top of page

Sleggjubeinsskarð í Hagavík um óvæntar náttúruperlur legg 6 #ÞvertyfirÍsland

Updated: Nov 29, 2022

Tindferð nr. 255 laugardaginn 12. nóvember 2022.


Sjötti leggurinn yfir Ísland var farinn um miðjan nóvember í sumarveðri og færð... nema reyndar uppi á Henglinum sjálfum þar sem vetur ríkti... en leiðin var óhefðbundin og utan slóða að mestu eins og fyrri leggir... þar sem nokkrir viðkomustaðir komu virkilega á óvart og heilluðu okkur upp úr skónum svo ekki sé meira sagt...


Við lögðum ekki af stað frá malarstæðinu við Sleggjubeinsskarð heldur neðar við veginn þar sem leggur 6 var genginn í mars á þessu ári... þá var ófært inn eftir vegna snjóalaga og hópurinn skildi bílana eftir við veginn eins langt upp eftir og þau komust þá... við vildum auðvitað ganga nákvæmlega frá þeim stað... og gerðum það þó það þýddi að bílunum var lagt í vegakantinn... og vonuðum að starfsmenn Hellisheiðarvirkjunar yrði ekki í nöp við okkur sökum þessa...


Lagt af stað úr bænum kl. 8:00... aksturinn tók 20 mín inn með Hellisheiðarvirkjun... ennþá kolniðamyrkur og höfuðljósin kveikt á höfði við bílana... en þar spjölluðum við svo lengi saman áður en við dröttuðumst gangandi af stað að það birti til... og því gátu menn slökkt á ljósunum í upphafi göngu ef þeir vildu... þó snjórinn væri ekki til staðar til að upplýsa leiðina...


Þó það væri þungt yfir og skýjað yfir Henglinum þegar ofar dró... þá var ótrúlega mikil dagsbirta... enda ennþá svo sem rúmur mánuður í dimmasta dag ársins...


Mjög falleg leiðin upp í Sleggjubeinsskarðið... hér fór Jóhanna Fríða með hópinn í tveimur þriðjudagsæfingum í sumar og gaf hópnum tvær mjög flottar kvöldgöngur... virkilega vel gert hjá henni og segir allt um hversu skapandi hún er í sinni fjallamennsku...

Uppi beið okkar þokan... en það var hlýtt og lygnt... um sumarfæri... mildin var alltumlykjandi og við gátum ekki kvartað...


Gengið var inn með slóðanum í Innstadal til að byrja með...


Alltaf jafn gaman að koma hér... mikið landslag og fjölbreyttir töfrar á þessum Hengli...


Þokan uppi í fjöllunum... við vissum að okkar beið hún þegar ofar drægi...


En fljótlega fórum fórum við út af honum og héldum okkur við fyrri leið í gegnum fallegt landslagið ofar í Henglinum en hefðum vel getað haldið þessum stíg að skálanum og áfram upp á Nesjaskyggni í raun...


Fallegi fossinn sem var allur í snjó og vetrarsól síðustu helgina fyrir jól árið 2020... þegar við gengum á Vörðuskeggja í gullinni ferð... Vörðuskeggi um Sleggjubeinsskar (toppfarar.is)


Mjög flottur staður... nú í haustlitunum...


Reynt að ná samhengi landslagins...


Alls 16 manns... fegurðin við fossinn fangaðist ekki á þessari mynd... en við reyndum allavega...

Vilhjálmur, Jóhanna D., Gulla, Njóla, Lilja Sesselja, Örn, Hlökk, María H., Þórkatla, Sjöfn Kr.,, Guðný Ester, Jóhanna Fríða, Oddný, Jaana og Kristín Leifs en Bára tók mynd og Batman og Kolka gáfu ferðinni mikla gleði...


Gengið upp með ánni...


Blautt færi og leðjukennt á köflum... hér var frost komið í jörð undir...


Þessi kafli minnit ítrekað á leiðina milli Hörðubreiðar og Ljónstind í sumar... gaman að upplifa þegar staðir senda mann þráðbeint í aðrar ferðir... sálin man...


Mjög falleg leið sem við munum vilja upplifa enn og aftur síðar... ekki hægt að fá nóg af Henglinum...


Gróðurinn... litirnir... formin...


Appelsínuguli lækurinn....


Hér var snjórinn farinn að skellast til hér og þar...


