top of page

Suðurtindur Hrútsfjallstinda stórkosleg upplifun !

Tindferð 246 laugardaginn 7. maí 2022 #Hrútsfjallstindar #AsgardBeyond #Öræfajökull #Vatnajökull #Svínafell


Í fjórtánda sinnið í sögu klúbbsins var stefnan tekin á fjallstind í Öræfum Vatnajökuls og nú sem hin síðari ár fyrstu helgina í maí... enn einu sinni lánsöm með veðurspá sem var reyndar ekki alveg bongó alla helgina en með nægilega góðan veðurglugga til að við ættum að ná ágætis göngu í lygnu og sólríku veðri...


Kristínartindar hér fyrir miðri mynd... og Hrútsfjallstindarnir hægra megin í úfnum skýjunum... við hættum við að ganga á föstudeginum þar sem of mikill vindur var í kortunum... og það var ískalt í veðri þennan dag og tindarnir umluktir skýjum sem vindurinn feykti ofan af fjöllunum... við hefðum ekki viljað vera þarna uppi þennan dag...


Frábært veður á akstursdeginum... það skiptir miklu og gerir ferðalagið skemmtilegra...


Hafursfellið og Skaftafellsjökullinn... gönguleið okkar daginn eftir þarna meðfram jöklinum í hlíðunum og svo inn fellið upp í skarðið þar sem snjórinn er...


Hrútsfjallstindarnir í skýjunum...


Veðrið að kyrrast og mjög notalegt að koma í Svínafell eins og alltaf...


Efri menn og Fremri menn í Hafursfellið þessir tindar hér dökku snjólausu.. skarðið og brekkan upp úr því sést hér... fyrsti hlutinn á Hrútsfjallstinda er í raun sá erfiðasti...


Byrjuðum á að borga og fá lyklana að smáhýsunum eða herbergjunum...


Allir komu sér fyrir og svo kíktu menn yfir í bakherbergið við matsalinn þar sem þjálfarar hafa sofið síðustu ár og fleiri komist á bragðið með að gista...


Smáhýsin voru fullbókuð af okkur eða Fjallavinum eða erlendum gestum þessa helgi..


Sýnin til Hafrafells frá gististaðnum...


Matsalurinn... staðarhaldarar Svínafells opna gistinguna hér niður frá í byrjun maí svo við erum gjarnan fyrstu helgargestir þeirra á hverju sumri... grillið var ekki komið á staðinn og bóndinn þurfti að sækja það kvöldinu síðar þegar við gripum í tómt með lærisneiðarnar í höndunum...


Jón Heiðar og Róbert kíktu á okkur um níuleytið um kvöldið og fóru yfir göngudaginn... ræs kl. 3:30 3ða 4:00... brottför áætluð kl. 4:45 frá Svínafelli... gangan skyldi hefjast kl. 05:00 um morguninn... við fórum því beint í rúmið eftir fundinn... full tilhlökkunar og kannski smá kvíða líka... þetta venst með árunum en fyrstu skiptin eru kvíðavekjandi og spennan er heilmikil... erfitt að sofna og sumir sváfu lítið sem ekkert eins og er dæmigert í þessum ferðum...


Við héldum tímaplani morguninn eftir og veðrið var sn öggtum betra en kvöldinu áður... orðið skýjað og lygnt og mun hlýrra... í raun mikil breyting milli daga...


Leiðin á Hrútsfjallstinda er veisla frá fyrsta skrefi... bílaplanið er kyngimagnað eitt og sér... það eru alger forréttindi að vera á þessum stað... og geta yfirleitt gengið þessa erfiðu og löngu leið... við vorum þakklát og auðmjúk gagnvart þessum degi... og í okkur var líka léttir... það var gott að loksins var að þessu komið...


Fjallavinir voru á sama stað á sama tíma, sex manns í einni línu með einn leiðsögumann... og þjálfarar þekktu tvo í þeim hópi, Gunna Dór föður körfaboltadrengs í Fjölni og svo Jón Sigurðsson fyrrum Toppfara... og svo var Þórður höfðingi Fjallavina þarna með sem gaman var að hitta en þjálfarar höfðu spjallað lítillega við hann kvöldinu áður í Svínafelli...


