

Komin framhjá Ými og þá tók fjallasalur Tindfjalla aftur við til baka... Saxi hér...


ree

Bless Fjallabak...


ree

Takk fyrir okkur Ýmir...


ree

Hvílíkt veður !


ree

Æj, svo fallegt... get ekki sleppt þessum myndum með...


ree

Hekla og Ásgrindur...


ree

Litið til baka...


ree

Sjá slóðina okkar upp fyrr um daginn...


ree

Bjarni renndi sér á þotunni niður...


ree

Ýmir til baka...


ree

Sjá fjallaskíðahópinn fara undir Saxa hér í fjarska... þau voru ekki mjög snemma á ferðinni... við veltum því fyrir okkur hvort þau hefðu lent í vandræðum eða bara notið þess að vera í skálanum fram eftir morgni...


ree

Ýmir til baka...


ree

Saxi og við...


ree

Búri, Haki og Saxi...


ree

Ýmir...


ree

Haki og Saxi...


ree

Smá pása áður en við tókum hliðarhallaleiðina utan í Haka sem átti eftir að reyna ágætlega á...


ree

Búraskarð...


ree

Haki framundan... nú lækkuðum við okkur ekki niður dalinn eins og við komum upp fyrr um daginn...


ree

Mjög flott leið sem við höfum yfirleitt farið til baka um...


ree

Sjá fjallaskíðamennina niðri á leið upp eftir...


ree

Litið til baka að Búraskarði... aftur komin sól og blíða hér...


ree

Mjög góð leið langleiðina...


ree

En svo harðnaði færið þar sem grjótið var og svellað varð við það...


ree

Litið niður á skíðamennina... ekki varasöm brekka að renna niður um samt...


ree

Varasami staðurinn sem tók í... Linda tók á stóra sínum og stóð sig frábærlega en það getur tekið nokkur ár að komast yfir slys eins og hún og Sigga Lár lentu í á Botna-skyrtunnu... jafnvel getur farið svo að maður nær sér aldrei alveg og er alltaf smeykur við þessar aðstæður og frýs eða verður óöruggur... reynsla annarra í fjallamennskunni sýnir þetta mjög skýrt...


ree

Pása hér sem var yndisleg... heitt í veðri, lygnt og sólríkt... Örn skutlaðist niður brekkuna á eftir vettlingi sem Neval missti niður... og var ekki lengi að koma sér upp aftur...


ree

Hér sofnuðu sumir og virkilega hvíldu sig vel...


ree

Magnaður nestisstaður eins og svo margir í gegnum söguna okkar....



ree

Hliðarhallabrekkan til baka um Haka... fínasta leið og ekki snjóflóðahætta því snjólagið var þunnt og grjót standandi upp úr alls staðar...


ree

Við þurftum að vekja Helgu Rún :-) ... það er tær snilld að sofna í svona pásum... mikil hleðsla í því fyrir heimferðina, sérstaklega ef hún er langur akstur...


ree

Bakaleiðin í lokin var mergjuð... í brakandi blíðu og skemmtilegheitum...


ree

... og mikilli fegurð...


ree

Þetta landslag er veisla og ekkert annað...


ree

Dýrmætt spjall og samvera á niðurleið eins og alltaf...


ree

Ýmir að hverfa sjónum...


ree

Framundan lokakaflinn gegnum skálana þrjá...


ree

Birtan mögnuð þennan dag...


ree

Skálarnir framundan...


ree

Aftur gátu Bjarni og Gylfi rennt sér...


ree

Efsti skálinn... í eigu Íslenska Alpaklúbbsins...


ree

Töfrandi staður...


ree

Flott inni í honum...


ree

Vel hugsað um habnn greinilega...

Sjá hér um skálann: Skálar | Ísalp (isalp.is)

ree

Gaman að skoða, kíktum aðeins inn og sópuðum eftir okkur og pössuðum vel allan frágang...

ree

Sérkennilegt að ganga hér í grjóti á þessum árstíma...


ree

Hér niður skíðuðu menn síðast árið 2014...


ree

Laugavegsfararnir búnir að setja merkið á bakpokann.... þjálfarar verða að gera það sama...

ree

Miðskálinn... í einkaeigu og tileinkaður Guðmundi frá Miðdal...


ree

Mjög fallegur skáli...


ree

... og vel við haldið...


ree

Hangilæri hér fyrir gangandi framhjá eins og í Noregi...


ree

Komin í grjótiðfrá Miðdal að Neðsta skála...


ree

Litið til baka...


ree

Komin í bílana um fimmleytið... vel af sér vikið... hér var virkilega kalt... snjófjúk og allt saman... þetta veður var með ólíkindum andstæðukennt...


ree

Alls 19,0 km á 8:10 - 8:26 klst. upp í 1.482 á Ými og 1.446 á Ýmu (Örn fór 1.468 m) með alls 1.019 m hækkun úr 693 m upphafshæð..,.


ree

Sem fyrr eru snjallúrin og strava ofl. mun gjöfulli á kílómetrana... en við tökum meira mark á gps-tækjunum sjálfum og látu þau ráða...

ree

Sætur sigur og frábær undirbúningur fyrir komandi jöklaferðir í Öræfajökli næstu vikurnar... sem reyndar tókust svo ekki vegna veðurs... en það var seinni tíma verkefni...


ree

Við reyndum að hafa smá stuð og stemningu hér en það var svo kalt að við drifum okkur bara í bílana og keyrðum heim :-)


ree

Batman aftur í með bakpokunum... helst vill hann vera aftur í og er sármóðgaður að vera settur með farangrinum :-)


ree

Tindarnir í Tindfjallajökli kvöddu okkur þegar við keyrðum niður eftir... færið slapp vel því það var ennþá svo kalt í veðri að vegurinn var ekkert mjúkur...


ree

Mikill sigur að ná þessu eftir mikla yfirlegu á veðri og færi og alls kyns varaplön og ráðstafanir og símtöl við heimamenn... stundum er manni verðlaunuð þrjoskan og einurðin... að gefast ekki upp eða hætta við... þetta var slík uppskera... magnaður dagur með meiru og ein af flottustu ferðunum á árinu... takk kærlega fyrir okkur og takk kærlega allir fyrir að þrjóskast við með okkur og njóta dagsins !

 
 
 

Comments


bottom of page