top of page

Lönguhlíðarfjall, Hvirfill, Þríbollar, Syðstu Bollar, Miðbollar og Stóri Bolli

Tindferð nr. 303 sunnudaginn 21. apríl 2024.Þar sem ekki gaf á veður fyrir göngu vestast á Snæfellsnesi á Bárðarkistu og félaga ofan Hellissands laugardaginn 20. apríl... bjuggu þjálfarar til göngu á skásta veðursvæðinu... suðvesturhorninu... eiginlega á höfuðborgarsvæðinu sjálfu... og bættu loksins Lönguhlíðarfjalli við safn klúbbsins með því að fara á það og svo um alla Bollana sem nú eru óaðgengilegir á þriðjudögum eftir að Bláfjallaleið Hafnfirðinga var lokað...


Spáð var sólríku veðri og hlýju en mjög stífum vindi... en skást var þetta kringum höfuðborgina svo við vorum á besta staðnum... og það átti að lægja þegar liði á daginn... sem rættist aldeilis því það var komið sumar í lok göngunnar og dásamleg vika var framundan með sól og hlýju veðri... alveg fram á næstu helgi þegar ráðgert var að fara á Eyjafjallajökul...


Uppi á Lönguhlíðarfjalli var mjög gaman að koma, fjöldi tinda og útsýnisstaða og það sem mest var um vert... himinbláar tjarnir leysingavatns sem skreyttu þessa ferð mikið...


Bollarnir voru mjög skemmtilegir uppgöngu... litríkir og formfagrir og nokkuð krefjandi í lausgrýti og myljandi hrauni.. ótrúlega magnaður staður að koma á.


Alls varð gangan 18,6 km á 7:38 klst. upp í 633 m hæst á Stóra Bolla en Hvirfill mældist 627 m, Miðbollar 573 m og Syðstu Bollar 633 m hæsti en alls bröltum við upp á rúmlega tíu gígbarma og voru nægir aðrir allt í kring... magnað svæði !


Léttskýjað veður og falleg birta gaf mikið og félagsskapurinn var einstakur eins og alltaf...


Ljósmyndir úr ferðinni hér og nafnalisti undir hópmyndunum:
Þórkatla, Batman, Örn, Birgir, Aníta, Sjöfn Kr., og Jaana en Bára tók mynd... sorglega fáir í þessari göngu... einmitt leið sem hefði hentað þeim sem vilja fara seinna af stað... kl. 10... enginn akstur... engir jöklabroddar... en sem fyrr mættu þeir sem alltaf eru til í allt... takk fyrir það elsku duglegustu og jákvæðustu !Takk fyrir alveg magnaðan dag... og sögulegan... því nákvæmlega um hann miðjan mætti sumarið árið 2024 og við tók bongóblíða dögum saman... loksins !11 views0 comments

Comments


bottom of page