top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Laufafell með útsýnishring um Fjallabak við Markarfljót #FjöllinaðFjallabaki

Tindferð nr. 342 laugardaginn 20. september 2025


ree

Ekið upp með Keldum... þessar létu okkur bíða eftir sér í háltíma eða svo... smölun niður í byggð í gangi þennan fallega laugardag... já... aksturinn uppi á hálendi er alltaf ævintýri út af fyrir sig...


ree

Loksins fengum við að ganga á þetta fjall... búin að aflýsa göngu á það oftar en einu sinni... en þegar ný fjöll eru annars vegar... þá látum við aflýsingar og frestannir ekki slá okkur út af laginu...


ree

Lagt af stað úr bænum kl. 08... þétt í bíla á Hellu... keyrt á 2 jeppum og 3 jepplilngum upp með Keldum... bak við heklu og Tindfjallajökul... og loksins lagt af stað kl. 11: 14... í ísköldum vindi við frostmark...


ree

Við studdumst við gps-slóðir Hugrúnar Hannesdóttur og Þórunnar Kristínar Guðmundsdóttur á wikiloc sem létti okkur mjög lífið þar sem óvíst var með skyggni í þessari hæð... haf kæra þökk fyrir það stelpur !


ree

Hvílíkur kuldi... rakinn hélaður og frostperlur í efsta hluta fjallsins...


ree

Jeppar keyrðu framhjá fjallinu allan daginn... það kom verulega á óvart þar sem maður hefði ekki haldið að þessi leið væri fjölfarin... en líklega eru jepparnir að flýja jepplingamergðina á fjölfarnari slóðum á svæðinu ? Erfitt að segja...


ree

Frosinn fjallalækur... í um 800 m hæð..


ree

Fyrsta frostið veturinn 2025 - 2026... eftir þessa helgi... kom slagveðursvika með hitastigi yfir 10 stigum á flestum stöðum... roki og rigningu... við vorum sannarlega heppin...


ree

Hvílík fegurð...


ree

Takk fyrir að vera til elsku Ísland...


ree

Já... við stöldruðum lengi hér við þessa fegurð...


ree

En það var ráð að halfa áfram... engin slóð ennþá en við sáum smá slóða í grasmölinni ofar...


ree

Hér var smá slóði eftir göngumenn...


ree

Um leið og við hækkuðum okkur... opnaðist á útsýnið... og fjöllin sem við sáum voru óteljandi... hér til suðurs...


ree

Leiðin var greiðfær og hvergi tæpistigur né mikill bratti... fast undir fæti og mjög gott yfirferðar...


ree

Tindfjallajökull... og baksvið hans í norðri... hér horft til suðurs af Laufafelli... Laufavatn og Skyggnisvatn... við skráðum niður allavega sex göngur á þessu svæði næstu árin...


ree

Hekla... bakhlið hennar í austri... séð til vesturs...


ree

Já... ósköp saklaus leið... við fundum engar myndir á veraldarvefnum af göngum upp þetta fjall... svo það var merkilegt að sjá hversu greiðfært þetta var...


ree

Hér komum við fram á brúnirnar...


ree

... og við blasti veislan... á söndunum við Laugavegsgönguleiðina...


ree

Elsku Batman... hér stóð hann heillengi og starði yfir Fjallabakið... það var eins og hann væri að rifja upp allar göngurnar sínar á þessu svæði... á öll þessi fjöll... Stóru súlu, Smáfjöll, Stórkonufell, Stóra Grænafjall, Illusúlu, Hattfell... o... m... fl... stóð bara og starði... í hávaðaroki og ískulda... og hreyfði sig ekki...


ree

Ískuldi og mikill næðingur... við vorum smám saman komin í allan búnað sem varði okkur fyrir kulda og vindi...


ree

Efri hluti uppgönguleiðarinnar... þetta gat ekki verið betri leið...


ree

Hér var allt hélað... í um 1.000 m hæð...


ree

Hví... líkt... útsýni...


ree

Allt svo fallegt í frostinu...


ree

Öxlin hér... og síðasta brekkan grýtt en mjög góð uppgöngu... hvergi lausagrjót og hvergi hált undir...

