Laufskörð í Esju fram og til baka í logni og þoku
- Bára Agnes Ketilsdóttir

- Aug 25
- 2 min read
Updated: Aug 26
Æfing nr. 862 þriðjudaginn 19. ágúst 2025

Eftir að hafa snúið við í byrjun ágúst þar sem eingöngu einn var mættur á þriðjudagsæfing... og eftir að hafa fært þessa göngu um viku þann 12. ágúst þegar farið var frekar á Búrfell og Stórhól við Hafravatn vegna veðurs... var loksins lagt í hann í Laufskörðin þriðjudaginn 19. ágúst... en þoka lá yfir eftir hluta Esjunnar því miður svo við fengum ekkert skyggni ofar...
Logn og hlýtt hins vegar... og aðstæður með besta móti þar sem slóinn var rakur og því var tilvalið að fara um skörðin fyrir þá sem hafa ekki gengið þau hingað til sem átti við um tæpan helming hópsins...
Frábær æfing og mikil stemning í hópnum... alls 6,5 km á 3:05 klst. upp í 760 m hæð með alls 769 m hækkun úr 160 m upphafshæð...
Þetta var í tíunda sinn sem Laufskörðin eru gengin í sögu klúbbsins en tæpur helmingur hópsins var að ganga þau í fyrsta sinn sem var sérlega skemmtilegt...
Hörkuæfing sem gaf mikla hækkun og góða yfirsýn yfir Laufskörðin sem standa alltaf fyrir sínu en við erum líklega að fara þarna um í tíunda skiptið í sögu klúbbsins... ótrúlegt alveg...
Ljósmyndir og nafnalisti undir hópmyndinni hér fyrir neðan:




Fokið spjaldið...


Mættir voru alls 13 manns og allir fóru skörðin öll fram og til baka nema Ragnheiður því miður:
Silla, Ása, Siggi, Bhjörg, Maggi, Inga, Linda, Helgi, Olli, Sjöfn Kr. og Örn en Bára tók mynd og Myrra og Batman voru með í fjörinu og skildu ekkert í því afhverju við skoppuðum þetta ekki bara létt eins og þau fram og til baka :-)
















Mergjuð æfing svo ekki sé meira sagt ! Takk fyrir okkur !








Comments