top of page
  • Facebook
  • Instagram
  • YouTube
  • Twitter

Úlfarsfell... sárabótaræfing í stormi annan þriðjudaginn í röð

Þriðjudagsæfing 28. september 2021.


ree

Viku eftir að við gengum á Mosfellið í stað Rauðahnúks í Skarðsheiðinni... sem var frestað um viku til þri 28. september... var honum aftur frestað um viku og gengið á Úlfarsfellið þar sem óveður geysaði á landinu og menn voru aftur beðnir um að ferðast ekki að óþörfu...


ree

Þjálfarar ákváðu að skógræktarleiðin á hæsta tind og þaðan um Hákinn niður vesturhlíðarnar væri skásti kosturinn þetta kvöld... og það reyndist líklega rétt því við vorum í heilmiklu skjóli í skóginum bæði á uppleið og niðurleið...


ree

Efst var snjór í fjallinu... eins og í öllum fjöllunum þessa vikuna...


ree

Mjög hvass vindurinn og kaldara en í síðustu viku... en samt vel viðráðanlegt og frískandi...


ree

... og við gátum sko alveg spjallað eins og enginn væri morgundagurinn þrátt fyrir veðrið...


ree

Hvítara efst... veturinn er mættur...


ree

Fyrsta gangan í klúbbnum eftir að útsýnispallurinn var risinn efst í Úlfarsfellinu og því ráð að taka hópmynd hér... en það vantaði Kolbein á myndina svo við tókum aðra í vindinum á Hákinninni...


ree

Mjög hvasst frá efsta tindi og niður eftir... hér þurfti að passa sig að detta ekki...


ree

Svo var leggurinn hér á milli ágætur...


ree

Kolbeinn mældi vindinn mestan 25 m/sek sem var nokkuð hvassara en á Mosfellinu fyrir viku síðan... enda var þyngra yfir og allt önnur birta en þá...


ree

Kolbeinn, Örn, Gréta, Þórkatla, Gerður Jens., Katrín Kj., Guðmundur Jón, Ragnheiður, Siggi, Linda, Lilja Sesselja, Ása og Sjöfn Kr. en Bára tók mynd og Batman, Myrra og Tinni fuku með okkur í algerri fjallagleði eins og alltaf...


ree

Mesti vindurinn var vestan við Hákinnina... sópaðist upp eftir fjallinu og hér þurfti að hafa sig allan við að koma sér áfram niður vesturhlíðarnar...


ree

Svo fallegt... okkur var tíðrætt um fegurðina sem úthverfi borgarinnar bjóða upp á og allt of sjaldan er nefnt og hampað... miðbæjarumræðan einokar allt of mikið borgarumræðuna og það er synd hversu fáir fjölmiðlamenn og listamenn vekja athygli á dýrðinni sem borgin hefur upp á að bjóða í jaðri sínum... sorglegt hreinlega... en við njótum þessarar fegurðar á hverjum degi sem búum á jöðrunum og þökkum fyrir það sem mest við getum...


ree

Skjólið í skóginum var dásamlegt.. skógurinn vex hratt og dafnar vel og nú er snilldarmaður að laga stíginn vestan megin takk kærlega fyrir...


ree

Alls 4,0 km á 1:18 klst. upp í 336 m hæð með alls 381 m hækkun úr 43 m upphafshæð.

Svo frískandi og gefandi útivera ! Takk öll fyrir að mæta elskurnar !


ree

Dagana á eftir var áfram rysjótt veður og stórkostlegt sólarlag kvöld eftir kvöld... þessi mynd var tekin á Úlfarsfelli degi síðar á miðvikudeginum í 64. ferð kvenþjálfarans á Úlfarsfell en þetta fjall er það vinsælasta innan hópsins í áskorun ársins um að fara á vinafjallið sitt 52 sinnum á árinu eða jafnvel 100 sinnum eða sem samsvarar aldrinum manns... og fjöldi manns er að gera þetta núna... sem er hreint út sagt magnað #vinafjalliðmittx52


ree

Við fengum nýja fyrirmynd þessa viku sem hvetur okkur áfram í því að ná að fara á fjallið okkar einu sinni í viku... Ólafur Árnason er búinn með 3.488 ferðir frá því hann reif sig upp eftir heilablóðfall til að bæta heilsuna, andlega líðan og hreyfigetuna... algerlega magnað og mikil orka sem kemur með því að lesa um svona einurð og einbeitni hjá þessum afreksmanni !


 
 
 

Comments


bottom of page