top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Vífilsfell með Sigga

Æfing nr. 807 þriðjudaginn 4. júní 2024.


ree

Meðan þjálfarar fóru vikuferð með Toppfara til Chamonix að freista þess í annað sinn að ganga á Mont Blanc sjálfan, bauð Siggi upp á tvær þriðjudagsgöngur þessa viku og var sú fyrri á Vífilsfellið en þetta kvöld var mjög hvasst svo vel reyndi á göngumenn.


ree

Frá Sigga á fb:


"Þvílíkir naglar sem mættu í þvílíka rokferð upp á Vífilsfell í kvöld takk elsku þið sem mættuð og sögðu bara ekkert mál látum ekki rokið stoppa okkur."


ree

Alls mættu fimm manns en tölfræði vantar.


ree

Hjartansþakkir elsku Siggi fyrir þessa flottu göngu !


Og fyrir að hafa ætlað að bjóða upp á Esjuna viku seinna í sól og blíðu en það kvöld var mikil gosmóða yfir borginni og mælst til þess að fólk væri ekki úti við að óþörfu svo kvöldið endaði á að flestir héldu sig til hlés en Siggi og Linda gengu á varaplanið sem hann bauð upp á sem var Hafrahlíðin og einhverjir gengu á Esjuna eða annað sem hentaði. Þennan seinnipart lentu Mont-Blanc-fararnir í þessu blíðskaparveðri og það var heldur grátlegt að sjá ekki þetta góða veður nýtast þar sem fátt var um slíkt þetta sumarið.



Comments


bottom of page