top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Kattartjarnir og Kyllisfell um fjörur, brúnir og kletta.

Æfing nr. 713 þriðjudaginn 19. júlí 2022.

ree

Þjálfarar mættu aftur til leiks eftir fimm vikna sumarfrí þriðjudaginn 19. júlí og buðu upp á yndisgöngu um Kattartjarnir og Kyllisfell með smávegis jeppasafaríi á leiðinni að hætti hússin... þar sem keyrt var upp Ölkelduhálsinn af Hellisheiði og eftir slóðanum yfir hálsinn sunnan við Tjarnarhnúk og alla leið að suðurströnd Álftatjarnar...


ree

Mjög skemmtilegur akstur og nóg af jeppum þetta kvöld... jepplingar komast þetta ekki svo þetta var ágætis upphitun fyrir komandi ferðir upp á hálendi þar sem jeppar koma við sögu og slóðir þeirra skreyta göngudagana enn frekar...


ree

Lagt var af stað gangandi í smávegis rigningardropum en hlýju og stilltu veðri upp á 11 gráður... sumir þóttust ekki sjá þessa dropa og klæddu sig ekki í jakka... enda spáð að það myndi stytta upp um klukkan átján... og það rættist... þetta var ekkert... og við gengum þar með í þurru veðri og enduðum í sól og svölum vindi... ekta Ísland... öll veður á einu saklausu þriðjudagskveldi...


ree

Kattartjarnir eru mikil listasmíð af hendi náttúrunnar... þjálfarar sáu þær fyrst ofan af Hrómundartindi árið 2008 og urðu að skoða þessar dularfullu tjarnir stuttu síðar... þær hafa skreytt marga gönguna síðan... að vetri sem sumri í öllum veðrum... en áhrifamest voru ógnarhljóðin í þeim ísilögðum þegar brakaði og brast svo í ísnum að glumdi í um allt í könnunarleiðangri þjálfara fyrir fjórtán árum síðan eða svo...


ree

Við tókum austurfjörur Litlu Kattartjarnar sem er sunnar en sú Stóra... næst ættum við að skoða vesturfjörurnar en þær eru ekki alveg eins fallegar...


ree

Töfrastaður... sumarlegt... dásamlegt...


ree

Kyrrð og friðsæld hér... tærar tjarnirnar... Siggu Lár Ermasundskonu kitlaði í tærnar að skella sér til sunds...


ree

Þetta er heilandi kafli og mikilvægt að anda að sér fegurðinni hér...


ree

Guðmundur Jón var í nýrri riddarapeysu úr smiðju Katrínar Kjartans... úr einföldum plötulopa úr lambsull og er garnið sérlitað...


ree

Á kafla þarf að fara ofan við fjörurnar... þarna eru sprungur í berginu og hægt að renna niður og skorðast af...


ree

Ekta Ísland... allt sundurskorið í reglulegum jarðhræringum en þetta svæði lét á sjá eftir stóru skjálftana á Suðurlandi fyrir nokkrum árum síðan þar sem þjálfarar sáu nýjar sprungur efst í Hrómundartindi sem dæmi... sláandi...


ree

Komin að nyrðri endanum og hluti Kattartjarnahryggja framundan vestan við Stóru Kattartjörn...


ree

Litið til baka...


ree

Við gengum yfir að Stóru Kattartjörn... og þræddum okkur eftir vesturfjörunum... vitandi að norðar er leiðin ófær nema klöngrast upp hlíðarnar... en þjálfara langaði að rifja upp kaðlana sem voru farnir að láta verulega á sjá fyrir fjórtán árum síðan... skyldu þeir vera þarna ennþá... sjá tærleikann í tjörnunum... og blámann í dýpinu....


ree

Smá brölt hér í fjöruborðinu...


ree

Svo gaman... ef maður er utanvegahlaupari... þá bara bleytir maður skóna og heldur áfram... með því opnast skyndilega alls kyns leiðis og hindranir hverfa...


