top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Smáfjöll og Smáfjallarani við Laugaveginn #Laugavegsfjöllin

Tindferð nr. 341 laugardaginn 6. september 2025


ree

Það voru töfrar þennan laugardag... við skynjuðum þá strax á Suðurlandsundirlendi... á leið á fjall... Þríhyrningur hér í morgunsólinni...


ree

Fé að koma af fjalli á Emstruleið...


ree

Hattfellið hér... sjá hvítnunina í fjöllunum... ótrúlegt...


ree

Komin nær Hattfelli...


ree

Stórkonufell... við keyrðum inn í rigningu og þoku á Emstrukaflanum á Laugavegsgönguleiðinni... og okkur leist ekkert á blikuna...


ree

Menn komu út úr bílunum maldandi í móinn og vildu breyta um fjall... ætluðu sko ekki að ganga í þessari þoku og rigningu... en þjálfari fullvissaði hópinn um að þetta væri að ganga yfir... og það yrði geggjað veður þennan dag... og það rættist sem betur fer... en þessi þoka skildi eftir sig hvít fjöll eftir úrkomu næturinnar... meðal annars Smáfjöllin sjálf... sem sjást hér frá bílunum við brúnna yfir Emstruá...


ree

...og veðrið snarbreyttist þessar mínútur sem við vorum við bílana og var orðið með ágætum þegar við lögðum af stað kl. 10:22...


ree

Brúin yfir Innri Emstruá... ána sem við áttum eftir að vaða á þremur kvíslum..


ree

Fjöll dagsins… Smáfjallarani vinstra megin… og Smáfjöll hægra megin… og Innri Emstruá á milli…


ree
ree
ree

Hattfellið hér í fjarska… ásamt Útigönguhöfðum…  


ree

Við stóðumst ekki mátið að taka mynd af okkur við Stórkonufell… sem er líklega fegursta fjallið á þessu svæði… að Hattfelli og Stórusúlu, Illusúlu og Stóra Grænafjalli ólöstuðum…   


ree
ree
ree

Hattfellið... gengið tvisvar í sögu okkar...



Seinni ferðin árið 2023: Hattfell í annað sinn


ree

Stóra súla... svo ótrúlega fögur...


ree

Fjöllin okkar þennan dag... í stíl við hin þessi fallegu allt í kring... Smáfjöll...


ree
ree

Fyrsta kvíslin af þremur vaðin… léttasta vaðið…


ree
ree
ree

Örn fór á undan til að kanna hvort það væri annað vað innar… sem var ekki… og þegar hann kallaði til okkar að það væri ekki annað vað… þá misskildum við hann og héldum að það væri annað vað… og örkuðum á vaðskónum á milli… en þetta var allt sem var í boði 😊 


ree
ree
ree

Þegar komið var bak við Stórkonufell… beið okkar þessi fegurð… hvílíkur staður ! ... um tveimur kílómetrum frá Emstruábrúnni…


ree
ree

Smáfjallarani í baksýn…


ree
ree

Bakhlið Stórkonufells… hér hafa líklega mjög fáir komið… smalar án efa… en fáir aðrir… af fenginni reynslu myndum við frekar giska á að útlendingar hefðu gengið hér en Íslendingar… þeir sem á annað borð koma til Íslands til að ganga í óbyggðunum eru yfirleitt útpæld og metnaðarfull… og þau sjást meira á göngu en heimamenn… eins ótrúlegt og það er…  


ree

Baltasar með Litla Mófell í baksýn… við eigum það ennþá eftir… það bíður ársins 2027… ásamt Útigönguhöfðum og hinum Mógilshöfðunum sem við náðum ekki árið 2022… þá verða fimm ár liðin frá stórkostlegu göngunni á Stóra Mófell, Stórkonufell, Tudda, Tvíböku og Mógilshnausa… það er líka ótrúlegt…


ree

Um leið og brekkurnar byrja… hefst útsýnið… hér til Stóra Grænafjalls, Súluhryggja, Laugavegarins og Stóru súlu… ofl...


