top of page

Hekla í sjöunda sinn

Tindferð nr. 278 laugardaginn 19. ágúst 2023.


Í sjöunda sinnið í sögu klúbbsins gengum við loksins á Heklu sumarið 2023 eftir allt of langt hlé... en þjálfarar bera sérstaklega hlýjar tilfinningar til þessa eldfjalls enda farið þarna upp með öllum sonum sínum og Bára þrisvar með föður sínum... þetta er fjallið sem skreytir sumarbústaðalandið þeirra í Landsveitinni... fjallið sem segir allt um veðrið og birtuna þann daginn... og drottnar yfir Suðurlandi...


... og eins og alltaf hvá menn og skilja ekkert í okkur að ganga á þetta eldfjall... sem eru eðlilega vangaveltur... landið okkar skelfur allt og iðar af lífi undir fótum okkar... en stundum höfum við fengið á okkur óvægna gagnrýni og niður til okkar talað sem okkur þykir miður... sérstaklega þegar um ræðir einstaklinga sem svo hafa sjálfir tjaldað við gosstöðvarnar á Reykjanesi nóttina sem jarðskjálftahrinan hófst áður en gos tvö varð á Reykjanesi þegar ekkert var vitað hvar gosið myndi koma upp eftir Meradalagosið... og eins þótti okkur skjóta skökku við að vera með stóra gönguhópa á Öskjusvæðinu og Torfajökulssvæðinu á sama tíma og þar var lýst yfir vöktunarstigi vegna aukinnar jarðhræringa en báðar þær eldstöðvar eru öflugar, símasamband lítið sem ekkert á Öskju og flóttaleiðir seinfærar...


... ef til goss kæmi á einhverjum af þessum stöðum er Hekla ein sú skásta að vera á þar sem þar er gott símasamband og flóttaleiðir greiðfærar þeim sem á annað borð eru komnir á svæðið á sínum jeppa... svo það runnu á okkur tvær grímur og við áttuðum okkur á því að það er greinilega ekki sama hver er... hvar er... né hvenær... heldur greinilega hvenær það hentar... hverjum það hentar... og hvar það hentar viðkomandi... menn eru ekki samkvæmir sjálfum sér og líta undan þegar það hentar... á Reykjanesi, við Öskju, í Þórsmörk, á Torfajökulssvæðinu... , jú, og á Fimmvörðuhálsi, Eyjafjallajökli, við Hofsjökul, undir Mýrdalsjökli... listinn er orðinn ansi langur árið 2023...


Því skal haldið til haga að það hefur aldrei hvarflað að okkur að slá á puttana á öðru göngufólki og letja það eða jafnvel banna því að ganga um hin og þessi svæði landsins okkar... hvað þá fordæma það fyrir að ganga á hin eða þessi fjöllin eða svæðin... nánast öll fegurstu göngusvæði þessa lands eru staðsett á virkum eldgosasvæðum og sumarið 2023 var ólga á nánast öllum svæðum... nema jú, ekki Hornströndum... við lifum jú á Íslandi... og ef við viljum vera samkvæm sjálfum okkur... ekki láta hentisemi ráða för... eða einhverjar allt aðrar ástæður en þær að um "öryggi" sé að ræða... þá virðum við mat hvers og eins og sýnum því skilning og virðingu að stundum elskar maður fjallið sitt svo mikið að maður verður hreinlega að heimsækja það reglulega... eins og Heklu... svo áfram Hekla og allir hennar vinir... nú heimsækjum við þig elsku vina...


Þjálfarar voru ekki í ástandi til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni laugardaginn 19. ágúst og ákváðu því í þessari enn einu einmuna blíðu sem spáð var þessa helgi... að drífa loksins í að ganga á Heklu sem búin var að banka ansi oft á dyrnar og ansi oft óskað eftir göngu á hana... og því var þetta aukaferð... en við stálum henni af föstudagsfjalladagskránni þar sem hún átti að vera sem föstudagsfjall í október... en eins og fram kom í ferðasögunni af Löðmundi, föstudagsfjalli ágúst mánaðar sem breyttist í sunnudagsfjall... þá gáfust þjálfarar upp á föstudagsfjallgönguþemanu vegna dræmrar mætingar í allar göngurnar... en í staðinn er föstudagurinn alltaf mögulegur í helgarferðunum eins og sunnudagur þó laugardagur sé okkar helsti göngudagur um helgar...


