top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Torfdalshryggur í sól og snjókomu.

Updated: May 9, 2023

Æfing nr. 752 þriðjudaginn 25. apríl 2023.


ree

Sumarið er komið og sólin skein í heiði þegar Torfdalshryggur komst á formlegt blað fjallgönguklúbbsins í tilraun tvö á árinu... en spáin hafði breyst og það var komin snjókoma í veðurkortin frá klukkan átján... það var ekkert slíkt í sjónmáli í bænum þegar lagt var í hann á æfingu...


ree

Heldur ekki þegar gengið var af stað upp úr kl. 17:30... en það var svalt... og vindur...


ree

Tveir krossar eru komnir á Æsustaðafjall... enginn okkar vissi ástæðuna fyrir því en sorglegir atburðir neðan við fjallið fyrir um tveimur árum síðan eða svo gætu verið skýringin... það væri áhugavert að vita tildrög þessa krossa...


ree

Leiðin var beint af leið... svona næstum því... eltumst við stiga yfir girðinguna í fjarska... og gengum fram á þetta ægifagra gil... svona staðir leynast um allt... mjög gaman að uppgötva þá fyrir tilviljun...


ree

Grímmannsfellið hér í baksýn... víðfeðmt eins og heiðarnar allar á þessu svæði...


ree

Vel mætt sem á alltaf við þegar gengið er nær borginni, leiðin er létt og mætt á þekkta staði við fjallsrætur... en þessi ganga var samt mjög löng þó einföld væri yfirferðar...


ree

Nokkrir komnir úr mjög flottum ferðum erlendis og mjög gaman að fá ferðasögurnar...


ree

Katlagilið í Grímmannsfelli... við þurfum að fara að ganga á þetta fjall... það býður upp á alls kyns leiðir og hægt að taka stuttar og langar göngur á það úr ýmsum áttum...


ree

Lækurinn sem skarst svo niður í gljúfrið hér ofar...


ree

Hér tók að snjóa... með sólina ennþá skínandi... og brátt varð jörðin gráföl eftir sól og ja, kannski ekki alveg blíðu...


... takk harðneskjulega veður Íslands... fyrir að halda okkur á tánum... og minna okkur stöðugt á að vera þakklát þegar það loksins kemur gott veður... gleðin þegar það kemur er svo innilega og fölskvalaus... við myndum engan veginn kunna að meta sól og hlýindi ef ekki væri fyrir alla hráslagalegu dagana sem mæta þegar við héldum að það yrði gott veður... #Þriðjudagsþakklæti


ree

Heiðin umfangsmikil og ekkert sást til Bjarnarvatns...


ree

En þegar að Torfdalshrygg var komið og haldið upp brekkurnar opnaðist á þetta fallega vatn... allt samt frekar kuldalegt í snjókomunni og kuldanum...


ree

Litið til baka... Reykjafell og Æsustaðafjall í fjarska...


ree

Torfdalshryggur mældist m hár og gaf mjög mikið útsýni...


ree

Englarnir Siggi, Linda og Silla :-)


ree

Reynsluboltarnir og afreksfólkið Guðmundur Jón og Katrín Kj. og nýliðinn Öyvind sem er frábær viðbót við hópinn... það er meira en að segja það að koma nýr í svona hóp og þekkja engan...


ree

Dásamlegt að ganga með þessu fólki... best í heimi...


ree

Alls mættir 14 manns og hundurinn Batman...


Sigrún Bjarna, Siggi, Silla, Öyvind, Sjöfn Kr., Linda, Þorleifur, Steingrímur. Örn, Lilja Sesselja, Katrín Kj., Guðmundur Jón og Bára tók mynd...


ree

Við tókum góða nestispásu í kuldanum í ágætis grasbala í hlíðum Torfdalshryggjar en vegalengdin var orðin rúmlega 5 kílómetrar og þar sem kuldinn og vindurinn var ekki með okkur enduðum við á að sleppa hringleið kringum vatnið að sinni og snúa til baka þar sem fyrirséð var að leiðin væri löng til baka í smávegis blautlendi en þó mun betra en við áttum von á...


ree

Fínasta ganga til baka og mikið spjallað...


ree

Hryggurinn í baksýn...


ree

Við enduðum aftur á Æsustaðafjallinu síðasta kaflann...


ree

Alls 10,3 km á 3:34 klst. upp í 351 m hæð með alls 482 m hækkun úr 110 m upphafshæð...


Hörkuganga í frekar krefjandi veðri en fínu færi og frábærum félagsskap !

 
 
 

Comments


bottom of page