ree
ree
ree

Mýrdalsjökull…


ree
ree
ree

Snjórinn frá því um nóttina og morguninn nánast farinn úr fjöllunum…


ree
ree
ree
ree

Fyrsta nesti af þremur... alls kyns tilraunir með nesti eftir öll þessi ár… ostar, ostasallat og kex…


ree

Fanney var með pítsusneið… alger snilld !


ree

Við tókum alla hæstu hnúkana á Smáfjöllum… og slepptum þessum hér á vinstri hönd þar sem við töldum svo mikið framundan upp og niður… en sáum svo eftir því… af því hann er svipmestur af þessum lægri og setur heilmikinn svip á fjallgarðinn í heild… en þegar fjær var komið á Smáfjallarana… þá sáum við samt að þessi tindur var dropi í hafið hvort eð er á þessu marghnúka fjalli og að við hefðum þá alveg eins getað elst við alla lægri tindana líka… við náðum allavega rjómanum af þessum fallegu hnúkum…


ree
ree
ree

Stóra súla og Smáfjallarani…


ree
ree

Mynstrin í fjöllunum… ótrúleg fegurð…


ree

Rjúpnafell í Þórsmörk... magnað !


ree
ree
ree

Upp á alla efstu hnúkana á Smáfjöllum… við röktum okkur skásta hringinn sem við sáum út frá landslagi…


ree
ree
ree
ree
ree
ree

Allir litlu lægri hnúkarnir í Smáfjöllum sem við slepptum… nema þessum svipmesta fyrsta…


ree

Riddarapeysumynd dagsins… Batman, Örn, Linda, Aníta, Sjöfn Kr., Baltasar, Fanney, Guðný Ester, Jaana, Friðrik gestur og Örn…


ree

Tökum okkur ekki alvarlega… þá verður allt svo erfitt… 😊


ree
ree
ree

Mættir voru alls 13 manns... hér á hæsta tindi Smáfjalla... í 807 m hæð...


Sighvatur, Silla, fanney, Siggi, Aníta, Baltasar, Maggi, Batman, Örn, Guðný Ester, Linda, Sjöfn kr., Jaana, Friðrik gestur og Bára tók mynd...


ree

Fíflumst sem oftast… verum jákvæð… hugsum í ævintýrum… verum þakklát… stöndum saman…


ree
ree
ree

Skytturnar þrjár… magnaðar allar þrjár !


ree
ree

Við erum komin með fleiri fjöll á framtíðarlistann… gefumst ekki upp… höldum áfram… og látum ekkert slá okkur út af laginu…


ree
ree
ree
ree
ree

Fagur klettur á leið okkar til austurs…


ree
ree
ree
ree
ree

Hjörtun í náttúrunni… minntu okkur á það sem skiptir mestu máli… trú, von og kærleikur… tryggð, samstaða og stuðningur… einurð, staðfesta, einbeitni… jákvæðni, bjartsýni, framsækni… þakklæti, auðmýkt, virðing…


ree

Síðustu tindarnir í Smáfjöllum græn framundan… og Smáfjallarrani svo vintra megin svartur að bíða eftir okkur…


ree
ree
ree

Stórasúla og Smáfjallarrani…


ree
ree
ree

Náttúran var stöðugt að hvísla að okkur fróðleik og hugvekjandi áminningum... verum þakklát… númer eitt…


ree
ree
ree

Upptök Innri Emstruár að koma í ljós…


ree
ree
ree

Nestistími tvö af þrjú í austurenda Smáfjalla… í sól og blíðu… það sem við máttum vera þakklát með þennan dag, þetta landslag, þetta skyggni, þetta veður og þetta útsýni…


ree
ree

Baltasar er stilltastur allra í nestistímum… sníkir ekkert... hrifsar ekkert úr höndum né nestisboxum... og er ennþá hissa ef að honum er rétt góðgæti…


ree

Já… við vorum sannarlega að njóta…


ree

Við kláruðum út fjallið til austurs… og tókum stefnuna á vöðun yfir Innri Emstruá… sem við vorum búin undir að yrði farartálmi… og við myndum þá sleppa Smáfjallarana…


ree
ree
ree
ree
ree

Bratt en greiðfært hér niður af Smáfjöllum… gegnt Mýrdalsjökli… hingað hafa afar fáir komið…


