top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Heiðarárdrög að Sultartanga legg 13 #ÞvertyfirÍsland

Tindferð nr. 317 laugardaginn 21. september 2024


ree

Þessi þrettándi leggur leiðarinnar yfir Ísland var mikill höfuðverkur þar sem langur vegur var milli upphafsstaðar og endastaðar göngunnar á bílum... sem ekki gátu keyrt gönguleiðina okkar sem var á jeppaslóða frá Laxárgljúfrum að Sultartanga... og enduðum við á að fá son Ásu til að ferja okkur og svo buðust Guðmundur og Katrín Toppfarar til að skutla okkur frá endastað að upphafsstað í byrjun dags og það var besta lausnin.


ree

Þennan dag var veðurspáin skýjuð en lygn og hlý... og við fengum í ofanálag sólskin lungað úr deginum og hefðu ekki getað fengið betra veður... enda varð leiðin hin fallegasta við þetta og við vorum ljónheppin... sjá hér Heklu í skýjunum í morgunsólinni á leiðinni upp í Sultartanga...


ree

Við vorum mjög spennt... fá á ferð eins og vanalega... en allir mættir ólmir í að koma úr að ganga í óbyggðunum... og þær fengum við svo sannarlega þá þetta væri á línuvegi... magnaður dagur með meiru...

ree

Guðmundur snillingur hér bíðandi eftir okkur við Sultartangavirkjun á

laugardagsmorgninum...


ree

Allir mættir við Sultartanga... hér skildum við okkar bíla eftir og fórum í jeppana tvo....


ree

Jói, sonur Ásu var hinn jeppinn... nýbúinn að kaupa hann og á eftir að gera hann upp... en drengurinn sá er mikill öðlingur og það var fengur að fá hann með okkur... en Jói hefur komið í göngur með okkur og við eigum vonandi eftir að njóta krafta hans oftar í okkar ferðum...


ree

Jarlhetturnar blöstu við úr bílnum á leið upp hálendi Hrunamanna...


ree

Bláfell á Kili var ótrúlega nálægt...


ree

Jarlhetturnar í nærlinsu...


ree

Heiðarvatn... þarna eru bústaðir við vatnið... og á svona degi skilur maður afhverju... en það er stutt í hráslagann hér... og eins og alltaf á Íslandi... þá er málið að grípa og njóta góðu dagana... þegar þeir koma... eins og þennan dag...


ree

Leiðangursmenn... jeppa- og göngugengið... þessi mynd verður ein af táknmyndum Þverunarverkefnisins... jeppar - bílstjórar - göngumenn - og hundar... þetta verkefni er búið að stækka hjartað í manni... og það bæði vegna botnlausrar aðdáunar og virðingar fyrir landinu okkar... og ekki síður vegna væntumþykju gagnvart göngufélögunum... sem tryggir eru verkefninu og hafa þessa sömu biluðu ástríðu fyrir því...


ree

Bílstjórarnir... það var alger tilviljun að þau væru á eins jeppum... Katrín Kj., Guðmundur Jón og Jói... takk innilega fyrir hjálpina elskurnar... þið eruð hluti af þessari leið með þessu...


ree

Lagt var af stað úr bænum kl. 07... og eftir akstur upp í Sultartanga með okkar bíla að endastað göngunnar... og svo akstur hingað upp eftir Tungudal á Hrunamannaafrétt að upphafsstað göngunnar... vorum við loks lögð af stað gangandi kl. 10:16... þetta tók ekki lengri tíma sem sé... við gerðum ráð fyrir 3,5 klst. en vorum bara rúma 3klst. í akstrinum...


ree

Við lögðum af stað við Heiðarárdrög... og það var smá spölur að sjálfum Laxárgljúfrunum sem við gengum upp með á síðasta legg... í aaaaaðeins öðruvísi veðri... rigningu en lygnu og hlýju veðri... nú var sól og sama blíðan... það sem við vorum lánsöm...


ree

Þessi leið bauð upp á fimm árvöð... mis mikil og hér var það saklausasta... Leirá... vað númer eitt...


ree

ree

Upp að eða upp fyrir hné... það var aldrei minna en það en allar árnar voru tærar, kaldar og lygnar...engar jökulár á þessari leið...