ree

Sandurinn ennþá smá mjúkur... en hér er eflaust broddafæri þegar kominn er vetur...


ree

Við hittum íslensk hjón á fjallinu... þau gistu í sendibíl neðan við fjallið og fóru upp sunnan megin... þau tóku þessa mynd af okkur og Bára þjálfari því með á mynd lengst til hægri...


ree

Hugfangin af fegurðinni... og fegin því að allt gekk vel kláruðum við síðasta kaflann...


ree

Litið til baka þar sem hjónin ágætu voru á leið niður... þau sögðust hafa beðið eftir því að fjallið yrði skýlaust eftir nóttina... við vorum ljónheppin að ganga á þetta fjall þennan dag...

ree

Uppi á Laufafelli var smá spölur á hæsta tind... og það sköguðu skyndilega upp fjallstindar... Háskerðingur og Skerinef...


ree

Háskerðingur var genginn í stórfenglegri ferð árið 2018… og Skerinef svo hvassbrýnt og fagurt er á framtíðarlistanum okkar…



ree

Mastrið á hæsta tindi Laufafells hér framundan...


ree

Frostið í jarðveginum efst...


ree

Smám saman opnaðist útsýnið yfir allt Fjallabakið...


ree

Torfajökull... Háskerðingur og Skerinef...



ree

Laufafellið mældist 1.201 m hátt...


ree

Frostið farið að læsa sig í kofann...


ree

Mikið rok og það var smá skjól við húsið...


ree

Eingöngu búin með tæpa 3 km og komin upp á hæsta tind... það var engin spurning að fara útsýnishring þó veðrið væri ekki með besta móti...


ree

Varða rétt hjá mastrinu sem var lítið eitt hærra staðsett...


ree

Mýrdalsjökull...


ree

Torfajökull og félagar...


ree

Nesti hér í skjóli en bítandi kulda...


ree

Orðin ísköld eftir nestið en til í útsýnishring...


ree

Hekla hér og Rauðufossafjöll fjórstapa... Krakatindur í hvarfi...


ree

Hrafnabjörg... Herbjarnarfell í hvarfi... Löðmundur hægra megin við miðju... Mógilshöfðar... Hnúðalda líklega lengst til hægri... Háalda ofan hennar...


ree

Höfðarnir... Hnúðalda... Háalda fjær... Laugavegsgönguleiðin hægra megin út af mynd...


ree

Laugavegurinn hér í fjarska ásamt Hrafntinnuskeri, Torfajökli, Háskerðingi, Skerinefi, Kaldaklofsfjöllum ofl.... í fjarska sáum við Sveinstind við Langasjó o.m.fl...


ree

Mjög gaman að fara þennan hring...


ree

Það var of fallegt hér til að fara ekki niður eftir...


ree

Hvílíkur staður !


ree

Með Fjallabakið og Laugavegsgönguleiðina í baksýn… Silla, Sjöfn Kr., Fanney, Pétur, Inga, Guðmundur Jón, Katrín Kj., Örn, Helga Rún, Halldóra Kristins nýliði, Sveinn, Gulla og Siggi en Bára tók mynd og Batman var eini hundurinn…


ree

Ljósárfjöll... Ljósártungur... Ljósárgil... Ljósárfoss... þjálfari er búinn að smíða mjög spennandi göngu um þetta svði næsta sumar...


ree

Jökultungurnar... niður að Álftavatni og Hvanngili...


ree

Ískald og við nýttum búnaðinn vel... en þökkuðum pent fyrir þetta skyggni...


ree

Aðeins upp og niður... en það koma nákvæmlega ekkert að sök því þetta var stutt ganga...


ree

Brátt opnaðist á svörtu sandana með grænu fjöllunum… og þau sem við höfum nú þegar gengið á blöstu smám saman við í allri sinni dýrð… glittir aðeins í Álftavatnið innan um Stóru súlu, Torfatinda, Brattháls, Súluhryggi, Bláfjöll, Smáfjöll, Stórkonufell, Stóra og Litla Grænafjall, Illusúlu, Hattfell, Stóra Mófell… og bak við allt saman gnæfir Mýrdalsjökull yfir… hvílíkur útsýnisstaður !   


ree

Við nutum í botn...


