top of page
Writer's pictureBára Agnes Ketilsdóttir

Elliðatindar í gullinni vetrarsól og stórskostlegu landslagi

Tindferð 233 laugardaginn 20. nóvember 2021


Örn bauð upp á aukaferð í nóvember á Elliðatinda á Snæfellsnesi og þegar ekki viðraði fyrir Okið í sérstakri riddarapeysugöngu í byrjun nóvember... og menn óskuðu sérstaklega eftir því að fara frekar á Elliðatinda en legg tvö Þvert yfir Ísland... var stefnan ótrauð sett á þessa glæsilegu fjallskórónu sem við gengum síðast á árið 2011... fyrir nákvæmlega 10 árum síðan þann 12. nóvember...


Elliðahamrarnir sem girða af Elliðatindana litu sakleysislega út frá bílastæðinu... ekki mikill snjór... en það var sannarlega ekki raunin þegar ofar var komið...


Lagt var af stað gangandi kl. 9:25... eftir brottför úr bænum kl. 7:00... sem rífur alveg í á þessum árstíma... en er vel þess virði til að nýta dagsbirtuna sem mest...


Gott færi til að byrja með í snjófölinni...


Heilmikil vegalengd frá brekkunum ofan við eyðibýlið Elliða og áleiðis inn fjallsdalinn...


Hafnarfjallið blasandi við hér í fjarska... fjallasýnin var stórkostlega þennan dag...


Hamrarnir hans Elliða...


Sumir fóru fram á brúnirnar til að njóta... hrikalegt landslag sem leynir á sér þar til nær er komið...


Við erum svo smá...


Sólarupprásin í suðaustri... þar sem höfuðborgin blasti við... og Reykjanesið allt...


Áhrifamikil fegurð... það er einstakt að leggja af stað í göngu á þessum árstíma í rökkri eða myrkri... og ganga inn í dagrenninguna... upplifa birtuna koma... og sjá svo sólina rísa upp á himni... og slá gullnum strengjum sínum á allt saman...


Þetta er heilmikil leið frá upphafsstað og með fjallinu að dalnum sjálfum þar sem tindarnir rísa og umkringja hálfan dalinn...


Farið að glitta í sjálfan Elliðahamarinn og tindahrygginn... kórónuna...


Litið til baka... forréttindi að upplifa svona dag...


Svo þegar sólin er komin... þá verður skyndilega allt bjart og fallegt... snjórinn alhvítur og allt gullið... þetta er engu líkt og fæst ekki á öðrum árstímum... sjá Hafnarfjallið þarna í fjarska...


Frábær hópur á ferð... eljan í mörgum þetta árið er aðdáunarverð... mætingin frábær og margir sem hafa ekkert gefið eftir mánuðum saman.. jafnvel árum saman... það er meira en að segja það !


Gullnir geislar sólarinnar...


Hryggurinn sem við komum niður um í fyrri ferð hér á þessa tinda... þá vissum við ekkert hvot þetta væri yfirleitt fært... en tókum sjensinn og röktum okkur eftir þessum tafsama hrygg... og það tókst... með sögulegu óhappi sem fór þó vel á endanum...


Sjá ferðasöguna hér: Toppfarar.is Elliðatindar


Pása hér í birtunni sem var mætt á svæðið... í ferska snjónum... þessi ferð minnti á gullfallegu ferðina á Súlnaberg á öðrum degi jóla í fyrra...



Mikið sem við erum lánsöm með klúbbmeðlimi... tvö af mörgum sem hafa gefið okkur svo mikið... og gert svo mikið fyrir klúbbinn og félagana... Silla og Björgólfur...


Lögð af stað upp dalinn...


Gott færi þennan dag... lausasnjór yfir harðfenni á köflum...


Elliðahamarinn sjálfur...


Það gott veður að menn voru berhöfða...


Sjá geisla sólarinnar á snjónum... fjallstinda Snæfellsness í fjarska svo tignarlega...


Gullin birta... hún gefur meira en mörg lyfin...


