top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Hestur Snæfellsnesi frá Rauðamelsölkeldu

Fimmtudaginn sumardaginn fyrsta 21. apríl 2022. Tindferð nr. 243.


ree

Það var dásamlegt veður á sumardaginn fyrsta árið 2022... fyrri hluta dagsins það er að segja... hér á Snæfellsnesvegi með Hafursfellið... Tvíhnúkana... Ljósufjöll... Skyrtunnu... Svartafjall... Snjófjall og loks fjallið Hest blasandi við okkur keyrandi að fjallsrótum Hests...


ree

Komin nær hér... Tvíhnúkarnir að hluta... Ljósufjöll... Skyrtunna eiginlega í hvarfi... Svartitindur og Snjófjall betur séð héðan og loks efsti hluti Hests...


ree

Beygt inn affleggjarinn inn að Rauðamelsölkeldu upp í sveitina... ábending frá Birgi Martin nýliða sem var í sinni fyrstu tindferð með hópnum... en hann hafði gengið á Hest með FÍ hálfu ári áður...


ree

Gerðuberg... glæsilegir stuðlabergshamrar sem liggja nokkurn spöl ofan við bæinn Ytri Rauðamel... þarna var maður á ferð einsamall og einn bíll á bílastæðinu...


ree

En við keyrðum lengra upp eftir og komumst alla leið að Rauðamelsölkeldu og er þessi leið mun skemmtilegri og hentugri en sú frá Þverá sem við fórum árið 2016, bæði vegna þess að um Þverá þurfti að fara um sumarhúsabyggð með leyfi landeigenda með tilheyrandi truflun og eins þar sem leiðin frá Rauðamelsölkeldu liggur upp með Ölkelduánni í mjög fallegri fossaröð, giljum og gljúfrum...


ree

Það var algert logn og heitt úti... þetta var með ólíkindum sumardagurinn fyrsti í sinni algjörri merkingu...


ree

Við lögðum af stað kl. 9:03 eftir akstur úr bænum kl. 07:00... og þessi klukkutími átti eftir að skipta sköpum fyrir okkur í bakaleiðinni þegar rigningin mætti á svæðið...


ree

Stígur liggur að ölkeldunni og fossunum og brú er yfir lækinn...


ree

Allir farnir að fækka fötum all verulega strax í byrjun göngunnar...


ree

Gengið upp með gljúfrinu...


ree

Gula gengið... Sigrún Bjarna og Örn...


ree

Rauða gengið... Jaana, Birgir og Bára...


ree

Bláa gengið... Kolbeinn, Siggi og Haukur...


ree

Svarthvita gengið... Fanney, Sjöfn Kr., Tinna og Þórkatla...


ree

Hvílíkt veður ! ... Hrútaborgin og Tröllakirkja í Kolbeinsstaðafjalli glitrandi fögur í austri...


ree

Fossaröðin var mjög falleg lengi upp eftir þar til hálendinu var náð...


ree

Mikill snjór í gljúfrinu en áin rennandi í gegnum snjóinn...


ree

Lóusöngurinn var alltumlykjandi alla leiðina upp eftir... og Hrossagaukurinn söng með okkur í bakaleiðinni... sumarlegra gerist þetta ekki...


ree

Stórir snjóskaflar... lungamjúkir og stórkornóttir...


ree

Mosinn skærgrænn...


ree

Miklir skaflar meðfram giljunum...


ree

Sums staðar mátti varla sjá í ána né fossana... hulda bak við skafla og hengjur...


ree

Árgilið þegar litið var til baka...


ree

Farið að glitta í fjallstindana við Hest...


ree

Hestur kominn í ljós...


ree

Aaaaaðeins lengra áður en við fáum okkur nesti... helst á brúninni með sýn á fjall dagsins...


ree

Hvað er eitt korter á milli vina ha ? ... þetta korter í pásu varð aaaaðeins lengra...


ree

Við vorum ein í heiminum eins og oftast... það eru ólýsanleg forréttindi...


ree

Matarpásan í sjónmáli...


