top of page

Vífilsstaðahlíð kringum Vífilsstaðavatn.

Æfing nr. 782 þriðjudaginn 5. desember 2023.


Það var sannkölluð yndisleið á dagskrá þriðjudagskveldið 5. desember og enn og aftur var veðrið með besta móti... endalausar heiðskírar froststillur vikum saman meira og minna frá því veturinn skall á og létt snjóföl yfir öllu...


Óskapleg fegurð og friður þetta kvöld en þegar veðrið er svona gott vikum saman þá hættum við stundum að kunna að meta það... og þurfum að minna okkur á að staldra við og njóta...


Gengið var kringum Vífilsstaðavat og upp á heiðarnar fyrir ofan vatnið á stígum að mestu en þeir eru þarna um allt og erfitt að átta sig á hver leiðir hvert svo þjálfarar studdust við gamla slóð sína frá árinu 2018 sem kom sér vel þar sem myrkrið og heiðin rann út í eitt með borgarljósin fyrir neðan allt í kring...Hópmynd var tekin á vörðunni við Gunnhildi en við steingleymdum að staldra við og fá okkur nesti en líklega var enginn að nenna því þar sem frostið beit og þetta var frekar stutt ganga... en rösk var hún og gaf því ágætlega fyrir þol og styrk...


Alls 5,7 km á 1:27 klst. upp í 174 m hæð með alls 178 m hækkun úr 53 m upphafshæð.


Bára þjálfari mætti aftur til leiks eftir hlé í rúman mánuð vegna liðþófaaðgerðar en eftir hana eru fjallgöngur bannaðar í tvo mánuði og þar sem þetta var bara hlíð en ekki fjall... þá var þetta í lagi... en hún ætlar að mæta út árið á þriðjudögum og taka svo hringleið um Akrafjallið milli jóla og nýárs þegar fjallgöngur eru orðnar löglegar...


Takk öll fyrir dásamlegt kvöld... það er jafn dýrmætt að hittast og spjalla eins og að ganga og fríska þannig upp á bæði líkama og sál... þið eruð BEST :-)


Gps-slóðin hér:

20 views0 comments

コメント

コメントが読み込まれませんでした。
技術的な問題があったようです。お手数ですが、再度接続するか、ページを再読み込みしてださい。
bottom of page