top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Gengið upp á Sprengisand... um Tungná og Köldukvísl legg 15 #ÞvertyfirÍsland

Tindferð nr. 340 laugardaginn 30. ágúst 2025


ree

Ekki tókst að ná þátttöku í göngu upp með fossum Þjórsár frá Sultartanga upp á hálendiðum miðjan júní árið 2025... og því urðu þjálfarr að breyta næsta legg á leið yfir landið... og ganga austan megin við Tungná, Sporðöldulón og Köldukvísl... en þessi útgáfa gaf okkur ótrúlega flotta leið svo við vorum eftir á að hyggja mjög glöð með að hlutirnir skyldu hafa þróast á þennan veg...


Þjálfari fór könnunarleiðangur upp á Sprengisand í lok ágúst... og uppgötvaði Fagrafoss í Köldukvísl en það sem réði úrslitum var að sjá bæði að hún væri ekki göngufær og því uðrum við að ganga austan megin við hana... en ekki síður uppgötvaði þjálfari fyrir algera tilvlkjun gljúfrið sem Kaldakvísl státar af milli fossins Nefja og Fagrafosss... og því var ekki aftur snúið... við skyldum allan daginn ganga meðfram þessu gljúfri...


Það sem kom ekki síður á óvart í þessari ferð var fegurðin sem er á leið upp með Tungná... sunnan við Sporðöldulón... steinsvar frá þjóðveginum við Hrauneyjar... þar sem ekkert nema sandur og auðn blasir við... óekkí... við ána er friðsöm fegurð og gróðursæld sem kom á óvart...


ree

Við lögðum af stað úr bænum kl. 07... eftir að hafa breytt því úr 06 eftir umræður á Mávahlíðum þriðjudagskvöldið á undan... förum alltaf kl. 07 og aldrei kl. 06... menn hreinlega leggja ekki í það og það er ekkert mál... við erum þá komin klukkutíma síðar í bæinn þann dag... en það munar meiru en að þurfa að vakna kl. 05 eða jafnvel fyrr...


Eftir skutl með bíla upp á Sprengisand og pásu í Hrauneyjum var loksins tveimur bílum lagt við brúnna yfir Tungná þar sem beygt er niður um Búðarháls... og þaðan voru heilir 334 km í Font á Langanesi... þar sem við ætlum að enda för okkar yfir landið... einhvern tímann langtíburtikstan... eða kannski árið 2030 ? ... ef heilsan leyfir...


ree

Þjálfarar bjuggu til gps-slóð í tölvunni fyrir þessa ferð... en vonuðust til að það væri einhvers slags slóði á þessum fyrsta kafla... en vá... við áttum ekki von á þessari flottu leið sem birtist okkur... slóði allan tímann að brúnni við Sporðöldulón... ótrúlegt alveg... sjá Tungná hér vinstra megin...


ree

Það var 12 stiga hiti... algert logn og sól... mallandi sumardagur í lok ágúst...


ree

Litið til baka...


ree

Ótrúlega falleg leið...


ree

Fyrsta nestið... var tekið í sjónmáli við Hrauneyjar Sjá í þakið á húsaþyrpingunni efst vinstra megin á mynd)... sem er alveg ótrúlegt... að hafa þann stað á vegi okkar yfir landið... en þessir leggir hafa gegið okkur eitthvað annað en hvefðbundnar göngur... og ævintýrið verið mun stærra og fjölbreyttara en við áttum von á... alger uppgötvun... óvissa... veisla... takk... ekkert excelskjal... lítill fyrirsjáanleiki... mjög margt óvænt... já, takk... við þiggjum einmitt slíkt...


ree

Skyndilega urðu á vegi okkar tveir fiskar... og við drógum þá ályktun að þeir hefðu fallið úr kafti ránfugls... það voru tannför á þeim minni... eða var þetta eftir veiðimenn sem voru hugsanlega á svæðinu ?


ree

Tungná verður ekki söm eftir þessa ferð...


ree

Fegurð hennar kom á óvart...


ree

Við urðum að halda okkur við þjóðveginn til að ná brúnum yfir mestu fljótin á þessu svæði... en vorum nánast ekkert á veginum allan daginn...


ree

Hitastækja... og við kældum okkur og fengum okkur að drekka úr Tungná...


ree

Hér stoppuðum við umferðina... á meðan við gengum yfir... en það voru allir pollrólegir...


ree

Hvílíkur staður...


ree
ree

Kitlandi fersk og notaleg stund hér...


ree

Batman og Myrra voru hundar dagsins... og þau léku á als oddi...


ree

Mikið af berjum á leiðinni... bæði krækiberjum og bláberjum...


ree

Hér kláruðum við vegakaflann...


