top of page

Esjan Öll 2022

Allir tindar, hnúkar, hólar, kambar, skörð og dalir
og þekktir viðkomustaðir á höfuðborgarfjallinu okkar.

Alls sjö þriðjudagsæfingar og sex tindferðir í mislöngum og miserfiðum ferðum frá janúar til desember 2022.

Þar sem við erum nú þegar búin að ganga um Esjuna alla síðustu tæp fimmtán árin, ganga á alla tinda hennar og hringa alla hennar dali... þá ætlum við að hafa þessar göngur öðruvísi en áður eins og því er við komið... með því að fara öðruvísi leiðir en áður... 

Okkur telst til að tindar Esjunnar... ef allt er talið sem landslagið hvíslar að okkur úr minningabankanum...
séu alls 53 tindar... komin í 55 tinda í apríl... en þessi tala á eftir að breytast eftir því sem líður á árið eftir því hvað hver ferð segir okkur...
þetta er uppkast... bætum við og tökum út það sem ekki á heima hér
.

Hugmyndin á uppruna sinn frá því Ásgeir Jónsson sjöhátindafari hóf skrásetningu á öllum helstu örnefnum á Esjunni árið 2019 og vakti máls á því á fb-hópnum "Vinir Esjunnar" árið 2018... en þetta er fjórða árið í röð þar sem við söfnum fjöllum á ákveðnu landsvæði... - ath finn ekkert á veraldarvefnum um þessa skrásetningu hans en þetta var metnaðarfullt og mjög samviskusamlega gert man ég !

Í kjölfarið á vangaveltum Ásgeirs gekk háatindahöfðinginn, hann Þorvaldur Jónsson á alla tinda Esjunnar í mjög sögulegri ferð ásamt vini sínum Bjarna Þorbergssyni og má lesa stórmerkilega ferðasögu þeirra af þeirri afreksgöngu hér:

http://www.toppfarar.is/.../esjuaskorun_thorvaldur_250719...

Magnað afrek hjá þeim sem verður seint endurtekið ! ... jebb... komin áskorun fyrir þá sem elska að ögra sér...

Árið 2019 var það Hvalfjörðurinn: Tólf tindar Hvalfjarðar (toppfarar.is) - betri samantekt á nýju vefsíðunni kemur fljótlega !

Árið 2020 voru það Þingvellir #Þingvallafjöllinöll: Þingvallafjöllin 2020 Áskorun ár (toppfarar.is)

Árið 2021 var það Skarðsheiðin #Skarðsheiðardraumurinn: Skarðsheiðardraumurinn 2021 | Toppfarar (fjallgongur.is)

... árið 2022 er það svo #EsjanÖll2022.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - 

Esjulistinn:
merkt inn á eftir dagsetningum þegar göngu er lokið
með tengil á ferðasögu þar sem tengill er á gps-slóð og myndband úr viðkomandi ferð

Tindarnir 55... axlir, bungur, fell, fjöll, gil, gnípur, hamrar, hálsar, hnúkar, horn, hólar, hryggir, högg, kambar, klettar, múlar, skörð, tindar, þúfur...