ree

Jebb... vað eftir rúmlega háltíma... það var greinilegt hvað beið okkar þennan dag... og þessi vöð gerðu okkur auðvitað betur kleift að þola þessa vegalengd... sem var allt frá 31 - 33 km mæld en við gerðum ráð fyrir 30 km leið...


ree

Gleðin og jákvæðnin ríkti allan þennan dag... það er eina leiðin... enda ekki annað hægt í þessu veðri og þessari víðáttu...


ree

Þessi ás hét Fjallamannaklettur... hér er greinilega gott að standa og hafa yfirsýn yfir smölunina á þessum afrétti... magnað nafn !


ree

Sjá hann hér... Fjallmannaklettur...


ree

Árnar liðuðust alls staðar í kring... um króka og kima eins og bergið og landslagið hefur leyft þeim að sverfa sig niður...



ree

Haustlitirnir voru allsumlykjandi og því var þessi gönguleið með fegursta móti.... þegar mæðgurnar fóru hér um voru skaflar hér og þar og landslagið ansi eyðilegt að sjá... og þær töldu heiðarnar á leiðinni... sem voru að gera þær brjálaðar... eða þannig... en við einhvern veginn upplifðum ekki leiðina sem slíka... vorum bara guðs lifandi fegin að gá að arka svona á vegi... eftir kaflann frá brúaðhlöðum að Laxárgljúfrum yfir hverja heiðina, hólana og hæðirnar á fætur annarri á ótroðinni slóð... eftir þann legg... elskum við slóðir... í bili...


ree

Ótrúlega fallegt...


ree

Haustið er magnaður tími og besti göngutíminn að okkar mati... en við elskum samt mest veturinn þegar snjórinn er mættur og sólin og hann leika saman listir sínar... þá er útiveran svo kærkomin vegna meiri inniveru að vetri en sumri...


ree

Nokkrar lækjarsprænur á leiðinni sem við stikluðum yfir...


ree

Komin að Helgaskála... hann er gangnamannakofi Hrunamanna...


ree

Ein sprænan til...


ree

Þetta var vatnsfjallsleiði mikla...


ree

Gaman að koma hingað... hér var enginn... en vel við haldið og snyrtileg aðkoma...


Örn fann bílnúmersskilti fljótlega á leiðinni, í Leirá... og tók það með sér alla leiðina og skilaði því á skoðunarstöð sem ætlaði að kanna með eigandann...



ree

Geggjaðir göngufélagar ! Fíflast... hlæja... brosa... grínast... það er miklu skemmtilegra en hafa allt á hornum sér og tuða og væla og kvarta og kveina... pant vera í gleðinni...


ree

Komin hingað á rúmum klukkutíma... gönguhraðinn á þessari göngu var 5 km/klst...


ree

Eftir stutt stopp héldum við áfram frá Helgaskála... með Stóru Laxá rennandi framhjá... í öfuga átt að manni fannst... í norðurátt... en hún rennur svo í suðurátt til sjávar en sameinast áður Hvítá við Laugarár... ótrúlega gaman að upplifa í návígi þessa bergvatnsá sem af mörgum er talin sú fegursta á landinu...


ree

Fleiri ár rernna svona til norðurs á þessu svæði... til að mynda Svartá sem við áttum eftir að vaða síðar... það var mjög forvitnilegt að sjá árnar liðast í allar áttir á kortum þegar við vorum að reyna að glöggva okkur á leiðinni og hvar væri best að ganga... en niðurstaðan var sú sama og mæðgðurnar fengu... ekkert vit í öðru en að fylgja línuveginum þar sem vöðin voru þá góð á þeim og hvergi gengið fram á hindranir eins og gljúfur eða óþarfa hæðir upp og niður... þó þær væru sannarlega til staðar á þessari leið samt... en jeppaslóðinn fer greiðfærustu leiðina svona almennt...


ree

Við kvöddum Helgaskála við Stóru Laxá...


ree

Það kom uggur í þjálfara... áttum við eftir að vaða allt þetta vatnsflæmi eftir smá... vonandi yrði það á góðum stað... það var óþarfi að haga áhyggjur af þessu... því hún var mun vatnsminni þar sem við óðum hfyir hana... ekki búin að safna í sig jafn mörgum lækjum og ám eins og hér...


