Tindferð nr. 313 laugardaginn 10. ágúst 2024
Áfram höldum við að bæta nýjum tindum og gönguleiðum í safnið að Fjallabaki...
Og nú var það þetta bleika gil sem við sáum úr hlíðum Tröllhöfða... og upp á efsta tind á honum sem við náðum ekki að gera síðast... og svo vildum við skoða þessi Vondugil... allt staðir sem við sáum í síðustu ferð í fyrra... en þekktum ekki og vildum skoða betur... en Tröllhöfði og þetta "Bleikagil" sem við köllum svo hér með til glöggvunar á landslaginu... eru ekki gengin almennt sökum brattar gilja um allt og mikilla torfæra all tí kring... en satt best að segja komu Vondugil jafn mikið á óvart en þau eru þekkt gönguleið á þessu svæði þó enginn væri stígurinn í grýttu og þröngu gilinu... hvílík ferð...
Þarna uppi vorum við í fyrra... verðum samt einn daginn að ganga kringum Frostastaðavatn... sem betur fer nýttum við þennan dag... vþi veðurglugginn var þröngur... og ekki viðraði mjög vel næstu helgar á eftir á laugardegi...
Bláhnúkur beið þolinmóður... genginn í annað sinn í sögunni...
Í fyrsta sinn var gjaldtaka á bílastæðinu í Landmannalaugum... og panta þurfti stæði fyrirfram... þetta óx mjög í augum margra... en þetta var ekkert mál... einfalt og fljótlegt og kostaði 450 kr. á 5 manna fólksbíl.... það verður áhugavert að fylgjast með verðinu næstu árin... græðgin er fljót að taka yfir... en það merkilega var... að mun færri voru á bílastæðinu og í landmannalaugum sjálfum en fyrr í sumar, ú júlí þegar við fórum Laugaveginnn þegar fjaldtakan var ekki hafin... þetta gjald er lágt og á ekki að hindra nokkurn mann... en um leið og menn sjá að þeir komast upp með að rukka gjald yfirleitt.. þá vill það oft hækka hratt... sjáum til... sjálfsagt að borga fyrir að vera hér... en það virðist hafa hindrað marga í þetta skiptið...
Nema veðurspáin hafi hindrað menn... það var spáð rigningu upp úr kl. 14... en hún kom ekki fyrr en kl. 19:30...
Veðrið var yndislegt...
Þjálfarar ekki lengur á jeppa... frekar en flestir aðrir nú orðið... og því var bílum lagt við vaðið yfir Námskvíslina og við gengum þaðan í Laugar þar sem gangan hélt svo áfram en við mældum gönguna frá bílastæðinu þar sem það er réttast...
Fanney og Oddný T. tjölduðu í Landmannalaugum kvöldið á undan og Sighvatur var á sínum fjallaútilegubíl einnig í Landmannalaugum og uppskáru þau töfrandi kvöld og morgun...
Hvílík verðmæti að fá að koma hér á hverju ári og ganga sífellt nýjar leiðir...
Ólafur var á jeppa og lagði bílnum sínum við laugar og við hittumst öll við skálana...
339 metrar frá bílastæðinu í Laugar :-)
Lagt af stað kl. 10:24 og svo kl. 10:43 frá Laugum...
Byrjað á Bláhnúki... sem flestir höfðu gengið á áður... en þetta fjall er með þeim áhrifamestu á svæðinu og vel hægt að ganga hér upp á hverju ári og vera agndofa í hvert sinn yfir útsýninu... og landslaginu á uppleið...
Þetta fjall snerti kvenþjálfarann ógleymanlega á sínum tíma í æsku... að ganga upp grænafjallið... var ógleymanlegt með öllu og lifir enn í minningunni...
Grænagil...
Suðurnámur... þarna vorum við í fyrra...
Barmur í Jökulgili... hann er verkefnið árið 2025...
Laugahraun... og Háalda frá í fyrra...
Landmannalaugasvæðið þarna fyrir neðan... hraunbreiðan alltaf jafn óhugnanleg... og ægifögur... í senn...
Erlendir ferðamenn í balnd við okkur... engir Íslendingar...
Brandsgilin að koma í ljós... og Skalli... og Hábarmur...
Brandsgilin og Skalli... við eoigum enn eftir að ganga lengst inn í þessi gil alveg að endanum við Skalla... gerum það eitt árið...
