top of page

Baula í sjötta sinn í sól og blíðu og nú náðum við júlí ! #Föstudagsfjallgöngur

Tindferð 272 föstudaginn 7. júlí 2023


Aðra helgina í júlí ríkti einmuna blíða á suðvesturhorni landsins og þá var ekki annað hægt en blása til göngu... og Baula komst þá loksins af eftir afboðun um páskana vegna dræmrar mætingar... og Tröllakirkja í Hítardal pantaði laugardaginn... tvær kyngimagnaðar fjallgöngur á brött og krefjandi fjöll sömu helgi... vá, það var sko geggjað !


Örn hefur lengi talað um að langa til að fara á Baulu upp með ánni í skarðið og þar upp öxlina... og hefur ætlað sér það í síðustu tveimur ferðum... en einhvern veginn afvegaleiðst aðrar leiðir...


Nú skyldi þessi leið prófuð og við vorum spennt að sjá...


Upp var því farið um Bjarnafoss og svo um Mælifellsgilið alla leið upp í skarðið...


Baulan farin að koma í ljós...


Einn af nokkrum fossum á leiðinni upp eftir...


Lítið í ánni um Mælifellsgilið...


Grýtið úr Baulu hér...


Fínasta leið um kindagötur hér sem göngumenn hafa eflaust nýtt sér vel...


Klettabergið í gljúfrinu svo fallegt...


Annar foss og skarðið að koma í ljós...


Hér upp höfum við farið í miklu lausagrjóti... það liggur beinast við að hefja uppgöngu héðan... það þarf nefnilega einbeittan vilja til að halda sig við áætlun um að fara upp í skarðið... ekki skrítið að maður hafi byrjað fyrr að hækka sig upp fjallið...


Litið til baka... Teigsfjall líklega hér ?


Skemmtilegt Mælifellsgilið... laust grjót og skærgrænn mosi í bland...


Ennþá smá rennandi lækur...


Við fórum sitt hvoru megin við lækinn...


Stutt í skarðið hér...


Síðasti kaflinn upp í skarðið...


Fagrir mosaslegnir fossar...


Batman smalahundur veit alltaf hvert ferðinni er heitið... les landslagið vel og kann sitt fag...


Nú komu brúnir hryggjarins smám saman í ljós...


Litið til baka eftir Mælifellsgili...


Komin upp í skarðið og Litla Baula kemur í ljós... formfögur og litrík... við fórum kyngimagnaða vetrarferð á hana árið 2013... Tindferð 99 Litla Baula laugarda (toppfarar.is)


Já... hér er hryggurinn... hann leit virkilega vel út og alls ekki lausgrýttur né stórgrýttur eins og brekkur Baulu eru meira og minna...


Fínasta leið frá byrjun...


Ágætis slóði hér upp til að byrja með...


Grjótið alsaklaust miðað við fyrri ferðir...


Slóðinn horfinn og við tók bröltið um grjótið... en stundum sást smá í slóða ofar...


Mælifellið... lítið mál að ganga hér upp... við verðum að bæta því við við tækifæri...


Heilmikið klöngur engu að síður... en ekki allt á fljúgandi ferð eins og á fyrri slóðum að sumri til...


Grjót og ekkert nema grjót... þannig er Baula...


Slóðinn aftur greinilegur hér...


Tindurinn að koma í ljós...


Grýttar brekkurnar vestan megin... einhvern tíma lýsti Heimir því að hafa farið einhvers staðar hérna megin fjallsins hlaupandi niður skriðurnar... hugsanlega hér...


Brattinn fangast vel hér á hryggnum...


Stutt í tindinn...


Líparítið í Baulu kallaðist vel á við Litlu Baulu í fjarska...


Mögnuð leið !


Svolítið klöngur hér efst...


Snæfellsnesið... Tröllakirkjan í Kolbeinsstaðafjalli sem var svo gengin daginn eftir... og Hrútaborg sem var gengin um daginn... og þarna rísa Smjörhnúkar (eða Smjörhnúkur) og Tröllakirkja í Hítardal hægra megin... ótrúlegt útsýni !Skemmtilegt brölt hér efsta hlutann...


Fínasta hald í grjótinu en þetta var krefjandi brölt...


Spurning hvernig þessi leið er að vetri með snjó yfir öllu... hugsanlega betri en sléttari brekkurnar...


Grátlegt að fleiri skyldu ekki vera með í þessari ferð...


Já... þetta reyndi á þolinmæðina og þrautsegjuna...


Síðasta brekkan...


Komin upp á öxlina sjálfa og þá var bara eftir kaflinn með beygjunni efst upp á tind... hér eigum við magnaðar ljósmyndir á þessum kafla úr fyrri ferðum.... sérstaklega að vetri til...


Magnaður kafli !


Fyrir algera tilviljun keyrðu Toppfararnir okkar til margra ára og höfðingjarnir Guðmundur Jón og Katrín Kjartans framhjá Baulu á leið um Bröttubrekku á sama tíma og hópurinn var að koma upp á tindinn... og Guðmundur náði þessari mynd af hópnum:


Hópurinn að koma upp... sex manns sem öll sjást...


