top of page

Tröllakirkja í Kolbeinsstaðafjalli eins fullkomið og það getur verið... daginn eftir Baulu í bongó !

Tindferð nr. 273 laugardaginn 8. júlí 2023.


Daginn eftir að Baula var sigruð í bongóblíðu og stórkostlegu útsýni... og þremur vikum eftir göngu á Hrútaborg sem hér sést vel frá bílastæðinu... var gengið á Tröllakirkju í Kolbeinsstaðafjalli sem einmitt blasti við göngumönnum þegar þeir gengu á Hrútaborgina í júní...


Lagt á sama stað og þegar gengið er á Hrútaborg... en nú var farið suðvestar upp... undir Hrafnafellinu sem var gengið á niðurleiðinni af Hrútaborginni eftir Vatnshlíðarhnúk og Fögruhlíðarhnúk...


Hrafnafell hér framundan...


Farið neðan við það meðfram læknum... Þrífjöll... Skyrtunna, Snjófjall og Svartitindur vinstra megin... og svo fjallið Hestur... í fjarska... og svo fjallið Sáta sem er með einkennandi titt upp úr efsta tindi... við eigum það eftir... búin með öll hin vinstra megin...


Sama dásemdarveðrið... en mun heitara en í gær... þá var 10 stiga hiti í Bröttubrekku skv. Veðurstofunni... en nú var 17 stiga hiti á Fíflholti á Mýrum... sjá Eilífsvötn þarna niðri og Hnúka... Þverfellið og Hallkellsstaðahlíð svo fjær...


Sýnin út með Snæfellsnesi... Hafursfellið hægra megin...


Hafursfell... Tvíhnúkar... Ljósufjöll... Þrífjöll og Hestur...


Hrútaborgin svo falleg og nú í engri þoku eins og 16. júní...


Fögruhlíðarhnúkur og nafnlaus tindur hægra megin við hann... og svo rís Tröllakirkjan hægra megin út af mynd... þetta vatn virðist vera nafnlaust á kortum... það gengur ekki... það á skilið nafn... við köllum eftir því...


Tröllakirkja í Kolbeinsstaðafjalli...


klettastrítaður fjallshryggur... magnaður... bratt niður beggja vegna... virðist ókleifur að sjá til að byrja með en er vel fær öllum sem geta klöngrast og eru ekki að berjast við mjög mikla lofthræðslu... Tindferð 98 Tröllakirkja í Kolbe (toppfarar.is)


Snarpar brekkurnar upp hér og klettastríturnar lofa ævintýri...


Litið til baka... hlírabolur og stuttbuxur... gerist ekki oft.. eins gott að njóta meðan það gefst..


Komin upp á öxlina... nú var að lenda á góðri leið hér inn eftir... því þó maður sé með gps-slóðina af fyrri ferð þar sem við fundum betri leið til baka og fórum of neðarlega þá inn eftir... þá hjálpar gps-tækið manni ekki í svona klettaklöngri þar sem það er orðið of ónákvæmt og landslagið tekur við að leiða mann áfram...


Til austurs að Fagraskógarfjalli... það er krefjandi að leiðsegja á bratt fjall og taka ljósmyndir í leiðinni... Örn tók ekki mynda af Fagraskógarfjalli en við eigum úr fyrri ferð svo það kemur ekki að sök en það blasir við hér og er fagurmótað og freistandi... og við eigum það ennþá eftir... löngu kominn tími á það fjall...


Þessi fjallsbunga endaði sem aukatindur þennan dag... frábært að ganga á hann... og við nefndum hann Mosakirkju sem kallast vel á við Tröllakirkju þar sem hann er mosasvaxinn og mikil mosabreiða umlykur allan tindinn...


ólíkt Tröllakirkjunni sem er strítuð klettastöplum efst... mýkt og harka í senn... og meira að segja einn rauður tindur á milli þeirra...


Undir klettabeltið til að byrja með...