Hvílíkur staður...
Brennisteinsalda... Tröllhöfði... "Bleikagil" þarna ofan í... og Háalda... og Vondugil þarna ofan í líka... Rauðufossafjöll og Hekla líklega þarna í fjarskanum...
Frostastaðavatn...
Við gleymdum okkur eins og alltaf í þessari dýrðarinnar fegurð... smá synd að allir séu á Grænahrygg... og sjá ekki þessa fegurð...
Hábarmur... sú ferð gleymist aldrei...
Jú... Hekla var það... og Rauðufossafjöll stóri stapinn...
Næsta ár... 2025... við hlökkum strax til...
Jökulgilið...
Við þurfum að fara að ganga á fjöllin við Veiðivötn og Kýlinga o.m.fl... þangað er jepplingafært að mestu...
Kerlingarfjöll...
Fyrsta hópmynd dagsins... geggjað fólk !
Sighvatur, Sjöfn Kr., Áslaug B., Aníta, Fanney, Linda, Örn, Berta, Þorleifur, Ólafur, Guðný Ester, Oddný T., Björg, Siggi og Halldóra Þ. en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn...
Niðurleiðin af Bláhnúk er ekki síðri en uppgönguleiðin...
Brennisteinsalda, Tröllhöfði og Breiðalda þarna fyrir miðju... hinir tindar dagsins...
Við tókum svo brattari útgáfuna hér niður... hún er fáfarnari en sama leið og þjálfarar fóru fyrir nokkrum árum með son sinn... og var mjög góð... lengri leiðin inn að gulu hryggjunum endar svo í smá veseni neðst svo þetta var fínasta val...
Gula leiðin fjær... og bláa leiðin okkar...
Komin niður á áraurana... hvert einasta skref á þessu svæði er veisla... ótrúleg fegurð og form og litir...
Endirinn á gulu leiðinni... þarna var fólk í vandræðum með að koma sér niður...
Fyrsta nestispásan hér í grænni lautu... tók enga mynd því miður...
Næsti tindur framundan... Brennisteinsalda...
Bláhnúkur sem var að baki hér í bakgrunni...
Komin inn á Laugavegsgönguleiðina... hér vorum við í júlí... í mergjaðri ferð...
Komin upp á tind tvö þennan dag... Brennisteinsöldu... í 887 m hæð... fjöldi erlendra ferðamanna hér... lítið um Íslendinga ef nokkra nema okkur...
Við mændum á næsta tind... Tröllhöfða... skyldum við komast yfir gilið og upp á hann ?
Hópmynd þrjú... erlendur ferðamaður tók hana fyrir okkur...
Bára, Fanney, Þorleifur, Siggi, Batman, Linda, Fanney, Berta, Ólafur, Guðný Ester, Oddný T., Björg, Sighvatur, Halldóra Þ., Sjöfn Kr., Aníta og Örn... alls 16 manns og einn hundur... nákvæmlega þessi stærð hentar okkur vel... undir 20 manns... og lágmark einn hundur til að mýkja sálina og minna á gleðina...
Ferðamennirnir heilluðust mjög af hundinum hvar sem við komum þennan dag... og Batman baðaði sig í aðdáun meira og minna allan fyrri hluta göngunnar... dýrin laða fram mjúkar tilfinningar og viðmót sem bræðir og sameinar okkur... líklega er það ekki mannbætandi að banna hunda alls staðar... heldur þvert á móti... þeir auðga og mýkja lífið fyrir okkur öll... ef við bara opnum hjartað fyrir því... liklega hafa flest hjörtu gott að því að mýkjast með nánd hunda og annarra dýra...
Ef einhvern ætti að banna hér... þá væri það manninn... hann er mun meiri skaðvaldur á þessu svæði en hundar og kindur... sem eru í takt við umhverfið sitt... skilja ekki eftir rusl... missa ekki óvart frá sér bakpokahlíf eða húfu... skilja ekki eftir klósettpappír undir steini... og traðka ekki niður gróðurinn...
Niður aftur á Laugaveginn...
Gaman að ganga hér aftur sama sumarið... en nú var farið út af leið...
Við tókum stefnuna á Bleikagilið...
Tröllhöfði framundan...
Dýjamosinn...