Við lögðum af stað á slaginu 05:00... vel af sér vikið !


Gengið var í hlíðunum meðfram Skaftafellsjökli sem er kyngimögnuð leið per se... með jökullónið á vinstri hönd og brattar, grýttar hlíðarnar á hægri hönd...


Alger friður... blankalogn og hlýtt... við vorum of mikið klædd mörg hver og svitnuðum strax mikið á þessum fyrsta kafla sem reyndist dýrkeypt fyrir suma... Kolbeinn lenti í vandræðum og fleirum leið ekki sérlega vel eftir... leiðsögumennirnir höfðu sagt okkur kveldinu áður að vera í stuttermabol og léttum síðerma yfir fyrsta kaflann... í öllum kuldanum á föstudeginum var erfitt að trúa því að þetta væri rétti klæðnaðurinn eldsnemma morguns... en þeir höfðu í raun rétt fyrir sér... við hefðum átt að vera mjög létt klædd og koma í veg fyrir alla þessa svitnun...


Við gengum þennan kafla í myrkri árið 2011 og því var þetta ný upplifun fyrir þá sem höfðu farið hér í þeirri ferð...


Leiðin inn með skriðjöklinum er rúmlega tveir kílómetrar og við vorum frekar neðarlega í skriðunum (ekki hér á mynd samt) en stígurinn er og fórum alla leið út á tunguna sem þýddi að frá henni var bein leið upp en ekki í hliðarhalla eins og stígurinn er sem er kostur því ofar er löng leið í hliðarhalla...


Sjá tunguna sem við vorum á... stígurinn er þarna fyrir ofan... með Fremri menn efst...


Hliðarhallinn hér inn og upp í skarðið var léttur og sumarlegur... eitthavð annað en svellað færið árið 2011 þegar menn voru í vandræðum og það endaði með að við fórum í broddana á niðurleið eftir allt óöryggið í svellinu á uppleið...


Nokkrir snjóskaflar á leiðinni sem þurfti aðeins að spora...


Harðari þegar ofar dró en léttur snjór yfir sem gaf gott hald... Róbert hjó spor fyrir okkur sem á eftir komu...


Mun betri kafli en við áttum von á eftir reynsluna árið 2011...


Komin upp í skarðið... hér blasia tindarnir skyndilega við ásamt Hvannadalshnúk og Dyrhamri...


Magnaður staður... nema að tindar Hrútsfjalls voru í skýjunum sem og hinir tindarnir á svæðinu...


Við fengum samt magnaða sýn niður allan Svínafellsjökulinn...


Áhrifamikill staður og við nutum þess að vera búinn með fyrsta kafla leiðarinnar...


Litið til baka... Hafrafellið hér og hliðarhallinn á uppleið...


Komin lengra upp eftir... þessi brekka var löng og ströng eftir það sem var að baki...


Þokan var ekki langt undan... við bjuggum okkur undir að missa skyggnið og vonuðum að spáin myndi rætast og það myndi létta svolítið til og jafnvel koma smá sól í kringum hádegið... áður en sunnanáttarskýin með rigninguna kæmu svo inn þegar liði fram á daginn... þessi spá rættist svo um munaði og við gengum aldrei upp í þoku á uppleið heldur hækkuðu skýin sig jafnt og þétt með okkur og sólin mætti á miðri leið upp...


Snjórinn að hverfa hér af Hafrafellinu...


Lítil fjallasýn ennþá yfir í Morsárjökulsfjölllin...


Litið til baka... léttara yfir til vesturs... við skynjuðum að veðrið var batnandi... þetta var allt að koma !


Magnaður staður að ganga á... með skriðjöklana beggja vegna og hæstu tinda landsins allt í kring... við skynjuðum tignarleikann í gegnum morgunsúldina...


Litið til baka... skarðið í Hafrafelli...


Þokan svo stutt undan... en við náðum henni ekki... hún þynntist út og hopaði sífellt ofar... þar til sólin gleypti hana við línustallinn...


