top of page

Tvíhnúkar á Snæfellsnesi... sjaldfarnir tindar um ótroðnar slóðir í snjóbyl

Tindferð 241 og Toppfaraganga nr. 1001 !


Eltingaleikurinn við gott veður hélt áfram í apríl eftir erfiðan veturinn... og enn einu sinni fengum við síðra veður en spáin sagði til um og við vonuðumst til þennan fyrsta laugardag í aprílmánuði árið 2022...


Fjallasýnin góð til að byrja með þegar keyrt var að fjöllum dagsins... hér með Tvíhnúkana fyrir miðri mynd og Hafursfellið vinstra megin og Skyrtunnu óljósa hvíta hægra megin og nær Svartafjall sem er hluti af Þrífjöllum ásamt áðurnefndri Skyrtunnu og svo Snjófjalli sem er í hvarfi... en þessi þrjú voru gengin 1. maí árið 2013 í stórkostlegri göngu...


Sjá hér Hafursfellið marghnúkótt vinstra megin og Tvíhnúkana hægra megin tvo ávala og saklausa í samanburði við bratt Hafursfellið...


Bóndinn á Dalsmynni hefur oftar en einu sinni verið okkur hjálpsamur og liðlegur í göngum okkar á fjöllin þeirra... en nú fór hjálpsemi þeirra á hærra plan...


... því Arna Hrund gleymdi fjallgönguskónum sínum... og Egill þekkti bóndann á Dalsmynni og brunaði til bæjar og falaðist eftir því að fá lánana gönguskó ef til væru á bænum... jú þetta líka eðaleintak sem Arna er í hér var í eigu húsmóðurinnar á bænum sem var reyndar ekki heima en gaf leyfi sitt fyrir láninu... og þeir smellpössuðu á Örnu... hvílík bjargráð á ögurstund... því þau hefðu annars þurft að snúa við þennan morgun...


Við lögðum af stað kl. 8:58... blíðskaparveður... hlýtt, logn og háskýjað og fjallasýnin falleg til Þrífjalla eða Skyrtunnu og Svartatinds en Snjófjall var innar úr sjónfæri...


Upp brúnirnar hér til að komast inn eftir því áin rennur í djúpu gljúfri neðarlega...


Yndislegt að vera komin í göngu...


Sjá stífluna yfir Núpá... sem við höfum gengið yfir í sögulegri ferð á Þrífjöll árið 2013 þann 1. maí... Tindferð 92 miðvikudaginn 1 (toppfarar.is)


Sýnin inn Núpárdalinn með Tvíhnúkana á vinstri hönd, Skyrtunnu og Svartafjall innst hægra megin... snjór ennþá niður á láglendi... en það átti eftir að breytast hratt næstu daga...


Mjög góð stemning og gleði í hópnum...


Hafursfellið hér með austurdalinn útbreiddan og hæsta tind hægra megin við miðja mynd... tvisvar höfum við staðið þar í svakalegu útsýni...


Tindur 84 - Hafursfell Snæfellsn (toppfarar.is)


Tindferð 169 Hafursfell Snæfells (toppfarar.is)


Sjá Hrútaborg hvassa lengst í fjarska við Kolbeinsstaðafjall...


Tindferð 87 Hrútaborg - Steinahl (toppfarar.is)

Tindferð Hrútaborg Snæfellsnesi (toppfarar.is)


Þegar niður í Núpárdal var komið þurftum við að þvera nokkrar ár sem runnu niður úr Hafursfelli...


Þær voru í klakaböndum en óðum að vinna í málunum...


Við komumst yfir þær allar á snjóbrúm...


Alls kyns snjóbrýr sem við ætluðum varla að treysta... en reyndust mjög traustar...


Bára þjálfari í nýrri riddarapeysu... þær eru ávanabindandi þessar peysur !


Hafursfellið í allri sinni dýrð neðan frá...


Rösklega farið inn eftir dalnum...


... svo hlýtt og lygnt að sumarið var áþreifanlegt þrátt fyrir allan snjóinn...


Núpáin rennandi frískleg niður með dalnum...


Greið leið og einföld...


Innar rennur áin í gljúfri og maður verður að fara upp hlíðarnar vestan megin...


Sprungur í snjóbrúnum...


Upp hlíðarnar ofan við gljúfrið...


Mosinn mættur innan um snjóinn...


Tindar dagsins framundan... Tvíhnúkar...


Dásamlegt veður þó ekki væri sól og blár himinn...


Nyrsti hluti Hafursfells hér framundan... sem við ætluðum að ganga á eftir Tvíhnúkana... og Núpuskarðið sunnan við Tvíhnúka hægra megin...


Við gengum inn eftir upp í skarðið... svellbunkar um allt en mjúkir skaflar og mosi með góðu haldi...


Fjallahundurinn Batman með Hafursfellið í baksýn...


Tvíhnúkarnir... saklausustu fjallstindarnir í dalnum... allavega í samanburði við Hafursfellið og Þrífjöllin...


Nesti áður en komið var upp í skarðið... en þegar nestistímanum lauk fór að snjóa... og það þyngdi hratt yfir...


... svo þegar við komum upp í Núpuskarð hvarf fjallasýnin og skyggnið...


Litið til baka...


Hér var kominn hressilegur blástur og kuldi með snjóhríðinni...


Skyndilega vorum við stödd í vetrarveðri en ekki sumarblíðu eins og niðri...


Við héldum samt ótrauð áfram... ætluðum ekki að gefa þessa tvo tinda eftir...


Batman kann að biðja um smá bita af nestinu...


Kolbeinn er besti vinur aðal...


Hér tók allt að hrímast... og Batman var fljótur að hvítna allur...


Fyrri tindurinn framundan eftir smá hæð til að byrja með...


Allt loðið hrímaðist...