Þegar ekið var inn Dómadal tók hestahjörð á móti okkur... ekta Suðurland... hestar um allt... forréttindi að vera hér... glæsileikinn leyndi sér ekki...


Íslenskan sauðkindin tók á móti okkur þegar við beygðum inn afleggjarann að Heklu... ekki síðra dýr en hesturinn... þjálfarar bera lotningafulla virðingu fyrir kindinni... hún er eldklár, persónuleikarík og útsjónarsöm... hugrökk, þrautseig... og hún gefur okkur ullina sem riddarapeysurnar eru prjónaðar úr... það eitt og sér... er nóg til þess að við elskum hana og virðum... áfram íslenska sauðkindin...


Skiltið sem kom við Heklurætur er góð áminning um að nú sé gengið á virku eldfjalli... mjög gaman að lesa sér til um eldgosasögu Heklu og eins átta sig á hversu löng gossprungan er á fjallinu og taka eftir öllum gígunum sem liggja um hana þvera og endilanga... sem og alla gígana allt í kring... eins og á Reykjanesi, Öskjusvæðinu, Torfajökulssvæðinu... listinn er langur...
Við keyrðum upp jeppaslóðann og eins langt og verður komist keyrandi á þetta fjall... mjög gaman að ná því þar sem nú er hörgull á jeppum almennt í hópnum... en það virðist eitthvað vera að glæðast aftur... síðasti kaflinn keyrandi upp er magnaður, ansi brattur og mjög tignarlegur... vantar mynd...


Við lögðum af stað gangandi kl. 1032... lögðum nefnilega af stað úr bænum kl. 08 í tómu kæruleysi jeppafólks sem kemst upp með að keyra hálfa leiðina upp á fjallið sem það ætlar að ganga á...


Fyrsta brekkan frá efsta bílastæðinu er snörp... enginn gróður... bara vikur og hraun... og útsýnið strax óvinjafnanlegt...


Mjúkt undir og sérstakt brakandi hljóð sem eingöngu fæst á Heklu... það er margt við göngu á Heklu sem hvergi fæst annars staðar... Toppfara gengu á Mt. Etnu á Sikiley árið 2019 og það fjall er tíu sinnum stærra en Hekla að manni fannst... en þar ríktu sömu öfl, sama stemning... sömu hljóð, litir og áhrif... lifandi fjall...


Nýjasta hraunið frá árinu 2010 er á miðri leið og þar er kominn ágætis stígur sem var ansi grófur fyrstu árin eftir gos... en hefur mótast ágætlega með árunum...


Þetta er eini kaflinn þar sem ekki er hægt að hlaupa ef gos skyldi hefjast... við fórum yfir viðbrögð við gosi og hverju ber að varast helst... gas í lægðum... eldingar... fara mót vindi... grjótkast...


Eldgos - viðbrögð | Veðurstofa Íslands (vedur.is) (sama og á Almannavarnasíðunni ofar).


Sjá flottan stíginn gegnum hraunið...


Litið til baka... umfangsmikið... smá hrím hér yfir er ægifagurt að vetri til... við verðum að ganga hér næst að vetri til...


Veðrið var lygilega gott... logn og sól og hlýtt... en við vorum samt í yfir þúsund metra hæð og á leið upp í fimmtánhundruð metra...


Ávöl og mjúk er Hekla... hvergi brattar brekkur né tæpistigur... létt og löðurmannlegt...


Snjóskaflar á víð og dreif...


... og heilu íshellarnir undir okkur... við vorum að ganga á jökli með einangrandi vikri yfir...