ree

Vaðið leit ágætlega út… kvenþjálfarinn benti Erni á að stefna á þrenginguna á fyrri kvíslinni ef við skyldum geta stiklað yfir hana… og það reyndist rétt…


ree
ree

Smá krefjandi… en allir fóru yfir nema þrjár… Fanney óð á vaðskónum ofar… og Bára og Jaana stikluðu yfir neðar með því að stinga skónum 2svar í lækinn… en góðir gönguskór þola slíkt…


ree
ree

En þetta var ekki búið… aðalkvíslin í Innri Emstruár beið okkar ennþá…


ree
ree
ree

Áin var breið og lygn hér og þetta leit mjög vel út... við skelltum okkur út í og allt gekk vel... en það var betra að hafa farið úr buxunum því áin náði upp á læri og jafnvel upp í klof… reglan um að vera alltaf með einar nærbuxur í bakpokanum kom upp í hugann… en þessi vöðun var léttari en Þröngá á Laugaveginum svo við vorum í góðum málum… kuldinn nóttina á undan var með okkur í liði því hér er eflaust ekki alltaf fært vaðandi með góðu móti eins og þennan dag…


Svo skal á það minnt að best er að þyngsti göngumaðurinn sé efstur gegn rennsli árinnar, gott að ganga lítið eitt með rennslinu áleiðis yfir til að eyða ekki óþarfa orku í að vinna gegn rennsli árinnar, menn festi ekki bakpokann á sig, næli sig tveir eða fleiri saman, hengi stafina á bakpokann, taki stutt og lág skref og þreifi sig með botninum… en fyrst og fremst haldi yfirvegun og séu einbeittir og ákveðnir í að komast yfir… fjöldi manns veður Þröngá á hverjum degi á Laugaveginum í straumharðari og stundum vatnsmeiri á en þessari… en líka í vatnsminni og saklausari… þetta hefst allt saman með yfirvegun og skynsemi númer eitt…


ree
ree
ree

Eftir skemmtilegheit og adrenalínkast eftir vöðunina þar sem við skemmtum okkur konunglega við að kljást við ána… héldum við leið okkar áfram á Smáfjallarana…


ree

Það var ennþá hvítt í efstu tindum Torfajökuls… minnug stórkostlegrar ferðar á þessa tinda þarna að ógleymdum íshellinum sem við fundum fyrir algera tilviljun þar sem við héldum að hann væri allt annars staðar… alveg lygileg ferð í alla staði… árið 2021:


ree

Bláfjöll… þau bíða eftir okkur til september 2026…


ree
ree
ree

Baltasar og Batman voru góðir saman þennan dag svona fyrir utan smá núning fyrri hluta dags… þetta er allt að koma hjá þeim… dásamlegt…


ree

Smáfjöllin að baki okkur…


ree
ree
ree
ree
ree
ree

Röktum okkur upp ranann…


ree

Mælifellið farið að kíkja bak við Bláfjöllin…


ree
ree

Stórkonufell og Hattfell…


ree
ree

Gangan okkar á næsta ári… að lónum sem liggja við jökulinn… frá Bláfjallakvísl… það verður magnaður könnunarleiðangur… um enn ein græn fjöllin… á svörtu söndunum… á þessu svæði…


ree
ree

Hvanngil þarna í dalslautinni… ótrúlegt að sjá þann stað ofan af Smáfjallarana…


ree
ree
ree
ree

Mælifellið svo fagurt… á Mælifellssandi… með Bláfjöllum nær…


ree
ree

Torfajökull… þarna hefðum við gengið… ef við hefðum náð Strútsstíg í sumar… þessa leið þarna undir Svartahnúksfjöllunum… o.m.fl... og endað í Hvanngili… grátlegt að ná því ekki…


ree
ree

Tvíhnúka Hattfellið kallaðist vel á við tvíhnúka Tindfjallajökul í þessari sjónlínu ofan af tindi Smáfjallarana… magnað !


