top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Dyrakambur í Dyrafjöllum í dýrindis regnboga og sól.

Æfing nr. 722 þriðjudaginn 20. september 2022.


ree

Grenjandi rigning var allan þriðjudaginn 20. september... en það spáði uppstyttingu um sexleytið um kvöldið og því héldu þjálfarar áætlun með að fara könnunarleiðangur um Dyrakambinn í Dyrafjöllum í von um að það yrði ekki þoka og lélegt skyggni á þessum fallegu slóðum...


ree

Og spáin rættist nánast á mínútunni... smávegis dropar þegar við lögðum bílunum um hálf sex við Sporhelludali... og áður en við vissum af... var sólin mætt í þriðjudagsgöngu...


ree

Hrikalegar slóðir Hengilsins njóta sín vel í Dyrafjöllunum... ef þau tilheyra þá Henglinum... við erum ekki viss... en upplifum þennan fjallgarð sem eina heild með Vörðuskeggja trónandi yfir ríki sínu...


ree

Við gengum upp í skarðið eins og í fyrra á leiðinni á Háhrygg... en gengum áfram inn dalinn til að byrja með og tókum fyrstu vinstri beygju sem möguleg var upp á Dyrakambinn...

ree

Við einsettum okkur síðast að skoða alla þessa hellisskúta og syllur betur í næstu ferð... en gáfum okkur ekki tíma til þess heldur þetta kvöld...


ree

Litið til baka að Henglinum... sjá hellana vinstra megin...


ree

Þarna var stígur og stikur... það kom á óvart... vissum ekki að það væri leið hér upp... en svo reyndar fór hún niður hinum megin... svo slóðin var ekki okkar leið þetta kvöld nema þarna upp á Dyrakambinn...


ree

Það er gnægð flottra gönguleiða á svæðinu og stikur sáust hér og þar og slóðar...


ree

Komin upp á hrygginn... sem er margbrotinn og klettóttur mjög...


ree

Við reyndum að fikra okkur eftir honum eins og við gátum... frekar en að vera niðri eða í hliðarhalla...


ree

Sólin tók skyndilega að skína og droparnir voru löngu hættir að falla... veðrið breyttist hratt á þessum rúmu tveimur klukkustundum sem við vorum að ganga...


ree

H'er héldum við að væri ekki hægt að halda áfram... en Örn fann leið neðan við klettana...


ree

... og svo þurfti að fara aftur upp hinum megin til að halda sér uppi á kambinum...


ree

Við lögðum ekki í að klöngrast upp efstu klettana, töldum þá ófæra hinum megin en sáum slóða eftir göngumenn upp þá sunnan megin... og ákváðum að fara þá bara upp norðan megin og þannig myndum við vita hvort þetta væri fært... frekar en að þurfa að fara til baka... og því fórum við hér neðan við... en þegar við komum hinum megin var erfitt að sjá færa leið upp klettana þar... en jú, kannski ein leið... skoðum hana þá síðar...


ree

Mjög fallegir litir þetta kvöld... birtan var svo sérstök...


ree

Kyngimagnað útsýni niður í Dyradali og að Vörðuskeggja... þetta var hringadróttinsslegið landslag...


ree

Yndislegt að fá sólina...


ree

Allt varð svo bjart og hlýtt...


ree

Komin aftur á slóða en þeir liggja niðri á láglendinu og fara svo bara yfir kambana og hryggina...


ree

Sérstakur klettaveggur... þetta var hin hliðin á klettaborginni sem við sniðgengum að klöngrast um efst...


ree

Norðurhlíðin á klettaborginni séð ofan frá... jú... líklega er hægt að klöngrast þarna yfir... verður gaman að gera það næst...


ree

Skyndilega mætti regnboginn á svæðið... ekki í fyrsta sinn sem við náum hópmynd undir honum... einmitt á þessum árstíma að hausti eða að vori...


ree

Hvílík fegurð ! Hann varð næstum því tvöfaldur og myndaðist við það...


ree

Mikið litasamspil þetta kvöld... og ólíkt því mikla litaspili sem var á Háhrygg þarna hinum megin í fyrra á svipuðum tíma... þetta eru kyngimagnaðar slóðir...


ree

Við fengum ekki nóg af þessum regnboga...


ree

Sjá hvernig regnboginn náðir nánast í hring...


ree

Litið til baka... klettarnir þarna færir að sjá héðan frá...


ree

Uppi komum við fram á nyrðri fjallakambana í Dyrafjöllum og okkar uppáhalds tinda á þessu svæði...


ree

Sjá Þingvallavatnið og Krumma og félaga renna út í vatnið...


ree

Sterkir litir... og miklar andstæður...


ree

Háhryggur í Dyrafjöllum... þarna vorum við í fyrra í þoku og nýföllnum snjó... en svo birti skyndilega til og við sáum til Þingvalla á þessum nyrðri kafla Háhryggjar... haustlitirnir voru mjög sterkir þetta septemberkvöld árið 2021... en nú réð sólin ríkjum árið 2022 og litirnir voru öðruvísi...


ree

Jórutindur og Hátindur þarna fjær... með lægri kamba nafnlausa nær okkur... við förum á þá á næsta ári...


ree

Hengillinn til baka...


ree

Hópmynd áður en haldið var niður...


