Vífilsfell bakdyramegin á tindinn #Vífilsfellöðruvísi
- Bára Agnes Ketilsdóttir
- Sep 18
- 1 min read
Æfing nr. 866 þriðjudaginn 16. september 2025

Vífilsfell er töff fjall... við vorum á því að það ætti að vera gengið tvisvar á hverju ári... og ætlum að gera það... eina frekar venjulega... og hina óhefðbundið... og þessi var a la Toppfarar... farið hefðbundið upp... en svo bakdyramegin upp á tindinn sem var mjög skemmtilegt...
Veðrið var með ágætum og skyggni gott en þó þokuslæðingur og kuldi uppi á tindinum enda ansi hár miðað við flest höfuðborgarfjöllin... og myrkrið skall á um leið og við komum í bílana... magnað alveg !
Alls 6,7 km á 2:56 klst. upp í 618 m hæð með alls 512 m hækkun úr 158 m upphafshæð..
Ljósmyndir úr göngunni og nafnalisti undir hópmyndunum hér:

Við gripum eina litamynd... og Örn tók hana þar sem hann var sá eini sem var grænn...
Siggi, Sighvatur, Halldóra Kristins nýliði, Þorleifur, Bára, Silla, Björg og Linda en Örn tók mynd... og Batman var eini hundurinn...





Hér úti í enda á fellinu vestan megin... við fundum tvær leiðir hér upp... förum aðra þeirra næsta sumar !








Vá... komið myrkur þegar við lentum við bílana... ljósin reyndar kalla myrkrið enn meira fram... frábært að ná þessu án höfuðljósa...
Comments