Hundarnir Myrra og Batman... þau máttu sín lítils í þessu landslagi... loppurnar þeirra þola ekki þennan endalausa vikur og hraun... og það rifjaðist upp að síðast blæddi úr loppunum á hundunum... og þeir áttu bágt á niðurleið... við tökum þá ekki með næst...


Ofar var leiðin greið áður en seinni bylgja nýja hraunsins tók á móti okkur...


Litið til baka...


Síðasta brekkan upp...


Smá kafli hér yfir nýjasta hraunið...


Þetta var svolítið ólíkt ferðinni 23. október árið 2011... þar sem allt var hrímað og snævi þakið... Toppfarar.is - Tindur 66 Hekla 231011


Íshellar um allt ef grannt var skoðað...


Við gátum ekki annað en skoðað þetta betur...


... og tekið hópmynd... magnað alveg !


Hundarnir nutu þess að fá snjóinn til að drekka og hvíla og kæla loppurnar...


Áttum drjúga stund hér og nutum þess að hafa nægan tíma í engu tímastressi... eins og við viljum alltaf hafa það í okkar göngum...


Vatn rann stöðugt niður í hellinn... ísinn undir vikrinum sem við gengum á ofar var að bráðna smávegis þar sem hann kom því við undan einangrandi vikrinum...


Það var eitthvað lotningafullt við að sjá þetta...


Einhver gert ör úr grjóti... hingað upp...


Litið til baka... skyggnið var tært og hreint... yndislegt...


Frábær hópur á ferð og þrír gestir með í för... Áslaug úr Veseninu, Óskar frá TKS sem er hlaupahópur úti á Seltjarnarnesi sem farið hefur í magnaðar fjallgönguferðir árum saman en ferðir þeirra voru okkar fyrirmynd fyrstu ár Toppfara... og loks Jón Bragason hennar Ásu sem var leiðsögumaður okkar í Lónsöræfum árið 2016


Ji... við vorum komin... Örn með rötunina á hreinu en Bára þjálfari hrópaði bara upp fyrir sig og hafði ekkert verið að fylgjast með... bara spjalla við félagana og allt í einu var tindurinn mættur...


Við reyndum að grafa eftir hita... en enginn var...


Mikill snjór hér í hvilftinni vestan megin...


... og heilu íshellarnir... hættulegir staðir... banaslys verið á Íslandi vegna þeirra... en samt freisast maður oft aðeins inn í þá... en ekki oft... og ekki í þetta sinn eins og neðar þar sem sá var saklausari en þessir...


Við skoðuðum nýjustu tæki og tól á tindinum sem ekki voru síðast þegar við vorum hér með Toppfara árið 2017... en þjálfarar voru hér svo í fjölskylduferð árið 2018...


Fyrri tindurinn mældist 1495 - 1502 m hár...


Tæki Arnarsins... sem virðist vera farið að ýkja kílómetratölurnar almennt... var hógværara í þetta sinnið og mældi 1495 m hæð... en opinber tala á Heklu er 1491 m...


Útsýnið til Sauðleysa, Löðmunds, Krakatinds og Rauðufossafjalla ofl...


Torfajökulssvæðið... skyndilega dimmdi aðeins yfir þegar við vorum á toppi Heklu... fyrst í fjarska... eins og það kæmi meira mistur eða skýjað á hálendinu... og svo átti eftir að slykjast smá ský yfir tindinn...


Til Tindfjallajökuls og Eyjafjallajökuls...


Þessi tunna var hér ekki síðast... grafin niður...


Þessi sólarrafhlöðukofi var heldur ekki síðast... vöktun á Heklu hefur aukist mikið frá árinu 2012... og menn segja að viðbragðstíminn hálf til ein klukkustund eigi ekki lengur við... en hún er enn notuð til að draga úr mönnum kjark til að ganga hér upp... það væri smart að umræðan væri stundum málefnalegri...


Vel fest enda brjáluð veður hér þegar svoleiðis viðrar...


