top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Bleikagil, Tröllhöfði og Vondugil ásamt Bláhnúk, Brennisteinsöldu og Breiðöldu #FjöllinaðFjallabaki

Tindferð nr. 313 laugardaginn 10. ágúst 2024


ree

Áfram höldum við að bæta nýjum tindum og gönguleiðum í safnið að Fjallabaki...


ree

Og nú var það þetta bleika gil sem við sáum úr hlíðum Tröllhöfða... og upp á efsta tind á honum sem við náðum ekki að gera síðast... og svo vildum við skoða þessi Vondugil... allt staðir sem við sáum í síðustu ferð í fyrra... en þekktum ekki og vildum skoða betur... en Tröllhöfði og þetta "Bleikagil" sem við köllum svo hér með til glöggvunar á landslaginu... eru ekki gengin almennt sökum brattar gilja um allt og mikilla torfæra all tí kring... en satt best að segja komu Vondugil jafn mikið á óvart en þau eru þekkt gönguleið á þessu svæði þó enginn væri stígurinn í grýttu og þröngu gilinu... hvílík ferð...


ree

Þarna uppi vorum við í fyrra... verðum samt einn daginn að ganga kringum Frostastaðavatn... sem betur fer nýttum við þennan dag... vþi veðurglugginn var þröngur... og ekki viðraði mjög vel næstu helgar á eftir á laugardegi...


ree

Bláhnúkur beið þolinmóður... genginn í annað sinn í sögunni...


ree

Í fyrsta sinn var gjaldtaka á bílastæðinu í Landmannalaugum... og panta þurfti stæði fyrirfram... þetta óx mjög í augum margra... en þetta var ekkert mál... einfalt og fljótlegt og kostaði 450 kr. á 5 manna fólksbíl.... það verður áhugavert að fylgjast með verðinu næstu árin... græðgin er fljót að taka yfir... en það merkilega var... að mun færri voru á bílastæðinu og í landmannalaugum sjálfum en fyrr í sumar, ú júlí þegar við fórum Laugaveginnn þegar fjaldtakan var ekki hafin... þetta gjald er lágt og á ekki að hindra nokkurn mann... en um leið og menn sjá að þeir komast upp með að rukka gjald yfirleitt.. þá vill það oft hækka hratt... sjáum til... sjálfsagt að borga fyrir að vera hér... en það virðist hafa hindrað marga í þetta skiptið...


ree

Nema veðurspáin hafi hindrað menn... það var spáð rigningu upp úr kl. 14... en hún kom ekki fyrr en kl. 19:30...


ree

Veðrið var yndislegt...


ree

Þjálfarar ekki lengur á jeppa... frekar en flestir aðrir nú orðið... og því var bílum lagt við vaðið yfir Námskvíslina og við gengum þaðan í Laugar þar sem gangan hélt svo áfram en við mældum gönguna frá bílastæðinu þar sem það er réttast...


ree

Fanney og Oddný T. tjölduðu í Landmannalaugum kvöldið á undan og Sighvatur var á sínum fjallaútilegubíl einnig í Landmannalaugum og uppskáru þau töfrandi kvöld og morgun...


ree

Hvílík verðmæti að fá að koma hér á hverju ári og ganga sífellt nýjar leiðir...


ree

ree

Ólafur var á jeppa og lagði bílnum sínum við laugar og við hittumst öll við skálana...


ree

ree

ree

339 metrar frá bílastæðinu í Laugar :-)


ree

ree

Lagt af stað kl. 10:24 og svo kl. 10:43 frá Laugum...


ree

ree

ree

Byrjað á Bláhnúki... sem flestir höfðu gengið á áður... en þetta fjall er með þeim áhrifamestu á svæðinu og vel hægt að ganga hér upp á hverju ári og vera agndofa í hvert sinn yfir útsýninu... og landslaginu á uppleið...


ree

ree

Þetta fjall snerti kvenþjálfarann ógleymanlega á sínum tíma í æsku... að ganga upp grænafjallið... var ógleymanlegt með öllu og lifir enn í minningunni...


ree

ree

ree

Grænagil...


ree

ree

ree

Suðurnámur... þarna vorum við í fyrra...


ree

ree

Barmur í Jökulgili... hann er verkefnið árið 2025...


ree

Laugahraun... og Háalda frá í fyrra...


ree

ree

Landmannalaugasvæðið þarna fyrir neðan... hraunbreiðan alltaf jafn óhugnanleg... og ægifögur... í senn...


ree

ree

Erlendir ferðamenn í balnd við okkur... engir Íslendingar...


ree

ree

Brandsgilin að koma í ljós... og Skalli... og Hábarmur...


ree

ree

ree

ree

ree

ree

Brandsgilin og Skalli... við eoigum enn eftir að ganga lengst inn í þessi gil alveg að endanum við Skalla... gerum það eitt árið...


ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

Hvílíkur staður...


ree

ree

Brennisteinsalda... Tröllhöfði... "Bleikagil" þarna ofan í... og Háalda... og Vondugil þarna ofan í líka... Rauðufossafjöll og Hekla líklega þarna í fjarskanum...


ree

ree

Frostastaðavatn...


ree

ree

Við gleymdum okkur eins og alltaf í þessari dýrðarinnar fegurð... smá synd að allir séu á Grænahrygg... og sjá ekki þessa fegurð...


ree

Hábarmur... sú ferð gleymist aldrei...


ree

ree

ree

Jú... Hekla var það... og Rauðufossafjöll stóri stapinn...


ree

ree

ree

ree

ree

ree

Næsta ár... 2025... við hlökkum strax til...


ree

Jökulgilið...


ree

ree

Við þurfum að fara að ganga á fjöllin við Veiðivötn og Kýlinga o.m.fl... þangað er jepplingafært að mestu...


ree

Kerlingarfjöll...


ree

Fyrsta hópmynd dagsins... geggjað fólk !


Sighvatur, Sjöfn Kr., Áslaug B., Aníta, Fanney, Linda, Örn, Berta, Þorleifur, Ólafur, Guðný Ester, Oddný T., Björg, Siggi og Halldóra Þ. en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn...


ree

ree

Niðurleiðin af Bláhnúk er ekki síðri en uppgönguleiðin...


ree

ree

ree

ree

Brennisteinsalda, Tröllhöfði og Breiðalda þarna fyrir miðju... hinir tindar dagsins...


ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

Við tókum svo brattari útgáfuna hér niður... hún er fáfarnari en sama leið og þjálfarar fóru fyrir nokkrum árum með son sinn... og var mjög góð... lengri leiðin inn að gulu hryggjunum endar svo í smá veseni neðst svo þetta var fínasta val...


ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

Gula leiðin fjær... og bláa leiðin okkar...


ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

Komin niður á áraurana... hvert einasta skref á þessu svæði er veisla... ótrúleg fegurð og form og litir...


ree

Endirinn á gulu leiðinni... þarna var fólk í vandræðum með að koma sér niður...


ree

ree

ree

ree

ree

Fyrsta nestispásan hér í grænni lautu... tók enga mynd því miður...


ree

ree

ree

ree

Næsti tindur framundan... Brennisteinsalda...


ree

ree

Bláhnúkur sem var að baki hér í bakgrunni...


ree

ree

ree

ree

Komin inn á Laugavegsgönguleiðina... hér vorum við í júlí... í mergjaðri ferð...


ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

Komin upp á tind tvö þennan dag... Brennisteinsöldu... í 887 m hæð... fjöldi erlendra ferðamanna hér... lítið um Íslendinga ef nokkra nema okkur...


ree

ree

Við mændum á næsta tind... Tröllhöfða... skyldum við komast yfir gilið og upp á hann ?


ree

ree

Hópmynd þrjú... erlendur ferðamaður tók hana fyrir okkur...


Bára, Fanney, Þorleifur, Siggi, Batman, Linda, Fanney, Berta, Ólafur, Guðný Ester, Oddný T., Björg, Sighvatur, Halldóra Þ., Sjöfn Kr., Aníta og Örn... alls 16 manns og einn hundur... nákvæmlega þessi stærð hentar okkur vel... undir 20 manns... og lágmark einn hundur til að mýkja sálina og minna á gleðina...


Ferðamennirnir heilluðust mjög af hundinum hvar sem við komum þennan dag... og Batman baðaði sig í aðdáun meira og minna allan fyrri hluta göngunnar... dýrin laða fram mjúkar tilfinningar og viðmót sem bræðir og sameinar okkur... líklega er það ekki mannbætandi að banna hunda alls staðar... heldur þvert á móti... þeir auðga og mýkja lífið fyrir okkur öll... ef við bara opnum hjartað fyrir því... liklega hafa flest hjörtu gott að því að mýkjast með nánd hunda og annarra dýra...