Þarnra við klettinn fengum við okkur nesti... þjálfari gaf sér ekki tíma til að taka mynd... og svo var haldið áfram inn eftir að Sveltisskarði...


Skýin að opna fyrir okkur fjallgarðinn vestar í jöklinum...


Allir í góðum gír nema Kolbeinn sem barðist við ógleði eftir allt vökva- og steinefnatapið á fyrsta kafla leiðarinnar og svo Björgólfur sem var ekki í sama gönguhjraðagírnum og hinir í hópnum...


Við náðum að halda meiri hæð hér en í fyrri ferð 2011 sem var frábært því okkar beið svo að hækka okkur upp brekkurnar austan við skarðið...


Frábær hópur á ferð sem var búinn að æfa vel og undirbúa sig fyrir göngu sem skilgreind er sem mun erfiðari en Hvannadalshnúkur en það er svo alltaf persónubundið hvar mönnum finnst því dagsformið ræður þessu og í gegnum árin sér maður að sumum finnst þessi leið ekki svo erfið og Hnúkurinn jafnvel erfiðari en þar ræður líklega meira hvernig líðanin var í hvorri ferð... þessi leið er mun flóknari og meira krefjandi en Hnúkurinn um Sandfellið...


Hér kom í ljós að Róbert hafði gleymt ísexinni sinni á nestisstaðnum og nú voru góð ráð dýr... vonandi myndi leiðsögumaðurinn sem gekk með Fjallavinina sömu leið á Hátind en þeir þekktu hann, finna exina og koma með hana... og það varð úr...


Reglan í löngum ferðum er almennt sú að forgangsraða í pásum hvað maður gerir... byrja á að drekka, borða og laga búnaðinn... svo taka myndir og spjalla... það reynir á aga í þessu í svona erfiðum ferðum og margir hafa tamið sér þeta ósjálfrátt á meðan aðrir eiga erfitt með að fá ekki nægilega margar og nægilega langar pásur en þetta kemur ef menn fara oft í svona langar ferðir... þjálfarar taka fleiri og lengri pásur en í þessum jöklaferðum svo það er gott að venja sig á þetta vinnulag alltaf... gera það nauðsynlegasta fyrst... "og svo allt hitt"... slagorð Flokks Fólksins á vel við í þessu :-)


Jæja... brekkan upp í Sveltisskarði er fræg og þykir sérlega óheppilegur tálmi á þessari leið þar sem það er grátlegt að þurfa að lækka sig til þess eins að hækka sig aftur... en við sluppum vel í þetta sinn og tókum þetta sem einn maður til að byrja með...


Ströng uppleið en færið var eins gott og það getur verið... við gátum ekki kvartað...


Engin þörf á broddum sem var frábært... harðfenni með þunnu, nýju, meðfærilegu snjómagni ofan á sem sporaði vel fyrir okkur á skónum...


Sveltisskarðið með lækkunina og hækkunina...


Geggjað veður... logn og hlýtt... og fjallasýnin sífellt tignarlegri...


Kolbeinn barðist við vanlíðan á þessum kafla og Björgólfur dróst aftur úr... þjálfarar tóku það þyngsta úr bakpoka Kolbeins og við náðum hér upp í rólegheitunum á endanum...


Sífellt að létta meira til... og verða bjartara...


Stutt í jökulröndina þar sem farið er í línur...


Nestispása hér... allir í göngubeltin og í línur... þetta var pásan til að gera allt sem maður þurfti... salerni, drykkur, matur, sólarvörn, belti, búnaður...


Við nutum þess að hvílast aðeins og spjalla og njóta þess að vera hér á þessum stað á þessari stundu í þessu dýrindis landslagi...


Búin með rúmlega 10 kílómetra... fimm klukkutíma...


Fjallavinir komu stuttu síðar á eftir okkur og tóku sér líka pásu... stemningin var frábær og allir glaðir... sólin var komin og það var bjart framundan !


Hey ! Eru ekki allir í stuði ? Jei... sólin mætt... þetta var geggjaður dagur !


Tvær línur... menn röðuðu sér eins og hentaði með Jóni Heiðari eða Róberti...