Ölfusvatnsfjöll, Gildruklettar, Lambhagi og Einbúi við Þingvallavatn í Spánarveðri
- Bára Agnes Ketilsdóttir
- 1 day ago
- 2 min read
Æfing nr. 852 þriðjudaginn 20. maí 2025

Næst síðasti dagurinn í 10 daga bongó-blíðu-Spánar-veðurs-vikunni miklu í maí árið 2025 gengum við eina af okkar uppáhaldsleiðum við Þingvallavatn... á Ölfusvatnsfjöll og félaga...

Mættir í stuttbuxum og stuttermabolum voru alls 19 manns...
Sighvatur, Birgur, Stefán G., Ása, Gulla, Oddný T., Silla, Lilja Rós, Þorleifur, Örn, Linda, Smári, Inga, Dina, Björg, Agnar, Guðný Ester og Helgi en Bára tók mynd og Batman, Kolka og Myrra léku á als oddi enda perluvinir eftir mörg ár saman á fjöllum...

Þessi leið er frekar löng en gullfalleg og fyrirgefst allt brölt, þúfur og brekkur sakir fegurðar...

Þingvallavatnið kyrrlátt og fagurt...

Eftir báða tinda Ölfusvatnsfjalla var haldið niður í fjörur Þingvallavatns...

... sem gáruðust kyrrlátt við sand og grjót og var vatnið fallega tært að sjá...

Lambhagi framundan og við á Gildruklettum... í þessari göngu mátti með góðri samvisku telja tvö stykki í 18 fjalla áskoruninni á 18 dögum í tilefni af 18 ára afmæli Toppfara...

Lúpínan að taka yfir allt... það má spyrja sig hvernig þetta leit út fyrst þegar við fórum hingað... árið 2014... en það var í apríl og þá snjóaði svo það er ekki hægt að bera myndirnar saman... ótrúlegt að sjá þetta ! Þriðjudagsæfingar frá apríl út j

Við skoðuðum klettana í Lambhaga og fundum góðan stað fyrir nesti en það var gjóla þarna út frá...

Í grænni lautu...

Niður að stóra klettinum góða...

Auðvitað upp á þennan takk fyrir !

Frábær hópmynd !

Meira að segja hundarnir fóru alla leið þarna upp og sátu lengi... magnaðir þessir fjallahundar !

Grýtt og torfært... þessi ganga var ekkert slor...

Hér var gamli bústaðurinn sem er í niðurníðslu... grátlega farið með elju fortíðarinnar... það er af sem áður var þegar farið var vel með hlutina og þeir ekki látnir drabbast niður svo glatt... svo sorglegt...

Litið til baka ofan af Einbúa sem var síðasti hóll dagsins...

Eftir Einbúa tók Örn stefnuna meðfram fjöllunum til baka en mundi að leiðin var þýfð og illfær... og veðjaði á mölina ofar í hlíðunum sem reyndist mun betri leið enda var búið að loka láglendari hlutanum austan megin við Ölfusvatnsfjöll svo þetta gat ekki verið heppilegra...
Alls endaði kvöldið í 8,9 km á 3:30 klst. upp í 251 m á Ölfusvatnsfjöllum og 177 m á Lambhaga með alls 411 m hækkun úr 128 m upphafshæð.
Betra getur þetta ekki verið á þriðjudagskvöldi... verum þakklát... númer eitt...
Comments