ree

Fallegur staður... líklega gista hér aðallega veiðimenn og gangnamenn ?


ree

Í rauðri lautu... af því það var haust... fengum við okkur fyrsta nesti... þjálfarar gleymdu að skipuleggja nestistímana... það er sálrænt gott að gera það þar sem nestistímarnir eru mikilvægt mál fyrir suma og gott að vita hvenær á að borða... þjálfurum er nákvæmlega alveg sama... en til að sem flestir séu sáttir þá þarf þetta að vera á hreinu... og við ákváðum að borða á um 7 km fresti... miðað við 30 km göngu og þrjá til fjóra nestistíma...


ree

Litið til hægri... rafmagnslínurnar sem vegurinn fylgdi... án virkjana og lagningar rafmagnslína um allt land... hefðum við ekki svona vegaaðgang að hálendinu eins og þennan... né brýr og skála og sæluhús...


ree

Fallegur staður... og notaleg nestisstund...


ree

Eftir nestið komum við fljótlega að næsta vaði... við pössuðum þetta betur næst... að borða eftir vöðun... áttuðum okkur hreinlega ekki á því að það væri alveg svona stutt í næsta vað... þetta var Særingsdalsá... vað númer tvö af fimm...


ree

Úr og í... vöðunarárið mikla 2024...


ree

Þessi var grunn... aldrei upp fyrir hné líklega...


ree

Sjö og hálfur kílómetri á tveimur tímum og búin með tvö vöð af fimm... þessi ganga leið svo hratt... að það var með ólíkindum... mjög sérstök tilfinning... manni fannst hún líða hjá á ógnarhraða...


ree

Rör undir veginum... rörablætið var auðvitað með í för... eitthvað urðum menn að hafa fyrir stafni á svona vegagöngu :-)


ree

Vegurinn var í stakasta lagi og greiðfær að mestu ef ekki öllu líklega... fyrir utan árnar... en líklega er Fossá eini virkilegi farartálminn á þessari jeppaslóð...


ree

Stóra Laxá í fjarska... gróðurlendið á svæðinu kom á óvart... við héldum að við værum að fara að ganga í grýttum hráslaga... en svo var sannarlega ekki...


ree

Enda sagði Óskar sem er að fara Langleiðina hlaupandi við þjálfara um daginn í heita pottinum í Mosó... "ef ykkur finnst þessi leið tilbreytingarlítil... bíðiði bara eftir Sprengisandi"... :-)


Sjá hér frábæra vefsíðu hans um ferð þeirra skokkandi yfir landið svipaða leið og við gangandi en þeir eru komnir í Dreka núna: www.langleidin.is


Og ég minni enn og aftur á... að við erum að feta í fótspor þeirra sem farið hafa svona yfir landið áður... en við styðjumst við gps-slóðir frá "mæðgunum áf fjöllum" sem fóru árið 2020 þeirra síða og frásagnir hafa í raun gert okkur kleift að gera þetta því hver leggur krefst yfirlegu og skipulagningar og þá munar miklu að geta sérð hvernig aðrir hafa leyst hlutina... svo takk fyrir okkur mæðgur ! Og eins Óskar á Langleiðinni því upplýsingar af vefsíðu hans hafa einnig hjálpað okkur mikið ! Bara gaman... vonandi nýtast okkar ferðasögur líka einhverjum sem ákveður að fara þessa leið :-)


ree

Það er svo skrítið... ritari þessarar ferðasögu upplifði þessa leið svo sterkt sem víðáttu og orkumikla útiveru... heilandi, nærandi, hlaðandi... alger yndisleið... þó hún væri á vegi... og þó hún væri meðfram rafmagnslínum... líklega elska menn þessa víðáttu og þessar hráu óbyggðir... eða ekki... og sem betur fer líður manni vel í þessun landslagi... því okkar bíður auðnin alla leiðina yfir hálendið þar til komið er í byggð í Möðrudalsöræfum þar sem þjóðvegur eitt rennur í gegnum og Dreki og Herðubreiðarlindir eru að baki... það er ansi langt í það... en best að halda þá áfram þessari leið...


ree

Gróðurinn á kafi í vatn í... en blómlegur og svo fallegur....


ree

Magnað alveg !


