top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Þorgeirsfell og Þorgeirshyrna Snæfellsnesi í dulúðugri þoku.

Tindferð nr. 260 laugardaginn 4. mars 2023 #Snæfellsnesfjöllin


ree

Ekkert viðraði til göngu um helgi allan febrúar mánuð og því var uppsöfnuð þörf fyrir að fara í fjallgöngu fyrstu helgina í mars... og Þorgeirsfell með öllum sínum hyrnum var markmið dagsins... en á það fjall gengum við í október árið 2016 í þoku og litlu skyggni... og því miður bauð fjallið upp á svipað veður þennan dag... enn minna skyggni en árið 2016... en sama stórkoslega landslagið... og það var algert logn og hlýtt... og auð jörð... og því var svo sannarlega verið að njóta þennan dag... þetta var svo kærkomin útivera...


ree

Lýsuhyrna og Ánahyrna gnæfðu yfir upphafsstað göngunnar í vestri en á Lýsuhyrnu gengum við árið 2015 og þá einnig á Hrafntinnuborg og Rauðakúlur eða Smjörhnúk eftir því hvaða kort er skoðað... í svelluðu vetrarfæri þar sem ekki virtist fært yfir á Ánahyrnu... en á hana verðum við að komast einn daginn.... Tindferð 118 Lýsuhyrna (toppfarar.is)


ree

Leið dagsins framundan hér til austurs... Þorgeirsfellið með hraunfallið úr hlíðum sínum fyrir miðri mynd... en þarna renna ótal fossar sem skreyta leiðina stórkoslega... og er þess virði að ganga reglulega hér upp til að njóta eingöngu þeirrar fossafegurðar...


ree

Þorgeirsfellið er hvassbrýnt og margtindótt... marghyrnað í ægilegri fegurð sem verður mun stærri þegar nær er komið... þetta er eitt af okkar uppáhaldsfjöllum á Snæfellsnesi... en samt er erfitt að segja þetta... þau eru öll svo hrikalega falleg... þetta landsvæði er einstakt í sinni röð... með krúnudjásnið Snæfellsjökul trónandi út í vesturenda...


ree

Leiðin á Þorgeirsfellið er veisla frá fyrsta skrefi... og það var nautn að ganga í sumarfæri, hlýindum og logni í byrjun mars...


ree

Brekkurnar upp fossana var vel fær í þessu sumarfæri en taka vel í með heilmikilli hækkun allan tímann...


ree

Fossarnir koma niður í röðum... hver öðrum fegurri alla leiðina... þetta er áhrifamikið landslag og hvergi nærri sjálfvegið í stóra samhengi heimsins...


ree

Myndavélarnar sgöðugt á lofti...



ree

Batman... stöðugt á nýjum fjöllum og á nýjum leiðum... en nú var hann að koma hér í annað sinn... það var gaman að sjá hann hringa ferðir eins og þessar... öllu yngri og örari árið 2016 en nú árið 2023...



ree

Fossinn fallandi...


ree

Bratt brölt að honum en fært...


ree

Jú, auðvitað skoðum við þennan foss...


ree

Stórskorið landslag... og þornaðir lækjarfarvegir...

ree

Mergjaðir göngufélagar og magnað landslag...


ree

Hoppað yfir nokkrar sprænur á leið að fallandi fossinum...


ree

Komin að honum...


ree

Bak við hann...


ree

Maggi og Kolbeinn... það sem við erum lánsöm með klúbbfélaga...


ree

Allir létu sig hafa þetta klöngur... ekkert væl í þessum hópi...


ree

Fanney, Oddný, Þórkatla, Birgir, Jaana, Gulla, Kolbeinn og Maggi en Örn tók mynd og Batman og Kolka voru hundar dagsins...


ree

Svo var að brölta til baka...


ree

Sjá brattann...

ree

Þetta minnti á Ingatangaleiðina á Akrafjalli...


ree

Framhjá hér...


ree

Komin upp á neðri brúnirnar á bröttu brekkunni...


ree

Ofar voru slæðufossar sem var þess virði að skoða betur... í bakaleiðinni...


ree

Náttúruorka og næring á heimsmælikvarða...


ree

Kolka og Batman... bestu vinir... takk fyrir að kenna okkur að vera í núinu á fjöllum og vera alltaf glöð og þakklát að komast út í óbyggðirnar... það er langt í frá sjálfgefið...


ree

Uppi var stefnt á brúnir, tinda og skörð...


ree

Lýsuhyrna reif aðeins af sér skýin í vestri...


ree

Stundum þynntist þokan og var eins og hún ætlaði að lyfta sér... en svo þéttist hún aftur...


ree

Fyrsti tindurinn...


ree

Hrikalegt landslag og mun stórbrotnara þegar nær var komið...


