Aldan og Barmur frá Kýlingum #FjöllinaðFjallabaki
- Bára Agnes Ketilsdóttir
- 3 hours ago
- 5 min read
Tindferð nr. 339 laugardaginn 9. ágúst 2025

Okkar árlega ganga á fjöllin að Fjallabaki fékk skínandi góða veðurspá...

Og nú var ætlunin að ganga á fjall við Kýlinga sem heitir Aldan... og eftir gula fjallshryggnum sem varðar Jökulgilið í norðri... Barm...

Aldan hér... ávöl og fögur eins og svo margar öldur á þessu svæði...

Útsýnið til norðurs... alla leið upp á Sprengisand... þar sem við áttum eftir að vera í lok sama mánaðar... í tólf stiga hita og logni og sól...

Kýlingavatn... hér þurfum við að ná fleiri fjöllum næstu árin... ótrúlega fallegt svæði...

Aldan reyndist 798 m há...

Barmur hér vinstra megin og Aldan hægra megin...

Halldórsfell... Gvendarhyrna... og Barmur... við erum komin með fyrri tvö fjöllin á dagskrá framtíðarinnar... stuttar og snarpar göngur á þau bæði... en ætlunin var að taka Halldórsfellið í þessari ferð... en það gafst ekki tími til þess... Barmur reyndist flóknari yfirferðar en við vonuðum... en gátum vel átt von á samt...

Löðmundur... og Frostastaðavatn..

Aldan var mun fallegri en við áttum von á...

Nýtt og óvenjulegt útsýni...

Hópmynd dagsins... frábær mæting... Þórhildur, Helgi, Örn, Maggi, Fanney, Aníta, BNjörg, Helga Rún, Áslaug, Sjöfn Kr., Berta, Birgir, Inga, Silla, Ása og Sighvatur en Bára tók mynd... og Batman og Myrra nutu þess í botn að fara í fyrstu dagsferðina í talsvert langan tíma með hópnum...

Úfið og ægifagurt landslag Öldunnar...


Ágætis brölt í móbergi með lausamöl ofan á... alveg eins og á Reykjanesinu öllu...

Litasamsetningin á þessu svæði... hvílík listasmíð...

Þegar Öldunni sleppti var tekin stefnan á Barm... og við eltum kindagöturnar...

Frábær hópur á ferð... Maggi, Sighvatur, Ása og Þórhildur hér á ferð...

Komin upp á taglið á Barmi... og við héldum áfram eftir kindagötunum...


Upp á hrygginn á Barmi...

Magnað útsýni til Öldunnar, Kirkjufells, Gvendarhyrnu og svo tindanna á Barmi...

Hvílíkur staður... loksins gengum við á þennan fjallshrygg...

Litið til baka...

Marglita hryggur en aðallega gulleitur þegar horft er frá Jökulgili og frá Landmannalaugasvæðinu...

Jökulgilskvísl... sem við óðum einu sinni átján sinnum... á leið af Hábarmi...

Bláhnúkur bak við Magga sem glímir við enga lofthræðslu...

Við þræddum okkur til suðurs eftir hryggnum... vorum í raun á Norðurbarmi þarna...

Létt yfirferðar til að byrja með...

Sighvatur eðalmaður með meiru sem er haldinn sömu smitandi ástríðunni fyrir óbyggðunum og við... Landmannalaugar, Háalda og Suðurnámur í baksýn...

Sýnin niður á Ölduna... rætur Gvendarhyrnu hægra megin... þarna var jeppaslóði inn dalinn og fólk á ferð...

Önnur hópmynd... ótrúlega fallegt landslag sem fangaðist engan veginn á mynd...

Mynd ferðasögunnar...

Jæja... þjálfarar höfðu velt mikið föngum yfir klettunum efst í Barmi og gaumgæft allar sínar ljósmyndir af þessum hrygg... skyldi þetta vera göngufært ?

Jú... þetta var vel fært ef menn voru öryggir í bröttum hliðarhalla...

Hér vandaðist hins vegar málið og fremri menn voru öruggir og vbildu halda áfram... Örn þar á meðal.. en aftari menn og Bára þjálfari voru á öðru máli og leist ekki eins vel á klöngrið sem var framundan...

Örn byrjaður að kanna nfærið og hikaði hvergi... en við enduðum á að snúa hér niður og ákveða að fara svo aftur upp handan við mestu klettana...

Örn og öruggari göngumenn sem víla ekki fyrir sér að klöngrast í klettum hefðu líklega getað farið þetta... en grjótið var laust í sér og erfitt að meta þetta... og þegar svona margir eru hikandi... þá er betra að snúa frá... og flestir voru fegnir...

Mögnuð leið hér niður eftir grjóthrunsrák í landslaginu...

Djúp gil og brattar hlíðar... eru sérkenni þessa svæðis...