Gott hald og ekkert mál að sumri til...


Kindagata hér sem var gott að hafa en svo er enginn slóði þegar innar er komið... kindur um allt þarna og líklega ekki eftir göngumenn...


Upp klettabeltið í góðri rennu...


Komin að rauða klettinum sem rís milli Tröllakirkju og Mosakirkju...


Urðum að taka mynd af þessu fallega náttúrufyrirbrigði...


Betri mæting en á Baulu... Maggi, Jaana, Silla, Oddný G. Guðmundsdóttir gestur, Linda, Agnar, Sigrún Anna Ólafsdóttir gestur, og Þórkatla en Örn tók mynd og Batman var eini hundurinn...


Klettastríturnar í Tröllakirkju eru stórbrotnar og hrikalegar...


... og mun stærri nær en maður gerir sér grein fyrir...


Áfram undir klettana hér...


... og svo hækkuðum við okkur upp á aftur... sem sé tvisvar á leiðinni... landslagið leiðir mann áfram... en hér er ekki hægt að fara nema í góðu skyggni til að átta sig á stóra samhenginu hvar maður sé staddur undir þessum hömrum...


Heilmikið brölt en vel fært góðum göngumönnum...


Efsti kaflinn hér með þessum stöpli hægra megin... þar sem nokkrar góðar myndir voru teknar af leiðangursmönnum árið 2013... Tindferð 98 Tröllakirkja í Kolbe (toppfarar.is)


Afstaðan með Hrútaborg til norðurs... Oddný og Sigrún Anna gestir göngunnar voru ólofthræddar og í engum vandræðum með þetta brölt... vel gert !


Hendurnar eru það eina sem dugar hér... stafirnir geta beðið niðri síðasta kaflann...


Kletturinn til norðurs...


Komin upp á tindinn í 876 m hæð ! Magnað !


Einn í einu upp...


Menn hjálpuðust að og gáfu styrk og hjálparhönd...


Sæla með sigurinn... Linda, Silla, Þórkatla og Jaana... þið eruð geggjaðar stelpur !


Hengiflug niður af klettastöplunum og eins gott að fara varlega hér... ekki gott í þoku né miklum vindi... þetta voru bestu hugsanlegu aðstæður til að toppa þetta fjall...


Erfitt að ná myndum af hópnum í heild þar sem lítið er plássið efst...


Örn náði samt þessari hópmynd með fjarlinsu... Oddný gestur, Sigrún Anna gestur, Maggi, Agnar, Þórkatla, Jaana, Silla og Linda.... frábær hópur...


Útsýnið niður af nafnlausa vatninu, Vatnsdalshnúk, Fögruhlíðarhnúki og svo nafnlaus tindur næst Tröllakirkjunni...


Klettarnir og hnúkarnir til norðurs...


Klettarnir til suðurs... ekki fært hingað út eftir samt... gamall slóðinn ofar sem Örn sá virtist vera erfiðari en sá sem við tókum...


Við erum alltaf glöð þegar Maggi kemst með okkur í göngu... á sjó hálft árið og stundum mánuðum saman í burtu... dýrmætt að komast í svona ævintýri þegar hann er í landi...


Mynd frá drónanum hans Agnars af hópnum efst !Sjá hópinn...


Nær hér...


Ofar hér...


Magnað að sjá þetta !


Afstaðan á fjallinu...


Síðasta myndin... afstaðan til norðurs...


Myndband af hópnum á tindinum frá Agnari, hvílík veisla að geta séð þetta svona ! (19) Facebook


Annað hér: (19) Facebook


Jæja... niður aftur... sömu leið...


Stundum er flóknara að fara niður en upp...Lítið pláss... varla fyrir 9 manns... en það slapp... og bara einn í einu niður meðan hin biðu...


Örn fararstjóri fékk eina mynd af sér áður en farið var niður...


