Æfing nr. 770 þriðjudaginn 15. september 2023.
Sólin skein ennþá... um miðjan september... þegar við ákváðum að skoða betur gjörn Lómsins sem við gengum fram á á þverunarleggnum í nóvember í fyrra... og fara þá öðruvísi leið um Sandfellið en áður frá Hagavík... og ganga á Bæjarfjallið sem við höfðum ekki ennþá gert...
Skógurinn ofan við Hagavík vex... og er sífellt illfærari með hverju árinu... en vel þeginn og dýrmætt að fá yfirleitt að ganga aðeins í skógi...
Útsýnið óborganlegt úr hlíðum Sandfells.. hér með Ölfusvatnsfjöll í baksýn... og Búrfell í Grímsnesi enn lengra...
Sandfellið er ílangt og greiðfært uppgöngu... og gefur mjög mikið útsýni fyrir allt Þingvallavatn... það mældist 426 m hátt í þetta skiptið...
Þingvallavatnið blasir hér við... sjá má kuldann sem næddist um í vindinum þarna uppi... en neðar var mun hlýrra...
Nú sátum við þétt saman... en fyrsta 2ja metra fjarlægðar gangan var á þetta fjall árið 2019 í mars... það er ótrúlegt að hugsa til þess...
Þetta er 14. mars árið 2020... og við að reyna að hafa 2ja metra regluna sem þá var að byrja... en eftir á að hyggja erum við svo fegin að við héldum áfram að ganga og aflýstum almennt ekki neinni göngu á þessum skelfilega skrítna tíma... heldur fórum bara í göngur með reglurnar á bakinu... Tindferð 193 Sandfell (toppfarar.is)
Nú var öldin önnur... nokkrir með covid þessa dagana... eða að jafna sig ennþá eins og Bára þjálfari og Linda... og sumir aldrei fengið þessa veiru í sig svo þeir viti til...
Batman, Hetja, Týra og Tumi voru hundar kvöldsins... takk fyrir gleðina og vináttuna elsku ferfætlingar... margt getum við lært af botnlausri tryggð, gleði og hæfni ykkar til að njóta staðar og stundar...
Frábær mæting... fullt af nýliðum... félögum að snúa aftur... og svo bregðast krosstrén ekki og mæta viku eftir viku... árum saman... ómetanlegt fyrir sál og líkama að hlaða sig orku í hverri viku og koma nærður heim alla þriðjudaga eftir hreyfingu, útiveru og nærveru með fólki sem gerir mann að betri manni...
Niðurn aftur af Sandfelli...
Haustbirtan... gróskan eftir sumarið... Stapatindur, Hrómundartindur og Mælifell svo falleg þarna niðri með Ölfusvatnsárgljúfri...
Ótrúlega kalt í veðri... mikil viðbrigði frá því fyrir tveimur vikum síðan á Latsfjalli... en sama gefandi samveran og nærandi spjallið...
Holl og góð niðurleið í skriðum og grjóti...
Tókum ásinn frá Sandfelli með... áður en við snerum niður í Löngugróf...
Sérlega skemmtilegur hryggur sem nýtur sín enn betur að vetri til...
Riddarapeysurnar á Sandfelli... óvenju mikil litadýrð og sífellt stækkandi safnið okkar... ótrúlega fallegar #riddarapeysur
Dina, Jón, Valla, Þórkaatla, Bára, Linda, Katrín Kj, og Guðmundur Jón... óvenju fáar peysur þetta kvöld... en lagt síðan við tókum síðast riddarapeysumynd og drifum því í því þar sem landslagið speglaðist sérlega vel í litum þeirra þetta kvöld...
Dina vígði sína nýju riddarapeysu þetta kvöld... dumbrauð og óskaplega falleg... skákar án efa þjálfarapeysunni sem er svo skærrauð... peysa sem fangar vel liti haustsins... vel gert #riddarapeysur
Það er alls ekki ætlunin að skilja út undan þegar við tökum riddarapeysumynd... þessar peysur eru bara ætlaðar til að skapa stemningu og þétta okkur sem hópur og spegla landslagið í prjónlesi sem hefur einmitt valdið því að þó nokkuð margir hafa lært að prjóna eða fengið einhvern sér nákominn til þess arna eða bara keypt sér peysu...
... og því tók þjálfari mynd af þeim sem ekki voru í peysu... sem voru margfalt fleiri... og knúsaði þá í huganum... æj, reynum bara að hafa gaman... og fara út fyrir rammann okkar... dáumst bara að þessum peysum og öndum að okkur fegurðinni...
Langagróf heitir þessa skarð hér... svo fallegt...
Þessi árstími er einstakur... litirnir svo sterkir í náttúrunni eftir alla grósku sumarsins... og sólarlagið að kveldi til á haustin er gullnara en nokkurn tíma...
Nú fóru þjálfarar tilraunakennda leið hér í gegn... búin að skoða kort og ljósmyndir sínar af svæðinu þar sem þeim fannst eins og það ætti að vera hægt að komast hér á milli niður að Lómatjörn...
Sólarlagið skreytti leiðina lygilega vel...
Þessi leið var geggjuð og átti bara eftir að batna...
Litið til baka...
Þetta leit ansi saklaust út til að byrja með...
... en svo kom lækjarfarvegur... alveg þurr...
Þeir byrja oft saklausir efst en þrengjast og brattna neðar... en það gerðist ekki hér... var seinfarið á kafla en fínasta leið og mjög skemmtileg...
Heilmikið klöngur og því fínasta æfing... ekki viljum við ganga á stígum eins og viðkvæðið er...
Nestispása í kvöldhúminu og miklu spjalli... dásemdin ein...
Jæja... aftur af stað... við áttum stefnumót við eina tjörn og eitt fjall fyrir myrkur...
Lómatjörn nánast uppþornuð... og leirinn gljúpur kringum hana og rétt svo hundheldur...
Hetja hér að drekka...
Bæjarfjallið var ágætis uppganga og gaf skemmtilegan endi á göngunni...
Mældist 226 m hátt...
Myrkrið mætti þar og það var ansi skuggsýnt...
Flestir náðu ekki í höfuðljósið sitt og héldu út gönguna í rökkrinu...
... en síðasti hópurinn náði í ljósin sín til öryggis...
... og það munaði heilmiklu en það er gott að æfa ljósleysið... maður missir svolitið yfirsýn yfir svæðið þegar ljósið er kveikt... þá fer öll athyglin á það sem ljósið lýsir á og allt hitt hverfur í myrkrið...
Aftur niður í hlýju og logn hér í lokin...
Alls 7,5 km á 3:15 klst. upp í 426 m hæð með alls 475 m hækkun úr 116 m upphafshæð...
Höfuðljósin með hér með... veturinn nálgast... og við ætlum að njóta hans sem mest við getum... frábær frammistaða nýliðanna... Dagný og Clement sem hafa verið með okkur í mánuð og náð að kynnast vel hópnum halda nú til vetursetu í Frakklandi... vonandi koma þau aftur til okkar í vor... frábært að kynnast þeim... þau eru gott dæmi um hvernig er best að gera þetta... bara mæta nánast alla þriðjudaga... fá far eða gefa far og spjalla við alla... þá kemst maður strax inn í hópinn... þangað til næst...
Comments