ree

Einhvern veginn var þetta svo fallegt... ef smekkurinn er slíkur...


ree

Næsta vað...


ree

Stóra Laxá... hér ansi saklaus og lygn... grunn og tær... þetta var ekkert mál...


ree

Aftur úr og í...


ree

Tærleikinn var svo mikill að varla sást hvar loft og vatn mættist...


ree

Ótrúlegt alveg...


ree

Hreinasta vatn í heimi ? Það má spyrja sig...


ree

Þetta var frískandi og upplifgandi... búin með þrjú vöð af fimm...


ree

Áin var tvískipt... og annar áll beið lengra...


ree

Friðsældin... fyrir flesta í heiminum þar sem mannmergð, mengun og malbik einkennir lífið... væri þessi gönguleið frelsandi og nærandi... og hún var það fyrir okkur skrítnu sem elskuðu þetta...


ree

Milli lækjarállinn...


ree

Millikaflinn... hundarnir áttu í engum vandræðum með vöðin... þar til við komum að Fossá...


ree

Seinni sprænan...


ree

Brugðið á leik með enn eitt dórið sem við fundum á leiðinni... það var ekki eins mikið rusl þarna og á Ströndum... en samt ágætis dót... þessi álhringur var eins og leifar af álkoppi... og sumt náðist ekki á mynd... eins og hlutinn af stuðaranum í Leirá... þar sem bílnúmerið fannst líka...


ree

Skellihlátur... óteljandi sinnum... er hægt að biðja um meira á laugardegi ?


ree

Bílnúmerið sem fékk að ganga með okkur alla leiðina frá Leirá...


ree

Búin með 10 km... einn þriðja... og þrjú af fimm vöðum að baki...


ree

Takk fyrir okkur fallega bergvatnsá...


ree

Smá brekkur hér og þar... en lauflétt á veginum...


ree

Mikil víðsýni var þennan dag... og við sáum til allra átta...


ree

Landslagið breyttist heilmikið þrátt fyrir allt...


ree

Tjarnirnar voru ansi margar á leiðinni... og við náðum ýmsum fallegum speglunum...


ree

Hér hittum við veiðimann sem var einn á ferð... við óskuðum honum góðrar veiði og það var mjög gaman að hitta hann...


ree

Könguló varð á miðjum vegi okkar...


ree

Hundarnir fengu nóg af vatni alla leiðina...


ree

Sprænurnar...


ree

Upp hæsta punkt leiðarinnar... Ísahrygg... hann mældist 610 m hár... en við fórum samt ekki alveg á hæsta hluta hans því miður... vorum komin framhjá honum þegar við áttuðum okkur á því og nenntum ekki til baka...


ree

Á Ísahrygg sýndi Guðjón okkur myndavél sem hans vinnuveitandi er með á rafmagnslínunum til að fylgjast með... og við veifuðum til myndavélarinnar...


ree

Það var kominn tími á strákamynd...


ree

Kolbeinn... Guðjón... og Örn... þrír karlmenn og sex konur... þessir þrír ætla yfir landið... því miður ekki fleiri karlmenn... og konurnar sem ætla eindregið líka eru nokkrar... þetta hefur breyst svolítið... margir byrjuðu en fáir hafa haldið út og nú hafa nokkrir bæst við í hópinn eins og Guðjón ofl...


ree

Fjórða vaðið var á næsta leyti... Svartá...


ree

Var hægt að stikla yfir hana ?


ree

Nei... allt í lagi... við förum þá bara aftur í vaðskóna...


ree

Þetta tók enga stund...


ree

Nesti á eftir...


ree

Ekki notalegasti staðurinn en hentugasti eftir vaðið...


ree

Búin með 15 km á rúmum fjórum klukkustundum... ansi vel af sér vikið !


ree

Kaflaskil... hér var slóði upp í Sultarfit... en við áttum erindi við línuveginn...


ree

Gott að átta sig á staðsetningunni hér tímalega og kílómetralega séð...


ree

Kolbeinn fann skeifur... enn einu sinni á göngu með okkur... hann er kominn með myndarlegt safn í bústaðnum sínum...


ree

Þetta skreytti heilmikið ferðina... að tína upp það sem fannst á leiðinni... ótrúlega skemmtileg ganga... það sem maður er skrítinn...