ree

Smáfjallarani var hærri en Smáfjöll… mældist 823 m hár…


ree

Jökultungurnar… Laugavegurinn… Hvanngil… magnað að vera hérna megin og horfa upp eftir… úr þessum hlíðum eru teknar ótal myndir niður á þessa svörtu sanda á þessu grænu fjöll… þar sem við vorum stödd…


ree

Sjónarhornið frá Laugaveginum í fyrra… í magnaðri ferð…


ree

Sjá skuggamyndirnar okkar…


ree
ree

Hér í hlíðunum borðuðum við nesti í þriðja sinn í göngunni og nutum þess mjög að hafa þetta stórkostlega útsýni í fanginu… enn einn lygilegur nestisstaðurinn sem engin orð né ljósmyndir fá lýst…


ree

Hekla…


ree

Jæja… niður aftur… og um sandana í bílana… þessi leið var lygilega falleg og gekk alveg upp… en óvissuþættirnir voru nokkrir þar sem þetta var jú könnunarleiðangur… en hvorki landslag né ár voru farartálmar og við glöddumst í hjartanu yfir því að hafa tekist þetta… og það svona vel og í svona fallegu veðri, skyggni, landslagi og útsýni… hvílíkt lán…


ree
ree
ree
ree

ree
ree

Áfram héldu töfrarnir… sól tekið að halla að hausti… og litirnir á himinum léku með í synfóníunni sem leikið hafi allan daginn…


ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree
ree

Þrenna dagsins… Smáfjallarani… Innri Emstruá… Smáfjöll… hvert og eitt gaf okkur magnað ævintýri og upplifun sem hvergi fæst… nema í augnablikinu á stað og stund…


ree
ree

Þakklæti… er orkugjafi eins og enginn annar… slík tilfinning stóð upp úr í hjarta þjálfara eftir þennan dag… #TakkÍsland og takk elsku göngufélagar fyrir að mæta… því annars verða svona ævintýri ekki að veruleika…


ree

Alls 15,1 km á 6:34 klst. upp í 807 m og 823 m hæð með alls 810 m hækkun úr 538 m upphafshæð…


ree
ree

Laufafellið vinkaði okkur þegar við keyrðum til baka í kvöldsólinni í algerri sæluvímu… það var á dagskrá tveimur vikum síðar… og þegar þetta er skrifað þá er sólarhringur í brottför… vonandi gengur sú ferð jafnvel og þessi… ævintýralegur akstur bíður okkar upp með Keldum…  og útsýnið er ekki síðra en þennan dag… hvílík forréttindi… að geta yfirleitt gengið á fjöll, keyrt upp á hálendi og upplifað með besta fólki í heimi…


ree
ree

Það reyndi alveg á jepplingana að keyra þetta… Bára þjálfari fór ótal sinnum út og fjarlægði grjót af veginum… og það skutust grjót undir bílana á sumum köflum… en annars var þetta greiðfært að mestu… en þetta tók á… þjálfarar ætla helst að vera komin með jeppa næsta sumar…


ree

Mófell og Rjúpnafell… þetta vinstra megin er á vinnulistanum… um leið og við eignumst aftur jeppa !


ree
ree
ree

Ýma í Tindfjallajökli alveg snjólaus… ótrúlegt sjónarhorn !


ree

Ár flæddu yfir bakka sína á þessu svæði og á hálendinu öllu fyrir þremur vikum síðan… við höfum samt náð þremur kyngimögnuðum göngum á hálendinu þetta síðsumarið… og eigum tvær eftir… vonandi er gæfan áfram með okkur í liði…


ree

Ótrúlegt að hafa gengið á alla þessa sex tinda í Tindfjallajökli septemberdag nokkurn árið 2010… Toppfarar.is - Tindferð 44 - Tindfjallajökull 6 tindar


ree

Stórkostleg ganga að baki… enn eitt lygilegt listaverkið á þessum slóðum Laugavegsgönguleiðarinnar… takk innilega elsku félagar fyrir daginn… höldum áfram… svona ævintýrum… sem engin orð fá lýst…

 

 


Öll fjöllin sem komin eru í safnið um Laugavegsgönguleiðina: Laugavegsfjöllin | Toppfarar

Comments


bottom of page