Ótrúleg fegurð í þokunni... fegurð hins smáa...


Djúpir litir...


Komin í snjó... inn í annan heim... harðneskjan tók smám saman við eftir mikla mildi til að byrja með...


Við héldum okkur við gps-slóðina frá því 2020 nokkurn veginn en vorum samt aðeinst austar... og komumst að því að það var líka fínasta leið...


Það þarf ekki alltaf að fara nákvæmlega það sama og síðast... eða sama og aðrir... þetta landslag er síbreytilegt og með snjóinn yfir var engin leið að sjá slóða í þessu grýtta landslagi svo við fórum bara sem leið lá í landinu...


Nesti hér í smá skjóli fyrir golunni... kalt og hráslagalegt... en við vissum að góða veðrið væri handan við hornið... vorum handviss um að það myndi allt opnast á efsta tindi á Nesjaskyggni... en þokan sem læddist um allt var reyndar ekkert á þeim buxunum...


Eftir notalega sögustund og hlátur og vangaveltur héldum við áfram upp í fjöllin...


Mjög skemmtileg leiðin hér efst í átt að Vörðuskeggja...


Komið skilti hér sem við höfum ekki séð áður... hugsanlega kom það eftir slysið vorið 2021 þar sem kona rann niður hliðarstíginn sem var framundan... þeim hinum sama og við ætluðum einmitt að sniðganga og velja sömu leið og við fórum 2020... sem var farinn þá til að sniðganga hliðarhallann... enda snarbratt og löng leið rennandi niður ef farin í snjó og hálku... flott hjá hverjum þeim sem setti upp þetta skilti... að sýna betri leiðina hér framhjá brekkunni... í sumarfæri er þessi kafli hins vegar svipmikill og stórbrotinn... við þurfum að fara að ganga á Hengilinn á þriðjudagsæfingu !


Brekkan góða framhjá hliðarstígnum... í desember 2020 var hún öll í snjó og hvergi grjót á leiðinni nema yst...


Komin upp og í stað þess að halda að Vörðuskeggja héldum við í átt að Nesjaskyggni...


Því miður létti ekki þokunni... það sást stundum glitta í bláan himinn... og sólin skein stundum í gegnum þokuna að hluta... við fundum að það var stutt í sól og skyggni... og biðum óþreyjufull... hæsti punktur á þessum kafla var 804 m hár... bungan er nafnlaus og við ákváðum að kalla hann Hengilstind til aðgreiningar frá öðrum tindum þar sem það er ákveðin leið að fara upp á hann þegar gengið er á þessu svæði enda gefur hann mikið útsýni og er áberandi í landslaginu... þegar það er skyggni...


Landslagið að Nesjaskyggni var hæðótt og svipmikið... það kom skemmtilega á óvart...


Kristín Leifs og Jóhanna Fríða í mjög flottum gulum litum... þessi ferð var sérlega lirtík í fatnaði og landslagi... eins og við áttum enn eftir að komast að...


Stutt í Nesjaskyggni... en þessi tindur er nafnlaus og stutt frá honum...


Komin að Nesjaskyggni... í 770 m hæð... ennþá þoka og ekkert útsýni... við gátum grenjað...


Þegar lagt var af stað niður héðan sagði þjálfari að það væri stutt í skjól og skyggni og mun betra veður og aðstæður... það sem við vissum ekki var hversu ótrúlega stutt var í þetta...


... því við vorum varla lögð af stað... þegar snjórinn hvarf... blái himininn kom...


... sólin tók að skína...


... og við fórum að sjá yfir allt landið...


Þetta gerðist bara á nokkrum mínútum... ótrúlegt alveg... hingað verðum við að koma aftur á þriðjudegi og rifja upp þessar mögnuðu brekkur hér...


Þessi kafli var eina áhyggjuefni þjálfara... þeir voru að fara hér niður í fyrsta sinn og voru búnir að liggja yfir ljósmyndum frá göngum neðan frá til að sjá góða leið utan kletta... og höfðu einnig til viðmiðunar gps-slóð frá Jóni Oddssyni sem farið hafði hér niður þannig að við vissum nokkurn veginn að hér væri fært... en hvort það yrði í lagi í nóvember var svo annað mál... en þetta reyndist greiðfært og saklaust í mjúkum jarðvegi og hvergi hindrarnir á leiðinni...