ree

Fórum fram á brúnir...


ree

... og uppgötvuðum klettaborgir og yfirnáttúrulega staði...


ree
ree
ree

Markarfljótið saklaust og tært... vantslíið svona ofarlega og síðsumars... sjá veginn sem fer að hluta í ána hér milli fjalla...


ree

Krækt fyrir smá gil... sem var sífreri undir sandinum...


ree
ree

Sjá klakann undir sandinum...


ree

Við vorum agndofa...


ree
ree

Urðum að fara neðar...


ree

Hagafell... sjá veginn þarna niðri..


ree

Skyggnisvatn og Laufafell.... við erum komin með nokkrar göngur á þessu svæði næstu árin...


ree
ree

Hér var algert skjól... eða það lægði skyndilega... og við settumst niður og fengum okkur afstur nesti í rólegheitunum og nutum þess að vera stödd á þessum stað...


ree
ree

Klettarnir í hamrabeltinu...


ree
ree

Það var erfitt að yfirgefa þennan stað...


ree

... en mál að linni og heimferðin eftir...


ree

Fórum með brúnunum...


ree

Skyggnir og Skyggnishlíðar kringum Skyggnisvatn... Þríhyrningur hægra megin í fjarska...


ree

Hekla...


ree

Klakkur og Stóra Jarlhetta í Langjökli... hluti Rauðufossafjalla hægra megin...


ree

Höfðinn á niðurleið...


ree
ree

Sama leið niður... sjá smá slóða hér í mosanum...


ree

Enga stund niður... mjög þægileg leið... þetta fjall er frábær leið fyrir þá sem ganga ekki mikið að fá svakalega upplifun á frekar stuttri fjallgöngu...


ree

Litið til baka...


ree

Sjá bílana í fjarska í sandinum... leiðin liggur að Dalakofanum... að Krakatindi... að Landmannahelli og Dómadal sé haldið enn lengra... mjög skemmtileg leið í bíltúr... ævintýri út af fyrir sig...


ree

Fegurðin var líka í hinu smáa...


ree
ree

Fífa...


ree

Laufafellið þegar litið var til baka... sjá hvernig hægt er að fara nokkrar leiðir þarna upp ef það er sumarfæri...


ree

Frostið... hitinn var nú bara fjórar gráður í lok göngunnar... en komið í 8 gráður á Hellu...


ree

Misstum af fyrsta bílnum en sigurmyndin var samt tekin... Laufafellið hér með komið í safnið !


ree

Alls 7,7 km á 4:33 klst. upp í 1.201 m hæð með alls 692 m hækkun úr 671 m upphafshæð… þegar þetta tæki var búið að hlaða niður slóðinni í base camp… stundum breytast tölurnar við færsluna… og engin tæki mæla eins… fer eftir fjöldla gervitungla og fjölda sekúndna og metra milli punkta… um leið og maður fækkar punktunum og lætur líða lengri tíma milli punkta í tíma eða vegalengd… þá styttist gangan og sum forrit stytta gps-ferilinn þegar ferillinn er hlaðinn niður úr tækinu… agalegt í raun… og styður við einkenni nútímans sem er orðinn sá að það sé enginn einn sannleikur heldur margir sannleikar og hver og einn velur sinn… ekki er það nú til að minnka glundroðann… 😊 


ree

Takk fyrir okkur Laufafell... við vinkuðum bless þegar við keyrðum í burtu...


ree

Það voru víst vöð á þessari leið... en það voru bara lækjarsprænur... fjallið í fjarska úti í enda... og Gulla snillingur að koma að lækjarkvíslinni...


Mögnuð ferð sem gaf mjög mikið þrátt fyrir frekar stutta göngu... en það var sérkennilegt að finna að þreytan var ekki minni eftir þennan dag en eftir 20 km göngu… eflaust lék vindurinn og kuldinn þar sinn þátt í því… en upplifunin var stórkostleg… þetta fjall er tákn um gæði en ekki magn… takk elsku Ísland fyrir alla þína fegurð… og takk öll fyrir að vera til í svona ferð… því annars verða þessar stórkostlegu göngur ekki að veruleika… #TakkÍsland





Comments


bottom of page