Flatnaháls í þoku, rigningarsudda og svo myrkri í ofanálag ! #Esjanöðruvísi
- Bára Agnes Ketilsdóttir

- Oct 17
- 2 min read
Æfing nr. 870 þriðjudaginn 14. október 2025

Öðruvísi leið á Esjuna var æfing vikunnar um miðjan október... en þjálfarar sáu eiginlega eftir því að hafa farið þessa leið... þar sem þokan og svo myrkrið var allt um lykjandi og svipmikið landslagið og útsýnið naut sín því miður ekki...

En við héldum í vonina og okkur fannst eins og þokan væri að lyfta sér... en í staðinn fengum við bara rigningarsudda og ekkert skyggni...

... en það var svo hlýtt að við vorum að kafna... og þeir allra skynsömustu gengu bara á stuttermabolnum enda var veðrið til þess...

Ofar skall myrkrið á og höfuðljósin komu sér loksins að góðum notum... en þau eru orðin svo sterk og góð að það verður ekkert myrkur með þessi fyrirbæri á höfðina... en ein af lexíum kvöldsins voru þau að í svona þykkri þoku er ljósið að lýsa upp hvíta þokuna og betra að lýsa neðar með því að hafa ljósið í hendinni... en það þýðir að hún heldur ekki utan um stafinn... og því gerðu menn bæði... en þetta slapp vel og það var betra að vera með daufara ljós en sterkt í þessari þoku...

Við þurftum að skutlast yfir Kollafjarðará til að komast yfir í manngerðan gönguhluta leiðarinnar og eftir þessa stiklun var leiðin greið niður stíginn eftir hollt bröltið í hliðarhallanum undir Kistufellinu...

Dásamlegt kvöld upp á 5,5 km á 2:42 klst. upp í 463 m hæð með alls 426 m hækkun úr 50 m upphafshæð...

Takk innilega elskur fyrir þessa frábæru mætingu og einstaklega skemmtilegu samveru alltaf hreint... þið eruð alveg mögnuð !
Efri: Helgi, Guðjón, Hjörtur, Örn, Magnús Már, Ása, Birgir, Silla og Björg.
Neðri: Sjöfn Kr., Kolbeinn, Þorleifur, Sighvatur, Linda og Oddný T., vantar CH á mynd og hundarnir voru eðalvinirnir Batman, Kolka og Myrra :-)








Comments