Brúnirnar ofan Hagavíkurlauga var það sem þjálfarar áttu von á að yrði stórbrotnast við þennan göngulegg... en svo reyndist sannarlega ekki vera... það voru fleiri perlur sem biðu okkar...


Bára hefði viljað fara hér beint niður og rekja sig eftir brúnunum frá vinstri til hægri... en Örninn flaug bara beint niður á oddana hér hægra megin... og það reyndist besti útsýnisstaðurinn yfir laugunum sjálfum svo þetta var fínasta leið...


Fallegir litir og mjög skemmtilegur kafli...


Græni liturinn einstaklega sterkur...


Vestari hverirnir biðu okkar beint neðan við brúnirnar...


Við stefndum á hrygginn hér...


Sólin skein úr suðaustri og birtan var einstök...


Litið til baka...


Fremstu menn fóru að skoða hverina...


Birtan var lygileg... þetta var eins og í teiknimynd...


Meistari Jóhanna öll í stíl... það kemst enginn með tærnar þar sem hún hefur hælana hvað varðar að vera með í þema og taka það alla leið... allt gult og blátt... niður í naglalakkið... við rifjuðum fyrr í ferðinni upp önnur litaþema í gegnum tíðina þar sem Jóhanna hefur sýnt meistaratakta... og áfram gerði hún það í þessari göngu...


Alger snillingur þessi kona !


Já ! Við náðum brosinu og hlátrinum hennar á mynd ! ... og birtunni sem alltaf stafar af henni :-)


Vá... þetta var magnað ! Svo fallegt...


Oddný, Jóhanna Fríða, Jóhanna D., og Lilja Sesselja... magnaðar konur og algerar perlur... ófáar samræðurnar sem maður hefur átt við þær allar.... sem maður hefði aldrei viljað vera án... einmitt þessi samvera er svo dýrmæt í svona göngum... fágætt og dýrmætt... takk fyrir að vera til stelpur !


Hér skein sólin og allt var svo bjart og gyllt...


Birtan breyttist stöðugt og við máttum varla vera að því að ganga fyrir ljósmyndun...


Vestari Hagavíkurlaugar...


Austari Hagavíkurlaugar... þær eru mun tilkomumeiri og margfalt þess virði að fara að þeim og skoða... Þórkatla mælti sérstaklega með því... hún og Jaana gengu hér um allt fyrr á árinu... og þjálfurum fannst þetta ekki mikill aukakrókur... þetta lá vel við og það var gaman að hafa þessar laugar með því við höfðum aldrei séð þær í návígi... en þjálfarar höfðu annars ekkert endilega ætlað sér að fara alveg að þeim á þessari leið... voru búnir að hugsa sér að það yrði nóg að koma fram á brúnirnar og horfa þaðan á þær og finna svo bestu leiðina til að halda áfram... en það var eins gott að við fórum að skoða þessar laugar... vá...


Nesti tvö hér... og það var enn svalt og smá bleyta í öllum eftir Hengilinn... en, jú... við skulum hafa sparinestið núna... meira vesenið... ekki skrítið að menn nenntu ekki þessu dúkeríi og skrauti... nóg að græja sig fyrir fjallgöngu á föstudagskveldi...


Birtan upp eftir hryggnum...


Birtan til Nesjavalla...


Leiðin okkar framundan...


Nafnlaus fjöll... svört að sjá... hér láa Svartfjallaleið sem er gömul leið merkt á korti... ekkert til um hana á veraldarvefnum og engin Svörtufjöll að sjá... gætu þetta hafa átt að vera Svörtufjöll ? Við skulum allavega ganga á þau næsta sumar á þriðjudegi og nefna þau Svörtufjöll ef engin nöfn finnast um þau... mjög falleg að sjá... og þá munum Hagavíkurlaugar koma aftur við sögu...


Nestisstaðurinn...


Jóhanna brást ekki með nestið frekar en fyrri daginn... allt í stíl frá toppi til táar og nestið líka í gulu og bláu...


Meira að segja bláir stafir í "Eitt settinu" sem er með svörtum stöfum... en jú, tveir bláir stafir þarna með... ótrúlega flott hjá henni !


Sjöfn Kristins dúkaði líka upp og var með konfekt og jólalagköku sem hún bauð upp á í pásunni... dásamlegt...


