Æfing nr. 706 þriðjudaginn 31. maí 2022.
Spáð var rigningu annan þriðjudag í röð milli dásamlegra sólardaga en við sluppum aldeilis við rigninguna á Vífilsfelli vikuna á undan... og vorum að vona að það sama myndi gerast á Akrafjalli viku síðar... og mættum alls 22 manns í mjög flotta og öðruvísi göngu á þetta fallega fjall... en vorum því miður ekki svona heppin aftur...
Þetta byrjaði aldeilis vel... þurrt, hlýtt og logn... og við ákváðum því að byrja á Tæpigötu inn Berjardal Akrafjalls sem er falleg byrjun á hring kvöldsins...
Fínasti stígur orðið... og hvergi tæpur í raun...
Mjög flott leið og í raun engin spurning að fara frekar hér almennt að sumri til en upp klettana...
Guðfinnuþúfa hér ofan okkar og þokan lá svo í efstu tindum...
Berjadalur Akrafjalls sem skiptir fjallinu í tvennt... á stíg alla leiðina upp á brúnirnar...
Svo skreið þokan inn... en þá vorum við komin ofar... en fengum hana þá yfir okkur þar þegar enn ofar dró...
Fínasta veður hér... en rigningardroparnir farnir að koma ansi margir í röð... svo við vorum flest komin í jakkana...
Yndislegt gönguveður engu að síður og mikið spjallað og spáð í sumarið og rifjaðar upp gamlar göngur... sem var mjög gaman að gera með Inga Skagamanni sem lítið hefur getað mætt síðustu mánuði og ár vegna meiðsla í tábergi sem fleiri Toppfarar hafa lent íg og lagast misvel með aðgerð...
Ætlunin var að byrja á Háahnúk og fara svo um Ingastíg á niðurleið... í þeirri von að veðrið myndi lagast... en það öfuga gerðist...
Þokan og rigningin jókst þegar leið á kvöldið því miður...
Komin upp á Háahnúk og Bjarni sá til þess að kvitta í bókina... hér uppi í 23. sinnið hér á Háahnúk í sögu klúbbsins... rúmlega þrítugasta skiptið á sjálfu Akrafjalli í einhvers lags göngu þar sem við förum gjarnan aðrar leiðir en þessar algengustu...
Við áttum stefnumót við Ingastíg... að Ingatanga... best að ákveða að kalla þetta bara Ingastíg...
Hér er beygt niður að Ingastíg... um kindagötur... ekki manngerðum stíg ef einhver skyldi vilja eigna mannskepnunni þetta hugrekki... neibb... hér fara kindurnar utan í snarbröttum hlíðum Akrafjalls...
Mögnuð leið sem naut sín því miður ekki sem skyldi í útsýnisleysinu...
Fínasta kindagata með gott hald allan tímann...
Mikið um fugl hér... og heilmikill kindaskítur... og fuglaskítur... grasið orðið skærgrænt og gróskumikið í lok maí...
Dúið í fuglunum svo sumarlegt... einstakt að ganga hér inn eftir fjallinu... við vorum rétt undir brúnunum... sáum ekkert niður og því var afstaðan á þessum stað ekki ljós þeim sem voru hér í fyrsta sinn... við verðum að fara hér aftur í sumar...
Fuglinn var tiltölulega rólegur yfir þessari innrás inn í þeirra heim... en gaf aldeilis skít í okkur í staðinn... svo nokkrir komu niður með fuglaskít á jökkunum... og þá varð til þessi staka hjá Sjöfn Kristins: Ingastígur er ógnarslóð af því fengu ágæt fljóð aldeilis að vita,
því þar finnst fuglum venja góð á ferðalanga að drita !
Framhjá klettum og áfram... tanginn kom ekki í ljós fyrr en alveg í lokin... þokan var það þykk sem var grátlegt alveg...
Ingatangi... magnað að komast þarna niður á hann...
Hér þurfti að fóta sig varlega... en alls staðar syllur og gott hald í grasinu eða í grjótinu...
Þarna höfum við setið og borðað nesti og notið stundarinnar... það var aldeilis ætlunin í ár... að anda að sér sumrinu með sjóinn, þjóðveginn og höfuðborgina handan sundsins fyrir neðan okkur... magnaður staður !
Hópmynd kvöldins... 22 manns: Bára, Birgir, Bjarni, Gerður Jens., Guðmundur Jón, Gunnar, Hjördís, Ingi, Jón St., Katrín Kj., Kolbeinn, Linda, Njóla, Sigrún Bj., Sigurbjörg, Siggi, Silla, Sjöfn Kr., Valla, Þorleifur, Þórkatla og Örn en Batman var eini hundurinn...
Æji... hér hefði verið svo gaman að sitja og njóta... þar til næst... svekkjum okkur ekki... dásamlegt veður þessa dagana og lygilegur hiti, logn og sól... ekki hægt að kvarta...
Nánast allir fóru hér út á...
Litið til baka af tanganum upp í hlíðarnar...
Til baka sömu leið... við spáðum í það hvort fært væri niður frá þessum stað... það leit þannig út sem sást... en ekkert víst að það sé göngufært neðar samt... skoðum það betur næst...
Ótrúlega falleg leið... og mjög gaman að ná þessu...
þjálfarar áttu alveg eins von á að þurfa að sleppa þessum kafla vegna bleytu í grasinu en það var gott hald í stígnum alla leið og flestir í engum vandræðum...
Af brúnunum héldum við svo áfram niður og ákváðum að fara aftur niður í Berjadal frekar en algengustu leiðina niður... og stefndum á nýju göngubrúna yfir á norðurás fjallsins...
Rótarýklúbburinn setti þessa brú hér yfir fyrir ekki margt löngu síðan...
Þokan komin ansi langt niður... eins gott að við tókum Tæpigötu í byrjun kvöldins...
Komin á troðnar slóðir hér síðasta kaflann... hér slasaðist Heiðrún illa á ökkla fyrir nokkrum árum síðan í hálku á göngu með Inga og var lengi að ná sér... maður lítur þennan stað öðrum augum eftir það...
Komin úr þokunni og inn í ilmandi grænt sumarið...
Heiðrún heilsaði upp á okkur... ansi margar magnaðar göngur að baki með henni og Inga í gegnum tíðina... merkilegt hvað tíminn flýgur... eins gott að nýta hann vel og njóta eins mikið og maður getur öllum stundum... í öllum veðrum... á öllum árstímum... hvenær sem færi gefst... ekkert af þessu er sjálfgefið... hvorki að hafa heilsu, svigrúm né góða félaga til að ganga með... verum þakklát og auðmjúk... #Takkfyrirokkur #TakkÍsland
Alls 5,8 km á 2:52 klst. upp í 563 m hæð með alls 543 m hækkun úr 53 m upphafshæð.
Næst síðasta æfing þjálfara fyrir sumarfrí þeirra... Krossfjöll og félagar og steinboginn sem við fundum í desember 2020 á fimm tinda leiðinni um Hrómundartind og félaga frá Nesjavöllum verður okkar síðasta æfing þar til um miðjan júlí... klúbbfélagar hafa alltaf boðið fram göngur þessa þriðjudaga eða séð um þær sem þjálfarar leggja upp með... nýtum sumarið vel til að uppskera og vera á þessum stað á þessari stundu og hvergi annars staðar... hvílum símann og samfélagsmiðlana eins og við getum og skellum okkur frekar í göngu eða gerum eitthvað óvenjulegt og nýtt... þannig á íslenska sumarið að vera !
Commentaires