top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Trölladyngja, Grænadyngja, Hörðuvallaklof og Lambafellsgjá.

Æfing nr. 766 þriðjudaginn 15. ágúst 2023.


ree

Það var löngu kominn tími á að rifja upp leiðina og dyngjurnar, klofið og gjánna sem við smíðuðum árið 2009 með könnunarleiðangri þar sem töfraheimar Reykjaness voru smám saman að opnast fyrir okkur... og eru enn...


ree

Og því var farin sama leiðin og við höfum gert frá upphafi um þessa fernu... og byrjað á Trölladyngju... en líklega ættum við að prófa að fara öfuga leið næst...


ree

Trölladyngja er mjög fallegt fjall með miklu útsýni og veðrið var dásamlegt... sól og blíða eins og í allt sumar ef frá er talinn júnímánuður...


ree

Mjög þurr jarðvegurinn og nokkrir duttu þetta kvöld hér og þar í lausagrjóti ofan á móberginu... rigningarlaust nánast í tvo mánuði... þetta er orðið ansi þurrt...


ree

Dagný, Silla, Siggi, Sibba, Sigríður Arna, Clement, Þorleifur, Kristjana, Brynjar, Kolbeinn, Linda, Agnar og Örn en Batman og x voru hundar dagsins...

ree

Útsýnið til gosstöðva þrjú á Reykjanesi við Litla hrút... magnað !


ree

Nærmynd... sjá fyrsta gíginn frá gosi eitt lengst til vinstri...


ree

Örninn fór niður góða leið en Þorleifur vildi taka erfiðu leiðina og tafðist talsvert uppi en flott hjá honum... hann hefur fjallaástríðuna sem við viljum einmitt að klúbbmeðlimir hafi... vera alltaf til í erfiðar leiðir og prófa ótroðnar slóðir...


ree

Eggjarnar við Sogin efst á mynd... dalurinn milli dyngjanna hér svo fagurgrænn...


ree

Dagný og Clement nýliðar mætt og standa sig frábærlega eins og fleiri nýliðar sem komið hafa í sumar og síðsumars...


ree

Við héldum upp á Grænudyngju næst... og fylgdumst með Þorleifi fara niður af Trölladyngju en Agnar ákvað að vera með honum og þeir fóru svo beint upp Grænudyngju ofan dalsins sem stytti þeirra leið nokkuð til að ná okkur...


ree

H'er sást hvernig rýkur úr nýja hrauninu... og reyndar líka því gamla...


ree

Eftir nestispásu ofan á Grænudyngju var farin Toppfaraleið niður austan megin... þessi leið var svakaleg á sínum tíma man ég... en okkur fannst hún ansi saklaus núna... svona færist þröskuldurinn okkar við að ganga reglulega og brölta svona mikið í bratta...


ree

Litið til baka... hér missti Bára þjálfari yfirsýn og tók ekki eftir því að Silla skilaði sér hér niður... þar sem hún fór að leita að stafnum sínum efst... og Dagný lét vita svo við fórum til baka og biðum eftir henni þar sem hún fótaði sig svo hér niður...


ree

Leiðin frá Grænudyngju yfir á Hörðuvallaklof er ægifögur og eitt af okkar uppáhalds...


ree

Litið til baka...


ree

Hörðuvallaklof nýtum við sem örnefni yfir allan þennan fjallshrygg... en það gæti vel verið að það eigi eingöngu við klofið syðst... en þá er ekkert nafn hér yfir þennan flotta móbergshrygg... og því látum við þetta standa eftir sem áður...


ree

Hér duttu menn hver um annan þveran... í lausagrjótinu ofan af móberginu... skelfilegt færi... og Siggi braut bein við þumalinn svo hann var með vafning, svo gifs og loks spelku tveimur vikum síðar... en gat lítið beitt höndinni ennþá og af fenginni reynslu hjá Erni þjálfara sem braut sig svipað fyrir nokkrum árum á Dagmálafjalli þá tekur þetta nokkrar vikur að gróa og verkurinn alveg að fara...


ree

Heilmikið klöngur og tafsöm yfirferð en algert logn, hlýtt og smá sól svo við kvörtuðum ekki... þetta var hörkuganga !


ree

Sjá Mávahlíðar hér í fjarska og svo Helgafell í Hafnarfirði en Fíflavallafjall á hægri hönd...


ree

Upp og niður að finna bestu leiðina í gegnum þetta varasama móberg...


ree

Gjáin syðst í klofinu áður en komið er á Reykjastíginn sem liggur þarna þvert yfir...


ree

Mávahlíðar hér og stígurinn sem við gengum um í þveruninni "Mávahlíðarleiðin" í hitteðfyrra... Keilir í Kaldársel um Lambafellsgjá, Mávahlíðar, Mávahlíðahnúk og Hrútagjá legg 3 #ÞvertyfirÍsland (fjallgongur.is)


ree

Síðasti áfangastaður leiðarinnar var Lambafellsgjá... hér er áhrifamikið að koma í fyrsta sinn... þetta er magnað fyrirbæri... og hún lét ekkert á sjá eftir allar þessar jarðhræringar... nema jú efst...


ree

Enginn snjór hér... og hvergi grjóthrun að sjá...


ree

... nema hér...


ree

Grjóthnullungur með nýtt sár á sér... og þegar við litum upp...


ree

... sást sárið augljóslega... hér hafði þetta grjót hrunið niður á efsta hluta Lambafellsgjárinnar... sama ástand og á Þorbirni nema þetta var eitt grjót en ekki ótal mörg eins og í Þorbirni... magnað !


ree

Við strunsuðum svo stíginn til baka í bílana... enda langt liðið á kvöldið og allir þreyttir eftir heilmikið klöngur og brölt...


ree

Batman gaf bílfar eins og ekkert væri... ekki í fyrsta sinn... ef eigendur eru ekki með vesen út af hundinum sínum... þá einhvern veginn eru hundarnir ekki heldur með vesen... ekkert mál hjá þeim þó þeir þekkist nánast ekkert...


Alls 7,4 km á 3:52 klst. upp í 420 m hæð með alls 498 m hækkun úr 150 m upphafshæð...


Afreksganga sem við máttum vera ánægð með... yndiskvöld með meiru :-)

 
 
 

コメント


bottom of page