ree

Hér voru kaflaskil... vatnaskil í raun milli vesturs og austurs... nú hættum við að sjá til vesturs að Jarlhettum og félögum... og sáum upp á Friðaland að Fjallabaki í austri...


ree

Þjálfari mundi eftir þessu í lýsingu Óskars á Langleiðinni... þegar hann og Tommi fóru þetta skokkandi... lýsingin er mjög skemmtileg sem og allar ferðasögurnar hans... virkilegur fengur að þessu... sjá hér:


ree

Stóra Jarlhetta... sást hér... ef við hefðum farið upp á efsta hluta Ísahryggjar hefðum við séð betur yfir líklega...


ree

Hér sást vel til allra átta af sama staðnum... það var magnað...


ree

ree

ree

Blíðskaparveður á hæsta punkti leiðarinnar...


ree

Nú hallaði för til austurs... og við tóku tjarnir á leiðinni niður af Ísahrygg...


ree

Hópmynd... ekkert mál... ef einhverjir kunna að láta taka af sér hópmynd... þá eru það Toppfarar :-) :-)


ree

Snillingar og öðlingar inn að beini :-)


Björg, Ása, Örn, Sjöf Kr., Guðjón, Aníta, Fanney og Kolbeinn en Bára tók mynd og Batman og Myrra tóku þátt í gleðinni :-)


ree

Leiðin framundan... þarna glitti í Fossá...


ree

Heilmikil lækkun fyrir þá sem hlaupa hér þessa leið... maður finnur mun meira fyrir hækkunum og lækkunum hlaupandi en gangandi...


ree

Batman elskaði allar tjarnir á leiðinni og baðaði sig alltaf í þeim...


ree

Fallegur staður...


ree

Já, þessi leið kom á óvart...


ree

Speglunin þennan dag í tjörnunum...


ree

Bað reglulega á leiðinni... best í heimi fyrir hundana... og okkur...


ree

Ása tók mynd af hópnum að speglast... og þjálfari tók líka... falleg mynd af hópnum :-)


ree

Algert logn og hlýtt...


ree

Litið til baka... upp á Ísahrygg... eflaust heilmikiln áskorun í vegaframkvæmdum...


ree

Rörin undir veginum... þessi vegur var vel gerður...


ree

Áfram gakk... eitt vað eftir... og svo Háifoss og bílarnir... okkur fannst við vera aldeilis fljót að þessu...


ree

Hér fann Kolbeinn beisli... magnað hvað hann fann marga merkilega hluti...


ree

Enn ein sprænan...


ree

Svo fallegt...


ree

Sýnin til norðurs...


ree

Sýnin til austurs...


ree

Sjá hversu góður vegurinn var...


ree

Móinn... grænkan... kyrrðin... lognið... hlýindin...


ree

Sýnin til suðurs...


ree

Röraglensið enn og aftur...


ree

Gróðurinn á kafi...


ree

Ferskleikinn...


ree

Mosinn í læknum... hreinasta vatn í heimi án efa...


ree

Batman lagðist núna í öllum pásum...


ree

Myrra var sprækari enda yngri...


ree

Hestagerði...


ree

Sýnin til baka til vesturs...


ree

Hér var degi tekið að halla... smá síðdegissól farin að gefa okkur gullnari lit á allt...


ree

Allir í góðu ástandi og gátu gengið rösklega...


ree

Þessi kafli var mikil næring...


ree

Speglunin uppi á heiðinni...


ree

Stutt í Fossá...


ree

Sprænur yfir veginn en ekki þörf á röri...


ree

Bára þjálfari hélt að þessi hvíta á sem sást í fjarska fyrr á göngu hlyti að vera Þjórsá... þetta gæti ekki verið Fossá... Kolbeinn hélt að þetta væri Fossá... og hann hafði rétt fyrir sér... úff... þessi breiða á var Fossá... og við áttum eftir að vaða hana sum sé...


ree

Best að koma sér að ánni og fá sér svo nesti...


ree

Jæja... þetta var ekki svo stór á...