Þjálfarar urðu náttúrulega að standa sig... appelrínugult þema... kókið smakkaðist undarlega vel úr þessum glösum... ég held ég taki þau með oftar... það var eitthvað sérlega gott að drekka þetta kók... og ostar og vínber... þau verða oftar með í nesti... svo ferskt og gott og ólíkt öllu þessu brauði alltaf hreint :-)


Kristín og Hlökk með dúk og vínglas og smá sparistemningu... það þarf ekki mikið... eitt fallegt glas og allt verður sparilegra...


Jóhanna D. og Vilhjálmur með dúk og súkkulaði, servíettur, mandarínur og kakó... virkilega notalegt og fallegt...


Stelpurnar með sitt nesti og Sjöfn að bjóða þeim köku... við ákváðum að deila gömlum nestismyndum fyrir næstu sparigöngu svo maður kæmist í gírinn við að pakka... þetta er alveg vesen... en svo er þetta bara fyndið og skemmtilegt... og skiptir engu þó ekki séu allir með sparinesti... bara hafa gaman og ekkert stress...


Hópmynd með Hrómundartind, Lakahnúk og Tjarnarhnúk í baksýn fjær... og nær nafnlausu Svörtufjöll...


Njóla, Gulla, Oddný, María H., Jóhanna Fríða, Sjöfn Kr., Örn, Þórkatla, Guðný Ester, Jaana, Lilja Sesselja, Hlökk Kristín Leifs, Vilhjálmur, Jóhanna D. og Bára tók mynd.


Sólin skein og allt var svo fallegt...


Leiðin okkar hér útbreidd sem var framundan til Þingvallavatns...


... en fyrst var að skoða Hagavíkurlaugar...


Mjög fallegt hér niður eftir...


Riddarapeysumynd á þettum mosavaxna kletti...


Því miður fór sólin rétt áður en við mynduðum... en það koma ekki að sök... falleg mynd !


Það sem við erum ekki til í að gera fyrir myndatökur ha :-)


Njóla og Sjöfn Kristins englar og töffarar í senn !


Því miður er þessi mynd úr fókus... nýja riddarapeysan hennar Þórkötlu... svo fallega skærgræn... mjög flott !


Nú var gengið til Hagavíkurlauga...


Kominn stígur hér... þetta er ferðamannasvæði...


Litið til baka...


Jaana var að klára við að segja söguna af því þegar hún og Þórkatla voru hér í sumar aleinar í heiminum... eins og við vorum þennan dag... þegar þyrla kom og setti erlenda ferðamenn niður sem fóru svo og skoðuðu laugarnar og aftur upp í þyrluna... og þá heyrðist þyrluhljóð... friðurinn var rofinn... og við vorum ekki lengur ein í heiminum...


Þyrlupallurinn hér grasbalinn þarna niðri...


Bullandi hverir... eins og margir á þessu svæði öllu...


En innar voru sérkennilegheit sem við höfðum ekki upplifað áður...


Ofan úr klettunum runnu litlir fossar... einstakt landslag sem skreytti þennan einstaka stað...


Hvaða litir voru þetta ?


Skærgrænn... ofan á gulnuðu grasinu...


Vá... þetta var svo sérstakt...


Við reyndum að mynda þetta...


... og þetta var bara byrjunin á sérkennilegheitunum...


Jahérna...


Einstakt...


Litasamsetningin... áferðin... formin...


Við vorum dolfallin...


Tókum endalausar myndir...


Þetta var svo sérstakt...


Reyndum að fara ofar og fara varlega... brennd af slysi Kolbeins í haust enda tók það hann tvo mánuði að gróa brunasára sinna eftir Grænsdalinn...


Ofar var bullandi uppspretta... og þessir litir komu út...


Best að koma sér áfram...


Þessi tjörn... uppsrpetta... við urðum að skoða hana betur...


Hinir komnir lengra upp eftir...


Græni og guli rennandi niður...


Allt fagurgrænt í heitum læknum... hér lifir gróður við aðrar aðstæður og hlýrri en annars...


Upp eftir...


Þórkatla og Jaana sögðu okkur að sumt hefði verið vatnsmeira þegar þær voru hér í sumar og annað vatnsminna... hér var þornaður renningur frá því í sumar...


Önnur laug...


Tvö augu...


Áfram þessi skærgræni og þykkguli litur...


Í samhengi við landslagið í kring...


Hópurinn kominn enn ofar...


Þetta var svo fallegt...


Augun...


Grænguli lækurinn...