ree

Komin að klettabarðinu sem hindrar frekari fjöruför um vesturstrandlengjuna...


ree

Örn klöngraðist hér upp og komst yfir en með herkjum sem var ekki á leggjandi á allan hópinn svo Bára tók stefnuna upp hlíðina eins og áður... Kolbeinn fór með Erni og fleiri ólofthræddir klettaklifrarar hefðu vel getað leyft sér að elta strákana...


ree

Falleg leið sem gaf ágætis útsýni yfir tjarnirnar... og Kyllisfellið sem trónir þarna efst á mynd vinstra megin...


ree

Konur klúbbsins eru svo miklir töffarar... við fengum stórmerkilegar lýsingar frá Siggu Lár af Ermasundi Báranna þar sem þrjár Toppfarakonur voru meðal sex manna teymisins sem afrekaði að synda frá Bretlandi til Frakklands í úfnum og víðsjárverðum sjó svo nánast tókst að hindra för þeirra með ráðleggingum heimamanna sem leist ekki mjög vel á veðrið... magnað hjá þeim... þjálfari skoraði á Siggu að skrifa ítarlega ferðasögu... svona afrek á að vera skráð og því lýst fyrir alla til að lesa... öll smáatriðin... allur lærdómurinn... upplifunin.... sigrarnir... erfiðleikarnir... sætu stundirnar...







ree

Jaana var líka í nýrri riddarapeysu... ekki bleikri heldur grænni... í stíl við náttúruna.... æj... hefðum átt að taka bakpokann... til að sjá litina betur... tökum aftur mynd !


ree

Við nutum útsýnisins og friðarins sem þarna ríkti... sáum Örn og Kolbein þarna niðri... þeir voru ekki lengi að koma sér yfir mun neðar en við... þar sem kaðallinn liggur í berginu ofan við fjörurnar...


ree

Norðurendi Kattartjarna... hér höfum við átt fallegar stundir í sól og blíðu... tíkin Hríma hennar Helgu Eðwald skellti sér einu sinni í sund hér... mikill sundhundur og stóðst auðvitað ekki freistinguna...


ree

Kyllisfell hægra megin... við röktum okkur eftir þessari strandlengju eins langt og við komumst... að klettinum neðan við hamrana hægra megin... þann sama og við sáum síðast og ákváðum þá að við skyldum skoða í návígi ef vatnsyfirborð Kattartjarna leyfði... sem það og gerði þetta kvöld... fjörurnar báru vitni um hversu hærra vatnsyfirborðið er stundum...


ree

Átján manns mættir... yndislegir félagar sem tóku hlýlega á móti þjálfurum sem voru að koma úr sumarfríi... Haukur, Kolbeinn, Sigga Lárþ, Örn, Birgir, Jóhanna Fríða, Gerður Jens., Þorleifur, Kristín Leifs., Jaana, Þórkatla, Helgi Máni, Guðmundur Jón, Katrín Kj., Bjarni, Linda og Siggi en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn...


ree

Austurfjörur... hingað komum við...


ree

Sjá lágt vatnsyfirborðið...


ree

Lakahnúkur fyrir miðri mynd og hluti af Hrómundartindi hægra megin en nær er kletturinn sem Örn og Kolbeinn klöngruðust upp á og við hin sniðgengum...


ree

Sést vel hér... kaðallinn liggur þarna þvert í tæjum...


ree

Magnaður staður...


ree

Mjög gaman að ná að fara að klettinum... hér ríkti einstakt andrúmsloft... Lakahnúkur þarna lengst í burtu...


ree

Litið til baka... við komumst ansi langt inn eftir til suðurs vestan megin við Stóru Kattartjörn...


ree

Vatnið bókstaflega kallaði á mann að koma að synda... og sjósundskonur hópsins klæjaði...


ree

Fengum okkur nesti hér og nutum stundarinnar...


