Dýjadalshnúkur, Tindstaðafjall, Selfjall, Melahnúkur og Hnefi um Kerlingargil #EsjanÖll2022
Tindferð nr. 244 laugardaginn 23. apríl 2022.

Eftir ítrekaðar frestanir á þessari ferð... og tilraun til að setja þessa tinda með í endilanga Esjuferð... gaf Örn ekki eftir og fór með eingöngu fimm manns á fimm tinda Esjunnar á laugardegi eftir ansi sögulega viku þar sem að baki var Hestur tveimur dögum áður... Langihryggur og Búi fjórum dögum áður... og leggurinn frá Keili í Kaldársel sex dögum áður... fjórar Toppfaragöngur á sex dögum... hvers vegna létum við þetta ekki gerast þarna í maí þegar við ætlum á fimmtán fjöll á fimmtán dögum ? ... segðu ! ;-)

En... vel gert hjá sex menningum dagsins... frábær veðurspá og sumarið er komið... ekkert vit í öðru en nýta svona dag eftir endalausar frestanir og breytingar vegna veðurs í vetur... svo engin tindferð var farin í mars sem dæmi... sem skýrir þessar gegndarlausu ferðir í apríl... alls fjórar tindferðir takk fyrir...

En... eins og oft vill verða þó spáin sé góð... að þá rætist hún ekki alveg nægilega vel... það var dásamlegt veður jú... algert logn og mjög hlýtt... en þokuslæðingur í fjöllunum sem héldu sér út ferðina því miður...

Grátlegt alveg... en gangan engu að síður notaleg og gefandi í fallegu landslagi og á flotta fjallstinda...

Kerlingargilið hér... það er mjög fallegt og vel þess virði að skoða það vel...

Gaman að ganga aðeins inn í það... við höldum að það sé hægt að ganga það alveg upp og verðum að prófa það einn daginn...

Mjög flott !

Komin upp úr gljúfrinu og nú voru brúnirnar þræddar austan megin...

Ágætilega bratt... Batman skilur ekkert í öllu þessu fjallabrölti annan hvern dag alla vikuna !

Eyrarfjallið sem Fanney, Jaana, Sjöfn Kristins og Þórkatla gengu á um daginn blasti við handan Miðdalsins... svona minnkar smám saman heimurinn eftir því sem maður gengur meira...

Rennandi fossar hér niður...

Mjög sumarlegt og tignarlegt...

Hversu lengi ætli þessi klettur haldi ?

Við vonuðumst til að þokunni myndi létta... það er dæmigert á svona degi sem byrjar með sól og þokusúld við ströndina en svo þegar hlýnar og líður á daginn þá sigrar sólin allt...

Mjög þétt upp og það reynir ágætlega á að fara hér alla leið upp...

... en hrikalegt landslagið fær hugann til að gleyma sér í fegurðinni...

Mögnuð leið !

Innst í gljúfrinu... jú... er ekki hægt að klöngrast hér upp eða niður ?

Flottur hópur og góður andi í litlum hópi... Suðurtindsfararnir æfa vel og mæta vel undirbúnir til leiks þann sjöunda maí !

Nánast komin upp fyrir gljúfrið...

... og fljótlega tók þokan við...

... og snjórinn...

Brött leið í smá klöngri upp á Tindstaðafjallið... en vel fært og ekkert vetrarfæri...

Sólin var að vinna í þessari þoku fyrir okkur...

Bjart og mjög hlýtt þarna uppi í algeru logni... en því miður hélt þokan sig í tindunum...

Komin upp úr þokunni á kafla... það er alltaf jafn magnað !

Nesti og notalegheit á Tindstaðafjalli...

Flottar brúnirnar...

Frá Tindstaðafjalli yfir á meginland Esjunnar...

Eins gott að ganga ekki fram af í engu skyggni...

Frá Tindstaðafjalli var gengið fram á brúnir Selfjalls... tind tvö þennan dag...

Þaðan var haldið smám saman til baka í áttina að Dýjadalshnúk með brúnum Selfjallsins um þessar fallegur brúnir...

Birtan sérstök í sólaðri þokunni... þetta var næstum því að enda í heiðum himni...

Brattar brúnir og heiðar til skiptis...

Fámennt en góðmennt... stemningin er ansi góð í svona litlum hópi...

Ljósbrot... nokkuð langt síðan við upplifðum þetta síðast... en svona hefur gerst í nokkrum Toppfaraferðum... hér að lækka okkur niður í skarðið af Tindstaðafjalli yfir á Dýjadalshnúk...
Ljósbrot - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Ótrúlega flott !

Já sól... kláraðu dæmið og gefðu okkur útsýni !

Ótrúlegt fyrirbæri !

Jæja... niður að Dýjadalshnúk... það var útséð með útsýnið úr þessu...

Smá tindafagn á Dýjadalshnúk sem er svipmestur allra tinda dagsins...

Snillingar !
Jóhanna Fríða, Birgir, Ragnheiður, Jaana, Þórkatla og Örn tók mynd en Batman og Tinni voru aldeilis glaðir saman í þessari göngu...

Líka hópmynd hér á klettanösinni...

Bratt niður Dýjadalshnúk en í sumarfæri er hann vel fær öllum... og það reyndist færið þennan dag..

Snjóskaflinn var svo neðar í sumarham...

... og var lungamjúkur...

Skyggnið kom svo þegar nær dró Melahnúk... fjórða tindi dagsins...

Hér í öllu sínu veldi...

Æj... það var sumar og þarna niðri... þetta var nú meira svindlið... eftir þessa heiðskíru veðurspá... fengum við bara einhverja austfirska strandþoku... jahérna !

Sáum aftur Eyrarfjallið...

Sitjandi Örn þessi skafl... eða dýr með andlit vinstra megin með fæturna niður...

Hnefi svo síðasti tindur dagsins... efstur í Lokufjalli...

Dásemdin ein þennan síðasta kafla í sól og sumri...

Sýnin frá Hnefa upp að Melahnúk, Dýjadalshnúk, Tindstaðafjalli og Selfjalli... grátlegt að fá ekki útsýni ofan af þeim...

En... ekkert svekk... bara gleði og þakklæti fyrir fallegan og notalegan dag...

Dól og dundur á leið til baka um Lokufjallið...

Það er komið sumar !