Upp aftur... við ætluðum að ná hæsta tindi Barms... ekkert annað í boði !

Nestispása hér með Gvendarhyrnu í fanginu... og Halldórsfell í fjarska...

Batman fékk vatn úr boxi þar sem við vorum ekki viss með vatnsmagn á nákvæmlega þessu svæði...

Fljótlegra að fara niður og aftur upp... en að vera hikandi og fara hægt yfir hrygginn þarna uppi áðan...

Hvílíkt útsýni...

Komin upp á hrygginn á Barmi aftur... og nú var hann gulur...

Til suðurs...

En við gengum til baka til norðurs til að skoða hann betur...

Klettarnir í hlíðunum... lygilegt landslag...

Járnstangir á nokkrum stöðum og ýmis verksummerki eftir mannskepnuna hér uppi á Barmi..



Landmannalaugar í fjarska með aðdrætti á myndavélinni... það var óvenjulítið í Jökulgilskvíslinni...

Norðurbarmur í allri sinni dýrð...

Við nutum þess að skoða þennan kyngimagnaða fjallshrygg...

Hábarmur í fjarska í suðri... lygileg ferð á hann árið 2019 gleymist aldrei... frekar en allar hinar ferðirnar á þessu svæðí...

Torfajökulll... sú ferð er líka í alverum sérflokki... Grænihryggur og Þrengslin þarna inn frá...

Skalli og Háskerðingur... hvílíkar ferðir sem við eigum að baki...

Kýlingavatn og Gvendarhyrna nær...

Hópmynd til að fanga dýrðina... en við vorum svo smá...

Áfram var haldið til suðurs... búin með hæsta tindinn...

En fljótlega kom smáhaft... harður hryggur með ágætis bratta niður beggja vegna... grjótið laust sem menn héldu sér í efst... og hér leist ekki öllum á blikuna...

Sem endaði með því að fjórar sneru við... og Bára fór með þremur þeirra til baka hér niður á meðan þeir sem voru komnir yfir héldu áfram út hrygginn... og Helga Rún lét sig hafa það og fór yfir þó hún hefði verið snúið frá... eftir á sögðu þeir minnst lofthræddu að þetta hefði reynt vel á svo við vorum fegnar sem snerum við...

Það var náttúrulega brjálað stuð hjá fjórmenningunum sem sneru niður hér...

Gvendarhyrna er komin á listannn...

Heilmikið brölt hér niður í miklu lausagrjóti og grjóthruni svo við komum þreyttar og sterkar hér niður...

Litadýrðin... á þessu svæði... er með ólíkindum...

Smá vatn að drekka...

Myrra hvíldi sig eftir krappa ferð niður...

Gvendarhyrna í baksýn... ógurlega fagurt fjall...

Halldórsfell... Örn og Bára þjálfarar heyrðust reglulega... og sammæltust um að talvert væri eftir af göngu niður af Barmi þegar komið var út í enda og ekki ráð að hafa hópinn aðskildan út gönguna svo Halldórsfelli var sleppt að sinni... og voru allir fegnir þegar í bílana kom... því þetta endaði í langri göngu hvað tíma varðar... þetta landslag er hvorki greiðfært né einfalt yfirferðar... enda var Aldan og Barmur nægt dagsverk og gaman að komast að því !

Örn átti afmæli þennan dag og bauð upp á konfekt í síðustu nestispásu dagsins... ef Halldórsfellið hefði verið gengið þá hefðu jórmenningarnir þurft að bíða í 1 - 2 tíma í bílulnum... eins gott að svo fór ekki...

Halldórsfellið fær sérferð síðar... með Gvendarhyrnu... nema við finnum en aðra skemmtilega leið...

Gvendarhyrna...


Kýlingar...

Gvendarhyrna og Barmur.. ekki samt í okkar huga eftir þessa ferð...



Jább... ótrúlegur tími á frear "stuttri" vegalengd... þetta er það sem fjórmenningarnir gengu - hópurinn fór lengra með Erni NB ! 16,9 km


Takk fyrir okkur Barmur... magnað að kynnast þér í návígi !

Þjálfarar halda áfram að finna ný fjöll til að ganga á... hvar sem þau keyra og ferðast um... listinn er langur... eins gott að halda sér harustum og í formi fyrir svona stórkostlega ævintýradaga eins jog þennan... í frábær félagsskap...
Alls. 16,9 km (hópurinn sem fór lengra) á 7:43 klst. upp í 798 m á Öldunni og 945 á Barmi með alls 1.148 m hækkun úr 576 m upphafshæð...
Takk öll fyrir alveg magnaðan dag á þessu fegursta svæði landins...
Sjá hér safnið okkar að Fjallabaki: fjollin_ad_fjallabaki | Toppfarar
Comments