top of page

Vestursúla og Norðursúla í dýrindisveðri og útsýni

Tindferð nr. 257 laugardaginn 10. desember 2022.


Einmuna blíða ríkti veturinn 2022 fram að jólum og eftir ótrúlegan hlýjindakafla í nóvember tók við heiðskíra og frost vikum saman fram í desember... og enn ríkti þetta veður laugardaginn 10. desember svo Örn bauð upp á aukagöngu á Botnssúlurnar sem höfðu boðið okkur eindregið í heimsókn þar sem við gengum vikuna áður milli Hagavíkur og Búrfells í Grímsnesi og mændum á fannhvít fjöllin allt í kring...


Á þessum árstíma er ekkert annað í boði en keyra í myrkri og leggja af stað gangandi með höfuðljósin ætli maður að ná einhverri alvöru göngu að ráði... þar sem dagurinn er mjög stuttur og lítið hægt að ganga eingöngu í dagsbirtu...


En töfrarnir eru einmitt þeir... að upplifa myrkrið... hvernig birtan lýsir smám saman allt upp... og landið vaknar... löngu áður en sólin kemur svo upp... sem er annar kafli í upplifuninni...


Norðursúla og Vestursúla hér komnar í birtu áður en sólin breytir öllu...


Tunglið á lofti þegar litið var til baka... lagt af stað kl. 9:08 í myrkri hefðbundinn Leggjabrjótsstíg upp eftir...


Allt í klakaböndum en lítill snjór og því dugðu keðjubroddarnir allan daginn sem við áttum ekki von á...


Hvítir tindar dagsins að birtast undan landinu...


Brátt tók bleika og bláa birtan við sem einkennir svo þennan árstíma... og tunglið var með í för... fegurðin þennan dag var með ólíkindum...


Baula, Snjófjöll og Tröllakirkja á Holtavörðuheiði...


Múlafjallið útbreitt til vesturs... Brynjudalur og Botnsdalur... Þyrill, Brekkukambur.... Skarðsheiðin og Hafnarfjallið...


Búrfell í Þingvallasveit...


Brynjudalur í baksýn og Akrafjallið fjær í sólarupprásarbirtunni...


Brátt varð allt rautt af sólinni sem var að koma upp... stórkostlegt litasamspil náttúrunnar...


Hvalfellið... lítill snjór...


Farið að sjást inn eftir Leggjabrjótsleiðinni...


Nú tóku aðeins brattari leiðir við upp Vestursúluna...


Þoturnar eru farnar að fljúga um loftin...


Stór stund... sólargeislarnir náðu á okkur á hryggnum upp á Vestursúlu... það var töfrastund...


Búrfellið og leggjabrjótur... Hengilinn og Bláfjöllin og Kjölur...


Fjallasýnin til norðnorðausturs og Hvalvatnið...


Nærmynd... Hvalvatnið... Okið, Fanntófell, Lyklafell og Þórisjökull... með Hvalfellið og Hvalvatnið nær...


Leiðin upp á Vestursúlu er mjög tignarleg eftir þessum hrygg...


Norðursúla...


Útsýnið sífellt kyngimagnaðra eftir því sem ofar dró...


Johan fór í jöklabroddana hér þar sem hann vildi prófa þann búnað og mætti sérstaklega í gönguna til þess... en flestir komnir í keðjubroddana fyrr þar sem þá þurfti ekkert að spá í hvar maður steig á þetta frosna grjót... en lítill var snjórinn...


Dásamlegt að hafa sólina... þá varð allt svo bjart og gott...


Fínasta færi og keðjurnar dugðu vel í þessu frosna grýti...


Hvalfjörðurinn útbreiddur...


Johan eltist við skaflana til að æfa sig á jöklabroddunum...


Í raun ættum við að fara í nokkrar jöklabroddagöngur á hverjum vetri... þannig verður okkur þessi búnaður mjög tamur og ákvörðunin um að setja þá á sig og nota þá lítið mál... hikum ekki við að fara á fjöll þó færið sé svona... við styrkjum okkur mest á því að kljást við veturinn og fjöllin sem mest frekar en að hörfa niður á láglendið eða velja léttar leiðir... þannig fer maður ósjálfrátt að forðast það erfiða... sem er einmitt svo gott að hafa einfaldlega vald á...


Skarðið milli Norðursúlu og Vestursúlu... sést aðeins í Háusúlu og hálendið við Langjökul...


Nærmynd af tindi Háusúlu... Skjaldbreið fjær...


Til Hengilsins og Kjalar ofan við Kjósina...


Sólin náði að skína á hálft Hvalfellið þegar við fikruðum okkur upp á Vestursúluna... Norðursúla hér hægra megin nær...


Stutt eftir á tindinn...


Norðursúla og Hvalfellið....


Batman kominn fram á brúnirnar á efsta hluta Vestursúlu... tindur Syðstu súlu að birtast...


Hvílíkt veður... hvílíkur staður að vera á... hvílíkt útsýni !


Kyngimagnað að vera hér á þessum degi í desember...


Tindur Vestursúlu...


Litið til baka... sama töfrandi birtan og við fengum á Súlnabergi á öðrum degi jóla árið 2020... göngur sem snerta hjartað meira en aðrar...


Miðsúla og Syðsta súla komnar í ljós frá Vestursúlu....


Síðustu metrarnir upp í tæplega ellefu hundruð metra hæð...


Fámennt en góðmennt... synd að fleiri skyldu ekki komast með... en svona er desember... allt of mikið að gera... en eins gott að þessi fóru... annars hefði þessi ganga ekki orðið að veruleika... hún segir okkur fyrst og síðast að við eigum að ganga á fjöll í desember... það er stórkosleg fegurð og einstök upplifun...


Gustav og Johan bræður í sinni fyrstu tindferð með Toppförum og svo Birgir M. Jaana og Þórkatla í einni af ótal ferðum sínum á fjöll í gegnum árin... ástríða sem dvínar ekki og kallar bara áfram á fleiri svona hrikalega flotta daga í minningabankann...


Önnur hópmynd með tind Vestursúlu í baksýn...


Best að klára þennan tind... í sólinni... hvílík fegurð !


Það var notið og horft og myndað og andað og spjallað og slakað og vá...


Miðsúla og Syðsta súla...


Ennþá fínasta færi og mun betra en á Tröllafjölskyldunni á Snæfellsnesi í október þar sem við komumst ekki upp á efst tinda vegna svellaðs færis... reyndar mun brattari tindar en þessir...


Tindur Vestursúlu með Miðsúlu í baksýn hægra megin...


Norðursúla...


Síðustu metrarnir...


Niður hlíðarnar...


Batman varð að naga snjóinn af loppunum sínum reglulega í göngunni... og var haltur daginn eftir þessa ferð...


Frosin fegurð um allt...


Magnað að fá sólina á tindinum...


Miðsúla og Norðursúla...


Sætur sigur !