ree

Sporðöldulón framundan...


ree

Hár bærðist ekki á höfði... friðurinn var alger... þetta var svo fallegt...


ree
ree

Það var frábær mæting í þessa ferð... þrátt fyrir miklar úrtölur... við látum slíkt ekki slá okkur út af laginu... þetta verkefni krefst úthalds... einurðar og staðfestu... og það er gefandi að þjálfa einmitt það... og gefa ekki eftir þegar neikvæðu raddirnar byrja sinn söng... við erum örfá sem ætlum að þrjóskast við þetta... og það er allt í lagi... við skiljum vel að þessar göngur hugnist ekki flestum... það er einmitt svo dýrmætt... að vera ein í heiminum... að gera eitthvað öðruvísi en þetta vanalega... og skellihlæja að þessari vitleysu... þetta er auðvitað galið... en það er það skemmtilega við þetta... við viljum alls ekki vera í kraðakinu hvort eð er...


ree

Sporðöldulón verður okkur heldur ekki samt eftir þessa ferð.. nú vitum við nákvæmlega hvernig það lítur út... og yfir hvers lags friði það getur búið yfir...


ree

Þessi kafli á þjóðveginum var örstuttur... rétt til að komast yfir tvær brýr... svo vorum við komin í auðnina og óvissuna aftur... eins gott að vita hvert för var heitið...


ree

... jú... meðfram Sporðöldulóni..


ree

Lygilegt veður... brakandi sumarhiti...


ree

Við norðurenda Sporðöldulóns... tóku við ár sem renna í það...


ree

Þessi virðist líka vera nefnd Kaldakvísl á korti... en ég sel það ekki dýrara en ég keypti...


ree

Hér tók birtan að breytast... það þyngdi yfir... og varð skýjaðra... en lognið hélst...


ree

Já...


ree

Þessi var bara að fá sér að drekka og kæla sig í hitanum...


ree

Stóragilskvísl hér mætt á svæðið...


ree

Brú yfir hana og allt saman... svo við óðum ekkert þennan dag... en mollan slík að stelpurnar fengu sér fótabað á pásu tvö á þessum stað...


ree

Skrítið að vera svekktur að fá ekki að vaða hér... það er ekki í lagi með okkur :-)


ree

Fallegur nestisstaður...


ree
ree

Eftir gott nesti var haldið aftur af stað... upp eftir Köldukvísl sem var gruggur ólíkt Stóragilskvísl sem var tær... Klifshagavallakvísl rennur í Köldukvísl... en það er svolítið erfitt að átta sig á hvað er hvað...


Hér er greinagóð lýsing á svæðinu og ánum: vmsts_89005x_kaldakvisl.pdf


ree

Litið til baka... sjá hér Heklu og Búrfell í Þjórsárdal... ótrúleg thversu vel þetta sækist...


ree

Við vorum komin á gönguslóðann sem er á skiltunum við báða enda... fórum nær lóninu og misstum því af skiltinu við suðurendann... en þessi gönguleið heitir "Þóristungur - Fagrifoss" og er vel merkt og stikuð... en stikurnar voru ekki alltaf á slóðanum sem var svo freistandi að ganga eftir... og við tókum því hann stundum frekar en stikurnar...


ree

Löðmundur... baksviðs... skrítið að vera bak við hann... við vorum sannarlega komin upp á hálendið...


ree

Hekla... komin svona langt í burtu... þetta er nærmynd á myndavélinni...


ree

Undirlagið í þessari göngu var frábært... hart gog slóðað nánast allan tímann... það léttir mikið undir þegar gengnir eru 32 kílómetrar...


ree
ree
ree

Kaldakvísl... gruggug þar sem yfirfall er í Þórisvatni og skurður var leiddur í vatnið frá ánni á 8. áratugnum... venjulega er hún tær...


ree

Aftur kom sólin...


ree

Batman reyndi að smala þessum... en þær hlustuðu sko ekki á þessa borgarhunda og létu sér hvergi segjast... og eltu okkur í staðinn...


ree

Skúraleiðingum var spáð sþiðari hluta dags... og það stóðst...


ree
ree
ree
ree

Sveppi í grjótinu í læknum.. aldrei séð þetta í svona miku magni...


ree

Eins og hendi væri veifað... kom rigning... eftir sól og algert logn... og það var smá gjóla með þessu... og við drifum okkur í jakka... en sumir gengu á skuttbuxunum allan daginn... það var svo hlýtt...


ree

Fossinn Nefji... eins og nef... fyrri fossinn í Köldukvísl...


ree
ree

Gruggur var hún Kaldakvísl....


ree

Hekla þarna í fjarska úti í enda...


ree

Ótrúleg fegurð...


ree

Slóðinn varð greinanlegur þegar fljúfrið í Köldukvísl fór að dýpka...


ree

Þriðja nestispásan var hér...


ree

Hér tók gljúfrið sviðið smá saman... og við tókum rólega göngu upp með því eftir frekar röska göngu hingað til...


ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree

Kerlingarfjöll í fjarska...


ree
ree
ree

Einstaklega gott andrúmsloft var í þessari göngu... samstaða, virðing og gleði... Helgi, Ása, Guðjón, Birgir, Björg, Örn, Oddný, Brynjar, Maggi og Gulla en Batman og Myrra voru hundar dagsins... Bára tók mynd... 11 manns mættir... sem telst nú bara frekar mikið á þverunarlegg... en Kolbeins var sárt saknað... hann var erlendis að fagna 60 ára afmæli sínu... ef hann er ekki búinn að ná þessum legg þegar hann verður 70 ára... þá förum við hann bara með honum !


ree
ree

Stórbrotið landslag sem ekki fangast á ljósmyndum...


ree
ree

Kerlingarfjöllin komin betur í ljós... við verðum eiginlega að ganga á alla þessa tinda...


ree
ree
ree

Sprænur sem láku niður í gljúfrið...


ree

Nóg að drekka fyrir hunda og menn á þessari leið...


ree
ree

Stórbrotnasti hluti gljúfursins ar efst rétt neðan við fagrafoss...


ree

Hér var hægt að vera uppi og niðri - sjá slóðann vinstra megin á mynd... við völdum efri slóðann af því stikurnar voru þar... menn vilja greinilega ekki bera ábyrgð á stikaðri leið undir hamraveggjunum sem mikið grjóthrun er úr...


ree
ree

Komin að Fagrafossi...


ree
ree
ree

Rigningin löngu hætt aftur... og komið friðsælt síðdegisveður...


ree

Spottinn frá fossinum að bílastæðinu er stuttur...


ree
ree

Mjög gott skilti við bílastæðið... þar sem þessari gönguleið eru gerð góð skil...


ree

ree

En... við lögðum ekki bílunum hér um morguninn... heldur nær þjóðveginum.. þar sem við ætluðum svo að ganga þaðan á næsta legg...


ree
ree
ree

Þetta voru tæpir 2 km frá bílastæðinu að bílunum okkar við Sprengisandsveg.. sól tekið að halla... og okkar beið rúmlega 2ja tíma akstur heim á leið...


ree
ree

Alls 31,2 km á 9:14 - 9:20 klst. upp í 530 m hæð með alls 598 m hækkun úr 319 m upphafshæð...


ree
ree

Og nú... voru 311 km í beinni línu að Fonti á Langanesi... þetta styttist...


ree

Þreytt... en alsæl... með magnaða göngu... Brynjar bendir réttilega í áttina að Sprengisandi... og þessari 3ja daga gönguleið sem bíður okkar... næsta sumar...


Maggi, Gulla, Bhjörg, Ása, Brynjar, Guðjón, Birgir, Helgi, Örn, Oddný og Bára tók mynd en Myrra og Batman eru þarna með...


ree

Vinirnir tveir... búin að taka ansi margar langar og strembnar og svo stuttar og léttar göngur saman síðustu ári... þessi tvö... og deilt mörgum sinnum bílnum saman við ferjun... ekkert vesen... bara vinátta, samheldni... og tryggð...


ree

Enga stund til baka ofan af Sprengisandi meðfram Þórisvatni, Hrauneyjavirkjun og Sporðöldulóni... í Hrauneyjar... um 20 mín akstur...


ree

Við erum komin hingað.... eftir fimmtán magnaðar gönguleiðir... mis langar og misfallegar... en það verður að segjast að þessar síðustu hafa staðið upp úr... þessar í óbyggðunum... þar sem landið er framandi... og verkefnin stærri... en nær byggð...


Takk öll elskurnar fyrir að mæta... fyrir að gefast ekki upp... þetta langtímaverkefni krefst úthalds... einurðar... og staðfestu... og það er góð tilfinning að æfa slíkt... á okkar knappa og snögga nútíma þar sem öllu er kastað léttilega til hliðar fyrir eitthvað annað og við stöldrum sífellt minna við það sama heldur skrollum bara yfir á næsta... og svo næsta...


Næsti leggur... er 3ja daga leið yfir Sprengisand í Nýjadal... og svo er það Vonarskarð, Gæsavatnaleið, Askja, Herðubreiðarlindir... við getum ekki beðið ! ... látum engan... segja okkur að þetta sé ekki spennandi verkefni :-)




Þverunarverkefnið í heild hér: Þvert yfir Ísland | Toppfarar

Comments


bottom of page