... og komin á tindinn... ótrúlega skemmtileg tilviljun en þau deildu þessum myndum á fb-hópi Toppfara :-)


Komin upp í 941 m hæð ! Hvílíkur sigur ! Logn á tindinum eftir gjólu á leið upp frá skarðinu...


Batman fjallahundur sem var ekki hér í fyrsta sinn... ótrúlegur hundur sem farið hefur ansi víða og elskar sína fjallgöngufélaga af öllu hjarta...


Örn fararstjóri...


Hjörtun á Baulu voru mörg...


Litla Baula í öllu sínu veldi...


Grátlega fáir... en svona var það líka síðast... þetta er fjall sem flestir fara eingöngu einu sinni á... og aðrir óttast... en það er alger vitleysa... best að smitast af Bauluveikinni og koma hingað sem oftast... þetta er með sérstökustu fjöllum landsins og lúmskt gaman að taka það í sátt og kljást reglulega við það... sérstaklega úr því við erum búin að finna þessa skemmtilegu leið upp...


Jaana, Þórkatla, Þorleifur, Agnar og Linda en Örn tók mynd og Batman var eini hundurinn... Örn að koma hér upp í sjötta sinn með Toppförum... Þorleifur að koma hér í fimmta sinn... hin öll í fyrsta sinn... og sögðust ekki vera afhuga fjallinu eins og margir eru...


Með Batman og Litlu Baulu...


Reynt að ná útsýninu... jöklarnir á vesturlandi hér í baksýn...


Hvílíkt útsýni til austurs upp á hálendið !


... til suðurs að Skarðsheiði og Hafnarfjalli...


Til vesturs að Snæfellsnesi... Tröllakirkjan í Hítardal sést vel héðan t.d...


Hrútaborg... fjöllin á Vatnaleiðinni... o.m.fl...


Agnar tók magnaðar drónamyndir og myndbönd af tindinum á Baulu... sjá fésbókina hans til að njóta... mjög flott að sjá !


Þessi er líka frá Agnari... hópurinn svo lítill þarna uppi á tindinum en glæsileiki fjallsins sést vel...


Eftir þrjú korter á tindinum í sól og blíðu... var loksins haldið niður sömu leið...


Erfiðara að fara niður en upp í þessu grýti...


... en farið á brosinu og gleðinni...


Þetta fjall krefur mann um þolinmæði... og ef maður hefur hana ekki... þá er gott að þroska hana hér... :-)


Geggjaður hópur... englar á ferð... bestu félagar í heimi... Jaana, Þorleifur, Þórkatla, Linda og Agnar...


Batman leiddi gönguna niður...


Engillinn okkar...


Litið til baka...


Hallinn fangast vel hér... 40 - 45 gráður en við höfum mælt okkur upp í rúmlega 50 gráðu halla niður Baulu í gegnum árin...


Efsti kaflinn er heilmikið klöngur um misstórt grjót en þetta er samt skárra en miðjar hlíðarnar...


Löng leið niður og best að taka þetta eitt skref í einu...


Allt einfaldara í litlum hópi eins og þennan dag...


Búin með klöngurkaflann efst...


Litabreytingar gegnum fjallið...


Magnaður hópur dagsins með fjallið sitt í baksýn ! Til hamingju með þennan tind... þessi ferð gleymist aldrei...


Komin í greiðfærara landslag neðar...


Dásamlegt að komast í mosann...


... og lækurinn var kærkominn í hitanum...


Þetta landslag... hér höfum við farið upp og niður og tekið tvö skref upp... og eitt niður... og stundum smeyk við að klemmast á milli stórra grjóta...


Niður gilið til baka norðan megin við það á kafla...


Batman settist í þennan mosa í miðjum læknum og naut þess augljóslega í botn að kæla fætur og neðri búk...


Sælusvipurinn sést vel hér... elsku skinnið :-)


Tvískiptur fossinn... svo fallegt...


Baulufarar... Jaana, Þorleifur, Þórkatla, Linda, Agnar og Batman...


Smám saman gljúfurkenndara neðar...


Takk fyrir okkur Baula... við komum aftur á næsta ári... ætlum hér með á hverju ári... og safna mánuðum tólf... erum búin með janúar... mars... maí... tvisvar í júní... og svo núna júlí...Rauðgrýtið í miðju gljúfrinu...


Hér var farið í fótabað... yndislegt...


... og sólbað...


Við vorum að njóta veðurblíðunnar...


Þetta fjall... það togar mann alltaf aftur...


Alls 14,4 km á 6:59 klst. upp í 941 m hæð með alls 947 m hækkun úr 133 m upphafshæð...


Fullkominn dagur á fjöllum og enn ein sögulega ferðin á þetta fallega fjall... daginn eftir fóru allir leiðangursmenn nema Þorleifur í aðrra göngu á enn brattara fjall og mun sjaldfarnara og óþekktara... Tröllakirkju í Kolbeinsstaðafjalli... en þangað vorum við eingöngu búin að fara einu sinni áður og löngu kominn tími á að endurtaka þá göngu... og sá dagur var mun heitari en þessi... stuttbuxur og hlírabolur allan daginn... og sama bongóblíðan uppi á tindinum... óskert útsýni og sól... hvílík helgi í boði Arnarins !Myndbandið hér:

93 views0 comments

Commenti


bottom of page