ree

Það var bíll handan árinnar... annar sem við hittum á leiðinni þennan dag... en við hittum þau samt ekki... hann keyrði í burtu þegar við komum að og svo biðu þau ofar meðan við óðum yfir... Dacia Duster sem hefur líklega snúið frá... enda ekkert vit í að keyra yfir Fossá á slíkum bíl...


ree

Þetta er áin sem rennur svo niður Háafoss og Granna...


ree

Þetta leit ágætlega út... breið á en grunn og tær...


ree

Heilmikið vatnsfall...


ree

Við sáum að hér þurfti að vanda sig... við vissum að í ánni væru katlar... mjög ójafnt undirlagið... en allt annað var með okkur, tærleiki, lygnt og gott veður... það skiptir líka máli ef maður er eitthvað smeykur... allt verður erfiðara ef veðrið eða umhverfið er víðsjárvert...


ree

Kolbeinn fór fyrstur og tók Myrru með sér... hann var enga stund yfir en við gátum séð dýptina hjá honum og það gaf okkur kraft...


ree

Við öll hin fórum saman yfir og Örn var með Batman í bandi svo hann myndi ekki berast niður með ánni... tók því miður engar myndir né myndbönd af leiðinni þar sem öll einbeiting fór í að leiðast yfir ána og passa Batman... en Kolbeinn tók myndband af hópnum...


ree

Handan Fossár var nesti þrjú...


ree

Þar sem við horfðum á ána sem við vorum að vaða og yfir okkur var léttir... þessi leiðn var mun léttari en við áttum von á... en það var mun lengra eftir en við héldum...


ree

Góð nestisstund í síðdegissólinni...


ree

Búin með 23 km á tæpum 6 og hálfum tíma... það var ansi vel af sér vikið...


ree

Þetta var yndisstund mikil...


ree

Ennþá skein sól í heiði... birtan og litirnir þennan dag á þessari "óspennandi leið" var með ólíkindum fallegt :-)


ree

Eftir Fossá gengum við áfram veginn og komum fljótlega að þessum fallega fossi... sem við vitum ekki hvort hefur nafn... hann er stuttu ofan en Háifoss...


ree

Mjög fallegur....


ree

ree

Háifoss þarna neðar... sjá Búrfell í Þjórsárdal þarna niður frá....

ree

Mjög gaman að koma hingað...


ree

Áfram veginn... vissum ekki hvað þetta skilti var að segja annað en vara við háspennulínunum ?


ree

Þjórsárdalur þarna niður frá...


ree

Stutt að afleggjaranum að Háafossi... allir vildu taka aukakrók þangað enda mjög stutt niður eftir...


ree

Valafellið ofan við Áfangagil á viðkomustað tvö á Hellismannaleið blasti hér við í sólargeislunum...


ree

Afleggjarinn að Háafossi... eingöngu 600 m viðbót aðra leið... það var ekkert... við sáum bílastæðið og drifum okkur niður eftir...


ree

Já... sæll...


ree

Hér var fjöldi manns... aðallega erlendir ferðamenn... en þjálfarar hittu samt íslensk hjón sem þau þekktu á leið til baka frá fossunum...


ree

Það er skrítið að kalla þetta alltaf bara Háafoss og sleppa honum fossinum sem er ekki síðri... Granna... talandi um að skilja útundan... mismuna... slaufa... nei, segi svona... en samt smá skrítið... þetta eru tveir fossar og fegurðin þarna er þeim báðum að þakka...


ree

Fjölfarinn stígur að efri hlutanum...


ree

Aðeins farið að bregða birtu hér...


ree

Granni... fékk fyrstu myndina...


ree

Háifoss...


ree

Magnaðir báðir tveir... og gljúfrið þarna niðri ólýsanlega fallegt... við verðum að koma hér aftur í annarri Toppfaraferð... og taka Gjána líka... gætum tekið þetta sem tvær stuttat göngur frekar en að ferja bíla á milli... nú er jepplingafært hingað upp eftir og engin fyrirstaða...


ree

Við gáfum okkur góðan tíma hér...


ree

Gljúfrið niður eftir... það verður ekki nógsamlega mælt með því að ganga niður í gljúfrið og alveg inn eftir... eins og við gerðum í jú í 2020:

ree

Hvílíkur staður...


ree

Erlendir ferðamenn um allt...


ree

Jú... förum aftur þarna niður einn daginn...