Við fengum okkur nesti á nyrðri tindinum... gegnt vesturútsýninu þar sem þar gafst skjól...


Áslaug gestur mætti meira að segja í riddarapeysu... sem hún lét prjóna á sig... mjög falleg á litinn... maður fær ekki nóg af þessum riddarapeysum... æj, afhverju tókum við ekki eina riddarapeysumynd ? ... þetta landslag var svo riddarapeysulegt...


Rauðu gígurinn vestan megin...


Hvílíkur nestisstaður... Jarlhettur og Langjökull og svo Kerlingarfjöll og Hofsjökull...


Ása bauð upp á hreindýrabollur úr eldhúsinu sínu... eftir brúðkaup sonar hennar fyrr í vikunni... þær smökkuðust snilldarlega með rifsberjasultunni...


Yfir á hinn tindinn... hér skein sólin ennþá og skyggni var gott...


Hér höfum við oft náð mögnuðum ljósmyndum...


Síðustu helgina í ágúst árið 2009 var seinni tindurinn svona... hrímaður efst... kyngimögnuð fegurð ! Toppfarar.is - Haustanga á Heklu


Seinni tindurinn... sá syðri mældist 1503 m hár hjá Báru þjálfara...


... og 1500 slétt hjá Erni þjálfara...


Útsýnið niður til suðurs... þaðan sem við gengum frá Næfurholti árið 2014... í lengstu og erfiðustu Heklugöngunni til þessa... enda spurning hvort hún verði nokkurn tíma endurtekin... Tindferð 107 Hekla frá Næfurholt (toppfarar.is)


Heklufararnir árið 2023:


Aníta, Örn, Áslaug gestur, Óskar gestur, Ása, Jón Bragason gestur, Sigga Lár., Jaana, Steinar R., Elísa og Kolbeinn en Bára tók mynd og Batman og Myrra voru með í för...


Já sæll... gígurinn sunnan megin... sem við skoðuðum árið 2014...


Árið 2014... allt annað landslag og önnu sýn að koma hérna megin frá... um Næfurholt... mögnuð afreksferð !


Ofan af syðri tindinum héldum við loks til baka... eftir skemmtilegar myndatökur þar sem Ása tók hræðsluflóttamyndir af okkur... æj, best að hlæja sem oftast... það er allt of sjaldan nú orðið þar sem allir móðgast yfir öllu mögulegu og ómögulegu... og maður þarf sjálfur að minna sig á þetta sem oftast og gera þá grín að sjálfum sér sem oftast...


Saklaust og ljúft landslag... jú, það var orðið svalara og það þyngdi skyndilega yfir á nyrðri tindinum... eins og veðrið væri að breytast...


Hér fundum við hita... vestan í syðri tindinum... þurftum ekki að krafla mikið niður í vikurinn...


Hér kom þokan... og kuldinn var nístandi...


En við gáfum okkur samt tíma til að skrifa í gestabókina... spurning hvort ég hafi skrifað ranga tölu um fjölda ferða... æj það verður þá bara að hafa það...


Nú var stefnan tekin á rauða hrygginn á niðurleið...


Það er ekki hægt að sleppa honum...


Litið til baka upp... skyndilega orðið kuldalegt eftir hlýjan og notalegan dag... sem svo tók aftur á móti okkur neðar... eins og tveir heimar... eins og svo oft áður á fjöllum... hæðin breytir öllu...


Hér komu franskir drengir, fjórir að tölu til okkar og við leiðbeindum þeim upp á tindinn og ráðlögðum þeim að fara á báða... en svo sáum við þá stuttu síðar á niðurleið svo þeir fóru greinilega eingöngu á fyrri tindinn þar sem gestabókin er enda þoka þegar þeir voru uppi því miður...


Við lékum okkur heilmikið á rauða hryggnunm... gígbarminum...


Magnað svæði...


... eins og hrauntröð hér niður eftir...


Sauðavatn vinstra megin... áhrifasvæði Heklu neðar... Áfangagil og fyrsti leggur Hellismannaleiðar að hluta til... maður er eiginlega farinn að sakna þeirrar leiðar svolítið... værum til í að fara aftur...