Þetta var mikið ævintýri... bros á vörum allra allan daginn...


Miklir stöplar en smá mosi gaf mýkt og gott hald...


Flott leið...


Ekki hægt að fara hér í stórum hópi... enda komumst við ekki öll upp í einu árið 2013...


Hvílíkur staður... komin ofan af efstu stöplunum...


Útsýnið til Hrútaborgar... og Fögruhlíðarhnúks og Steinahlíðar þarna á milli...


Hvílíkur staður að vera á í þessari veðurblíðu...


Síðustu menn niður... þeir sem fóru fyrstir upp komust síðastir niður... þannig var plássleysið þarna uppi...


Þetta var veisla fyrir klifurkettina...


Seinna niðurklöngrið í klettabeltinu...


Nú fór þessi tindur að kalla á okkur... nafnlaus eins og svo margir... grátlegt...


út með klettabeltinu aftur í átt að rauða klettinum...


Áning hér þar sem ekki þurfti stöðugt að passa að maður dytti ekki niður... :-)


Takk fyrir okkur tröllin í kirkjunni... hvílíkt landslag ! veðurbarið í skelfilegum vindum og kulda árhundruðum saman...


Þarna var fjöldi trölla og álfa allt í kringum okkur...


Litið til baka síðasta klöngurkaflann...


Komin í skjól... þá önduðu menn léttar og gátu slakað...


Brugðið aftur á leik við rauðslegna klettinn...


Og svo var haldið upp á aukatindinn sem við nefndum Mosakirkju meðan við vitum ekki annað nafn... það á vel við þar sem þessi mosi þakti allan tindinn...


Tröllakirkjan séð frá Mosakirkju...


Hópmynd af leiðangursmönnum... Agnar, Sigrún Anna, Oddný, Þórkatla, Jaana, Linda, Silla og Maggi... ótrúlegt að vera í 848 m hæð í hlírabol að borða og njóta...


Gestirnir buðust til að taka mynd af Toppförunum sem var vel til fundið :-) ... vonandi skrá þessar konur sig bara í klúbbinn okkar og koma í fleiri flottar fjallgöngur næstu árin...


Myndband af drónafluginu frá Agnari, virkilega flott ! (19) Facebook


Andlitið í þessum kletti fangaði mann alveg...


Niður þéttar en öruggar brekkur sem nú voru lítið mál eftir klettaklöngrið ofar...


Tröllakirkjan f´ra brekkum Mosakirkju...


Fegurð hins smáa...


Flott gljúfur hér... en við höfðum ekki tíma til að skoða það að sinni...


Litið til baka upp kirkjuna...


Fögruhlíðarhnúkur og nafnlaus og svo Hrútaborg... saman öll þrjú...


Vatnið nafnlausa aftur... Batman fór niður í það til að kæla sig...


Tröllakirkjan skreytti svo þennan kafla niður...


Hvílíkir tveir dagar að baki... þetta var ótrúlegt...


Hrafnatindar... nú ansi brúnir / ljósir en ekki svartir í allri þessari sól...


Alls 14,1 km á 6:56 klst. upp í 876 m hæð á Tröllakirkju og 848 m á Mosakirkju með alls 947 m hækkun úr 99 m upphafshæð...


Stórkostleg ganga sem stendur upp úr og gleymist aldrei... það er ótrúlegt hvernig hægt er að ná sér í sífellt fleiri svona ólýsanlega fallegar og stórbrotnar göngur... mikið voru þjálfarar fegnir að hafa nýtt þetta veður svona vel... en Bára finnur til að hafa ekki verið með... helgarvinnan já... en Langisjór bíður okkar nú eftir helgina... 50 km á 16 - 18 klst. kringum einstakt náttúrufyrirbæri við Vatnajökul... það verður vonandi sama veislan í þessari veðurblíðu sem loksins kom og gaf okkur sumarið...Myndbandið hér:


86 views0 comments

留言


bottom of page