ree

Áberandi tindurinn þarna í norðri... við veltum fyrir okkur nafninu á honum... Sáta ? og svo Sátuhnúkur ?


ree

Hitinn var eins og á jökli á góðum degi... þar sem gjólan er niðri á láglendi en steikjandi hiti til fjalla...


ree

Örninn var lentur... nestispása...


ree

... rétt hjá Hesti... við vorum agndofa yfir þessu veðri...


ree

Tröllakirkja í Hítardal komin í ljós sem og Smjörhnúkarnir og þarna mátti sjá hluta af Vatnaleiðinni okkar frá því í maí í fyrra... vá hvað manni þykir vænt um þá leið eftir það ævintýri...


ree

Yndisleg nestisstund í hita og svita... svo sumarlegt...


ree

Lögð af stað aftur... en nú fór að draga fyrir sólu...


ree

Smám saman þéttust skýin ofan okkar...


ree

... en sólin skein ennþá allt í kring... og á fjallið okkar...


ree

Dalurinn við fjallið... magnaður staður... hér birtast Ljósufjöll með Botnaskyrtunnu sér við hlið og nær gnæfa svo Skyrtunna og Snjófjall yfir okkur... en Svartitindur er kominn í hvarf á þessum staðarpunkti...


ree

Ljósufjöllin (2007 og 2010) og Botna-skyrtunna (2019)...



ree

Hestur (2016)...


ree

Snjófjall og Skyrtunna (2013)...


ree

Við gengum dáleidd að fjallinu...


ree

Mun minni snjór á því en árið 2016 þegar við vorum hérna í bongóblíðu eins og núna... nema sólin hélst þar til við lögðum af stað niður...


ree

Snjófjall og Skyrtunna...


ree

Skyrtunna og Ljósufjöll og Botnaskyrtunna...


ree

Litið til baka... Hestborgir heita þessar fjallsbungur hér hjá Landmælingum... en Svörtu... á öðru korti...

ree

Sólin kom aðeins við aftur áður en hún kvaddi...


ree

Skyrtunna... snjórinn farinn af uppgönguleiðinni að hluta... við þurfum að fara að endurtaka göngu á Þrífjölllin...


ree

Hér spáðu þjálfarar aðeins í leiðinni upp... því árið 2016 var þetta snarbratt og við völdum aðra leið niður en upp... fórum vestar niður... og ákváðum að gera það líka núna að vera vestar í þessari hlíð...


ree

Magnað að vera í þessu alpakennda landslagi...


ree

Komin að fjallsrótum...


ree

Mjúkt snjófæri til að byrja með og alsaklaust...


ree

Brattinn var líklega um 40 - 45 gráður upp...


ree

Mjúk og góð spor...


ree

... þar til klettarnir tóku við í smá klaka...


ree

En allir léttir og ákveðnir í að fara hér upp... til þess vorum við jú komin hingað...


ree

Ljósufjöllin þrjú... einstakt sjónarhorn á þau baksviðs... þau eru gullfalleg að sumri til í mjög ólíkum litum hver tindur fyrir sig... Gráni... Bleikur... og Miðtindur...



ree

Magnað útsýnið úr hlíðum Hests...


ree

Mjög krefjandi brekkur tóku við upp Hest en Örn var ákveðinn í að koma okkur hér upp og leitaði að góðri leið...


ree

Það hefði verið betra að vera með meiri snjó í brekkunum... grjótið var erfitt yfirferðar þar sem lausagrjót var ofan á... og frosinn jarðvegur undir á köflum... og klakinn læsti sig í brekkuna hér og þar svo Örn varð að brjóta hann upp...


ree

Hér að brjóta klakann til að búa til hald... þetta var brattara en myndir ná að fanga...


ree

Allir öruggir samt að mestu og glaðir að vera á þessum stað á þessari stundu... það var farið að þyngjast í suðri og við gerðum okkur grein fyrir því að spáin var að rætast... rigningarveðrið var á leiðinni og hafði þá þegar líklega læst klónum í höfuðborgina...


ree

Komin upp og sumir dauðfegnir...