Búrfell í Þjórsárdal... Langjökull og Jarlhettur... Litla Hekla vinstra megin... við eigum hana eftir...


Sjá þokuna þegar litið var upp eftir mikil umskipti á veðri... og við heppin að ná þessu skyggni uppi...


Brattar brekkurnar vestan megin... jökullinn er áberandi þeim megin...


Bráðnandi snjór undir vikrinum... rauða bergið... töfraheimur lifandi eldfjalls...


Við gleymdum okkur í rauða hrauninu...


Skoðuðum alla króka og kima og hefðum vel getað verið lengur hér...


Skref niður og svo pompaðist undan manni...


Mosagróður á stöku grjóti... eini gróðurinn sem var farinn af stað í þessari hæð var mosi að sögn Ásu sem var að reyna að koma auga á fleiri tegundir...


Við gengum meðfram hryggnum niður eftir hrauntröðinni...


Uppi á nyrðri tindinum sáum við ljósan fugl fljúga yfir okkur... sem sé í yfir 1500 m hæð... og hér sáum við þrjá saman sem fældust frá rauða hryggnum yfir á þennan stein hér...


Þegar heim í bústað þjálfara var komið eftir gönguna flettum við upp mögulegri tegund sem þarna var á ferð... og niðurstaðan var þúfutittlingur...


Þessir komu til greina... en þúfutittlingur líktist mest þeim sem við sáum... við höfðum giskað á músarindil... sem ekki var til handspil af.... þetta gæti vel hafa verið hann líka... músarindill - Google Search


Fleiri íshellar...


... sem við skoðuðum...


Mjög áhrifamikið... og einnig að finna hversu harður ísinn var... hrun á þessum íshellum virtist ekki möguleiki í þessum kulda... þrátt fyrir mjög heitan dag neðar...


Fólk úr öllum áttum... Sigga Lár Toppfari, sjósundskona og kafari... sem synti yfir Ermasundið með Bárunum í fyrra: Bárurnar syntu yfir Ermarsundið á 16 tímum - RÚV.is (ruv.is)


... Óskar frá TKS sem nýverið var á sjaldförnum slóðum á Hágöngum við Síðujökul... Morgunblaðið - Textaútgáfa - Innskráning (mbl.is)


... og Jón Bragason leiðsögumaður sem meðal annars fór með Toppfara í ógleymanlega ferð um Lónsöræfi og á Sauðhamarstind sem var alvöru... Tindferð Lónsöræfi 4ra daga fer (toppfarar.is)


Heiður... að ganga með þessu fólki...


Sprungur... vikur... ís... hraun... hiti og kuldi... litir Heklu eru eiginlega bara þrír... svartur, hvítur og rauður...


Þessi útúrdúr í boði Arnarsins var vel þeginn og við nutum hans vel...


Þetta minnti á skriðjökla...


Hólótt og hæðótt...


Íshellirinn undir okkur hér...


Hjarta í sandinum...


Litið til baka... þetta var alger töfraheimur...


Nú er bara að skoða þetta hjarta í næstu ferð... að síðsumri þá... sjá hvíta grjótið sem situr ennþá fast á vikrinum vinstra megin... ótrúlegt...


Við reyndum að fanga dýrðina með hópmynd... en það tókst einhvern veginn ekki... landslagið er of stórt fyrir okkur... eins og tilfinningin var á Etnu árið 2018... sjá lok ferðaasögunnar þar sem við enduðum á Etju eftir allar eldfjalaleyjunar... Tindferð 176 Sikiley á fimm eyja (toppfarar.is)


Það var ráð að halda áfram...


Holrúmin undir...


Við ákváðum samt að fara yfir snjóinn treystandi því að fast land væri undir fótum...


Litið til baka... jökulsvellað landslag...


Við reyndum að trufla þennan íshelli en hann haggaðist ekki...


Hvílík einangrun...