... niður eftir...


... ósar hans...


Fleiri hverir ofar...


Djúpgræni liturinn...


Tjörnin lygna sem var erfitt að slíta sig frá...


Smá hópmynd með laugunum...


Við urðum að halda áfram... þetta var stuttur dagur en löng leið...


... en bara smá myndatökur í viðbót...


Það var svo erfitt að fara...


Vá... hvílíkur staður...


Hvílíkir litir...


Snúið til baka...


Þessi græni litur...


Við gáfum Hagavíkurlaugum góðan tíma og sáum ekki eftir því...


Ótrúlegt landslag...


HIngað verðum við að koma aftur...


Takk fyrir okkur Hagavíkurlaugar...


Við vorum öll snortin af þessum stað... líka þær sem höfðu komið hér áður, Þórkatla og Jaana...


Heitur grár lækur...


Litli hvíti bullandi vatnshverinn...


Þyrlan var sest og út komnir erlendir ferðamenn sem voru þakklátir og bljúgir... einn bakveikur og gæti aldrei gengið hingað upp eftir...


Við spjölluðum við þau og flugmanninn... allt yndislegt fólk...


Það var erfitt að hætta að mynda...


Reyna að fanga fegurðina á þessum stað...


Við skoðuðum þyrluna eins og hvern annan hver á svæðinu...


Og ákváðum að henda af okkur bakpokunum og panta far næsta legg yfir landið... þetta væri miklu skemmtilegri og þægilegri ferðamáti sko... verkfall og læti bara ! :-)


Nú var ferðinni heitið niður með lækjunum tveimur sem koma úr Hagavíkurlaugum... og þá voru fyrst rennandi gráir heitir lækir samferða okkur...


Mjög fallegt gilið sem beið okkar...


Við vissum ekkert... þjálfarar héldu að við fengjum jú fallegt landslag meðfram læknum og vissu að stundum þrengdi eitthvað um og yrði svipmikið... enda sáum við þetta gljúfur í fyrra á þriðjudagsgöngu um Krossfjöll og að Steinbrúnni sem enginn vissi um og ekkert var skrifað um á veraldarvefnum... og ákváðu þá að skoða þetta landslag allt betur síðar og þá líka brúnirnar ofan við laugarnar... nú var komið að því... en það sem við vissum ekki var hversu kyngimagnað þetta landslag var allt saman þegar nær var komið...


Dýrindirleið...


Við vorum himinlifandi og nutum hvers skrefs...


Stundum er lækurinn bara saklaus á sléttlendi... það var gott að geta greitt úr spori... enda löng leið... og við búin að dóla endalaust og njóta... og ekkert spáð í tímann...


En svo tók að þrengja um lækinn... við vorum komin í gljúfrið...


Skyldi vera fært hér um...


Þetta var könnunarleiðangur af bestu gerð...


Þessi lækur sem rann niður í gljúfrið úr Henglinum...


Vá !


Litið til baka...


Eins gott að renna ekki hér niður...


Litið til baka með blágræna fossinn fagra... hvílík fegurð...


Jú... Örn og fremstu menn fundu leið í gegnum þetta...


Það leit úr á köflum að við yrðum að snúa við...


En Örninn tók það ekki í mál og hélt ótrauður áfram...


Magnað að komast upp með að fara hér um...


Litið inn eftir þar sem blágræni fossinn féll niður...


Stórbrotið landslag !


Geggjað klöngur...


Stórkostlegt ævintýri...


Sterk upplifun...


Ógnvænlegt á köflum...


Torsótt og skemmtilega krefjandi...


En með því að hugsa í lausnum... en ekki hindrunum... var hægt að komast hér í gegn...


Við skemmtum okkur konunglega...


... og nutum þess að reyna á útsjónarsemina...


... og hjálpsemina...


Við máttum vera þakklát... hvílíkt ævintýri að fá svona óþekkt gljúfur til að kljást við... og komast að því að þar var hægt að fara niður um það... þetta er það sem við viljum að leggirnir yfir landið snúast um... að finna leiðir um ótroðnar slóðir... og þurfa stundum að snúa við og finna aðra... þenja sig til hins ítrasta... og komast að því að maður getur meira en maður heldur...


Áfram hélt litadýrðin...


Og landslag lækjarins varð mildara...


... í djúpum haustlitunum sem taka svo á sig snjóinn af myndugskap að vetrinum...


