top of page

Skessuhorn í blíðskaparveðri og kyngimögnuðu útsýni.

Tindferð nr. 283 þann 7. október 2023.


Örn bauð upp á magnaða göngu á Skessuhorn í byrjun október í logni og sól með létta snjóföl í fjöllunum þar sem óvíst var hvort fært yrði í efsta hlutanum út frá snjóalögum en mun minni snjór var í fjallinu þegar á hólminn var komið. Mæting var frábær, veðrið lék við hópinn og útsýnið var einstakt með skýra snjólínu í Skarðsheiðinni svo fjallasýnin var með eindæmum enda gleymdu menn sér í myndatökum af hinu stóra samhengi þessa glæsilega fjallasalar sem og af hinu smáa þar sem veturinn er smám saman að læsa klónum sínum í gróður og berg...


Þetta er fjórða ganga klúbbsins á þetta fjall þar sem sú fyrsta endaði reyndar ekki á tindinum heldur í alvarlegu slysi, önnur ferðin var á þriðjudagskveldi fram á nótt í rigningu og þoku með engu skyggni, sú þriðja var eins og þessi í léttum snjó í efri hlíðum með sólina á lofti og fjallasalinn allt um kring.Alls 17,8 km á 7:41 klst. upp í 973 m með alls 1.042 m hækkun úr 80 m upphafshæð.


Gps-slóðin frá 2019 með Álfsteinsá: Wikiloc | Skessuhorn upp með Álfsteinsá 120621 Trail

(ekki lengur farið frá bænum Horni eins og árið 2010).Ljósmyndir Arnar, þjálfara hér í tímaröð:


Mættir voru 10 manns:


Siggi, Leiknir, Þórkatla. Sjöfn Kr., Tinna, Linda, Sighvatur, Jaana og Áslaug Birgisdóttir en Örn tók mynd og Batman og Tumi stóðu sig með prýði í þessari alvöru fjallgöngu :-)


Dj. snillingar !Algerir snillingar að ná þessu fjalli í október... takk elskurnar fyrir mergjaðan dag og einstaklega góðan anda og félagsskap :-)


51 views0 comments

Comments


bottom of page