Þverártindsegg í annað sinnið og nú með #AsgardBeyond í sól og logni !
- Bára Agnes Ketilsdóttir
- 1 day ago
- 2 min read
Tindferð nr. 333 sunnudaginn 18. maí 2025

Eftir ítrekaðar óskir klúbbmeðlima um að fá aðfa ferð á Þverártindsegg eftir ótrúlega ferð þangað upp vorið 2012... ákváðu þjálfarar að biðja snillingana í Asgard Beyond að leiðsegja á þessar eggjar, enda flókin, torfær, brött, sprungin og því krefjandi jöklaferð... en mætingin var með eindæmum lítil og endaði á að vera eingöngu fjórir sem komust þann 10. maí...
En þegar ferðinni var frestað um viku vegna veðurs og snjóflóðahættu, þá fækkaði enn í hópnum, svo á endanum gengu Aníta, Inga og Jón Oddsson á Þverártindsegg með Jóni Heiðari og Ásdísi Dögg og þar með endaði ekki brottfallið því Jóni eðal fjallamanni með meiru, leið ekki vel í göngunni og beið af sér efsta kaflann í tvo klukkutíma, meðan hópurinn naut sín í þessu stórkostlega landslagi og útsýni á heimsmælikvarða á eggjunum sjálfum...
Yfir landinu ríkti fádæma Spánarveður þessa helgi í samfelldri 10 daga veðurblíðu þar sem 20 stig mældust alla 10 dagana einhvers staðar á landinu svo lánið var sannarlega með þessum einbeitta hópi sem átti svo sannarlega skilið að ná þessum fjallseggjum eftir alla einurðina og staðfestuna !

Hér er lýsing frá Anítu af ferðinni frá fb og ljósmyndir fyrir neðan:
"Loksins sagði Þverártindsegg, fæn ókei… og bauð okkur velkomin í islenska hitabylgju.
18°
Svitabað
Sagan byrjaði með keyrslu yfir ár…
Ég held í alvöru að Jón Heiðar sé með smá blæti fyrir að keyra yfir, í, upp og niður… ÁR Ég hætti að telja eftir 37.
Ræs var ákveðið kl 04:30 en jökullinn hafði önnur plön.
Urraði á okkur RÆS kl: 04:00 vitandi náttla að dagurinn myndi enda í súpusnjó.
Syðri eggin var Matterhorn fílíngur… mjór með 1000m þverhníptum vegg austan megin. GEGGJAÐ og algjör fokk já tilfinning.
Nyrðri eggin leit út fyrir að vera sakleysislegri með ‘bara’ nokkur hundruð metra niður… en… pínulítil og mjó og hvergi fast að finna hvorki undir hendi né fæti.
Við stelpurnar sátum þrjár klofvega með Jón Heiðar yfir okkur… ‘hva… þið gætuð prófað Homo Sapiens stellinguna sko…’ ermmm… NEI!
Við bókstaflega sukkum, runnum og slæduðum með súpusnjóskriðum niður efstu brekkurnar með bruna í lærum og eymsli í liðamótum… niðurgangurinn tók þokkalega á og ekkert annað í stöðunni en að hlaupa
Takk elsku samferðafélagar
Takk Asgard Beyond fyrir epískan sólahring.
Þverártindsegg 18 maí 2025
~1600m hækkun / 15km
10 klst og 50 mín"



















Snilldar myndband Anítu af youtube: https://www.youtube.com/watch?fbclid=IwY2xjawKigYlleHRuA2FlbQIxMABicmlkETFtVnk0UHBZOUdLblcxbE10AR7X0zIY-ntrES4yN68lRMLLbYvxq8P1E--1FMx--XMfEBS1mkzAsVTMMnOJiw_aem_t2wR9ly7pwuvt4ozVNNZGw&v=Ch3DNhq9-Kk&feature=youtu.be
Hjartansþakkir elsku Jón Heiðar og Ásdís... fyrir fagmennsku fram í fingurgóma... í enn einni kyngimagnaðri og fágætri jöklaferðinni með ykkur elskur... og ekki síður þakkir fyrir einbeittan áhuga á því að koma þessum þremenningum á þetta fjall... þeirra bíða svo enn stærri ævintýri með ykkur í júní á þessu ári á Monte Rosa og Matterhorn... hvílíkt lán... að eiga ykkur að á fjöllum með okkur öll þessi ár kæru snillingar ! #AsgardBeyond
Ferðasagan af fyrri Toppfaraferðinni á Þverártindsegg árið 2012:
Myndband þjálfara af ferðinni í evróvisjón fílíngi sem aldrei gleymist:
留言