Guðmundur Jón, Katrín Kj., Dina, Ása, María Harðar, Steinunn Sn., Arna Harðar, Maggi, Siggi, Jón St.,


Inga Guðrún, Dagbjört, Gotti, Myrra og Moli líklega þarna líka, Linda, Matti, Þórunn, Örn, Batman, Halldóra Þ., Valla og Karen Rut en Bára tók mynd og hundarnir þá líklega fjórir þetta kvöld ?


ree

Niður af Dyrakambi var farið norðan megin með Sköflunginn svipmiklan á vinstri hönd...


ree

Nyrðri Dyrafjölliln þarna formfögur í fjarska... þetta er svo fallegt landslag...


ree

Hvílík form... litir... birta...


ree

Litið til baka... mikið af nýliðum núna og sjaldséðum hröfnum sem snúa aftur... dásamlegt að fá aftur gamla félaga til liðs við okkur og eins þá sem mæta sjaldan... elskurnar... mætið oftar... þetta er svo mikið ævintýri... og heilun fyrir sál og líkama...


ree

Við röktum okkur niður eftir Dyrakambinum...


ree

... og tókum þennan hnúk sem var kominn í skugga norðan megin... áður enn við fengum okkur nesti aðeins neðar í sólinni...


ree

Sköflungurinn í allri sinni dýrð... einhver gönguhópur gekk á hann þetta kvöld... við sáum bílana og hópinn... hvílík dýrindisfegurð sem þau fengu eins og við...


ree

Fínasta klöngur þetta kvöld... vel þegið og hollt og gott...


ree

Nestisstaður kvöldsins... dásamlegt...


ree

Sólin hvarf bak við skýin við sjónarrönd stuttu eftir að við settumst en við nutum sólarlagsins sem blasti við okkur í vestri...


ree

Nú var haldið til baka um dalinn... sem við drögum þá ályktun að sé hluti af Sporhelludölum... endilega leiðrétta ef þetta er rangt !


ree

Kambar og ásar á leiðinni... Háhryggur hér handan dalsins... þar sem við gengum í fyrra... í allt annarri birtu, veðri og færi...


ree

Létt og leikandi var bakaleiðin... á miklu spjalli í mjög svo gefandi samveru...


ree

Litið til baka upp brekkuna þar sem við komum niður...


ree

Himininn varð roðasleginn í ljósaskiptunum...


ree

Roði... svo á jörðu sem á himni...


ree

Smám saman rökkvaði... en þar sem það var léttskýjað nutum við birtunnar klukkutímann eftir sólsetur...


ree

Mjög falleg leið og þess virði að fara hana reglulega... en kannski ekki með eins árs millibili... en við erum að tína upp ógengna tinda þessi misserin og þá er þetta tekið kerfisbundið á sumum svæðum til að ná glöggri mynd af landslaginu öllu... sem er svo gefandi að gera...


ree

Litið til baka...


ree

Upp ása, kamba og hryggi á miðri leið um dalinn...


ree

Hellisskútarnir... við verðum að skoða þetta betur við tækifæri...


ree

Hjarta neðri skútinn...


ree

Komin í skarðið...


ree

Sluppum án höfuðljósa... það var mikils virði... hálftíma eða klukkutíma seinna af stað í þriðjudagsgöngur þýðir að við missum hálftíma eða klukkutíma af sólargeislum... og fáum hálftíma eða klukkutíma meira af húmi... rökkri... eða myrkri... þess vegna viljum við fara af stað kl. 17:00 úr bænum eða kl. 17:30 frá fjallsrótum nær borginni... það er sólar - gulls- ígildi... fyrir utan að vera komin hálftíma eða klukkutíma fyrr heim og í háttinn... fyrir næsta vinnudag...


ree

Alls 5,0 km á 2:31 klst. upp í 503 m hæð með alls 317 m hækkun úr 371 m upphafshæð... enn eitt ægifagurt og yndislegt þriðjudagskveldið... þetta er búin að vera með ólíkindum fallegt haust... með þeim fallegri og veðursælli í sögunni... við biðjum varla um meira... en þiggjum samt fleiri svona kvöld ef þau eru í boði... allavega spennandi leiðir enn eftir næstu þriðjudaga... áður en við hörfum á kunnuglegar slóðir í myrkrinu um háveturinn...

 
 
 

Comments


bottom of page