ree

Flott skarðið milli tindanna... eða söðullinn á Hestinum...


ree

Hærri tindurinn er sá vestari en í annað sinn í sögu okkar hér á þessu fjalli þá ákváðu þjálfarar að það væri ekki ráðlegt að þvæla hópnum hér upp... klakinn og færið var ekki öruggt...


ree

Skvísurnar á Hesti... Jaana, Sigrún Bjarna., Þórkatla, Tinna og Sjöfn Kristins... magnaðar konur og besti félagsskapurinn !


ree

Austari tindurinn er af sumum talinn varasamari en sá vestari... en í annað sinn hér þá förum við á hann frekar en þann hæsta... en hann er brattur og tæpur á köflum en alltaf gott hald og hægt að fikra sig upp á hæsta tind hans...


ree

Örn kannaði færið og leiðina... árið 2016 var snjórinn að hjálpa okkur... nú var grjótið og klakinn með snjónum... en þetta var í fínasta lagi...


ree

... og við lögðum öll af stað upp... enginn sleppti tindinum sem var frábært...



ree

Ekkert mál til að byrja með... en samt reyndi á lofthræðslu þar sem brekkurnar beggja vegna eru alla leið niður...


ree

Heilmikið klöngur í stóru grjóti sem hrúgaðist í miklum bratta og var laust í sér á köflum... minnti á Baulu sem okkur var tíðrætt um... en örn er að safna mánuðum á Baulu... búinn með fjórar Toppfaraferðir þar upp... í janúar, mars, maí og júní... hinir átta mánuðirnir eru eftir !


ree

Efst þurfti að fara varlega og fóta sig í gegnum grjóthrúguna... ekkert smá gaman !


ree

Tæpur tindurinn og erfitt að ná samhenginu á mynd... en þarna er bratt til allra átta og ekki mikið pláss...


ree

Geggjaður sigur !


ree

Örn, Kolbeinn, Siggi, Tinna, Haukur, Jaana, Sigrún Bjarna, Birgir, Sjöfn Kr., Þórkatla og Fanney en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn... hann sést þarna við hliðina á Sigga... krúttið sitt :-)


ree

Mergjað að vera þarna... ljósmyndarinn stendur á þrönga hryggnum þar sem komið var upp...


ree

Varlega til baka...


ree

Snarbratt beggja vegna... grjót í suðri... snjór í norðri...


ree

Erfitt að slíta sig frá tindinum...


ree

Sjá Bjarnarhafnarfjallið í fjarska...


ree

Eitt fegursta fjallið á Snæfellsnesi...


ree

Önnur hópmynd hér... með hæsta tind í baksýn...


ree

Bakaleiðin gekk vel í krafti hópsins... hjálparhendur á lofti og styrkur frá félögunum...


ree

Þetta reyndi alveg á...


ree

... þó sumir léku sér að þessu...


ree

Varlega...


ree

Komin í skarðið þar sem er nóg pláss og ekki fallhætta...


ree

Smá nesti hér og gamall fáni tekinn með... svona til gamans...


ree

Við erum á toppnum... hvar ert þú... smá hroki í þessu jú... þetta var svaka brandari hér árið 2007 þegar við byrjuðum og auglýsingar á gsm-símunum voru gjarnan að menn voru staddir einhvers staðar og spurðu viðmælandann hvar hann væri staddur... okkur þótti þetta svakalega fyndið og gerðum fána með þessu og þetta var frasi á vefsíðunni... eflaust ekki allir að taka gríninu... ekki alveg við í raun... en allt í lagi...


ree

Brattinn...


ree

Dásamlegt... ennþá skyggni þó sólin væri ekki með okkur... ennþá logn og hlýtt... þetta var fullkominn göngudagur því mörgum fannst léttir að losna við sólina... hún sveitti og steikti okkur vel á uppleið...


ree

Vorleysinga - sumar - skítur á snjónum... hann er sigraður og þiðnar hratt þessa dagana...


