Æfing nr. 820 þriðjudaginn 24. september 2024.
Við fórum öðruvísi leið upp og niður af Vífilsfelli síðasta þriðjudag septembermánaðar í sól og blíðskaparveðri... og uppskárum alveg einstaklega flotta kvöldgöngu sem seint gleymist...
Gengið var upp gilið sem við fundum óvænt í síðustu göngu á tilraunakenndri leið... og fórum upp neðri klettabeltið um þröngu geilina sem hundunum líkar ekki sérlega vel við enda mjög þröng... og fórum loks af tindinum enn vestar um klettahöfuð Vífilsfell alveg út á ysta klettinn sem stings upp úr fjallinu og er mjög áberandi þegar keyrt er framhjá þessu fjalli... og loks til baka undir tindinum sunnan megin sem var mjög skemmtileg ný sýn á fjallið og loks aftur niður um geilina góðu og þaðan niður klettahöfuðið um gömlu leiðina á Vífilsfell í stað stikuðu leiðarinnar sem okkur hugnast engan veginn enda mun óhentugri í alla staði... og loks beint niður norðan megin svipaða bratta leið að Vífilsfellsöxlinni og Ölduhorni þar sem tekinn var sandhryggurinn í myrkrinu til baka í bílana...
Sólarlagið var með ólíkindum fallegt þetta kvöld og er þetta haust einstaklega sólríkt og fallegt með hverri þriðjudagsæfingunni á fætur annarri í roðaslegnu sólarlagi...
Ljósmyndir úr ferðinni hér neðar og nafnalisti undir hópmyndinni á tindinum:
Mættir voru alls 16 manns:
Halldóra Þ., Örn, Dina, Áslaug B., Stefán G., Ólafur E., Aníta, Kolbeinn, Þorleifur, Björg, Karen, Inga, Frans og Sighvatur en Bára tók mynd og Baltasar, Batman og Hetja héldu uppi gleðinni fölskvalaust :-)
Takk fyrir alveg magnaða kvöldgöngu elskurnar ! Þær gerast ekki betri en þetta, svo einfalt er það :-)
Comentários