Hestur Snæfellsnesi frá Rauðamelsölkeldu
Fimmtudaginn sumardaginn fyrsta 21. apríl 2022. Tindferð nr. 243.

Það var dásamlegt veður á sumardaginn fyrsta árið 2022... fyrri hluta dagsins það er að segja... hér á Snæfellsnesvegi með Hafursfellið... Tvíhnúkana... Ljósufjöll... Skyrtunnu... Svartafjall... Snjófjall og loks fjallið Hest blasandi við okkur keyrandi að fjallsrótum Hests...

Komin nær hér... Tvíhnúkarnir að hluta... Ljósufjöll... Skyrtunna eiginlega í hvarfi... Svartitindur og Snjófjall betur séð héðan og loks efsti hluti Hests...

Beygt inn affleggjarinn inn að Rauðamelsölkeldu upp í sveitina... ábending frá Birgi Martin nýliða sem var í sinni fyrstu tindferð með hópnum... en hann hafði gengið á Hest með FÍ hálfu ári áður...

Gerðuberg... glæsilegir stuðlabergshamrar sem liggja nokkurn spöl ofan við bæinn Ytri Rauðamel... þarna var maður á ferð einsamall og einn bíll á bílastæðinu...

En við keyrðum lengra upp eftir og komumst alla leið að Rauðamelsölkeldu og er þessi leið mun skemmtilegri og hentugri en sú frá Þverá sem við fórum árið 2016, bæði vegna þess að um Þverá þurfti að fara um sumarhúsabyggð með leyfi landeigenda með tilheyrandi truflun og eins þar sem leiðin frá Rauðamelsölkeldu liggur upp með Ölkelduánni í mjög fallegri fossaröð, giljum og gljúfrum...

Það var algert logn og heitt úti... þetta var með ólíkindum sumardagurinn fyrsti í sinni algjörri merkingu...

Við lögðum af stað kl. 9:03 eftir akstur úr bænum kl. 07:00... og þessi klukkutími átti eftir að skipta sköpum fyrir okkur í bakaleiðinni þegar rigningin mætti á svæðið...

Stígur liggur að ölkeldunni og fossunum og brú er yfir lækinn...

Allir farnir að fækka fötum all verulega strax í byrjun göngunnar...

Gengið upp með gljúfrinu...

Gula gengið... Sigrún Bjarna og Örn...

Rauða gengið... Jaana, Birgir og Bára...

Bláa gengið... Kolbeinn, Siggi og Haukur...

Svarthvita gengið... Fanney, Sjöfn Kr., Tinna og Þórkatla...

Hvílíkt veður ! ... Hrútaborgin og Tröllakirkja í Kolbeinsstaðafjalli glitrandi fögur í austri...

Fossaröðin var mjög falleg lengi upp eftir þar til hálendinu var náð...

Mikill snjór í gljúfrinu en áin rennandi í gegnum snjóinn...

Lóusöngurinn var alltumlykjandi alla leiðina upp eftir... og Hrossagaukurinn söng með okkur í bakaleiðinni... sumarlegra gerist þetta ekki...

Stórir snjóskaflar... lungamjúkir og stórkornóttir...

Mosinn skærgrænn...

Miklir skaflar meðfram giljunum...

Sums staðar mátti varla sjá í ána né fossana... hulda bak við skafla og hengjur...

Árgilið þegar litið var til baka...

Farið að glitta í fjallstindana við Hest...

Hestur kominn í ljós...

Aaaaaðeins lengra áður en við fáum okkur nesti... helst á brúninni með sýn á fjall dagsins...

Hvað er eitt korter á milli vina ha ? ... þetta korter í pásu varð aaaaðeins lengra...

Við vorum ein í heiminum eins og oftast... það eru ólýsanleg forréttindi...

Matarpásan í sjónmáli...

Áberandi tindurinn þarna í norðri... við veltum fyrir okkur nafninu á honum... Sáta ? og svo Sátuhnúkur ?

Hitinn var eins og á jökli á góðum degi... þar sem gjólan er niðri á láglendi en steikjandi hiti til fjalla...

Örninn var lentur... nestispása...

... rétt hjá Hesti... við vorum agndofa yfir þessu veðri...

Tröllakirkja í Hítardal komin í ljós sem og Smjörhnúkarnir og þarna mátti sjá hluta af Vatnaleiðinni okkar frá því í maí í fyrra... vá hvað manni þykir vænt um þá leið eftir það ævintýri...

Yndisleg nestisstund í hita og svita... svo sumarlegt...

Lögð af stað aftur... en nú fór að draga fyrir sólu...

Smám saman þéttust skýin ofan okkar...

... en sólin skein ennþá allt í kring... og á fjallið okkar...

Dalurinn við fjallið... magnaður staður... hér birtast Ljósufjöll með Botnaskyrtunnu sér við hlið og nær gnæfa svo Skyrtunna og Snjófjall yfir okkur... en Svartitindur er kominn í hvarf á þessum staðarpunkti...

Ljósufjöllin (2007 og 2010) og Botna-skyrtunna (2019)...
T i n d u r n r (toppfarar.is)
Toppfarar.is - Tindur 43 - Ljósufjöll
Tindferð 217 Botnaskyrtunna og L (toppfarar.is)

Hestur (2016)...
Tindur 127 Hestur Snæfellsnesi l (toppfarar.is)

Snjófjall og Skyrtunna (2013)...
Tindferð 92 miðvikudaginn 1 (toppfarar.is)

Við gengum dáleidd að fjallinu...

Mun minni snjór á því en árið 2016 þegar við vorum hérna í bongóblíðu eins og núna... nema sólin hélst þar til við lögðum af stað niður...
Tindur 127 Hestur Snæfellsnesi l (toppfarar.is)

Snjófjall og Skyrtunna...

Skyrtunna og Ljósufjöll og Botnaskyrtunna...

Litið til baka... Hestborgir heita þessar fjallsbungur hér hjá Landmælingum... en Svörtu... á öðru korti...

Sólin kom aðeins við aftur áður en hún kvaddi...

Skyrtunna... snjórinn farinn af uppgönguleiðinni að hluta... við þurfum að fara að endurtaka göngu á Þrífjölllin...

Hér spáðu þjálfarar aðeins í leiðinni upp... því árið 2016 var þetta snarbratt og við völdum aðra leið niður en upp... fórum vestar niður... og ákváðum að gera það líka núna að vera vestar í þessari hlíð...

Magnað að vera í þessu alpakennda landslagi...

Komin að fjallsrótum...

Mjúkt snjófæri til að byrja með og alsaklaust...

Brattinn var líklega um 40 - 45 gráður upp...

Mjúk og góð spor...

... þar til klettarnir tóku við í smá klaka...

En allir léttir og ákveðnir í að fara hér upp... til þess vorum við jú komin hingað...

Ljósufjöllin þrjú... einstakt sjónarhorn á þau baksviðs... þau eru gullfalleg að sumri til í mjög ólíkum litum hver tindur fyrir sig... Gráni... Bleikur... og Miðtindur...