Mjög gaman að hafa nægan tíma og skoða og spá í hlutina hér...


Frá snjónum snerum við yfir á gönguleiðina austar niður af fjallinu...


Það eru komnir fleiri en einn slóði hér upp enda fyglja margir gps-ferlum sem sumir eru gengnir að vetri til og eiga þá ekki endilega við að sumarlagi...


... sem veldur því að í vikrinum eru komnir fleiri en einn slóði áleiðis upp eða niður... við tókum þennan vestari á leið niður sem var gaman að ná í stað þess að fara alveg sömu leið til baka...


Komin á slóðann...


Nýjasta hraunið en nú fórum við meira vestan við það...


Sjá hversu úfið það er og illfært yfirferðar í raun...


Hér kom að gatnamótum... niður vinstra megin til að fara leiðina niður í Skjólkvíar... hægra megin til að fara niður öxlina sem var okkar leið þar sem við náðum að keyra bílunum svona upp fjallið...


Yfir úfið hraun...


Mjög skemmtileg leið...


Aftur komin að nýja hrauninu... getur verið að það muni ekki koma nýtt hraun í Heklu fyrr en eftir okkar daga ? ... það gæti vel gerst... að við bíðum ævina á enda eftir Heklugosi... við yrðum ekki hissa...


Meðfram hrauninu niður...


... og nú komin á okkar slóða frá því um morguninn...


Gígurinn sem er neðarlega á leiðinni...


Meðfram honum að síðustu brekkunni...


Hér gafst hundurinn Batman upp og var síðastur niður... loppurnar farnar að gefa sig undan þessu hvassa hrauni og vikri... já, þessi leið er ekki fyrir hunda... munum það næst...


Stutt í bílana... fjöllin í kringum Heklu farin að vera nálægt okkur... hvílík veisla... Löðmundur þarna lengst og Krakatindur og Rauðufossafjöll... Rauðkembingar og Hestalda nær... mikið um öldur í þessu landslagi... og við erum að safna þeim eins og mörgu öðru... og gengum á þrjár þeirra viku seinna frá Landmannalaugum... í sama blíðviðrinu og var þennan laugardag...


Loksins fékk Jaana að ganga á Heklu... hún hikaði ekki við að koma... þjálfari sagðist hreinlega ekki vera svo sjálflæg að henni dytti í hug að þetta eldfjall myndi gjósa akkúrat þegar við værum á fjallinu í þessa fjóra tíma sem gangan tók... við erum ekki alveg svo mikill miðpunktur alheimsins...


Útsýnið niður akstursleiðina af fjallinu... magnað !


Krakatindur... þjálfarar búnir að ganga á hann fjórum sinnum... þar af tvisvar með Toppfara, einu sinni í fjölskylduferð og fyrsta ferðin var könnunarleiðangur þar sem ekki var vitað um nokkurn mann sem hafði gengið á hann enda ekkert til á veraldarvefnum um göngur á hann þegar við fórum... en svo hafa komið inn slóðir á wikiloc og myndir ofl sem eru nánast alfarið úr okkar ferðum... enn er hann sjaldfarinn... en við munum ganga á hann reglulega enda einn glæsilegast tindurinn á Suðurlandi...


Árið 2017 með Rauðufossafjöllum: Tindferð 146 Krakatindur og Rauð (toppfarar.is)
Síðasta brekkan að bílunum... þeir biðu okkar í 990 m hæð...


Torfajökull var til friðs þennan dag... þrátt fyrir viðbúnaðarstig og mikinn fréttaflutning af mögulegum jarðhræringum og gosi þar bráðlega... þarna um gengu stórar hópar allan daginn... meðal annars á Grænahrygg... í litlu símasambandi á löngum köflum... með tvær flóttaleiðir keyrandi um Fjallabaksleið nyrðri eða um Dómadal/Hrauneyjar... áhætta ? ... það finnst okkur ekki... þetta er hluti af því að búa á Íslandi og vera í útivist... við vtu aldrei hvar gýs næst... gosið á Fimmvörðuhálsi átti líklega fyrst og fremst að kenna okkur það frekar en Reykjanesið... en yfir hálsinn þann hafa menn gengið allar götur síðan... ena myndum við aldrei fara neitt ef við hugsuðum sífellt í hindrunum og ótta...