ree

Hópmynd hér...


ree

Bára fékk að vera með þar sem einn ferðamaðurinn var til í að taka mynd af okkur...


ree

ree

Jæja... best að halda áfram... nóg eftir... lengra en við héldum...


ree

Hekla í skýjunum...


ree

Niður í mót...


ree

Skáskutum okkur á milli yfir móann... ef vegurinn hlykkjaðist mikið...


ree

Batman hvíldi sig í hverri pásu...


ree

Viðn tók kvöldhúm þar sem fegurðin og birtan var ólýsanleg...


ree

Pant... ganga... yfir... allt... landið mitt... #ÞvertyfirÍsland


ree

Þetta var töfrastund alla leið í bílana...


ree

Sólsetrið var að hefjast...


ree

Hér vorum við orðin þreytt og óþolinmóð að komast í bílana... en gleðin fór aldrei...


ree

Hvar voru bílarnir ? Voru þeir við þetta hús þarna ? Ha, þeir hljóta að fara að birtast...


ree

Haustlitirnir...


ree

Þetta var svo fallegt allt saman...


ree

Þarna voru bílarnir... niður frá...


ree

Hekla og Búrfell í Þjórsárdag... vá... við vorum virkilega komin alla leið hingað yfir landið... dj vorum við dugleg !


ree

Já... það húmaði að...


ree

Smá eftir... haha...


ree

Rauðá... var stikluð með lagni... en ekki vöðuð og telst því ekki með í vöðunarsafninu...


ree

Birtan og sólarlagið var með ólíkindum hér...


ree

Hvílík fegurð...


ree

Þessi ferð var alveg geggjuð !


ree

Komnir rúmir 30 km... hvar voru bílarnir ha ?


ree

Sólin kvaddi...


ree

Fjólublái liturinn tók við...


ree

Ennþá bjart í klukkutíma þegar svona léttskýjað er...


ree

Það var ekkert galið að hafa tekið með sér höfuðljósin... mátti ekki miklu muna...


ree

Hlið á leiðinni inn á afréttinn...


ree

Farið að skyggja hratt...


ree

Komin á veginn fremstu menn og bílarnir sáust...


ree

Litið til baka...


ree

Loksins... komin...


ree

Litið til baka...


ree

Ennþá blíðskaparveður og friðsæld... ótrúleg kyrrð hérna...


ree

Fegurðin enn um allt og enn tók meður eftir henni... óþolinmæðin var ekki meiri en svo...


ree

En það var gott að geta stoppað og hvílt fæturna...


ree

Hekla og Búrfell...


ree

Tölur dagsins misjafnar eftir tækjum...


ree

Formlega 31,8 km á 9:04 klst. upp í 610 m hæst með alls 625 m hækkun úr 413 m upphafshæð...


ree

Lengra að Fonti á Langanesi en þegar við lögðum af stað... haha... svona er það þegar verið er að eltast við brýr yfir stóru árnar...


ree

Hundarnir sísvangir... þeir nánast svelta í þessum göngum... eða þannig :-)


ree

Nú þurfti Batman að deila skottinu með Myrru sinni... en tímdi því ekki alveg... og sat sem fastastur þegar hún kom upp í... :-)


ree

Dótið sem Kolbeinn fann og tók með sér á leiðinni... ótrúlega skondið...


ree

Ég á þetta skott... og ég er þreyttur... blóð lekur úr æxlinu...


ree

En hann settist og deildi svo bróðurlega skottinu með Myrru alla leið í bæinn...


ree

Og meðan menn fengu sér ís á Selfossi stóðu þessi tvö og slökuðu á í mesta bróðerni :-)


Mergjuð ferð og geggjaður félagsskapur með meiru !



ree

Vá... komin hingað... við getum þetta... gefumst ekki upp... það er gaman að æfa úthald... og staðfestu.. árum saman...


ree

Þjórsá á sviðið næstu leggi... og svo Sprengisandur... Vonarskarð... Gæsavatnaleið... Dreki... og... þetta getur ekki verið annað en ævintýri næstu árin...


Næsti leggur er frá Sultartanga að Búðarhálsstöð um Þjórsá... þar sem ekki var jepplingafært upp að Hálsamótum á Búðarhálsi...



Comments


bottom of page