Hæsti tindur kominn í ljós þarna innst í dalnum.. og suðurhryggurinn vinstra megin... sem við reyndum að ganga eftir á sínum tíma en þurftum frá að hverfa og ganga í hlíðunum og gátum jú svo aðeins klöngrast upp á hann vestan megin frá...


Elliðahamarinn... það er þess virði að leggja af stað úr bænum snemma þó það sé nóvember þó það sé erfitt í myrkrinu... til að vera kominn upp í fjöllin þegar sólin mætir á svæðið...


Hér nutu menn staðar og stundar... og birtunnar og sólargeislanna...


Síðustu menn að koma upp...


Áfram var haldið að Elliðahamri... en hér skerst heilmikið inn í fjallið og sást betur en þegar er sumarfæri...


Stórskorin gil og sprungur komnar í bergið...


Þetta kom á óvart og við munum ekki alveg eftir þessu landslagi úr fyrri ferð...


Nauðsynlegt að fara varlega...


Heilu sprungurnar inn eftir fjallinu...


Miklir hamraveggir...


Hvílíkt landslag ! Eins og jökulsprungur en eru bergsprungur... hamarinn er byrjaður að falla fram af fjallinu sjálfu...


Elliðahamarinn sjálfur...


Allir að tínast fram á hamarinn... suðurhryggurinn yfirgnæfandi...


Hamraveggirnir inn með sprungunum...


Svo fallegt !


Hópmynd hér... ekki spurning...


Reynt að ná fallshæðinni sem er mikil á Elliðahamri...


Nærmynd af riddarapeysunum... mögnuð mynd !


Það var sko stuð ! DSveinbjörn tók frábæra hópmynd aftan frá á þessum tímapunkti, sjá fb-hópinn !


Mættir voru: Elísa, Kolbeinn, Sigurjón, Vilhjálmur, Svandís, Björgólfur, Steinar R., Ása, Siggi, Ragnheiður, Haukur, Gulla, Sigrún E., Gerður Jens., Fanney, Sigga Lár., Bjarni, Davíð, Þórkatla, Silla og Jaana en Örn tók mynd Batman var eini hundurinn í ferðinni...


Fjær... geggjuð mynd !


Rauðakúla... Ljósufjöll... Hafursfellið... Hafnarfjallið... o.m.fl...


Ljósufjöll og félagar nær... tindarnir þrír... Skyrtunna og Þrífjöll fjær... nær eru Rauðakúla og Hreggnasi... búin með öll þessi fjöll... en eigum þessi nær við Ljósufjöll ennþá eftir...


Suðurhryggurinn að byrja hér... ekki fær í þessu vetrarfæri og erfiður til klöngurs...


Töffarar !


Horft upp eftir suðurhryggnum... magnað stuðlaberg er í honum sem fangaði okkur alveg árið 2011... og beið handan við hornið...


Fínt færi til að byrja með í hliðarhalla utan í hryggnum...


Stuðlabergið hér í allri sinni lygilegu dýrð... eins og stigar eftir dvergana í Hringadróttinssögu... ótrúlegt alveg að sjá þetta...


Hvílík náttúrusmíði !


Flottur og sterkur hópur sem fór þetta eins og einn maður...


Sterkir og öruggir göngumenn með sem gefa styrk og ró sem skiptir öllu í svona ferðum...


Stuðlabergsstigarnir...


Hér jókst hallinn og fór að reyna meira á...


Áfram fínt færi að mestu...


Sjá afstöðuna við dalinn í hliðarhallanum...


Þetta minnti á Syðstu súlu og fleiri leiðir...


Komin upp í skarðið.. það er þess virði að rekja sig eftir rhlíðunum í hliðarhalla... til að komast hingað... og geta rakið sig svo upp eftir á hæsta tind... frekar en að fara léttustu leiðin upp og niður sömu leið fram og til baka...


Stórkostlegt útsýni blasir skyndilega við á þessum stað.. yfir til Hólsfjals og Tröllatinda... þaðan sem við horfðum í fyrra yfir á Elliðatinda... - sjá myndina frá þeim í fyrra yfir á Elliðatinda...



Elliðatindar hér í fjarska ofan úr hlóðum Tröllatinda 1. febrúar 2020...



... og hér á niðurleiðinni sama dag...



