top of page

Aiguille du Tour tindurinn milli Frakklands og Sviss með #AsgardBeyond

Tindferð nr. 309 dagana 5. - 6. júní 2024


Við ákváðum vorið 2023 að gera aðra tilraun til að ganga á Mont Blanc... frá því við reyndum árið 2017... en í þeirri ferð fengum við ógleymanlegar göngur í stað þess að sigra þennan hvíta tind... þar sem hitabylgja reið yfir svæðið og fjallinu var lokað vegna grjóthruns og annarra orsaka...


Við nefndum þetta við Jón Heiðar og félaga hjá Asgard Beyond og þeir tóku strax vel í þessa beiðni... vanir að fara með fólk á þennan fjallstind og fleiri í Ölpunum eins og Matterhorn... og úr varð að fara aftur í júní og nú í blábyrjun...


En... okkar beið aftur að lúta í lægra haldi fyrir veðuröflunum og í þetta skiptið vegna úrkomu og óvenju kaldrar veðráttu sem átti eftir að trufla fjallamennskuna á þessu svæði hálft sumarið...


En við fengum engu að síður magnaða ferð með þeim félögum og jú... fyrstu tveir dagarnir voru aldeilis flottir... og ferðaáætlunin hélst þá daga... æfingaganga á hvassan og snarbrattan tind á landamærum Frakklands og Sviss sem heitir Aiguille du Tour...


Hér kemur ferðasagan af þeirri göngu og í annarri ferðasögu er sagt frá hinum fjórum dögunum í þessari ferð þar sem farið var um fjallshrygginn á Aiguille du Midi og keyrt til Sviss þar sem klifrað var í tvo daga og loks endað á klifurdegi aftur í Chamonix... áður en haldið var heim... með kaldari og úrkomusamari veðurspá í sjálfum Chamonix en í uppsveitum Suðurlands... í júní árið 2024... ótrúlegt !


Það var enn eitt gosið á Reykjanesi þegar við keyrðum út á flugvöll...


Flutningur með þessum frá Genf þangað sem var flogið...


Við vorum alls átta manns... hámarksfjöldi í svona flókna ferð...


Sólin skein í heiðin og bílstjórinn sagði okkur að sumarið væri ekki komið til svæðisins ennþá... búið að vera kalt og rigningar endalaust... en þennan dag væri alveg óvænt gott veður... en spáin var ekki góð...


Geggjaður hópur á ferð ! Jaana, Fanney og Sjöfn Kr., og framar Aníta, Gunnar Viðar, Davíð, Bára og Örn...


Brátt kom sá Hvíti í ljós þegar ekið var innað Chamonix...


Hér í þriðja sinn í sögu klúbbsins...


Hótelið var frábært... Hotel Faucigny... í miðbæ Chamonix sem skipti miklu máli í þessari ferð...


Úr gluggum hótelsins blasti Mont Blanc tindurinn við...


Og leiðin okkar blasti líka við... þar sem Goutier skálinn var sá efsti... og Tete Rousse sá neðri...


Frábær þjónusta á þessu hóteli og allt eins og best verður á kosið... nema jú... herbergin voru kannski svolítið lítil... enn það er minniháttar atriði...


Úr þakglugga þjálfara var tindurinn beint fyrir framan mann... það var ansi smart...


Gangarnir á hótelinu... þröngir... en allt hreint og fínt...mælum eindregið með þessu hóteli...


Bakgarðurinná hóteinu... fundur seinnipartinn með Asgard Beyond...




Dásamlegt veður... þetta byrjaði sérlega vel...


Farið yfir næstu tvo daga á Aiguille du Tour... sem var æfingatindurinn fyrir sjálfan Mont Blanc...




Rölt svo niður í bæ að borða...


Fundum bara einhvern veitingastað...


Þjálfurum var alveg sama hvar við borðuðum... hópurinn mátti ráða þessu alfarið...



Fínasti matur en fyrir sum okkar var hann sá sísti í ferðinni samt...


Ís á eftir...


Mont Blanc ísinn !



Rölt til baka...


Kláfurinn upp á Aiguille du Midi...


Sagan í Ölpunum draup af hverju strái í þessum bæ...


Einn kaldur á barnum á hótelinu fyrir svefninn...


Morgunmatur daginn eftir... hann var frábær...




Tindur Mont Blanc blasti við okkur daginn eftir frá hótelinu...


Leiðin sem við ætluðum eftir hryggnum hægra megin... svokölluð Goutier route...


Tindurinn úr glugganum í herbergi þjálfara...


Við gengum bara frá hótelinu á strætóstöðina...





Komum við í bakaríi til að taka með nesti fyrir göngu dagsins... upp í Albert Premieer skálann...


Alls staðar gnæfði Hvíti tindurinn yfir okkur...


Strætóstöðin...


Heilu blokkirnar skreyttar með fjallamennskunni...


Kláfurinn upp Aiguille du Midi... sem beið okkar eftir tvo daga...






Keyrt með strætó upp að fjallsrótum Albert Premier skálans... sem var undir Aiguille du Tour tindinum...


Gangan hófst sem sé við endastöð þessarar strætóleiðar... innst í Chamonix-dalnum... kl. 7:54 þann 5. júní 2024...


Gps-tæki þjálfara eftir að við lögðum af stað...


Upp fallega, gróna stíga til að byrja með...







Mont Blanc þarna í botni dalsins... og Chamonix bærinn þarna í fjarska á myndinni... ekki beint fyrir neðan okkur NB...




Ætlunin var að taka kláfinn hingað upp og ganga héðan... en við vorum það snemma í júní að það var ekki búið að opna lyfturnar...













Krókusar... að kvikna til lífsins í þessari hæð í júní...












Stórkostleg fjallasýn smám saman...


Mjög heitt á þessari uppleið og við fækkuðum fötum...




































Skálinn þarna upp frá...




Samlokan sem við keyptum í bakaríinu... við vorum í raun ekki með nóg að drekka... en það var stutt í skálann samt...



Lánsskór frá Asgard Beyond... stífir fyrir jöklabroddana... þeir reyndust alveg frábærir... engin eymsli né blöðrur báða þessa daga...


Leiðsögumenn ferðarinnar voru Róbert... Jón Heiðar og Bjartur... og svo átti einn niorskur að bætast við á sjálfum tindinum Mont Blanc... en hann kom svo í staðinn í klifrið í Sviss...





Þetta var mjög skemmtileg leið...





































































Komin í Albert Premíer skálann og göngudagur 1 af 6 að baki...



Þessi dagur skráðist sem 8,1 km á 5:15 klst. upp í 2.714 m hæð með alls 1.320 m hækkun.


Búnaðargeymslan niðri...



Inniskór í boði í skálanum... hefðum ekki þurft að halda á þeim NB...


Matsalurinn... hann var lítill en ágætur og veitingastaðurinn var frábær...


Við fengum okkur alls konar... og það var frekar lítið að gera... miðað við aðrar ferðir í Ölpunum að sumri til... við vorum greinilega aðeins á undan vertíðinni...




Svefnaðstaðan... fínustu kojur og skilrúm við höfðagaflinn... sem voru sett á covid-tímanum... ætli það hafi verið covid-löggur um allt á þessu svæði eins og maður upplifði á Íslandi á covid-tímanum ? Líkleg ekki...



Út um gluggann... þarna upp fórum við morguninn eftir...