Berjamó...


Degi var tekið að halla... það var skrítið hversu fljótt tíminn leið... kannski af því leiðin var ekki greið né þekkt... við vorum ekki á stíg þar sem verið var að telja kílómetrana og klukkutímana...


Gróðurinn í læknum...


Smávegis gljúfur hér sem var vel fært...


Við reyndum að halda okkur við lækinn eins og við gátum...


Þessi græni litur í öllum sínum myndum þennan dag er eiginlega einkennismerki þessarar leiðar... Grænaleiðin...


H'er komumst við ekki í gegn og urðum að fara upp á klettana...


Hrómundartindur og félagar...


Hengillinn... Nesjaskyggnir efstur... þarna niður fórum við...

Ölfusvatnsskyggnir... sem við gengum á á þriðjudegi í fyrra...


Gljúfrið mjög fallegt hér en ófært til göngu... verðum að skoða það betur á þriðjudegi einn daginn...


Húmið var komið... og við áttum ansi marga kílómetra eftir... Örninn var orðinn alvarlegri á svipinn... 7 km var löng leið og sólin orðin lág á himni...


Það var ráð að halda áfram þó erfitt væri að slíta sig frá þessu hrikalega landslagi í smæð sinni...


Ölfusvatnsskyggnir...


Leiðin sem við áttum eftir... þetta var langur kafli sem tók á... það var ráð að halda áfram...


Takk fyrir okkur Hvanngil... þú ert magnað fyrirbæri sem við eigum eftir að heimsækja reglulega hér með !


Hvanngilið til norðurs...


En skyndilega sáum við svartan hrygg... nafnlaus á kortum... við vorum orðlaus... hann skar sig úr landslaginu eins og honum hefði verið sturtað hér niður af vörubíl... ótrúleg að sjá þetta... við ákváðu að gang á hann og nefna hann "Svartahrygg" í samræmi við "Bláahrygg" í sumar í anda "Grænahryggjar" við Jökulgil í Landmannalaugum...


Smávegis krókur á hann en þess virði...


Þessi Svartihryggur var sérstakur...


Svertan lá svon frá honum og alla leið til Svörtufjalla við Hagavíkurlaugar... það var samhengi í þessum hrygg í landslaginu...


Hann mældist 256 m hár og er kominn í safnið...


Áfram var birtan gullin...


Genngið niður Svartahrygg... jú... hann á skilið að heita eitthvað þessi hryggur... sakir litafegurðar og formfegurðar og staðsetningar í samhengi við landslagið í kring... ekki spurning !


Nú tók við eini kafli leiðarinnar sem ekki var veisla... þýft landslag í fallegum litum jú en hálf fábrotið eftir það sem á undan var gengið... enda ekki hægt að ætlast til að perlurnar lægju fyrir fótum okkar í samfelldri röð á leið sem við vossum ekki hvernir yrði og var búin að heilla okkur algerlega...


Hundarnir orðnir þreyttir og lögðu sig í lyngið... Kolka að læra af Batman að það geti verið skynsamlegt að hvílast þegar mannfólkið þéttir hópinn...


Batman búinn að læra á sitt fólk... það var lykt af langri göngu og hann nýtti pásurnar til hvíldar...

Litirnir í lynginu...


Við spjölluðum okkur bara í gegnum þennan eina "dauða" kafla leiðar dagsins...


Við þurftum ekkert að vaða þennan dag... sem kom á óvart því steinbogalækurinn hefði átt að verða á vegi okkar... en...


Litið til baka...


Hér var tekið að skyggja... og við ekki komin að Sandfellinu ennþá sem markaði endalok leiðarinnar...


Loksins komin að Lómatjörn... hún var nýr áfangastaður í okkar reynslubanka... mjög fallegur staður sem minnti á tjörnina við Arnarvatn við Þingvallavatn...


Kjarrið hér niður reyndist mesti farartálmi leiðarinnar þennan dag... en við vorum æðrulaust og hlógum okkur bara í gegnum það...


Vissum að það var stutt eftir... og vorum alsæl með áhrifamikla leið að baki...


Hingað verðum við að koma aftur...


Þjálfarar bjuggu til nokkrar þriðjudagsgöngur úr þessari leið sem verða farnar næstu árin...


Tekið að skyggja og því var ekki mjög bjart yfir Lómatjörn en töfrar hennar voru áþreifanlegir engu að síður...