En aftur á Elliðatindana... síðustu menn að koma hér upp... þetta var alvöru leið... enda brattir og tignarlegir tindar...

Lítið sást til Tröllatinda... við vorum heppin með skyggnið okkar megin...


Helfrosnir klettarnir...


Útsýnið niður á hópinn ofan úr klettunum... Örn fór einn hér upp... þetta var ekki góður staður að þvælast upp um í þessu færi...


Áfram var haldið eftir brúnunum og hryggnum...


Smá hvíld hér á erfiðu landslagi...


Svo tók aftur að reyna á... jöklabroddar og ísexin komu að góðum notum...


Sýnin niður Hólsfjallið handan árinnar...


Aðdáunarverð frammistaða hjá hópnum að fara þessa leið...


Hver gefur næsta manni styrk og aðstoð ef þarf... það er margt hægt í krafti hópsins...


Magnað fólk !


Útsýnið inn eftir Snæfellsnesinu jókst með hverjum hæðarmetranum ofar...


Komin upp á hæsta tind og þá blasti þetta við norðan Snæfellsness... Hraunsfjarðarvatn... Baulárvallavatn... og fjær Selvallavatn... og Vatnafellið þarna á milli sem við gengum á árið 2018... og gengum þá yfir Hraunsfjarðarvatnið ísilagt.. það var ógleymanlegt með öllu...



Síðra útsýni til Tröllatinda... sem sjást þó hér...


Bjarnarhafnarfjall... Berserkjahraun... o.m.fl...


Nærmynd af fjallinu Horn og Gráukúlu fjær... með Hraunsfjarðarvatnið nær...


Sýnin út eftir norðurhryggnum... sem við klöngruðumst um árið 20111...


Sýnin inn eftir Snæfellsnesinu...


Rauða liðið á Elliðatindum ! Hvílíkur sigur ! Ekki pláss fyrir hópmynd á tindinum...


Niður var farið norðar með smá spöl fyrst eftir brúnunum og svo niður snjóbrekkurnar sem gott hald var í...


Leiðin upp þegar litið var til baka... þetta var alvöru leið...


Jöklabroddarnir skmiptu sköpum og það reyndi vel á menn... en Sigga Lár var mest að taka á stóra sínum eftir slysið á Botna-Skyrtunnu fyrr á árinu...


Fljótlega komin í öruggara landslag neðar í dalnum...


Tindurinn þarna efst...


Flottur hraði á hópnum og allir fegnir að vera komnir í greiðfærarar landslag...


Og þá hófst sparinestið... þar sem þessi ganga var ígildi riddarapeysusparigöngunnar á Okið sem aflýstist vegna bílfæris og veðurs fyrr í nóvember...


Kolbeinn og Elína voru alveg með þetta...


... og Sigurjón og Svandís líka !


Menn mættu með alls kyns góðgæti og buðu félögunum...


Jólalegt og sparilegt með meiru...


Dásamlegur nestistími...


Menn lásu upp riddarapeysuljóðin... sem nú eru komin á forsíðu vefsíðunnar okkar...


Svo var haldið niður úr dalnum og út á múlann í austri...


Sjá dalinn útbreiddan hér og efsta tind fjærst...


Húmið að leggjast yfir aftur... sólin var að setjast... ansi stuttur dagurinn í nóvember...


Davíð fann skaflann til að leika sér í... gaggjað gaman !


Greiðlega farið síðustu kílómetrana...


En dýrðin var ekki búinn... nú skreytti tunglið skyndilega gönguna... með því að rísa bleikt á himni þegar sólin settist...


Töfrarnir á þessum árstíma eru óumdeildir þeim sem hafa upplifað þá á annað borð... og veldur að þetta er uppáhaldstími þjálfara á fjöllum... sem og margra annarra...


Komin úr snjónum...


... og í grjótið neðar....


Alls 13,5 km á 7:26 klst. upp í 866 m hæð með alls 1.024 m hækkun úr 67 m upphafshæð...


Kyngimögnuð ferð í hæsta gæðaflokki og ein flottasta gangan á árinu !


Gps-slóðin hér:

95 views0 comments

Comments


bottom of page