top of page

Lönguhlíðarfjall og Fagradalsmúli

Æfing nr. 805 þriðjudaginn 21. maí 2024

Þjálfarar stóðu í ströngu við að mæta á úrslitaleiki yngsta sonarins í körfubolta í maí þetta ár og breyttu þremur þriðjudagsgöngum og færðu 17 ára afmælisgönguna tvisvar vegna þessa... og kröfluðu í bakkann þegar einn leikurinn var kl. 19 með því að hafa æfinguna kl. 16:15 frá Hafnarfirði... sem var ekki góð hugmynd því mjög fáir komust...


En við 7 manns sem mættum fengum á okkur öll veður, frá éljagangi til sólar og blíðu og leiðin var grýtt og úfin en ægifögur...


Alls 7,5 km á 3:00 klst. upp í 522 m hæð með alls hækkun upp á 522 m úr 138 m upphafshæð.


Gullfalleg ganga og yndislegur félagsskapur en þess skal getið að þjálfara misstu þrátt fyrir þessa breytingu á tímanum af hálfum leiknum sem vannst hjá Haukum og sonurinn fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í 12. flokki þetta árið og var valinn besti leikmaður keppninnar eða MVP... en næst... sleppa þjálfara bara göngu og við auglýsum klúbbgöngu svo fleiri geti gengið saman enda er hver einasti þriðjudagur alger perla...


Ljósmyndir úr göngunni hér og nafnalisti undir hópmyndinni:















Batman,. Örn, Björg, Sjöfn Kr., Aníta, Guðmundur Jón og Brynjar en Bára tók mynd...























Takk innilega fyrir okkur elskur og til hamingju Haukar !

27 views0 comments

Comments


bottom of page