top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Eldvörpin um Árnastíg, Brauðstíg, Tyrkjabyrgin, Reykjaveg og Prestastíg á Reykjanesi.

Þriðjudagsæfing 5. apríl 2022 nr. 698.


ree

Ný leið bættist í safnið á fallegu en köldu þriðjudagskveldi þar sem gengið var um þekktar gönguslóðir á merkilega náttúrusmíð sem láta lítið yfir sér en eru á eldi þegar nær er komið...


ree

Þjálfarar studdust við gps-slóð frá Trausta á wikiloc eftir að hafa skoðað nokkrar slóðir þaðan og tókum við áhættuna á að þetta yrði of langt þar sem um tæplega 12 km leið var að ræða en frá upphafsstað sem var fólksbílafær og gaf göngu á bæði Árnastíg, Prestastíg og með viðkomu um Tyrkjabyrgin...


ree

Leiðin var því á stikuðum stígum að mestu með skemmtilegum krókaleiðum að Tyrkjabyrgjunum þar sem klöngrast var yfir hraunið á engum stíg en gps-tækið leiddi okkur áfram...


ree

Snjór yfir öllu... ekta apríl... svalt loft en sólin farin að rísa ansi hátt á himini og er að vinna óðum í því að fá vorið inn...


ree

Skemmtilegasti hlutinn var krókaleiðin inn að byrgjunum þar sem hún braut upp rösklegan ganginn á stígunum... hollt og gott að klöngrast og þurfa að velja sér leið hér yfir...


ree

Heiðskírt þennan dag og sólin lék sér við létt skýin á sjónarrönd... svo kærkomið að fá sólina aftur með í för en við höfum náð ótrúlega mörgum flottum þriðjudagsgöngum í vetur þrátt fyrir veðurlætin...


ree

Síbreytilegt sólsetrið og himininn var veisla...


ree

Gömul og enn eldri hraun hér í bland... eldgosasaga Reykjaness er hrikaleg og glæsileg í senn... við gengum á Sundvörðuhrauni.... og fljótlega komum við á Brauðstíg sem kenndur er við grindvískar konur sem gengu hingað frá Grindavík og bökuðu brauð hér áður fyrr... elja fyrri tíðar... skákar ansi mikið elju nútímans...


ree

Vörður á köflum sem vísuðu leiðina... en stígarnir um allt Reykjanesið bera vitni um elju og útsjónarsemi fyrri tíðar...


Ferlir eru án efa besta upplýsingakistan um göngur á Reykjanesi... við höfum ótal sinnum notið skrifa þeirra og upplýsinga til að átta okkur á þeim leiðum sem við förum í fyrsta sinn... sjá hér um Árnastíg, Prestastíg, Brauðstíg, Tyrkjabyrgin og Eldvörpin:



ree

Sjá Þorbjörn í fjarska í norðaustri... mjög gaman að fá ný kynni af þessu svæði þar sem við horfðum yfir hraunbreiðuna frá Eldvörpunum í janúar í fyrra... þveruðum yfir Árnastíg og Prestastíg og vissum að þarna úti voru Tyrkjabyrgin... það var alveg kominn tími á að kynnast þessum leiðum þó eingöngu að hluta væri...


ree

Tyrkjabyrgin... hlaðin byrgi sem enn er verið að velta fyrir sér hvers vegna voru reist... það voru náttúrulega Alsírmenn sem rændu fólki af Íslandi í Tyrkjaránunum svokölluðu en ekki Tyrkir... lestur frásagna þeirra Íslendinga sem upplifðu þessi ráð og komust aftur til Íslands eru ógleymanlegar þeim sem lesa... fyrstu skattaskjólin á Íslandi... felustaðir fyrir Alsírmönnum...


ree

Agnar sérfræðingur í Reykjanesinu var með í för og spáði í forsögu þessara byrgja sem og sögu svæðisins í heild... en það er alltaf heillandi að ganga með honum um hans heimasvæði og hlusta á vangaveltur og frásagnir af því sem hér hefur gengið á í gegnum árhundruðin...


ree

Heilmikið klöngur og brölt...


ree

... í mjög gefandi landslagi...


ree

Sólstafir eins og svo oft áður á Reykjanesi... hvergi upplifum við þau eins oft og hér... kannski einfaldlega af því sólin sest til sjávar fyrir framan okkur... spurning...


ree

Komin að Eldvörpunum sem eru rúmlega 10 kílómetra löng gígaröð eftir gossprungunni sem liggur um Reykjanesið... hraunbreiðan nær yfir 20 ferkílómetra...


