top of page

Þverfell Esju um Sandhól, Langahrygg, Búa, Búahamra og Fálkaklett #EsjanÖll2022

Þriðjudaginn 19. apríl 2022. Æfing nr. 700.


Þverfellið í Esju liggur framan við hærri hamrana... ef sá skilningur er réttur... en við göngum yfirleitt á það að vetri til í myrkri... eins og fyrir áramót... en nú voru þjálfarar meðvitað með göngu í sumarfæri og dagsbirtu til að upplifa leiðina og sjá hana vel...


Yndislegt veður enn einu sinni... og allir sem gengu frá Keili og Kaldársel deginum áður... á öðrum degi páska voru enn í sæluvímu eftir sólardag hin mesta...


Gengið er á Þverfellið frá bílastæðinu en í stað þess að fara hefðbundna stíginn en farið vestar upp gegnum skóginn og áfram brekkurnar...


Örn ákvað að breyta aðeins leiðinni og fara upp Sandhól í stað þess að taka snarbrattar og grýttar brekkurnar við Búahamra og Fálkaklett...


Fínasta leið og léttari yfirferðar en vetrarleiðin okkar...


Sandhóll... við ákváðum að skrá hann sem sér tind í þessu Esjuverkefni bara til aðgreiningar og til að læra betur á landslagið í Esju... en við munum ekki skrásetja hann sem sér tind almennt... hann mældist 367 m hár...


Litið til baka... Kollafjörðurinn hér og borgin...


Leiðin frá Sandhóli og upp á Langahrygg er drjúg og bungótt...


Síðustu klettahjallarnir upp á Langahrygg...


Gunnlaugsskarð og Kistufellið í fjarska...


Engin mynd tekin af tindi Langahryggjar en af honum var gengið niður að Búa með lægri hólum á Langahrygg í leiðinni... Languhryggur mældist 490 m hæst áður en hann lækkar svo og stefnir svo beint upp að Steini...


Mjög fallegt veður þennan þriðjudag en það dró fyrir sólu um sexleytið eins og spáin sagði til um og þá kólnaði snarlega með gjólu þarna uppi...


En veðrið var engu að síður fallegt með sólina í vestri...


Við gengum alla leið niður að Búa...


Búi mældis 360 m hár... en svo er spurning hvar hann er nákvæmlega...


Mikið spjallað og ansi notalegt kvöld...


Litið til baka upp eftir Langahrygg...


Gljúfurdalurinn og Þverfellshornið og hér má sjá tenginguna frá Steini og að Langahrygg...


Fínasta nestispása hér...


Hjördís, Þórkatla, Gylfi, Batman, Lilja Sesselja, Örn, Inga Guðrún, Kolbeinn, Sigurbjörg, Katrín Kj., Birgir Martin, Tómas, Siggi, Sjöfn kr., Guðmundur Jón, Jaana, Gulla og Bára tók mynd...


Komin fram á brúnirnar neðstu ofan við þjóðveg eitt...


Flott útsýnið og flott landslagið...


Frá Búa röktum við okkur eftir öllum brúnunum til austurs...


... og tókum króka niður á hamrana ef þeir lokkuðu okkur til sín...


Sjá norðvestari hamrana... og Laugagnípu að kíkja ofan við...


Hjördís fann klifurgræjur sem voru ansi lúnar... en Gylfi rifjaði upp fyrri tíð þegar hann æfði ísklifur upp þennan foss hér...


Tignarlegt landslag sem kemur á óvart við nánari kynni...


Nokkuð hæðótt leið upp og niður gil og ása...


Og ansi viðamiklir þessir hamrar hans Búa...


Litið niður að bílastæðinu...


Fálkaklettur heitir þessi líklega...


Klöngrumst sem mest á þriðjudögum... til að æfa okkur...


Mergjað landslag !


Nú voru bara mjúku mosaþemburnar eftir niður...


... og smá grjótskriður...


Æj hvað við vorum fegin að Örn breytti um leiðarval og sleppti alfarið Steininum... þannig vorum við ein í heiminum alla gönguna... steinsnar frá allri umferðinni upp fjallið... dásamlegt...


Smá pása hér í lokin í þessu líka yndisveðri... við tímdum ekki niður...


Mikið var þetta dásamlegt...


Veðrið mun betra hér niðri en uppi á hryggnum og hömrunum...


Alls 7,2 km á 3:93 klst. upp í 491 m hæð með alls 587 m hækkun úr 16 m upphafshæð.


Þetta endaði á að vera önnur gangan af fjórum á sex dögum... annar í páskum, þriðjudagsæfing, sumardagurinn fyrsti og loks laugardagurinn... þetta hefur ekki gerst áður í klúbbnum en var ansi gaman að ná... verst að það mættu ekki margir í þessar göngur... en við gefumst ekkert upp... og gefum heldur ekki eftir... þessi hreyfing og útivera er svo mikilvæg fyrir líkamlega og andlega heilsu... nú er sumarið komið... njótum sem mest og oftast...

28 views0 comments
bottom of page