ree

Jæja... aftur niður... kvíðinn fyrir niðurgönguleiðinni eftir krefjandi uppleið er dæmigerður... en það er líka dæmigert að hann er óþarfur... niðurleiðin gengur alltaf betur en maður þorir að vona... og kvíðinn reynist óþarfur... það varð líka reyndin á Hesti...


ree

Litið til baka...


ree

Við vorum ótrúlega snögg hér niður... nú voru spor eftir okkur... og Örn þurfti ekki að berja burtu klaka á neinum stað...


ree

Tekið á glimrandi gleði og spjalli... þá gleymir maður sér og tekur ekki eftir erfiðleikunum...


ree

Bara stíga varlega og fara á rassinn ef þetta er tvísýnt...


ree

Krókaleiðir gegnum klakann og bergið...


ree

Þetta var verra en það sýnist á myndum...


ree

Útsýnið kyngimagnað !


ree

Flókin leið og mun erfiðari að sumri en vetri að okkar mati... best í mjúkum snjó alla leið... en það er langt í frá sjálfgefið að fá slíkt færi alla leið hér upp...


ree

Hey... lítið aðeins við !


ree

Nánast komin í öruggt færi...


ree

Loksins... grjótið með drykkjarlækjunum...


ree

... og svo skaflinn mjúki... yndislegt...


ree

Hér fengu nokkrir sér vatn úr rennandi sprænum niður fjallið... ískalt og ferskt !


ree

Ekki besta færið upp þetta fjall...


ree

Snjórinn... bestur í svona færi hvað varðar uppgöngu... ekki snjóflóðahætta... blautur í gegn...


ree

Afstaðan með Skyrtunnu... Snjófjall vinstra megin og sést aðeins í Svartatind... og Ljósufjöll sem voru komin í skýin hægra megin...


ree

Enn samt talsverð lækkun eftir niður fjallið...


ree

Við tókum síðasta kaflann rennandi á afturendanum... það er einhver skringileg heilun við það...


ree

Batman að sníkja um leið og einhver opnar bakpokann...


ree

Nú var bara eftir að strauja til baka...


ree

Ljósufjöllin... skýin farin af þeim aftur...


ree

Bosníuferðin rædd og margt annað...


ree

Takk fyrir okkur Hestur... þú ert magnað fjall !


ree

Sama góða skyggnið á bakaleiðinni... en um leið og við vorum komin í bílana... var skyggnið horfið... við rétt sluppum...


ree

Ennþá dásamlegt veður...


ree

Ekki hægt að hugsa sér betri félagsskap !


ree

Komin að árgilinu... það nær langa leið niður eftir...


ree

Bakaleiðin sóttist mjög vel... á miðri leið komu rigningardropar... og einhverjir fóru í jakka... en svo rigndi ekki meira... fyrr en við keyrðum af stað í bæinn...


ree

Komin í mosann...


ree

Mjög flott leiðin meðfram ánni...


ree

Hvítfyssandi og falleg...


ree

Margar snjóbrýr yfir hana en við héldum okkur norðan megin...


ree

Ytri Rauðamelskúla...


ree

Áin og hraunið að bílunum...


ree

Svolítið þungbúnara við bílana en um morguninn...


ree

Gps-tæki og tól sögðu ansi misjafna sögu af gönguvegalengdinni... allt frá tæpum 15 km upp í 17 km... þessi munur er orðinn ýktari en hann var... spurning hvað veldur ?


ree

Vá ! allt skyggni farið og þokan lögst yfir bakaleiðina alla leið niður að gljúfrinu... og færðist nær...


ree

Ískalt kók í snjónum frá því í morgun... ah... svo frískandi !


ree

Allir glaðir með daginn... flott fjall... dýrmætir kílómetrar... dásamlegt veður... magnað útsýni... yndislegur félagsskapur...


ree

Jebb... rigning lamdi á bílnum um leið og við keyrðum af stað...


Alls 16,2 km á 7:07 - 7:11 klst. upp í 824 m hæð með alls 876 m hækkun úr 110 m upphafshæð.


Myndband hér:


 
 
 

Comments


bottom of page