  1. Arnarhamar 505m - 9. janúar = 26 manns, 12,3 km, 5:50 klst., 997 m hækkun, 878 m hæst.

  2. Bláfell

  3. Búi 360 m - 19. apríl = 18 manns, 7,2 km, 3:03 klst., 587 m hækkun, 491 m hæst.

  4. Dýjadalshnúkur - 730 m - 23. apríl = 6 manns, 12,7 km, 5:15 klst.t, 844 m hækkun, 799 m hæst.

  5. Eilífsklettur - 916 m - 2. apríl 2022 _ 13 manns, 20,8 km, 7:05 klst., 1.112 m hækkun, 920 m hæst.

  6. Eilífstindur - 780 m - 2. apríl 2022 _ 13 manns, 20,8 km, 7:05 klst., 1.112 m hækkun, 920 m hæst.

  7. Esjuhorn

  8. Fálkaklettur - 225 m - 19. apríl = 18 manns, 7,2 km, 3:03 klst., 587 m hækkun, 491 m hæst.

  9. Flatnaháls

  10. Fremrahögg

  11. Geithóll - 557m - 4. janúar = 39 manns, 8,3 km, 3:07 klst., 557m hæst, 661m hækkun, 5m upphafshæð.

  12. Geithóll innri - ath 

  13. Gljúfur

  14. Gráfell

  15. Hábunga - 920 m - 2. apríl 2022 _ 13 manns, 20,8 km, 7:05 klst., 1.112 m hækkun, 920 m hæst.

  16. Hátindur

  17. Heimrahögg

  18. Hnefi Lokufjalli - 392 m - 23. apríl = 6 manns, 12,7 km, 5:15 klst.t, 844 m hækkun, 799 m hæst.

  19. Hnjúkur

  20. Kambshorn 824m - 9. janúar = 26 manns, 12,3 km, 5:50 klst., 997 m hækkun, 878 m hæst.

  21. Karl

  22. Kattarhryggir

  23. Kerhólakambur 878m - 9. janúar = 26 manns, 12,3 km, 5:50 klst., 997 m hækkun, 878 m hæst.

  24. Kerlingargil 

  25. Kistufell nyrðra - 840 m - 2. apríl 2022 _ 13 manns, 20,8 km, 7:05 klst., 1.112 m hækkun, 920 m hæst.

  26. Kistufell syðra

  27. Kúpuhryggur

  28. Kögunarhóll - 240m - 4. janúar = 39 manns, 8,3 km, 3:07 klst., 557m hæst, 661m hækkun, 5m upphafshæð.

  29. Langihryggur - 491 m - 19. apríl = 18 manns, 7,2 km, 3:03 klst., 587 m hækkun, 491 m hæst.

  30. Laufskörð

  31. Laugagnípa 660m - 9. janúar = 26 manns, 12,3 km, 5:50 klst., 997 m hækkun, 878 m hæst.

  32. Melahnúkur - 552 m - 23. apríl = 6 manns, 12,7 km, 5:15 klst.t, 844 m hækkun, 799 m hæst.

  33. Miðfjall

  34. Móskarðahnúkar

  35. Múli

  36. Níphóll 572m - 9. janúar = 26 manns, 12,3 km, 5:50 klst., 997 m hækkun, 878 m hæst.

  37. Nónbunga - 550 m - 2. apríl 2022 - 13 manns, 20,8 km, 7:05 klst., 1.112 m hækkun, 920 m hæst.

  38. Paradísarhnúkur - 802 m - 2. apríl 2022 _ 13 manns, 20,8 km, 7:05 klst., 1.112 m hækkun, 920 m hæst.

  39. Rauðhóll - 484m - 4. janúar = 39 manns, 8,3 km, 3:07 klst., 557m hæst, 661m hækkun.

  40. Sandhóll - 180 m - 19. apríl = 18 manns, 7,2 km, 3:03 klst., 587 m hækkun, 491 m hæst.

  41. Sandsfjall

  42. Selfjall Blikdal - 799 m - 23. apríl = 6 manns, 12,7 km, 5:15 klst.t, 844 m hækkun, 799 m hæst.

  43. Seltindur Eyjadal

  44. Skálatindur - 800 m - 2. apríl 2022 - 13 manns, 20,8 km, 7:05 klst., 1.112 m hækkun, 920 m hæst.

  45. Skotlandsöxl

  46. Smáþúfur 595m - 9. janúar = 26 manns, 12,3 km, 5:50 klst., 997 m hækkun, 878 m hæst.

  47. Steinninn

  48. Stóri og litli sandhryggur

  49. Tindstaðafjall - 749 m - 23. apríl = 6 manns, 12,7 km, 5:15 klst.t, 844 m hækkun, 799 m hæst.

  50. Trana

  51. Þverárkotsháls

  52. Þverfell eystra

  53. Þverfell vestra

  54. Þverfellshorn

  55. Þórnýjartindur - 702 m - 2. apríl 2022 - 13 manns, 20,8 km, 7:05 klst., 1.112 m hækkun, 920 m hæst.

Viðbótartindar sem við erum ekki viss að eigi að vera með:
Efri Geithóll.
Naggur (neðri Laugargnípuhamarinn).

Sandhóll í Þverfelli.

Stærri dalirnir 9 (minni innan þeirra): 

  1. Blikdalur

  2. Eilífsdalur

  3. Eyjadalur

  4. Flekkudalur

  5. Gljúfurdalur

  6. Grafardalur

  7. Miðdalur

  8. Svínadalur 

  9. Þverárdalur
    ... og minni dalur í hverjum dal fyrir sig. 

Skörðin 4: 

  1. Gunnlaugsskarð

  2. Laufskörð

  3. Móskörð

  4. Svínaskarð

Árnar 10: 
 

  1. Blikdalsá

  2. Dælisá

  3. Fossá

  4. Grafará

  5. Hvítá

  6. Mógilsá

  7. Sandsá

  8. Torfdalsá

  9. Vallá

  10. Þverá

Hér koma ferðirnar í tímaröð með tengil á ferðasögu, gps-slóð og myndband: 

  1. Kögunarhóll, Rauðhóll og Geithóll þriðjudagskvöldið 4. janúar. 2022 

  2. Arnarhamar, Smáþúfur, Kambshorn, Kerhólakambur, Laugargnípa, Níphóll sunnudaginn 9. janúar 2022.

  3. Þórnýjartindur, Kistufell nyrðra, Eilífstindur, Hábunga, Eilífsklettur, Skálatindur, Paradísarhnúkur laugardaginn 2. apríl 2022.

  4. Þverfell á Langahrygg, Búa, Búahamra og Fálkaklett 19. apríl 2022.

  5. Dýjadalshnúkur, Tindstaðafjall, Selfjall, Melahnúkur og Hnefi í Lokufjalli 23. apríl 2022. 

Tölfræðin frá upphafi:

Alls 5 ferðir, (2 þriðjudagsæfingar og 3 tindferðir): Alls 61,3 km - 1d + 20 mín. - 4.156 m hækkun - 920 m hæst.

 

 

bottom of page