Þetta var vandræðalega stutt ganga... en svo innihaldsrík að við komum södd og sæl í bílana... það var svo sem mjög notalegt að vera ekki komin heim mjög seint eins og á við um allar hálendisferðirnar almennt á þessum árstíma... vel þegið til tilbreytingar...


Alls 7,7 - 8,8, km á 3:50 klst. upp í 1.503 m hæð með alls 611 m hækkun úr 990 m upphafshæð...


Þetta tæki sagði 7,7 km... nú er spurning... við enduðum á að skrá þetta 8,4 km...


Hundarnir alveg búnir á því... Batman var þrjá daga að jafna sig... hratt vaxandi æxlið í kjálkanum hans hafði líklega líka sitt að segja samt... en Myrra var líka lemstruð á loppunum þó mun yngri væri...


Við tók aksturinn skemmtilegi niður fjallið... jeppaferðirnar eru geggjað skemmtilegar !


Það var komin aftur sól á Heklu... þessi þoka varði eingöngu í 1-2 tíma... og tók því miður útsýnið af Frökkunum ljúfmannlegu sem við mættum á fjallinu ofarlega... og við sáum fleiri bíla og fleira fólk ganga á fjallið þennan dag... allt útlendingar...


Falleg var hún þegar við skiptumst niður á lægri bílana við afleggjara Dómadalsleiðarinnar...


Þar var komin 19 stiga hiti... og í bústað þjálfara var 22 stiga hiti þegar þangað var komið um fjögurleytið... hinir lentir í bænum fyrir klukkan fimm í bongóblíðu á menningarnótt... dásamlegt alveg !


Sumarið 2023 verður lengi í minnum haft !Fyrri ferðir Toppfara á Heklu:Árið 2007... fyrsa ferðin með Jóni Gauta og Guðjóni Marteins í september:Önnur ferðin í ágúst 2009:Þriðja ferðin í apríl 2011 þar sem við snerum við vegna veðurs:Fjórða ferðin í október sama ár, 2011 þar sem við komumst alla leið í mergjuðu veðri:Fimmta ferðin í apríl 2014 þar sem gengin var óhefðbundin og mjög löng tilraunakennd leið frá Næfurholti með góðum og góðfúslegum leiðbeiningum frá Ófeigi bónda:Sjötta ferðin í september 2017 í einu ferðinni þar sem var rigning og þoka allan tímann og ekkert útsýni:Ferðin nú í ár, 2023... í frábæru veðri og skyggni:

Gaman að rifja þetta upp...


Hér með ætla þjálfarar að ganga á Heklu og Baulu á hverju ári... svo lengi sem ekki sé óvissustig né viðbúnaðarstig á þessum fjöllum... eins og í öllum fyrri ferðum hingað til...


... fyrir þá sem hafa gengið á Heklu og orðið fyrir hugljómun af kraftinum og æðri vitundinni sem af fjallinu stafar eins og við... þá vitum við að menn skilja afhverju við viljum heilsa upp á hana á hverju ári... það er hættulegra að keyra að fjallsrótum en ganga á fjallið... svo ef við viljum vera alveg örugg þá höldum við okkur bara í bænum í sófanum... en sálin kallar okkur á fjöll... við hlökkum til og förum varlega nú sem endranær...


Takk Hekla fyrir að gefa okkur aðra upplifun en nokkurt annað fjall getur gefið okkur á Íslandi... og takk þið sem mættuð og voruð himinglöð og ánægð með daginn... :-)


Gps-ferill frá því 2017 sem er nokkuð svipuð leið og nú: Wikiloc | Hekla frá efstu öxl að austan 160917 Trail


48 views0 comments

Comments


bottom of page