ree

Dásamlegt fólk... forréttindi að hafa svona félaga til að njóta útivistar og náttúru allt árið um kring...


ree

Þjálfarar fundu fína leið beint upp stuttu frá klettinum... svo við þurftum ekki að rekja okkur til baka...


ree

Komin á kunnuglegar slóðir... magnaðar brúnirnar ofan við Stóru Kattartjörn austan megin...


ree

Hrómundartindur og allur hans fjallshryggur til norðurs... tindurinn sá er einstaklega flottur.. og þarna niðri lúrir Tindagilið svo ægifagurt... en ekkert í umhverfinu segir manni að það liggi þarna einstaklega fallegt gil á löngum kafla...


ree

Litið til norðurs eftir Stóru Kattartjörn...


ree

Kletturinn okkar úr sjónmáli neðan okkar...


ree

Áfram héldum við... að hinni brúninni sem gefur líka svo fallega yfirsýn yfir svæðið...


ree

Hópmynd...


ree

Betra sjónarhorn hér... sjá fyrri göngur hér 2012 og 2018...




ree

Næst var það Kyllisfellið.... á leið til upp og til baka að bílunum... en ofar vissum við að okkar biði stórkostlegt útsýnið...


ree

... sem byrjaði strax að birtast...


ree

Nákvæmlega þetta... er ástæðan fyrir því að við stundum fjallgöngur en ekki láglendisgöngur... útsýnið er óborganlegt...


ree

Hér fór sólin að skína... og vindurinn að blása...


ree

Það kólnaði en allt varð bjartara og litirnir sterkari...


ree

Kyllisfellið er sérkennilega skellótt...


ree

Þingvallavatn fjær... og Stóra Kattartjörn nær... og öll Þingvallafjöllin okkar frá því árið 2020... hvert eitt og einasta... hvílík saga að baki...


ree

Litla Kattartjörn þarna niðri... Lakahnúkur vinstra megin... Hengillinn fjærst... og Hrómundartindur hægra megin... stórkostlegt útsýni yfir svæðið í allar áttir...


ree

Ekki hægt annað en setjast og njóta og vera dolfallinn...


ree

Farin að sjá til suðurstrandar... Skálafells á Hellisheiði... og brátt birtust Grænsdalur og Reykjadalur að hluta með fjöllunum sínum...


ree

Eins og taflborð... mosi og berg til skiptis... sérstakt fjall...


ree

Sýnin niður Grænsdal... sem við göngum reglulega með Dalafelli og félögum...


ree

Reykjadalur þarna niðri hægra megin... Molddalahnúkar og félagar þar sem við gengum upp í vor í blíðskaparvorveðri og sólarlagi...



ree

Skessukatlarnir í Kyllisfelli...


ree

Reykjadalur...


ree

Kyllisfellið var skærgrænt og sérlega fallegt þetta kvöld... sjá Tjarnarhnúk fagurmótaðan... en þjálfarar bjuggu til 3ja tinda leið á sínum tíma á hann, Lakahnúk og Hrómundartind sem hefur haldið sér í klúbbnum... göngum alltaf á alla þrjá ef við erum á ferðinni þarna yfirleitt...


ree

Nú náðum við báðum kattartjörnunum á mynd... sjá skelfilega áberandi förin á Kattartjarnahryggjum...



ree

Komin að Álftatjörn... Ölkelduhnúkur og Dalaskarðshnúkur.... bílarnir biðu við veginn þarna ofan við miðja mynd... virkilega fallegt kvöld...


Alls 5,8 km á 2:32 klst. upp í 508 m hæð á Kyllisfelli með alls 248 m hækkun úr x m upphafshæð...


Vá, hvað það var gaman að hitta hópinn aftur og spjalla og ganga og spá og spekúlera og fá fréttir og plana næstu ferðir... þið eruð langbest !

 
 
 

Comments


bottom of page