Við gengum meðfram henni...


Fjöllin spegluðust í tærri spegilsléttri tjörninni... sérstakt andrúmsloft... eins og dagurinn þéttist í lokin...


Við fengum þessar fínustu kindagötur síðasta kaflann gegnum hraun og þúfur og náðum að halda vel áfram síðasta kaflann út að vegi...


Sjöfn algerlega í stíl við þennan mosavaxna klett... magnaðir litir á þessri riddarapeysu !


Dulúðin og töfrarnir fangast vel á þessari mynd... magnaður kafli eins og allir hinir þennan dag...


Skógurinn meðfram Bæjarfjallinu og Sandfellinu kom á óvart... komum hér næsta sumar á þriðjudegi !


Hópurinn þéttur reglulega... við vorum ólm að klára gönguna fyrir myrkur og vildum helst ekki nota höfuðljósin...


Fínasta leið gegnum skóginn...


Myrkrið var að skella á...


Komin að veginum... hér náði Bolli í hana Hlökk sína... og við héldum áfram eftir veginum inn í Hagavík...


Vá... takk fyrir okkur fagurgræna Hagavíkurlaugaleið...


Við straujuðum veginn og settum hundana í band enda grunlausir um bílaumferðina sem skyndilega varð á vegi okkar eftir allar óbyggðirnar...


Nokkrir kveiktu ljósin enda gott að bílarnir sæju okkur... við muæflum sem minnst að vera í byggð á þessari leið yfir landið... en munum alltaf þurfa á bílum að halda til að ferja okkur frá upphafs- og endastað... þetta var því vel sloppið og gaf undarlega fallegan endi á þessum degi...


... því Þingvallavatnið var svo fallegt meðfram veginum... algerlega spegilslétt... kyrrlátt... dimmblátt í húminu...


Við reyndum að fanga þessa dýrð...


Sjá bílinn hans Guðmundar bílstjóra bíða eftir okkur í rökkrinu...


Sandfellið hér... við hefðum getað stytt leiðina með því að far ayfir hálsinn milli Bæjarfjalls og Sandfells en þjálfarar vildu það ekki þar við vissum ekki hvort hindranir yrðu á þeirri leið sem var ekki spennandi að kljást við í rökkrinu sem var að koma þennan síðasta kafla... það var skárra að vá veginn og greiðfæra leið síðasta kaflann þó hann yrði lengri... enda var vel þegið að ná upp í 20 km á þessari fallegu leið...


Enda hefðum við þá ekki upplifað þetta... skyndilega tók tunglið að rísa yfir vatninu...


Við vorum lengi að koma okkur í bílinn... slíkir voru töfrarnir við vatnið...


Eins gott að við vorum þetta lengi... annars hefðum við misst af þessu...


Jú... við erum að koma... bara aðeins að taka smá mynd hérna... :-)


Jóhanna Fríða alveg í stíl við litina.. blátt og gult... áfram Úkraína... og allir þeir sem eru undirokaðir af hrekkjusvínum og yfirgangsseggjum... tökum afstöðu... sýnum hugrekki... þorum... annars breytist ekkert... áfram allir þeir sem þora...


Alls 19,2 - 22 km eftir því hvaða tæki fékk að ráða...


Við settum 20,1 km á þetta á 8:46 klst. upp í 802 m á Hengilstindi, 770 m á Nesjaskyggni, 338 m aHagavíkurlaugar, 256 m á Svartahrygg og svo skráum við ekki L'omatjörn sem sér viðkomustað þó það sé mjög freistandi en hún var í 120 m hæð og Hagavíkin svo í 110 m hæð svo þessi dagur var með meiri lækkun en hækkun þar sem við byrjuðum í 294 m hæð... og hækkun var alls 1.029 m.


Stórkostlegur dagur að baki... hvílík fegurð... hvílíkt landslag.. birta... form... höldum áfram að uppgötva og upplifa á þessari leið okkar yfir landið... og förum markvisst smávegis krókaleiðir að perlum eins og þessum þennan dag... það er sannarlega þess virði...


Takk öll fyrir einstaklega ljúfan og góðan félagsskap og fyrir að mæta... annars verða svona ferðir einfaldlega ekki að veruleika...


Myndbandið af ferðinni hér: https://youtu.be/Di2-oMVoG9A




95 views0 comments
bottom of page