Reykjanesbær er kominn með mjög flotta upplýsingasíðu um ýmsar náttúruperlur svæðisins: Eldvörp | Visit Reykjanes


ree

Við röktum okkur upp á eða meðfram nokkrum gígum Eldvarpa... hér upp einn fegursta gíginn en þeir eru samt margir formfagrir og glæsilegir...


ree

Hitinn svo mikill á svæðinu hér að snjórinn festir ekki... ansi notalegt eftir allan snjóinn...


ree

Gaman að klöngrast eftir gígbörmunum... hér tók Jóhanna Fríða fallega mynd af hópnum og setti á fb...


ree

Sjá gígaröðina til norðausturs... Sandfell, Lágafell og Þórðarfell í fjarska... þau verða aftur gengin árið 2023 á þriðjudagskveldi...


ree

Við græddum á þessum kulda... þá sást vel hversu mikill hiti er í sumum gígunum... rjúkandi upp úr hrauninu í frostinu... kyngimagnað alveg !


ree

Gígaröðin til suðvesturs... við verðum einhvern tíma að ganga eftir öllum gígunum og telja þá ! Það verður 20 km ganga eða svo... og bara gaman !


ree

Sólstafirnir... himininn skipti litum og geislum stöðugt og við drukkum þessa fegurð í okkur...


ree

Alls mættir 17 manns... synd að fleiri skyldu ekki njóta þessarar dýrðar með okkur og ná sér í 12 km göngu í fallegu veðri... en mikið var gaman að vera með ykkur elskurnar !


Örn, Katrín Kj., Guðmundur Jón, Kolbeinn, Agnar, Sjöfn Kr., Sigrún Bjarna, Þórleifur, Ingólfur nýliði, Helgi Máni, Siggi, Þórkatla, Jaana, Fanney, Jóhanna Fríða og Bjarni og Batman fremstur á mynd sem eini hundur kvöldsins og Bára tók mynd... þar af var Ingólfur að koma í sína fyrstu göngu með hópnum :-)


ree

Áfram var haldið til suðvesturs eftir Reykjaveginum... hér gengum við í lok janúar árið 2021 og kynntumst Eldvörpunum í fyrsta sinn og þá setti þjálfari þau á lista yfir þriðjudagsgöngur ári síðar 2022.... og nú varð hún að veruleika... tíminn flýgur... áður en við vitum af er klúbburinn orðinn 20 ára og við búin að þvera Íslandið allt... en þessi ganga þarna í fyrra var einmitt mikil afreksferð á fyrsta legg okkar af mörgum sem eru framundan #ÞvertyfirÍsland


ree

Þriðji gígurinn sem við röktum okkur upp á var kaldur... en hann lumaði á perlu...


ree

Litið til baka... gengið út af stígnum og upp á gíginn... það má ennþá en er t.d. bannað í Lakagígum en mátti hér áður fyrr... aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni...


ree

Norðan við gíginn var hraunop sem virtist óendanlegt... við sáum ekki til botns en það glitti í snjó neðst... óhugnanlegt en áhrifamikið...


ree

Hópmynd af þessari sérstöku náttúrusmíð...


ree

Hyldýpið... og gígurinn svo genginn upp...


ree

Greiðfært og skemmtilegt...


ree

Hvílík fegurð þetta kvöld !


ree

Genginn hálfhringur um gíginn og svo niður honum megin...


ree

Litið til baka eftir gígaröðinni... Þórðarfellið þarna vinstra megin...


ree

Niður aftur á stíginn... sólin sest og húmið mætt á svæðið...


ree

Við röktum okkur svolítið lengra eftir gígaröðinni áður en við beygðum um Prestastíg til baka til sjávar og byggða..


ree

... á mjög fallegri leið sem verður gaman að skoða síðar á þriðjudegi þar sem við skulum þá leggja bílunum við gígana og eyða öllum tímanum hér... af nógu er að taka !


ree

Suðurgígarnir... í sólsetrinu...


ree

Töfraheimur sem vert er að vernda sem mest við megum... vonandi bera menn gæfu til þess... sjá Landvernd: Eldvörp - Kynntu þér Náttúrukortið - Landvernd


ree

Prestastígur svo genginn til baka... vörðuð og stikuð leið á góðum slóða alla leiðina og því greiðfært og notalegt eftir klöngrið... þessi hringleið var fullkomin blanda !


Sjá gönguleiðirnar á Reykjanesi á vef heimamanna: Reykjanes_HikingMap.pdf (visitreykjanes.is)

ree

Ein af tveimur brúm á Prestastíg sagði Agnar en á Skipastíg eru þær margar... eljan hér áður fyrr... aðdáunarvert... nú höfum við allar græjur og öll þægindi... og nennum ekki að byggja annað en kassalaga gámakennd hús með eins lítill fyrirhöfn og við komumst upp með... ekki sama þrautsegjan né sami metnaðurinn og áður fyrr því miður...


ree

Dásamlegt að ganga til baka í kvöldhúminu... öll þessi birta fram eftir kveldi hvíslar loforði um vorið á næsta leyti... það er svo yndislegt...


ree

Komin að eyðibýlinu Húsatóftum... hér er golfvöllurinn og gengið er yfir hann eða framhjá ef verið er að spila golf... að sögn manna voru þessar fornu leiðir hér áður en golfvöllurinn kom og því eigi þessar leiðir að fá að halda sér... tillitssemi skal samt gætt eins og hægt er...


ree

Alls 11,8 - 12,2 km á 3:17 klst. upp í 89 m hæð með slls 308 m hækkun úr 1 m upphafshæð skv. gps.


Mergjað kvöld... afreksganga og dásemdarkvöld enn og aftur á þriðjudegi !


 
 
 

Comments


bottom of page