Ef einhvern ætti að banna hér... þá væri það manninn... hann er mun meiri skaðvaldur á þessu svæði en hundar og kindur... sem eru í takt við umhverfið sitt... skilja ekki eftir rusl... missa ekki óvart frá sér bakpokahlíf eða húfu... skilja ekki eftir klósettpappír undir steini... og traðka ekki niður gróðurinn...


ree

ree

Niður aftur á Laugaveginn...


ree

ree

ree

ree

ree

Gaman að ganga hér aftur sama sumarið... en nú var farið út af leið...


ree

Við tókum stefnuna á Bleikagilið...


ree

ree

ree

Tröllhöfði framundan...


ree

ree

Dýjamosinn...


ree

ree

Tröllhöfði...


ree

Suðurnámur...


ree

Við þveruðum ásana í leit að færri leið niður í bleika gilið...


ree

ree

ree

ree

Upp rennuna... við reyndum að raska landslaginu eins lítið og hægt var...


ree

ree

ree

ree

ree

Tjarnir á nokkrum stöðum...


ree

ree

Tröllhöfði... milli okkar og hans er Bleikagilið...


ree

ree

ree

Margbrotið landslagið hér og auðvelt að lenda í torfærum eða ógöngum...


ree

ree

ree

Tjörnin sem við mændum á í fyrra...


ree

ree

ree

ree

Stórkostleg leið...


ree

ree

Komin að Bleikagili... það var ekki skrítið að við lentum í vandræðum hér í fyrra... en ef við BARA hefðum farið aðeins vestar... þá hefðum við komist niður... en þá hefðum við misst af stórkostlegu og krefjandi niðurleiðnni af Tröllhöfða hinum megin... og skemmtilegu uppgöngunni á Brennisteinsöldu þeim megin... svo við svekktum okkur ekkert á þessu...


ree

ree

Upphaflega ætluðum við að fara hér upp gilið... það er torfært... en ef maður sættir sig við að verða blautur... þá er þetta mikið sjónarspil... eins og Vondugilin...


ree

Landslagið í Tröllhöfða minnir á Þrengslin... sama oddhvassa harðneskjan... og stórkostlega litadýrðin í senn... fjölbreytnin sjaldan meiri...


ree

ree

ree

Við reyndum að fanga dýrðina á þessum stað með nokkrum hópmyndum...


ree

ree

ree

Þarna uppi vorum við í fyrra og komumst ekki niður... þrátt fryir tvær tilraunir... mjög bratt og fast í sér...


ree

En við mikla yfirlegu á myndum voru þjálfarar sannfærðir um að það væri leið innar yfir gilið...


ree

ree

ree

ree

ree

ree

... og það reyndist rétt... auðveld leið hér niður...


ree

ree

Og aftur upp hér...


ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

Rof í jarðveginum...


ree

Nesti á ekki sérlega fallegum stað... en við vorum svöng...


ree

Rigningarskýin voru tekin að hrannast upp... og rigning var yfirvofandi... en samt var sólbjart inni á milli... og við fengum aldrei þessa rigningu... fyrr en nokkra metra frá bílulnum um kvöldið... það var ótrúlegt lán...


ree

Ennþá bjart inn til fjalla... þetta skyggni hvarf hratt síðar um kvöldið...


ree

ree

ree

ree

ree

Við enduðum á að fara mjög hátt upp á Breiðöldu og því terlst hún með í þessari göngu... þaður en við þveruðum svo yfir á Tröllhöfða... þetta var líklega óþarflega langt upp eftir... en hinn möguleikinn var að fara upp og niður gilin neðar... sem við vorum að reyna að sniðganga...


ree

Reyndar var mjög gaman að koma svo hér og horfa yfir allt...


ree

Háalda... sællar minningar frá í fyrra... margir ansi sætir sigrarnir hér á þessu svæði...


ree

ree

Sjá hvernig farið var að þyngjast yfir í fjarska... en við ennþá í logni og björtu veðri...


ree

ree

ree

Komin að Tröllhöfða... í hliðarbrekkurnar hans... magnaður staður...


ree

ree

ree

Hér vorum við í fyrra... dolfallin yfir þessari fegurð...


ree

ree

ree

ree

ree

ree

Lékum okkur smá...


ree

Tjörnin frá því áðan... þarna gengum við stuttu áður... frá Laugaveginum.. ótrúlegt að hafa náð að ganga hér um og komast yfir Bleikagilið...


ree

Bleikagilið inn eftir... það nær mun lengra og teygir sig inn á Laugavegsgönguleiðina ansi ofarlega... förumþ að einhvern tíma frá upphafi til enda !


ree

ree

ree

ree

ree

ree

Sighvatur, Berta og Linda...


ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

Tröllhöfði loksins sigraður... í 928 m hæð... hærri en Brennisteinsalda... en lægri en Bláhnúkur...


ree

ree

ree

ree

Brennisteinsalda...


ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

Aftur hópmynd... en landslagið gleypti okkur :-) :-)


ree

ree

Já... þarna niðri verðum við að ganga einn daginn... Bleikagilið frá upphafi vega...


ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

Yfir á Breiðöldu sem blasir við hér... í átt að Vondugiljum... síðasta áfangastað dagsins...


ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

Sögustund og brandarar...


ree

ree

ree

Háalda... Hnúðalda fjær... við eigum hana alltaf eftir...


ree

ree

Háalda... og byrjunni á Vondugiljum efst...


ree

ree

Heilmikill snjór hér... nokkuð harður en ekki of mikið...


ree

ree

ree

Þetta byrjaði saklaust og hálf óspennandi þó litríkt væri... en það sem beið okkar... var svakalegt...


ree

Þjálfari tók þennan stein með sér heim... hann prýðir stofuna núna...


ree

Já, allt í lagi... þessi Vondugil voru þá kannski ekkert spennandi...


ree

En... jú bíddu við... fegurðin magnaðist smám saman...


ree

Torfærurnar jukust... og litirnir líka...


ree

ree

ree

31


ree

Við tók stórkostleg leið niður gilið sem ætlaði engan endi að taka og tók verulega á... í miklu brölti og klöngri þar sem við urðum að hafa okkur öll við... en ævintýrið var stórkostlegt...


ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

Þriðja nestispásan... í miðjum Vondugiljum... þetta var nefnilega ekki búið... þó við héldum það...


ree

ree

ree

Örn hruflaði sig illa í giljunum... og fékk plástra...


ree

Steinninn góði.. ágætlega stór sko !


ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

Ótrúleg fegurð... lygilegt hreinlega...


ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

Taka með sér stein... eða ekki taka með sér stein... það er spurningin... :-)


ree

ree

ree

Vondugiljunum hreinlega blæddi af fegurð...


ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

Komin á háhitasvæði...


ree

Hér datt Linda og hruflaði sig eins og Örn... fékk plástra og var ansi meidd en lét vel af sér eins og henni er alltaf lagið...


ree

ree

ree

ree

ree

ree

ree

Vondugiljaaurar...


ree

Fjölskyldurnar sem búa á svæðinu... í takt við náttúruna...


ree

Suðurnámur orðinn ansi dimmur...


ree

Farið að þyngjast yfir Háöldu...


ree

ree

ree

ree

Fyrsti tindur dagsins speglast í tjörninni í Vondugiljaaurum... alltaf jafn fallegur staður...


ree

ree

ree

Kindurnar á svæðinu...


ree

ree

ree

Græna tjörnin...


ree

ree

ree

Komin til Landmannalauga... ótrúleg ferð að baki... enn einu sinni...


ree

Sagan þegar Björg kældi sig í snjóskaflinum... :-)


ree

ree

Viðrun, þakklæti, teygjur, gleði...


ree

Slysavarðstofa ferðarinnar :-) Hreystimenni og ekkert væl á þessum gænum...


ree

Linda blotnaði talsvert við fallið sitt... hún fór á Kilimanjaro tveimur vikum síðar og sograði hann eins og svo margt annað...


ree

Leirinn á fötunum eftir Vondugil... þau eru í uppáhaldi eftir þessa ferð...


ree

Hér skildu leiðir þar sem menn voru með bílana á fleiri en einum stað...


ree

Við héldum áfram að mæla gönguna og því var hún nokkuð löng í tíma þar sem stoppin við Laugar fyrir og eftir voru nokkrar mínútur...


ree

ree

Sauðféð í mestu makindum á svæðinu :-)


ree

ree

ree

ree

ree

Fleiri fjölskyldur að lifa af á þessu svæði...


ree

ree

Hér tók að rigna létt og mjúklega... við hlígum og litum á klukkuna... 19:30... vá, hvað við vorum rétt stillt með veðrið þennan dag !


ree

ree

Nýja bílastæðið okkar í jeppaleysinu...


ree

Tölur dagsins enduðu í 18,1 km á 9:10 klst. með alls 1.146 m hækkun upp í 953 m hæð úr 606 m upphafshæð... gps-tækin sögðu hvert sína sögu...


ree

ree

Rigning á leiðinni af hálendinu...


ree

Komin sól á láglendinu hér ofan við Hrauneyjar... ef við bara vissum... að rúmum mánuði síðar myndum við vera komin þangað þar sem sólin er á þrettánda leggnum yfir Ísland...


Mögnuð ferð og frábær félagsskapur... sem betur fer nýttum við þennan dag því þeir komu ekki margir á laugardegi... en svo sannarlega biðu okkar svakalegar ferðir haustið 2024...




Næsta ferð verður á Barm um Jökulgilið 2025... en við áttum eftir að drífa okkur á Sauðleysur í september og bættum þannig þeim tindum við í safnið #FjöllinaðFjallabaki




Comments


bottom of page