ree

Erfitt að ná dýptinni...


ree

Þessar brúnir verðum við að upplifa í góðu skyggni !


ree

... helst með smávegis snjó yfir öllu í vetrarbyrjun...


ree

Krókar og kimar alla leiðina upp á hæsta tind...


ree

Heilmikið klöngur en aldrei miklar tæpistigur...


ree

Stundum minnti þetta á Lómagnúp...


ree

Annar tindur...


ree

Fámennt en góðmennt... dásamlegt í svona litlum hópi þar sem allir eru í takt...


ree

Farið neðan við suma klettana...


ree

Stundum opnaðist aðeins út á láglendið eða niður að sjó...


ree

Dalurinn í Þorgeirsfelli...


ree

Áfram eftir brúnunum til austurs...


ree

Litið til baka...


ree

Hver hyrnan eða tindurinn á fætur öðrum eftir úfnum brúnunum...


ree

Komin í snjólínu...


ree

Komin langleiðina að hæsta tindi hér...


ree

Snjórinn háll og við enduðum á að setja á okkur keðjubroddana í hliðarhallanum...


ree

Áfram svipmiklar brúnir... sem við verðum að sjá í sól og skyggni í þriðju ferðinni hér...


ree

Heilu tröllin og álfarnir og fylgdarlið þeirra á ferð...


ree

Tignarleikurinn er óumdeildur á þessu fjalli...


ree

Alltaf örugg leið samt... við skiljum ekkert í því hvers vegna fáir ganga hér upp...


ree

Þetta er allavega eitt af okkar uppáhalds...


ree

Einmitt þessi sýn hér segir allt um svip Þorgeirsfells...


ree

Það var ekki annað hægt en vera glaður og þakklátur... þó það væri þoka...


ree

Maggi að fagna á hæsta tindi í 627 m hæð...


ree

Komin á hæsta og síðasta tind dagsins... Gulla, Fanney, Þórkatla, Jaana, Silla, Kolbeinn, Oddný, Birgir og Maggi... með Kolku og Batman hlýðna á hópmyndinni líka... Bára í hnémeiðslum heima...


ree

Til baka var farið um dalinn í snjó til að byrja með...


ree

Snjórinn kringum frostmark og þá sest hann endalaust utan á broddana...


ree

Komin úr snjólínu...


ree

... niður í vorið...


ree

Þessi haggaðist ekki !


ree

Sýn til sjávar í smá stund... mögnuð kyrrð og einstök fegurð í svona veðri...


ree

Slæðufossarnir á niðurleiðinni skoðaðir vel...


ree

Einstakt landslag... si svona ein í heiminum á svona fjalli... hvílík forréttindi...


ree

Við gáfum okkur góðan tíma til að njóta nærumhverfisins úr því þokan tók af okkur útsýnið fjær...


ree

Á heimsmælikvarða og ekkert minna...


ree

Bara þessi brekka í þessum fossum... er þess virði að upplifa...


ree

Stórskorið allan tímann...


ree

Allar tegundir af fossum... happdrættisvinningur að fá svona ferðir á saklausum laugardegi... næringin fyrir sál og líkama er ómetanleg...


ree

Lyngið fallegt í vorlegu veðrinu...


ree

Þorgeirsfellið með Þorgeirshyrnu hér fremsta ef svo má segja... spurning hvaða hyrna það sé nákvæmlega ef maður lítur svo á að þetta fjall heiti Þorgeirsfell... þjálfari hreinlega gleymdi að bera þetta undir heimamenn þegar við hringdum við að fá leyfi til að keyra að bænum og leggja bílunum... hyrnan innst og hæst er merkt Þorgeirshyrna á gps-kortinu okkar... og svo má smá örnefnið Miðhyrna neðar á kortinu, líklega ranglega staðsett... það eru allavega þrjár hyrnur fyrir utan hinar svössu brúnirnar...


ree

Lýsuhyrna í seilingarfjarlægð frá bílastæðinu... við þurfum að fara að endurtaka göngu á hana... frá árinu 2015... sú ferð var ein af flottustu ferðunum... eins og svo margar aðrar...



ree

Takk fyrir okkur Þorgeirsfell... og takk þið sem mættuð og gáfuð yndissamveru þennan dag... ómetanlegt !


Alls 10,5 km á 5:04 klst. upp í 627 m hæð með alls 819 m hækkun úr 29 m upphafshæð. Fyrri slóð á þetta fjall þar sem nú var sneitt af krókurinn niður dalinn að Tinhyrnu þar sem snúið var hvort eð er þá þar sem engin góð leið fannst þar niður fyrir hópinn: Wikiloc | Þorgeirsfell / Þorgeirshyrna Snæfellsnesi 151016 Trail



 
 
 

Comments


bottom of page