Húsfell í miðjum stormi... komumst óvænt alla leið... vel gert allir sem fóru í göngu þetta kvöld !
- Bára Agnes Ketilsdóttir
- Jan 29, 2022
- 2 min read
Þriðjudagsæfing 25. janúar 2022. Æfing nr. 689.

Þetta þriðjudagskvöld var spáð mjög miklu roki á suðvesturhluta landsins og ófærð var á vegum í kringum höfuðborgina... en þar sem engin úrkoma var í kortunum á okkar göngutíma og hitastigið ekki svo lágt... ákváðum við að halda áætlun og freista þess að ganga eitthvað frá Kaldárseli þó Húsfellið væri ekki lengur inni í myndinni... þar sem það var ekkert einfaldara að finna annan stað að hittast á og ganga...

Þjálfarar mæltu með því að hver og einn myndi meta veðurspána og leggja í hann eins og hentaði... allavega taka 30 mín göngutúr í hverfinu sínu... en á endanum mættu 9 manns með Erni þjálfara... Súsanna og Svala lögðu fyrr af stað og nýttu þannig vel dagsbirtuna og gengu rúma 8 km kringum Helgafellið í Hafnarfirði... og Siggi og Linda gerðu það sama... lögðu fyrr af stað til að fá dagsbirtu og gengu á Úlfarsfellið... virkilega vel gert hjá þeim öllum fjórum !

Þessi níu sem mættu í Kaldársel til að ganga á Húsfell eða til vara á Valahnúka eða enn meira til vara í kringum þá... náðu hins vegar alveg óvænt að ganga alla leið á Húsfellið þó löng væri gangan... hér komin framhjá Valahnúkum og fjall kvöldsins framundan...

Þjálfari spurði á fb til hvers við værum að kaupa allan þennan rándýra útivistarfatnað ef við ætlum svo bara alltaf að fara út í logni og sól... það er einmitt ráð að nýta þriðjudagana í þjálfun í erfiðum veðrum... þetta var svoleiðis kvöld... og allir fíluðu það í botn !

Svo hvasst að erfitt var að halda myndavélinni stöðugri...

Komin upp á efsta tind á Húsfelli... magnað hjá ykkur !
Mættir voru: Ása, Gunnar Már, Hjördís, Inga Guðrún, Kolbeinn, Sigríður Lísabet, Sigrún Bjarna., Sjöfn Kr. og Örn og Batman sem var ansi lúinn eftir gönguna...

Mjög hvasst var uppi á Húsfelli en á niðurleið var lygnara og eins og aðeins skárra veður... enda var spáð endalokum stormsins síðar um kvöldið...

Þess vegna var hægt að stoppa og spjalla á leiðinni til baka og hafa það notalegt þrátt fyrir allt...

Smá snjóföl á jörðinni og stöku snjóskaflar en annars auð jörð...

Komið var við í hellinum í Valabóli þar sem var aldeilis skjólið maður minn !

Gott að fá smá hvíld frá rokinu...

Fallegur staður... hér höfum við oft komið við og Jóhanna Fríða slegið upp veislu á þriðjudagskveldi þegar þjálfarar voru einhvern tíma í sumarfríi...

Alls 10,6 km á 2:32 klst. upp í 298 m hæð með alls 345 m hækkun úr 85 m upphafshæð...
Virkilega vel gert öll níu + 2 + 2 + allir sem fóru út þetta kvöld !
Yorumlar